Þjóðviljinn - 30.10.1986, Page 3
__________________FRETTIR_______________
BJ
Mælirinn er fullur
Starfandi Bandalagsmenn kœra Stefán Benediktsson fyrir Rannsóknar-
lögreglunni vegna bankabókar íIðnaðarbankanum.
Fasteignamarkaðurinn
Stórtiækkun
á íbúðaverði
Blokkaríbúðir hafa
hœkkað um 18% á síð-
ustumánuðum. Paraf
um8% íseptember.
Söluverð íbúða hefur stór-
hækkað á síðustu mánuðum, en
mest hækkun varð í september.
Þannig var verð blokkaríbúðar í
Reykjavík rúmlega 30% hærra
en gildandi fasteignamat í sept-
ember, en þegar íbúðaverð var
lægst á árinu í aprfl sl. var mun-
urinn aðeins 12.2% Þetta
jafngildir 16% hækkun söluverðs
á fimm mánuðum og þar af varð
rúm 8% hækkun í september.
Þessar upplýsingar koma fram
í nýjasta fréttabréfi Fasteigna-
mats ríkisins. Einbýlishús á höf-
uðborgarsvæðinu virðast á þess-
um sama tíma hafa hækkað um
13% og aðrar íbúðastærðir á líka
mikið. - lg
etta er gjörsamlega út í hött.
Nú er mælirinn fullur, sagði
Stefán Benediktsson þingmaður í
gær eftir að núverandi liðsmenn
BJ höfðu kært hann til
Rannsóknarlögreglu ríkisins
m.a. vegna gruns um fjárdrátt.
Þáttaskil urðu í gær í deilum
fyrrverandi og núverandi liðs-
manna BJ. Hinirnúverandi, Þor-
steinn Hákonarson, Alfreð Guð-
mundsson og Örn S. Jónsson,
kærðu Stefán, Kristínu Waage,
starfsmann þingflokksins og Iðn-
aðarbanka Islands fyrir að halda
fyrir sér fjármunum sem þeir ættu
með réttu. í kærunni er því m.a.
slegið fram að grunur leiki á að
Stefán Benediktsson hafi notað
fé úr þessum sjóði þeirra í eigin
þágu. Fyrrverandi liðsmenn BJ
endurheimtu hins vegar eftir
langt þref bankabókina umdeildu
í fyrradag og ætla að skila ríkisfé-
hirði innistæðunni 5-600 þúsund
krónum í dag.
Um er að ræða bankabók með
sjóði BJ; styrk til starfsemi þing-
flokksins sem nefnd á vegum al-
þingis úthlutar árlega skv. fjár-
lögum. Fyrir hálfum mánuði þeg-
ar deilurnar um reytur BJ tóku að
harðna brugðu fyrrverandi liðs-
menn BJ á það ráð að leita til
lögfræðinga og Kjartans Gunn-
arssonar formanns nefndarinnar
sem úthlutar þessu fé. „Það var
samdóma álit þessara manna að
fénu bæri að skila til ríkisféhirð-
is,“ sagði Stefán, „og það gerum
við á morgun. Ef Iðnaðarbank-
inn hefði hins vegar ekki tekið sér
10-12 daga umhugsunarfrest um
það hver hefði umráðaréttinn yfir
fénu, hefðum við verið búin að
skila þessu fyrir löngu. Ég tel Iðn-
aðarbankann hafa skaðað
hagsmuni okkar verulega," sagði
Stefán, „og fráleitt af bankanum
að kyrrsetja fé fyrir þeim sem
sannanlega hafa umráðaréttinn
yfir því.“
Um ásökun þremenninganna
um fjárdrátt sagði Stefán: „Þetta
er gjörsamlega út í hött. Þeir taka
stöðu á efnahagsreikningi BJ. í
desember 1984, þar sem skráð er
inneign á mínu nafni vegna út-
lagðs kostnaðar og saka mig um
óheiðarleika vegna þessa.
