Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 2
“SPURNINGIN™ Telur þú aö konur séu samviskusamari en karl- ar í umferðinni? Hjördís Benjamínsdóttir, af- greiðslustúlka: Alveg hiklaust, og ég er ekki frá því að þær séu samviskusamari með alla hluti. Inga Sigmundsdóttir, hús- móðir: Ég held það nú. Ég keyri að vísu ekki sjálf, en ég held að konur vandi sig meira við aksturinn. Þórhildur Þorsteinsdóttir, afgreiðslustúlka: Já, þær eru varkárari í akstrinum en karlarnir. Það er að vísu mis- jafnt hvort ég treysti konum betur undir stýri, en þær vanda sig að minnsta kosti betur. Gunnar Ingibergsson, garð- yrkjumaður: Ég er alveg harður á því. Konan mín er alla vega mun samvisku- samari en ég undir stýri. Ingimundur Erlendsson, tollvörður: Nei, mín reynsla segir mér nú annað. Það er mjög einstaklings- bundið hvernig fólk hagar sér í umferðinni og ég held það sé al- veg af og frá að það fari eftir kynj- um. FRÉTHR Fiskmarkaður Gaflarar á fullri ferð Stefnt áfiskmarkað við upphaf nœstuvertíðar. Mikill áhugi á Faxaflóasvœðinu. Undirbúningsfundur í Hafnarfirði um nœstu helgi Telja má fullvíst að fiskmark- aður hefji starfsemi á Faxafló- asvæðinu snemma á næsta ári og líklega þegar við upphaf vertíðar. Áhugi er hjá hafnaryfirvöldum í Hafnarfirði, Miðneshreppi og Reykjavík að koma upp fisk- markaði og hjá Dalvíkingum fyrir Eyjafjarðarsvæðið. í gær voru opnuð tilboð í bygg- íngu sérstaks húss undir tisk- markað sem hafnarnefnd og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hyggjast reisa á næstu mánuðum. Þá hefur Útvegsmannafélag Hafnarfjarðar boðað til fundar á laugardag með hagsmunaaðilum sjávarútvegs í Hafnarfirði og næsta nágrenni um rekstur fisk- markaðar í bænum. Hafnarstjórn Reykjavíkur hef- ur boðið Bakkaskemmuna undir fiskmarkað og verið er að vinna að endurbótum á skemmunni. Stjórnskipuð nefnd sem nýlega skilaði áliti þar sem mælt var með stofnun tilraunafiskmarkaðar á Faxaflóasvæðinu hefur lýst vilja sínum að standa fyrir stofnfundi félags um slíkan markað hefur enn ekki boðað til neins fundar og því ljóst að Hafnfirðingar hafa ákveðið að taka forystuna í þess- um efnum. Fiskmarkaðsmálin komu til umræðu á Sjómannasambands- þinginu um sl. helgi og var stjórn sambandsins falið að fylgjast með stofnun slíks markaðar og gæta hagsmuna sjómanna við þróun hans. -Jg- Nýja MjólkurstöAin við Bitruháls var formlega vígð um sl. helgi. Fyrsta starfsemin var flutt í húsið í byrjun ársins en mjólkurvinnslan var komin þar í fullan gang um miðjan maí. Fyrsta skóflustungan að nýbyggingunni var tekin í mars 1982 og er heildarkostnaður við byggingu kominn upp í um 850 miljónir króna. Ljósmyndari Þjóðviljans leit við í mjólkurstöðinni í gær og rakst þar m.a. á þessa hressu starfsmenn sem greinilega eru ánægðir í nýja húsinu. Frá v. Dan Weiss, Gunnar Hilmarsson og Eðvald H. Árnason. Mynd Sig. Verðhœkkanir Klippingar hækka um 72% Rakarastofur á höfuðborgar- svæðinu hafa hækkað verð á klippingu fyrir karlmenn að með- altali um 72% síðan í janúar á síðasta ári. Þetta kom fram í nýrri verðkönnun