Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.10.1986, Blaðsíða 16
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Mlðvikudagur 29. október 1986 246. tölublað 51. órgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Vari Vesturland Jón vill ekki rannsókn Jóhann hættir Öryggisþjónustan Varifœrenn viðurkenningu stjórnvalda. Kristján Gunnarsson: Höfum sannanir Jón Helgason dómsmálaráð- herra hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til þess að fram fari opinber rann- sókn á starfsemi öryggisþjónust- unnar Vara. Nokkrir starfsmenn Securitas fóru fram á slíka rann- sókn fyrir nokkru. Kristján Gunnarsson var einn af þeim sem fóru fram á að starf- semi Vara yrði rannsökuð. Krist- ján sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann væri mjög óánægð- ur með þessa niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins. „Þetta er einhver sú klaufalegasta af- greiðsla á máli sem ég hef orðið vitni að. Þetta er greinilega mál sem Jón Helgason treystir sér ekki til að afgreiða, þannig að það er einfaldlega þaggað niður í okkur. Við höfum hins vegar sannanir fyrir ýmsu því sem við bentum ráðherranum á í bréfi okkar,“ sagði Kristján í gær. Hjalti Zóphaníasson hjá dómsmálaráðuneytinu sagði í gær að farið hefði verið ofan í einstök atriði er varða starfsemi fyrirtækisins. Þar kom m.a. fram að brotist var inn í stjórnstöð Vara á sínum tíma, en Hjalti sagði að búið væri að tryggja að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Enn- fremur kom í ljós að tengsl Vara við lögregluna væri nokkuð náin. M.a. hefði Grétar Norðfjörð lög- reglumaður komið fram í auglýs- ingu frá fyrirtækinu. Hjalti sagði þetta atriði vissulega aðfinnslu- vert, en ekki ástæðu til að rann- saka það nánar. Að þessari niðurstöðu fenginni hefur Vari enn fengið viðurkenn- ingu stjórnvalda, en starfsmenn Securitas eru á annarri skoðun en stjórnvöld og telja Vara a.lls ekki veita boðlega þjónustu á þessu sviði. -gg Akranes 30 miljóna halii Endurskoðuð fjárhagsáœtlun fyrrverandi meirihluta: Tekjur ofáætlaðar. Rekstrargjöld vanáætluð. Niðurskurður ogfrekari skuldasöfnun fyrirsjáanleg Bæjarstjórn Akraness hefur staðið frammi fyrir tæplega 30 mifjón króna halla á fjárhagsá- ætlun fyrrverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. Brugðist verður við þeim vanda með niðurskurði þar sem það er mögulegt, fjármagnsöflun með skuldabréfaútboði og lán- tökum. Guðbjartur Hannesson bæjar- fulltrúi Abl. sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að í fjárhagsá- Þjóðviljinn Afmæliskaffi á föstudaginn Opið hús á Þjóðviljanum frákl. 14-18 í tilefni af 50 ára afmæli Þjóð- viljans 31. október býður Þjóð- viljinn velunnurum sínum og stuðningsmönnum í heimsókn og afmæliskaffl. Opið hús verður hjá Þjóðvilj- anum að Síðumúla 6 frá kl. 14.00 - 18.00 á föstudag þar sem fólki gefst kostur á að kynnast starf- seminni og fagna þessum tíma- mótum í sögu blaðsins. ætlun fyrrverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks hefðu tekjur bæjarins á ár- inu verið ofáætlaðar um 5.5 milj- ónir króna, rekstur hefur farið 19 miljónir fram út áætlun og auk þess hafa framkvæmdir kostað meira en til var ætlast. Guðbjartur sagði að þar sem svo langt væri liðið á árið væri sama og ekkert hægt að skera niður í framkvæmdum, en þó væri óhjákvæmilegt að skera nið- ur um 4.3 miljónir þar. Það hefur þó ekki áhrif á framkvæmda- hraða við byggingu sundlaugar og dvalarheimilis. Þá hefur verið ákveðið að efna til skuldabréf- aútboðs til þess að fjármagna framkvæmdir við skólabygg- ingar. Þá er áætlað að eftir standi tæplega 20 miljónir króna, en bæ- jarstjóra verður falið að leysa þann vanda. Það þýðir í raun að reynt verður að fá lán til þess að velta þeim peningum fram á næsta ár. Hluti skýringarinnar á rekstr- arhalla bæjarins er að í vor var gerður samningur við bæjar- starfsmenn sem tryggir þeim í raun 30 þúsund króna lágmarks- laun. Verulegar hækkanir náðust fram í þeim samningum með launaflokkahækkunum, þannig að lægstu laun eru miðuð við 60. flokk, 5. þrep í launatöflu BSRB. -gg ASTElGNASAtA u UUFAR 4ÁCOÖSI mmm mmm u K ^ICELAND SAFAI Ekki allir veðurfúiir í Reykjavík (Mynd: E.Ól.) Skúli stefnir í 1. sœti. Annað sœti óljóst Jóhann Ársælsson varaþing- maður Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi er ákveð- inn í að gefa ekki kost á sér í forval flokksins fyrír næstu kosningar. „Það er langt síðan ég ákvað að fara ekki fram og ég á ekki von að það breytist," sagði Jóhann þegar hann var spurður um þetta í gær. Jóhann var í öðru sæti á lista Al- þýðubandalagsins fyrir síðustu kosningar. Skúli Alexandersson þingmað- ur er hins vegar staðráðinn í að halda því sæti sínu. Að öðru leyti eru framboðsmál Abl. á Vestur- landi mjög óljós. Ákveðið hefur verið að fram fari forval í einni umferð, en enn liggur ekki Ijóst fyrir hvenær til þess verður efnt. -gg Samband sveitarfélaga Skerðingu mótmælt Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur mótmælt harðlega þeirri skerðingu á lög- bundnum framlögum ríkisins til sveitarfélaga sem gerð er tillaga um í fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar. í frumvarpinu eru lögbundin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga skorin niður um nær 400 miljónir og þar á meðal er gert ráð fyrir því að 130 miljón kr. hlutur ríkisins í skólaakstri greiðist með samsvarandi frá- drætti frá tekjum Jöfnunarsjóðs. Stjórnin minnir á það, að stefna fjárlagafrumvarpsins gengur þvert á yfirlýsta stefnu ríkisstjórnar um afstöðu ríkis til sveitarfélaga, segir í samþykkt- inni. -lg Sjúkraliðar Hætta í mars Borgarráð ákvað í gær að fram- lengja uppsagnarfrest sjúkraliða sem sagt hafa upp störfum sínum hjá borginni. Uppsagnir sjúkra- liða koma því ekki til fram- kvæmda fyrr en í mars á næsta ári, en upphaflega áætlunin var sú að uppsagnir tækju gildi um áramótin. Enginn ágreiningur var um þessa ákvörðun í borgar- ráði. -gg AFMÆLIS- HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Dregið 31. október Munið gíróseðlana Gerum lokaátakið glæsilegt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.