Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 6
VTOHORF Fóstrur - starfsfólk Bráðlega tekur til starfa nýtt dagvistarheimili, Nóaborg við Stangarholt. Þar verða starfræktar tvær dagheimilisdeildir og leikskóladeild. Þeir sem hafa áhuga á að vera með frá upphafi í að byggja upp starfsemi á nýju heimili tali við Soffíu Sófaníusdóttur forstöðumann í síma 686351 eða Þórunni Einarsdóttur umsjónarfóstru hjá Dagvist barna í síma 27277. 1 Blikkiðjan1 Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstaeðum / j' FÖRUM VARLEGA! Ar'i- - lit»/£ísw»í Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin ertempruð. ■;-.v <i.J ^ aUMFEROAR hAO um upp nálægt því sem svaraði 600 fjölskyldulaunum, sem ekki sýnist fráleitt að áætla 300 milj. kr. Það er vissulega talsvert fé en nemur þó ekki nema broti af út- flutningsuppbótum síðustu ára. Þetta styrkjakerfi er ekki hugs- að sem framtíðarlausn. Heldur ber að líta á það sem aðgerð til að koma í veg fyrir byggðaröskun. Jafnframt þessum stuðningi þarf að veita fjármagni til að byggja upp nýjar atvinnugreinar í sveitunum. Þótt ekki sé fjölbreyttur sá nýi atvinnurekstur, sem bændur hafa verið að þreifa fyrir sér með síð- ustu árin, mætti auka þær að því marki, að þær skiluðu 1-2 þúsund fjölskyldum tekjum til framfæris sér. Hér skal aðeins minnst á 3 greinar og möguleika þeirra. Loðdýraræktin hefur þegar náð hér fótfestu. Hún getur auðveldlega á nokkrum árum í viðbót bætt upp það sem draga þarf saman í mjólkur- og kinda- kjötsframleiðslu. Markaðsverð á pelsskinnum er nú í lægð, sem kemur sér mjög illa fyrir þá, sem verið hafa að koma sér fyrir í þessari búgrein síðustu árin. Minkaskinnin hafa þó ekki lækkað meira en svo, að fram- leiðsla þeirra mun ekki greiða lægri vinnulaun en hinn hefð- bundni búskapur okkar hefur oft á tíðum gert. Sveiflur á verði loð- dýraskinna er fastur liður í þeirri framleiðslugrein. Engin ástæða er til að efast um, að loðdýra- ræktin geti ekki orðið ein af þremur aðalbúgreinum okkar. Ferðamannaþjónusta hlýtur að verða mjög vaxandi atvinnugrein á næstu árum. Til þess benda all- ar líkur. Hún er mjög ný og er fyrst að vinna sér sess. Hún óx mjög mikið sl. ár og hlýtur að halda áfram að vaxa eins og öll ferðamannaþjónusta í Iandinu. DJÓÐVILJINN 0 68 13 33 Tímirni 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður en BESTA TRIMMIt og borgar LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR Garðastræti 33-út og 34-út Hólavallagata Hólatorg Kirkjugarðsstígur Hávallagata Hafðu samband við okkur DJÓÐVILJINN Síðumula 6 0 68 13 33 Hún mun lúta lögmáli snjóbolt- ans að vaxa því örar sem hún verður stærri í sniðum. Gott væri að sjá hana þróast þannig að hún verði aukabú- grein, sem veitti bændum nokkr- ar tekjur, svo þeir geti dregið búvöruframleiðslu sína saman en þó nýtt jarðir sínar, en ekki þann- ig að hún verði „bisness“ þéttbýl- ismanna, sem auðveldlega gætu eignast stór landflæmi ef heilar sveitir færu í eyði, eins og skeð getur með núverandi stefnu. Skógrækt. Trjáviður er eitt af fáum vörum af jarðargróða, sem engin hætta er á að offramleiðsla verði á, þar eð skógar jarðar fara minnkandi með hverju ári vegna ofnýtingar. Reynsla er fengin fyrir því, að tré vaxa hér í flestum sveitum, ef réttar tegundir og afbrigði eru valin. Ekki þarf annað