Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Júgóslavi nokkur, Iskender Ahmet, var á mánudaginn dæmdur í sjö ára fangelsi á Ítalíu fyrir barnaþrælk- un. Hann er einn 80 manna sem rændu tatarabörnum og þjálfuðu þau til vasaþjófnaða og innbrota. Hópurinn var með bækistöðvar rétt utan við Mílano. Hinir 79 mennirnir, karlar og konur, mest Júgóslavar, verða dæmdir á næstu mánuðum fyrir meinta þátttöku í barnaþrælkuninni. Rannsóknarmenn í þessu máli segja að hópurinn hafi haft á sín- um snærum mörg hundruð börn og staðið í þessari starfsemi í ein 15 ár. Málið hefur vakið geysi- lega athygli á Ítalíu og á megin- landi Evrópu. Eitt vitnanna í þessu máli, tólf ára gamall júg- óslavneskur drengur sem lenti í klóm hópsins, Osman Solimano- vic, bar vitni í síðustu viku varð- andi barnaþrælkunina. Hann sagði að sér hefði verið rænt úr heimabæ sínum í Júgóslavíu. Hann sagði frá því að sér hefði verið hótað barsmíðum ef hann kæmi tómhentur úr ránsferðum sínum. Einnig sagði hann að Ah- met hefði hvað eftir annað barið sig með hnefum og barefli. Hauskúpa sem fannst í rústum borgarinnar Esen í írak, sýnir að 2000 árum fyrir Krists burð framkvæmdu Mesópótamíumenn heila- skurðaðgerðir á sjúklingum. Svo segir að minnsta kosti v-þýski vísindamaðurinn Bertel Roda en hann fer fyrir leiðangri fornleifa- fræðinga og annarra vísinda- manna sem verið hafa við upp- gröft og rannsóknir í Esen. Rústir Esen borgar eru 160 km. suður af Bagdað, höfuðborg írak. Fyrir tæpum 4000 árum var þetta höf- uðborg mikils veldis sem ríkti í Mesópótamíu, mörgum öldum áður en Babýlon varð til sem „stórborg", segir Roda. Fahd konungur yfir Saudi Arabíu hefur breytt opinberum konungstitli sínum. Nú kallast hann ekki „Hans hátign", heldur „Þjónn hinna tveggja helgistaða". Helgu staðirnir tveir eru Mekka og Me- dína, helgustu staðirnir í ísl- amskri trú. Uppruni Múhameðs- trúar er rakinn til Medínu, fyrir 14 öldum og Múslimar líta á Fahd konung, nú þjón hinna tveggja helgistaða, sem verndara þess- ara heilögu borga. Stóra sprengjan svonefnda á verðbréf- amarkaði Lundúnaborgar hefur sprungið með all einkennilegum hætti nú í byrjun vikunnar. Mark- aðurinn hefurveriðtæknivæddur með miklum látum, tölvur og nýj- asta nýtt, til að verða ekki á eftir öðrum stærstu verðbréfamörk- uðum heims, í New York og Tokyo. Tölvurnar hafa hins vegar klikkað. Nú síðast í gær hvarf allt af tölvuskermum, ástæðan mun hafa verið sú að tölvan annaði ekki fyrirspurnum um verð hlutabréfa. Sölumenn eiga að setja allar upplýsingar um verð- bréf inn á tölvukerfið þannig að allir geti fylgst með. Sú saga gengur nú hins vegar að sumir sölumenn séu að nota gömlu að- ferðina, í gegnum síma, til að ná hagstæðari sölu. Tölvan sér hins vegar ekki við mannlegu eðli. Nýjustu fréttir af valdatafli Enriles varn- amálaráðherra Filippseyja og Aquino forseta, eru á þá leið að Enrile segist í gagnrýni sinni á Aquino tala fyrir hönd nokkurra herforingja í Filippseyjaher sem ekki vilji tala opinberlega en séu hins vegar óánægðir með ríkis- stjórnina. Aquino hefur hins veg- ar lýst því yfir að hún hafi stuðn- ing Bandaríkjastjórnar og þar með stuðning Filippseyjahers. Evrópubandalagið/Sýrland Mikil ólga í Bretlandi Afstaða