Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 5
Segjum já og eflum kennarastéttina
ítilefni afgrein Gísla Ólafs Péturssonar hér í blaðinu í gcer
Heimir Pálsson skrifar
Gísli Ólafur Pétursson hefur kosið að
skipa sér íflokkþess vinnudrjúga aftur-
halds sem stendur gegn öllum breyting-
um með orðunum „við vitum hvað við
höfum, ekki hvað við hreppum“.
Eftir að hafa unnið marga
undanfarna mánuði ásamt öðrum
stjórnarmönnum í Bandalagi
kennarafélaga að lagatillögum
rir nýtt félag kennara kýs Gísli
lafur Pétursson að gera Morg-
unblaðið og Þjóðviljann 28. þ.m.
að baráttuvettvangi til þess að
sannfæra kennara í Hinu íslenska
kennarafélagi um að skynsam-
legast sé að neita að stofna slíkt
félag. Þetta eru í eðli sínu dálítið
merkileg vinnubrögð sem ekki
skulu rædd á þessum vettvangi en
ég get ekki látið hjá líða að benda
á nokkur atriði málsins.
Gísli Ólafur Pétursson fer leið
margra góðra áróðursmeistara og
spyr málskrúðsfræðispurninga
sem han veit að ekki er til við
afdráttarlaust svar. Síðan gefur
hann sér (og lesendum) að engin
skynsamleg svör séu til nema þau
sem hann gefur. Spurningarnar
eru þess eðlis að nauðsynlegt er
að rekja þær hér og benda á rök-
villur Gísla.
Fyrsta spurning Gísla er svona:
„Er víst að framhaldsskóla-
kennarar bæti samningsstöðu
sína með því að leggja félag sitt
niður og ganga í eitt með
grunnskólakennurum?"
Svar:
Spurningin gengur út frá þeirri
fölsun veruleikans að Hið ís-
lenska kennarafélag sé félag
framhaldsskólakennara. Eins og
fram kemur í grein Gísla er þó
fjórðungur félagsmanna ekki
framhaldsskólakennarar heldur
grunnskólakennarar. Nú hentar
að horfa fram hjá þvf. Gísli
Ólafur er einn reyndasti samn-
ingamaður HÍK og veit betur en
aðrir félagsmenn (eða ætti að
vita) að „samningsstaða“ er ekki
föst stærð heldur mjög breytileg.
Hann veit líka að samningsstaða
kennara hefur yfirleitt reynst
býsna veik á undanförnum árum.
Hann veit auðvitað einnig að
svona spurningu er aldrei unnt að
svara játandi. Þess vegna kýs
hann að spyrja: Það hentar nefni-
lega að fá neikvætt svar!
Önnur spurning Gísla:
„Er víst að framhaldsskóla-
kennarar tryggi betur sér-
hagsmuni sína með því að
leggja félag sitt niður og ganga í
eitt með grunnskólakennur-
um?”
Svar:
Aftur kemur fölsunin uni fram-
haldsskólakennarafélagið og nú
er alið á forneskjulegum hug-
myndum um „sérhagsmuni“.
Gísli Ólafur hefur vitanlega full-
an rétt til að halda dauðahaldi í
úreltar hugmyndir um mismun-
inn á „okkur" og „þeim“, en von-
andi eru aðrir nokkru nútíma-
legri í hugsun. Gísli Ólafur lítur á
Hið íslenska kennarafélag sem
félag framhaldsskólakennara.
Þar hefðu þá svokallaðir „sér-
hagsmunir" þeirra kennara átt að
vera í tryggri vörslu undanfarin ár
og Gísla stæði hugsanlega nær að
spyrja: Hefur „sérhagsmunum“
framhaldsskólakennara verið vel
borgið í sundrungunni að undan-
förnu?
Þriðja spurning Gísla:
„Er víst að faglegur viðræðu-
vettvangur framhaldsskóla-
kennara og grunnskólakenn-
ara verði betri með því, að þeir
séu saman í einu félagi - en
ekki í tveimur saman í Banda-
lagi kennarafélaga?
Svar:
Enn er spurt svo leiðandi að
enginn getur leyft sér að svara
játandi, einfaldlega vegna þess
að það stendur ekki í mannlegu
valdi að fullyrða um þetta efni.