en að koma plöntunum niður í jörðina og verja þær síðan fyrir utanaðkom- andi eyðingaröflum, þá vaxa þær og skapa verðmæti. Þegar sauðfé fækkar í landinu, verða stór landsvæði lítið nýtt og raunar eru stór svæði víða um land lítils virði til alls annars en skógræktar. Það á við um allt bratt og grýtt land. Það væri því afskaplega gagn- legt að gróðursetja trjáplöntur í slíkt land og það væri mjög skemmtilegt að virkja bænda- fólkið til þessara starfa, sem þarf nú að draga saman búskap sinn. Auðvitað þarf það að fá þau störf launuð, þar sem þeir sem gróður- setja munu ekki njóta arðsins af starfi sínu, en vel fer saman, að hægt væri að styrkja það til skóg- ræktarstarfsins og bæta upp sam- drátt í búvöruframleiðslu með sömu fjárveitingunni. Hér geta tvö þörf verkefni stutt hvort annað. Samskiptin við náttúruna Ég sem þetta skrifa var fyrir fáeinum dögum á fundi með framkvæmdaaðilum framleiðslu- réttarkaupa Framleiðnisjóðs ásamt með fulltrúum frá flestum búnaðarsamböndum landsins. Vandamálum í sölu landbún- aðarafurða var þar lýst og kostn- aði þjóðfélagsins vegna útflutn- ingsuppbóta og annars kostnaðar við þessar miklu birgðir, sem alltaf eru að hlaðast upp. Víst verður að viðurkenna vandann, sem þarf að mæta á ein- hvem hátt. En meira brá mér að heyra hvað sammála menn voru bæði utan og innan landbúnaðar- ins um leiðir, það er að eina úr- lausnin sé að fækka bændum stór- lega og að óhjákvæmilegt væri að býli með lakari búskaparað- stöðu, sér í lagi illa uppbyggð, og afskekktari sveitir í heiid verði lagðar í eyði. í mínum huga er framtíð okkar sem þjóðar undir því komin að við byggjum landið allt, þar sem til þess era landkostir. Mér finnst ég sjá þess merki að lífveran maður sé svo samgróin samskiptum við landið og lífs- björg þess, að hún hvorki njóti lífs síns til fulls eða þroskist eðli- lega, nema hún hafi náin sam- skipti við náttúru þess. Því eru mér það mikil von- brigði, ef bændur og forustulið þeirra afneita þessu samhengi og ganga byggðaeyðinguni á hönd. Annað sem ágætir fundarmenn á fyrrnefndum fundi vöktu undr- un mína með, var þegar nokkrir þeirra lýstu því yfir, að nú væri réttur tími til stórtækra breytinga á landbúnaðarstefnunni, meðan svo vinveitt ríkisstjórn sæti við völd. Ég hefi neftiilega aldrei fundið landbúnaðinn í öðrum eins þrengingum og í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þar sýnist mér að framsóknaríhaldið í landinu hafi tekið að sér að framkvæma stefnu Alþýðuflokksins í landbúnað- armálum. En hún hefur fram til þessa verið höfð sem eins konar grýla á bændur, þegar þeir hafa verið með eitthvert múður. getrmína VINNINGAR! 10. LEIKVIKA - 25. OKTÓBER 1986 Vinningsröð: 111-21X-11X-211 1. VINNINGUFt: 12 RÉTTIR, kr. 1.130.225,- 62365(4/11) 2. VINNINGUR: 11 RÉTTIR, kr. 16.146,- 1287 13111 48577 98632 202104 5644 44397+ 49234 101731 205935 m 8945 45627'+ 51063 127654 209820 11163 46362 54240 131321 + 'vtte 12075 46427 56077 167973 Úr 8. vlku: 14519 Úr 9. viku: 10777 Kærufrestur er til mánudagslns 17. nóv. 1986, kl. 12.00 á há- degi. íslenskar Getraunir. tþrótiamidstödinni vtSigiún, Revkjuvik Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn- ar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir loka kæru- frests.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.