Evrópubandalagsins til óska Breta um sameinaðar refsiaðgerðir hefur valdið mikilli reiði í Bretlandi, hjáfjölmiðlum jafnt sem stjórnvöldum Lundúnum - Yfirvöld í Bret- landi eru nú reið yfir framvindu mála hjá Evrópubandalaginu þar sem aðildarþjóðir neituðu að grípa til harðra aðgerða gegn Sýrlandi. Sýrlensk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að úrslit mála á þingi Evrópu- V-Berlín - Háttsettur opinber starfsmaður sem hefur um- sjón með innflytjendamálum í V-Berlín, var skotinn í báða fætur í gær, fulltrúi iögregl- unnar sagði í gær að hann teldi þetta vera „pólitíska árás“. Árásin varð aðeins nokkrum bandalagsins væri mikill ósigur fyrir Bretland. Bretar hvöttu í fyrradag mjög til refsiaðgerða gegn Sýrlandi þar sem þarlend yfirvöld hefðu gerst meðsek í tilraun til að sprengja farþegaflugvél í loft upp með 375 farþega á leið frá Lundúnum til klukkustundum eftir að sprengja sprakk í höfuðstöðvum v-þýska flugfélagsins Lufthansa, „Bylt- ingarhópurinn“ svonefndi lýsti sig ábyrgan á þeirri aðgerð. Full- trúi lögreglunnar taldi ekki ólík- legt að þessi tvö hryðjuverk væru tengd. Hinn háttsettur embættis- Tel Aviv. Frakkar og ítalir for- dæmdu hryðjuverk en tilkynntu að málið gegn Sýrlandi yrði að athuga nánar á öðrum utanríkis- ráðherrafundi Evrópubandalags- ins þann 10. nóvember næstkomandi. Grikkland vildi ekki taka undir yfirlýsingu maður sem varð fyrir skotárás- inni í gær vinnur á deild sem hefur verið gagnrýnd nokkuð að und- anförnu fyrir harðlínustefnu gagnvart innflytjendum sem koma til V-Berlínar frá Mið- Austurlöndum. bandalagsins sem fordæmdi þát- töku ónefndrar ríkisstofnunar í sprengjutilræðinu en nefndi ekki Sýrland í yfirlýsingu sinni. Bresk dagblöð voru einróma í gagnrýni sinni á afgreiðslu bandalagsins á Sýrlandsmálinu og breskar öryggissveitir fram- kvæmdu í gær æfingu á Heat- hrowflugvelli gegn hryðjuverk- um. Þar hefur öryggi nú mjög verið hert eftir dóminn gegn Jór- danímanninum Hindawi sem viðurkenndi tilraun til spreng- ingar E1 A1 vélarinnar í aprfl. „Evrópubandalagið snýr sér undan hryðjuverkum Sýrlend- inga,“ sagði í einu bresku dag- blaðanna í gær. Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld voru þeir einu sem lýstu yfir beinum stuðningi við Breta í þessu máli. V-Berlín Skotið á háttsettan embættismann Mozambique Machel borinn til grafar Samora Machel, forseti Mozambique sem lést íflugslysifyrir 10 dögum síðan, var jarðsettur í gœr. Winnie Mandelafékk ekki leyfi s-afrískra yfirvalda til að vera viðstödd jarðarförina Maputo - Fyrsti forseti Moz- ambique Samora Machel var borinn til grafar í gær. Hann hafði þá legið á viðhafnar- börum i ráðhúsi Maputo frá því á föstudaginn. Þúsundir manna voru á þeim götum borgarinnar þar sem Machel var borinn til grafar. Eftir athöfn í ráðhúsinu sem var laus við trúarlega siði, voru sírenur um allt landið settar í gang í eina mínútu, til heiðurs forsetanum sem lést í flugslysi fyrir tíu dögum á landamærum S- Áfríku og Mozambique. 