Hins vegar hefði mátt spyrja
jafnleiðandi í aðra átt: „Erum við
ánægð með fagleg samskipti
kennara eins og þau eru í Banda-
lagi kennarafélaga?“ Og hugsan-
lega líka: „Erum við ánægð með
þá áherslu á faglega þætti starfs-
ins sem Hið íslenska kennarafé-
lag hefur haft undanfarin ár?“
Fjórða spurning Gísla:
„Er víst að faglegur viðræðu-
vettvangur framhaldsskóla-
kennara og háskólakennara
(kennaraháskólakennara,
tækniskólakennara) verði betri
ef framhaldsskólakennarar
leggja félag sitt niður og ganga í
eitt með grunnskólakennur-
um?“
Enn liggur beinast við að svara
með spurningu: „Er þessi
viðræðuvettvangur góður við nú-
verandi aðstæður?" Og ef svarið
kynni að verða neikvætt (Gísli
Ólafur veit nefnilega að þarna er
ekkert samband á milli félag-
anna) - hverju er þá tapað?
★ ★
Freistandi væri að setja hér á
langar ræður um fagvitund kenn-
arastéttarinnar og baráttumál og
rifja þannig upp enn eina ferðina
það sem margoft hefur verið
skrifað. Það var ekki ætlun mín.
Né heldur hafði ég gert ráð fyrir
að standa í blaðadeilum vegn at-
kvæðagreiðslunnar sem nú fer
fram í Hinu íslenska kennarafé-
lagi. Gísli Ólafur Pétursson hefur
gert mér þann kostinn nauðugan.
„Segjum nei og eflum Banda-
lag kennarafélaga", sagði Gísli
Ólafur Pétursson. Hann upplýsir
jafnframt blaðalesendur um að
han sé stjórnarmaður í BK. Það
er rétt og þar hefur hann tekið
fullan þátt í málamiðlunum félag-
anna KÍ og HÍK að undanförnu
um lagatillögur fyrir nýtt kenn-
arafélag. Hann veit mætavel að
þá hefur aldrei verið á dagskrá
Bandalag kennarafélaga sem
hann lýsir nú sem draumsýn
sinni. Hann veit mætavel að það
liggur fyrir tillaga frá þingum
HIK og KÍ um stofnun eins fé-
lags. Hann hefur hins vegar í
þessu máli kosið að skipa sér í
flokk þess vinnudrjúga aftur-
halds sem stendur gegn öllum
breytingum með orðunum „við
vitum hvað við höfum, ekki hvað
við hreppum“. Síðan gefur hann
sér að það sem við höfum sé gott.
Það er hans mat. Ég vona að sem
fæstir félagar okkar í HÍK skipi
sér í þann flokk nú í allsherjarat-
kvæðagreiðsiunni einfaldlega
vegna þess að ég er sínnfærður
um að sameinuð stöndum við,
sundruð höldum við áfram að
falla jafnt í faglegu sem kjaralegu
tilliti.
Höfundur er formaður Bandalags
kennarafélaga og varaformaður
Hins íslenska kennarafélags.
Byggðastefna með öfugum formerkjum
Páll Sigbjörnsson skrifar
Kaup Framleiðnisjóðs á fram-
leiðslurétti einstakra býla, sem
nú er í gangi, munu verka eins og
skipulagt átak til að leggja í eyði
einstök býli og heilar sveitir, sem
höllum fæti standa efnahagslega
af einhverjum ástæðum.
Með öðrum aðferðum, sem
ekkert væru kostnaðarsamari,
væri hægt að halda sveitunum í
byggð, meðan sveitafólkið væri
að aðlaga tekjuöflunarleiðir sínar
breyttum aðstæðum.
Málefni landbúnaðarins eru nú
í hörðum hnút. Ástæðan er sú að
ekki hefur verið brugðist rétt við
breyttum aðstæðum.
Vandinn hefur skapast af því
að tvö höfuðmarkmið bænda-
stéttarinnar virðast stefna í gagn-
stæðar áttir. En það er annars
vegar að búa sem flestu fólki
starfsaðstöðu í sveitunum og hins
vegar að það fólk sem þar býr hafi
svipaðar tekjur og aðrir þegnar
þjóðfélagsins.