Verðlagsstofnunar. Til samanburðar má geta þess að vísitölur kauptaxta og fram- færslu hafa á sama tímabili hækk- að um 43% og byggingarvísitala um 49%. Það er því augljóst að verðhækkanir á klippingu hafa verið töluvert meiri en verðlags- þróun í landinu gefur tilefni til. Verðlagsstofnun kannaði verð á 42 rakara- og hársnyrtistofum og var minnst hækkun í prósent- um 56% en mest 93%. í Ijós kom að mikil verðdreifing er á karlmannaklippingu. Hún kostar á bilinu 400-600 krónur og er munurinn því 50%. -vd. Langlínan Beðið eftir nýju stöðvunum Hœtt að kaupa efni ígömlu stöðvarnarþegar uppbygging stafrænu stöðvanna hófst. Hjörleifur Guttormsson: „Vartforsvaranlegt“ Álagstruflanir á langlínusam- bandinu - þegar menn þurfa að reyna tímunum saman að ná beinu sambandi gegnum sjálf- virka kerfið - stafa ekki aðeins af línuskorti, heldur einnig skorti á tækjabúnaði. Þegar uppsetning stafrænu stöðvanna hófst, var nefnilega hætt að kaupa efni til aukningar á gamla kerfinu! Þessi mál komu til umræðu í fyrirspurnartíma á alþingi í vik- unni, þegar Hjörleifur Guttorms- son spurði samgönguráðherra hverjar helstu ástæður þessara truflana væru. Matthías Bjarna- son sagði helstu skýringuna vera línuskort, en álagstoppar, t.d. á kvöldin þegar í gildi er hálft gjald og álag vegna sjónvarps og á- kveðinna hljóðvarpsþátta hefðu einnig mjög truflandi áhrif á gamla símkerfið. Þá tæki oft langan tíma að uppgötva og gera við bilanir m.a. vegna skorts á viðgerðarmönnum. Loks sagði ráðherrann að þegar farið var að kaupa stafrænar stöðvar sem eiga að taka við, hefði verið hætt að kaupa efni til aukningar á eldri kerfum. Stafrænu stöðvarnar, sem þola mun meira álag en gamla kerfið og þurfa mun ódýr- ari línubúnað, eru nú víða að taka við. Þannig er stafrænt kerfi kom- ið í Reykjavík og á Sauðárkróki, verið er að setja upp stafræna stöð á Húsavík og næstu verkefni verða uppsetningar stafrænna stöðva á Egilsstöðum og í Borg- arnesi. Hjörleifur Guttormsson taldi vart forsvaranlegt að bíða eftir stafrænu stöðvunum alls staðar til þess að bæta úr ágöllum kerfisins og spurði hvort ekki væri mögu- legt að leysa þessi vandræði áður, með því að lagfæra gamla kerfið hjá þeim sem lengst eiga í land með að fá úrlausn með nýrri tækni. Hann sagði þessar truflan- ir vegna álags bitna sérstaklega á Framsóknarmennirnir á Vest- urlandi eru hættir við prófkjörið sem halda átti í lok nóvember. Þegar framboðsfrestur rann út á föstudagskvöld þá höfðu aðeins tveir gefið kost á sér, Alexander Stefánsson og Davíð Aðalsteins- viðskiptavinum símans á lands- byggðinni, sem þurfa meira á langlínu að halda en fólk á Rey kj avíkursvæðinu. Auðvitað gilti það sama um Reykvíkinga sem þyrftu að ná út á land, en það væri ekki eins tilfinnanleet vandamál. _ÁI son sem nú sitja á þingi fyrir Framsókn í kjördæminu. Kjördæmisráðsfundur verður haldinn á næstunni og á að á- kveða þar hvernig valið verður á Framsóknarlistann. Vesturland Ekkert prófkjör >2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 29. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.