15 þjóð- arleiðtogar og fulltrúar 80 þjóða voru viðstaddir athöfnina í ráð- húsinu. Marcelino Santos, félagi í stjórnmálaráðinu, æðstu valda- Samora Machel. Fékk útför þjóðar- hetju í gær. stofnun landsins og einn þeirra sem einna líklegastur þykir sem næsti forseti landsins, hélt ræð- una í ráðhúsinu og gekk við hlið kistunnar þegar henni var ekið á herbfl til gafhýsis. Winnie Mandela hafði ætlað sér að vera viðstödd jarðarför Machels, henni var hins vegar neitað um vegabréfsáritun til Mozambique. Mandela hefur undanfarin 24 ár verið í ferða- banni innanlands sem utan en fyrir stuttu var öllum slíkum hömlum aflétt gagnvart henni. Innanríkisráðherra S-Afríku sagði hins vegar í gær að það væri „ekki í þágu hagsmuna S-Afríku“ að hleypa Mandela úr landi nú. Einn þeirra sem komst af úr flugslysinu fyrir 10 dögum síðan sagði í fyrrakvöld að lögreglu- menn frá S-Afríku sem komu fyrstir á slysstað, hefðu látið hina eftirlifandi eiga sig í fyrstu en ein- beitt sér að því að finna skjöl og pappíra í flugvélarflakinu. Það var síðan ekki fyrr en níu klukk- ustundum eftir slysið að björgun- arþyrla kom á slysstaðinn og hinir særðu fengu aðhlynningu. ERLENDAR FRÉTTIR hjörleifsson/R ELIIER Bandaríkin Átak gegn komfjalli Washington - Bandarísk stjórnvöld hvetja nú banda- ríska bændur til að minnka á næsta ári það land sem þeir hafa lagt undir kornrækt svo takast megi að draga úr of- framleiðslu korns. Áætlun Bandaríkjastjórnar sem tilkynnt var í síðustu viku, felur í sér að kornræktarland í Bandaríkjunum minnkar um tæpar 9 milljónir hektara og rúm- ar þrjár milljónir hektara hvað varðar hafra, bygg og dúrru. Ef ekkert verður að gert verða óseldar kornbirgðir { Bandaríkj- unum orðnar rúmlega fimm milljónir skeppur (1 skeppa 35,24 lítrar) eftir eitt ár. Það er meira en helmingur allrar kornfram- leiðslu þessa árs. Mitterrand - Kohl Vilja styrkja tungumálin Francois Mitterrand, Frakklandsforseti og Helmut Kohl, kanslari V-Pýskalands, hafa orðið sammála um að auka beri veg og virðingufrönsku ogþýsku í löndunum til mótvægis við síaukin enskuáhrif Frankfurt - Eitt atriðið í því samkomulagi sem leiðtogar Frakklands og V-Þýskalands hafa samþykkt er áætlun um að auka áhuga almennings á tungumálum þjóðanna í Ijósi síaukinna áhrifa enskrar tungu. Þessi „tungumálaáætlun" er hluti af auknum tengslum þjóð- anna á sviði menningar- og menntamála. Francois Mitter- rand og Helmut Kohl hafa setið á leiðtogafundi undanfarna tvo daga í Frankfurt í V-Þýskalandi. Talsmaður v-þýsku ríkisstjórnar- innar sagði í gær að báðir leiðtog- arnir hefðu heitið að tryggja það að kennsla í þýsku og frönsku verði aukin á öllum stigum menntakerfis landanna. V-Þýskaland og Frakkland hafa með sér einna sterkust tengsl af þjóðum V-Evrópu og tungumálið og menning verða að breiðast um allt þjóðfélagið ef þessi tengsl eiga að endast segir í tilkynningu leiðtoganna. Opinberar tölur gefa hins veg- ar til kynna að skólanemendur kjósi nú helst ensku sem erlent tungumál. Kohl og Mitterrand ræddu einnig leiðtogafund Reagans og Gorbatsjofs í Reykjavík og kom- ust að þeirri sameiginlegu niður- stöðu að dyrnar væru enn opnar til frekari viðræðna um afvopn- unarmál. Þeir samþykktu einnig að samhæfa afstöðu sfna til af- vopnunarmála og að mikilli fækkun í kjarnorkuvopnabúrum Evrópu megi ekki haga þannig að Sovétríkin nái yfirburðastöðu hvað varðar hefðbundin vopn. Miðvikudagur 29. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.