Auðvitað hefur verð gerð grein
fyrir þessum peningum ýmist
með reikningum eða endur-
greiðslum af hálfu alþingis. Ég
mun íhuga hvort ég kæri þessa
menn fyrir ærumeiðandi um-
mæli, en það er athugandi um
hvaða menn við erum að tala:
Þeir sögðu allir af sér trúnaðar-
störfum fyrir BJ 29. september sl.
en fengu síðan áhuga á að fara í
framboð, stilltu sjálfum sér upp á
lista og vantar nú peninga í kosn-
ingabaráttuna.“
-ÁI
Kennarar
Atkvæði
um sameiningu
HÍK-menn í skoðanakönnun um aðsamein-
ast KÍ í BK. Talið þarnæstu helgi
Igær og fyrradag fór fram skoð-
anakönnun meðal rúmlega
1100 félaga í Hinu íslenska kenn-
arafélagi um það hvort þeir sam-
þykktu að leggja félagið niður og
ganga til samstarfs við kennara í
Kennarafélagi íslands í nýju fé-
lagi, sem stofnað yrði uppúr BK,
Bandalagi kennarafélaga, sem nú
-ÖRFRÉTTIR—
Ferðamenn
til landsins í september voru rúm-
lega 24 þúsund þar af um 10 þús.
útlendingar. 9 fyrstu mánuði árs-
ins komu rúmlega 180 þús.
ferðamenn til landsins sem er 22
þúsund fleiri en á sama tíma í
fyrra. Þar af eru tæplega 100 þús.
erlendir ferðamenn.
Súpukeppni
sú fyrsta sinnar tegundar hér-
lendis verður haldin á sviðinu í
Broadway 13. nóvembern.k. Allir
útlæröir matreiöslumeistarar fá
að taka þátt í keppninni og fá þeir
15 mínútur til að laga sína úr-
valssúpu.
40.430 dilkum
var slátrað hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga í haust, en það er 560
færra en í fyrrahaust. Þá var
lógað 5.541 fullorðinni kind sem
er um 2000 fleiri en í fyrra. Meðal-
þunginn í ár var 14.2 kg. en 14.5 í
fyrrahaust.
Karlþurrð
blasir við í kennarastétt á næstu
árum því konur virðast ætla að
einoka kennarastarfið í æ ríkara
mæli. Þannig voru aðeins 15
karlmenn af 122 nýjum nemend-
um við Kennaraháskóla íslands í
haust.
Alþjóðleg
danskeppni
hefst í Súlnasal Hótel Sögu í
kvöld. Þá verða dansaðir stað-
aldansar en á sunnudagskvöld
verður keppninni framhaldið og
þá keppt í latín-dönsum. Auk ís-
lenskra keppenda taka þátt
dansarar frá Englandi, Noregi,
Austurríki og Ástralíu.
er samstarfsvettvangur HÍK og
KI. Urslit könnunarinnar verða
kunn um þarnæstu helgi.
KÍ sagði sig fyrir nokkru úr
BSRB og hefur fengið samnings-
rétt gegnum BK, en HÍK á enn
aðild að Bandalagi háskóla-
manna. Grunnskólakennarar eru
fjölmennastir í KÍ og framhaids-
skólakennarar í HAK, en þau
mörk eru þó mjög óglögg.
Úrslit könnunarinnar eru til
leiðbeiningar á næsta þingi HÍK
sem samkvæmt lögum á að halda
eftir ár. Þeir HÍK-menn sem lýst
hafa jákvæði í könnuninni vilja
að félögin sameinist í BK og starfi
sem eitt félag, - og seinna meir
jafnvel í einu félagi með enn öðr-
um kennurum (í háskóla og
Tækniskóla). Nei-atkvæði eru
helst rökstudd þannig að best sé
að BK sé bandalag allra kennar-
afélaganna sem ekki verði lögð
niður. - m
Úr kennarastofunni í Ármúlaskóla í gær. Jóna Guðmundsdóttir gengur frá atkvæði sínu f HÍK-könnuninni. Eiríkur Páll
Eiríksson settur trúnaðarmaður félagsins í skólanum fylgist með. (mynd: Sig).
