Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Elly Ameling sópransöngkona heldur tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austur- bæjarbíói í kvöld kl. 20.30. Elly Ame- ling er löngu heimsfræg fyrir Ijóða- söng sinn og er meðal eftirsóttustu söngvara heims á því sviði. Hún mun syngja verk eftir Gluck, Vivaldi, De- bussy og Poulenc og eftir hlé mun hún syngja Ijóðaflokkinn „Úr spænskri Ijóðabók" eftir Hugo Wolf. Undirleikari verður Rudolf Jansen frá Hollandi. Tónlistarunnendum er hér með bent á þennan einstaka tónlist- arviðburð. Kötturinn slóttugi Alþýðuleikhúsið sýnir: KOTTURINN SEM FER SÍNAR EIGIN LEIÐIR eftir Ólaf Hauk Símonarson /Rudyard Kipling Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Leikmynd: GERLA Sá frábæri sagnameistari Kip- ling samdi nokkur ævintýri handa bömum og fullorðnum sem sjálf- sagt eiga eftir að halda nafni hans á lofti lengur en flest annað sem hann skrifaði. Við þekkjum þessi ævintýri í ágætum þýðingum Halldórs Stefánssonar - hver man ekki eftir litla forvitna ffln- um - og það er eitt af þeim sem Ólafur Haukur hefur notað sem efnivið í leikrit sitt um köttinn sem fór sínar eigin leiðir. Þetta ævintýri er skemmtileg og snjöll útlistun á því hvernig maðurinn siðmenntaðist og tók húsdýrin í þjónustu sína. Það var auðvitað konan sem kunni ráð til að temja fyrst karlmanninn en síðan kúna og hestinn og hundinn með því að bjóða þeim upp á hlý húsakynni og góðan mat. Ein skepna jarðarinnar var þó slótt- ugri en konan, nefnilega köttur- inn, sem tókst að afla sér allra sömu fríðinda og hinir án þess þó að fóma frelsi sínu. Þessari skemmtilegu sögu er að flestu leyti vel til skila haldið í sýningu Alþýðuleikhússins, en verkið var reyndar frumsýnt af Leikfélagi Akureyrar síðastliðið vor. Sigrún Valbergsdóttir stýrir vel skipuðu leikaraliði með ágæt- um og margt er um skringileg uppátæki sem lífga upp á leikinn. Búningar og gervi leikaranna eru sömuleiðis með ágætum. Hins- Tilbrigði við jómfrú Fyrstu tónleikar Tónlistarfé- lagsins á þessum vetri voru í Austurbæjarbíói sl. laugardag. Þar var kominn Pétur Jónasson gítarleikari, „einn af okkar ungu tónlistarmönnum sem hefur með einbeitni sinni og dugnaði sífellt miðað áfram á ferli sínum“, svo vitnað sé í efnisskrá, og þetta voru fallegir tónleikar. Heldur dauflegir að vísu, því þeir buðu ekki upp á tónlist, sem hleypur mönnum kappi í kinn. Að vísu var þama tiltölulega nýtt íslenskt verk, Tilbrigði við jómfrú eftir Kjartan Ólafsson, sem lofar góðu um höfundinn. Þetta mun fmm- raun Kjartans á tónsmíðasviðinu eftir að hann lauk námi við Tón- listarskólann hér í borginni og þessvegna þetta kostulega nafn. En tilbrigðin eru skemmtilega fjölbreytt, þar er velt ýmsum tónrænum blæmunstmm eftir- minnilega og tilfinningin fyrir takmörkuðu efni í góðu lagi. Til hamingju. Afgangurinn af prógramminu var hinsvegar spænsk (og mexík- önsk) gítartónlist frá síðustu hundrað ámm eða svo, eftir Tárr- ega, Ponce og Moreno-Torroba. Allt slíkt lætur vissulega vel í eyrum, þetta er einföld og klið- mjúk tónlist, sem fer ljómandi vel á huggulegum síðkvöldum við m wm LEIFUR ÞÓRARINSSO kertaljós í hlýjum stofum. En í köldum og dimmum sal Austur- bæjarbíós er hún undarleea líf- vana, þrátt fyrir hreinan og tæran flutning. Kannski einmitt vegna þess hvað leikur Péturs er fágað- ur og fínn, þó ég skilji það nú ekki alveg, því ekki er hún tilefni til neinna stórátaka. Ætli ég verði ekki bara að játa, að svona músík veldur mér óviðráðanlegri syfju, sem jafnvel fyrstaflokks ein- leikari einsog Pétur, fær ekki læknað. En mikið vildi ég fá hann til að leika eitthvað bitastæðara, nýtt eða gamalt, því jafn góð tök og Pétur hefur á hljóðfærinu, em sannarlega sjaldgæf og mikils virði. LÞ vegar hefur lítið verið lagt í leik- mynd og lýsingu, sjálfsagt af fjár- hagsástæðum, en sýningin geldur þess óneitanlega hversu umgerð hennar er snautleg og leiksvæði illa afmörkuð, t.d. skilin milli skógarins og hellisins. Það er töluvert mikið