Þegar þrengjast tók um mark-
að fyrir landbúnaðarvörur er-
lendis jafnframt því, sem inn-
lendi markaðurinn dróst saman
fóru fyrrnefnd markmið reglu-
lega að rekast á. f stað þess að
finna leiðir sem fóru saman með
báðum markmiðunum hefur ver-
ið togast á um, hvort þeirra ætti
að víkja. Meira hefur þó borið á
aðgerðum, sem hafa aukið fram-
„Efönnur leið hefði veriðfarin og reynt
hefði verið í alvöru að draga úrfram-
leiðslu á mjólk og kindakjöti og jafn-
framt verið veittur verulegur stuðningur
við uppbyggingu annarra búgreina
hefði vel mátt vinna sig
út úr vandanum“.
leiðslu hefðbundinna búgreina
og aukið vandann.
Nú virðist komið að uppgjöri
þessarar togstreitu. Þeir hafa
orðið ofan á, sem vilja kasta fyrir
róða þeirri hugsjón, að halda sem
flestum bújörðum og sveitum í
byggð og vilja einbeita sér að því
að fækka bændum, í þeirri trú að
það bæti afkomumöguleika
þeirra, sem eftir sitja.
Birting þeirrar stefnu kemur
fram í kaup- og leigutilboðum
Framleiðnisjóðs í fullvirðisrétt
bújarða, þar sem raunverulega er
verið að borga verðlaun fyrir
hverja jörð, sem lögð er í eyði.
Þar er ekki gert ráð fyrir neinu
skipulagi, hvorki gagnvart land-
nýtingu eða öðru, svo að alveg er
ófyrirséð til hvers konar röskunar
þetta leiðir.
Ef önnur leið hefði verið valin
og reynt hefði verið í alvöru að
draga saman framleiðslu á mjólk
og kindakjöti, og jafnframt verið
veittur verulegur stuðningur við
uppbyggingu annarra búgreina
hefði vel mátt vinna sig út úr
vandanum. Sú leið hafði raunar
verið valin og er í framkvæmd, þó
nú sé verið að smeygja sér fram-
hjáhenni með byltingarkenndum
aðgerðum. Vissulega væri hægt
að ná settum takmörkum enn, ef
menn sýna þolinmæði, en það
verður mun dýrara fyrir þjóðfé-
lagið vegna þess hvað seint var
hafist handa.
Breytt skipan
Hér skal sett fram hugmynd
um nokkuð breytta skipan fram-
leiðslutakmarkana og stuðning
við bændur í sambandi við þær frá
því kerfi sem nú er lögbundið.
Það kerfi hefur þann kost að vera
ódýrara í framkvæmd en það sem
nú er í gildi og stuðlar mun betur
að jafnvægi byggðarinnar. Þar er
ekki gert ráð fyrir leigu eða sölu
framleiðsluréttar.
í fyrsta lagi er lagt til að fram-
leiðslan verði alfarið miðuð við
innanlandsmarkað. Framleiðslu-
takmarkanir verði settar á eftir
sömu eða svipuðum reglum og nú
gilda og lagfæringar vegna ýmiss
konar afbrigðilegra aðstæðna
gætu líka verið í stórum dráttum
þær sömu. Höfuð breytingin
verði sú, að það fé sem nú er lagt í
útflutningsbætur, útsölur og
auglýsingar verði látið ganga
beint til að styrkja bændur til að
vega á móti minni framleiðslu.
Ef framleiðslan þyrfti t.d. að
minnka um 15% fengi hver bóndi
að framleiða sem svaraði 85% af
því sem hann framleiddi á við-
miðunarárunum og fengi þá
framleiðslu greidda fullu verði,
en 15% sem á vantaði fengi hann
greidd beint sem styrk.
Þörf myndi vera á að hagræða
fullvirðisrétti eitthvað eins og nú
er gert til að sníða af mestu van-
kantana, sem kæmu fram. Mun
auðveldara verður þó að koma á
nauðsynlegum lagfæringum
undir því kerfi sem hér er lagt til
að tekið verði upp en því sem nú
gildir, t.d. að koma til móts við
þarfir nýliða í búskap, sem búnir
eru að leggja í miklar fjárfesting-
ar.
Ef reiknað er með því að fram-
leiðsluskerðing á mjólk og kind-
akjöti þurfi að verða 15% frá við-
miðunarárunum næmi sú tekj-
uskerðing, sem bæta þyrfti bænd-
Mi&vikudagur 29. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5