Vestfirðir/Forval
Spenna á sunnudag
Sjö nöfn tíðrœdd ífyrsta sœtið. Mikill áhugifyrir Svavari.
Seinniumferðin23. nóvember
Fyrri umferð í forvali Alþýðu-
bandalagsmanna á Vestfjörð-
um fer fram á sunnudag og eiga
þátttakendur þá að tilncfna sex
menn. Talsverð spenna ríkir um
úrslit í fyrri umferðinni þarsem
þar gefast bendingar um fyrsta
mann á G-listanum, en sá sem þar
sat, Kjartan Ólafsson, gefur ekki
kost á sér nú. Taldar eru allgóðar
líkur á að Alþýðubandalagið fái
mann kjörinn á Veslfjörðum í
næstu kosningum.
Einn þeirra sem helst koma til
greina, Þuríður Pétursdóttir
bæjarfulltrúi á ísafirði, hefur
þegar lýst yfir að hún gefi kost á
sér í efstu sæti listans, en ekki
virðist hafa skapast straumur um
neinn einn mann í efsta sætið.
Enn mun talsverður áhugi á að fá
Svavar Gestsson í framboð vestra
þótt hann hafi lýst yfir þátttöku í
forvali í Reykjavík og er talið víst
að hann fái margar tilnefningar í
forvalinu. Magnús Ingólfsson
bóndi í Önundarfirði, nú formað-
ur kjrödæmisráðsins, og
Sveinbjörn Jónsson formaður
verkalýðsfélagsins á Súganda eru
einnig umræddir, einnig þeir
Kristinn H. Gunnarsson á Bol-
ungarvík, sem þar vann góðan
bæjarstjórnarsigur í vor, og hinn
ísfirski fjölmiðlamaður Finnbogi
Hermannsson. Síðustu daga hef-
ur einnig æ oftar heyrst nefnt
nafn Péturs Péturssonar læknis á
Bolungarvík, bróður Páls Fram-
sóknarþingmanns og Más hér-
aðsdómara. Þá hafa heyrst raddir
um Ólaf Ragnar Grímsson sem
rekur ættir til ísafjarðar.
Seinni umferð forvalsins fer
fram sunnudaginn 23. nóvember.
Utankjörstaðaatkvæða-
greiðsla í fyrri umferðinni stend-
ur yfir hjá trúnaðarmönnum í
héraði og á flokksskrifstofu AB í
Reykjavík. Þátt taka flokksmenn
og þeir sem undirrita stuðnings-
yfirlýsingu við flokkinn.
Fimmtudagur 30. október 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Kosningalög
Lausanefnd
skipuð
Neðri deild alþingis kaus í gær
sérstaka nefnd til að fjalla um til-
lögur að nýjum kosningalögum.
Sú brey ting varð á eins og í öðrum
7 manna nefndum að fulltrúi
Kvennalistans datt út, en Fram-
sóknarmenn fengu tvo í stað eins
fulltrúa áður. Kristín HaUdórs-
dóttir hafði verið í þessari nefnd
sl. 3 ár.
í nefndina voru kosnir: Friðrik
Sófusson, Gunnar G. Schram,
Halldór Blöndal, Guðmundur
Bjarnason, Páll Pétursson, Svav-
ar Gestsson og Guðmundur Ein-
arsson. Áhöld eru uppi um hvar
staðsetja beri Guðmund Einars-
son í kjördæmamálinu. Hann er
sem stendur þéttbýlisþingmaður,
kjörinn í Reykjanesi fyrir BJ en
hyggur á framboð á Austurlandi
fyrir krata. Þar ku ekki vera vin-
sæl krafa þéttbýlisins um jöfnun
atkvæðisréttar, hvað þá krafa BJ
um eitt atkvæði á mann. Það eru
því áhöld um hvort þéttbýlið eða
strjálbýlið hefur meirihluta í
nefndinni! _ ÁI