af söng- lögum í þessari sýningu, kannski heldur mikið, því að víða þóttu mér söngvarnir bara tefja fram- gang leiksins og ekki bæta neinu við. Textarnir eru sumir heldur þunnir og tónlistin er að mestu leyti þessháttar gutl sem rennur hvað saman við annað, ekki síst þegar staðlað og niðursoðið undirspil kemur til. Frá þessu eru þó undantekningar, bæði söngur kattarins um að allir staðir séu honum jafn kærir svo og gullfal- María Sigurðardóttir var afskap- lega sterk og jarðmóðurleg í hlut- verki konunnar og samskipti hennar og hins hégómalega manns voru oft stórskemmtileg, en hann var sérlega fyndinn í meðfömm Barða Guðmunds- sonar. Kýrin og hesturinn voru bæði vel útfærð af Erlu Skúla- dóttur og Bjarna Ingvarssyni og Gunnar Rafn Guðmundsson var einkar skoplegur hundur. Þá átti Margrét Ólafsdóttir kostulega til- burði og frábært látbragð í hlut- verki barnsins. Þetta er fjörúg og skemmtileg sýning sem einnig getur vakið til umhugsunar og gleðilegt að fá hana á höfuðborgarsvæðið í þeim barnaefnisskorti sem hrjáir leikhús okkar. skemmtileg framganga leikar- anna sem voru hver öðrum betri. Helgi Björnsson var langur og Uðugur í hlutverki kattarins og söng vel, en eitthvað skorti á að hann kæmi allri kímninni til skila. leg vögguvísa hans í lokin era prýðileg atriði. En það sem gerir mest fyrir þessa sýningu er lífleg og SVERRIR HÓLMARSSON Strindberg í samtímanum Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur hefur samið viðbót við leikrit Strindbergs, Hin sterkari, og verða bæði verkin sýnd saman í Hlaðvarpanum í kvÖld Það má segja að þetta verk mitt fjalli að nokkru leyti um erindi Augustar Strindberg við okkar samtíð, sagði Þorgeir Þorgeirs- son rithöfundur um þátt sinn í sýningunni „Hinn sterkari - sú veikari,“ sem Alþýðuleikhúsið frumsýniríkvöld íÍHIaðvarpan- um. En sýning þessi er annars vegar byggð á uppfærslu Alþýð- uleikhússins og Ingu Bjarnason á leikþættinum Hin sterkari eftir August Strindberg frá því í sum- ar, og hins vegar á nýjum einþátt- ungi eftir Þorgeir Þorgeirsson, sem hann nefnir „Sú veikari,“ og gerist síðari þátturinn í kvik- myndaveri, þarsem leikarar fyrri þáttarins stíga út úr hlutverkum sínum við æfingu leiksins. Þorgeir sagði að hann hefði skrifað þessa viðbót fyrir þrá- beiðni Ingu Bjarnason leikstjóra. Sér hefði í fyrstu þótt hugmyndin fráleit og beinlínis stórhættuleg. En við nánari athugun hefði hann látið freistast. „Það er hættulegt að halda áfram að skrifa þar sem Strindberg hættir, en það gefur líka loft undir vængina.“ Aðspurður um hvort hann væri með þessu verki að endurmeta afstöðu Strindbergs til kvenþjóð- arinnar sagði Þorgeir að hann hefði fyrir löngu gert sér grein fýrir því að allar sögur um kven- „Strindberg gefur loft undir vængina...“ segir Þorgeir Þorgeirsson. Ljósm.: Sig. hatur Strindbergs væru misskiln- ingur. Hins vegar skrifaði Strind- berg af miskunnarleysi um mannfólkið yfirleitt, ekki síst yfirstéttarkonur. Þorgeir sagði jafnframt að þessi endurnýjuðu kynni hans við Strindberg hefðu fullvissað hann enn betur um er- indi hans við nútímann. „Strind- berg er ekki gamall. í leiklist hans sjáum við upphaf nútímans á Norðurlöndum. Hann er nor- rænn höfundur sem stóð í farar- broddi í heiminum sem leikrita- skáld á sínum tíma, og öll nútím- aleiklist á nokkrar rætur að rekja til hans.“ Það er Inga Bjarnason sem leikstýrir báðum þáttunum, en leikendur eru þau Margrét Aka- dóttir, Anna Sigríður Einarsdótt- ir, Elfa Gísladóttir og Harald G. Haraldsson. Áður en sýningin hefst mun Kolbeinn H. Bjarna- son leika einleiksverk fyrir þver- flautu eftir Þorkel Sigurbjörns- son og fleiri, en fyrir seinni sýn- ingar munu aðrir hljóðfæraleik- arar koma fram. ' Veitingar eru á boðstólum fyrir leikhúsgesti, og eru þær innifald- ar í miðaverði. Sýningar fara fram í kjallara Hlaðvarpans að Vesturgötu 3 og hefst sýningin kl. 21. Næstu sýningar verða á föstu- dag og sunnudag. ólg. Miðvikudagur 29. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.