Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 6
Nýtt frumvarp um framhaldsskóla Stóraukin áhrif heimamanna Þrírþingmenn Alþýðubandalags meðfrumvarp. Afrakstur hópstarfs innanflokksins. Helstu nýmœli: dregið úr áhrifum ráðuneytis, mismunun milli bóknáms og verknáms afnumin, landinuskiptí9 frœðsluumdœmi, skólastjórn kýs skólastjóra, opnaðá fjarkennslu, hamlað gegn markaðshyggjunni. Svo einkennilegt sem það kann að virðast er engin heildarlöggjöf um framhaldsskóla til í landinu. Nú er hins vegar von til þess að úr verði bætt því þrír þingmenn AI- þýðubandalagsins hafa lagt fram frumvarp til laga um framhalds- skóla. Verði það að iögum í þing- inu í vetur er liðinn áratugur og rúmlega það síðan þingmenn hófu tilraunir til að fá heildarlög- gjöf setta, án árangurs. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þessu nýja frumvarpi Al- þýðubandalagsþingmannanna Ragnars Arnalds, Helga Seljan og Skúla Alexanderssonar. Langur aðdragandi Árið 1974 voru á alþingi sam- þykkt lög um grunnskólann og starfar hann eftir þeim ramma sem þá var dreginn. Strax í kjöl- far þeirrar lagasetningar skipaði þáverandi menntamálaráðherra nefnd til að gera tillögur um breytta tilhögun náms á fram- haldsskólastigi. Tæpum þremur árum síðar varð til lagafrumvarp og hefur það verið flutt fimm sinnum án þess að ná fram að ganga. Raunar vantaði aðeins herslumuninn á að þetta frum- varp yrði að lögum í vinstri stjórninni 1978-79, en þá fór Al- þýðubandalagið með menntamálin. Nú skal gerð til- raun til að bæta um betur. Fræðsluskrifstofa í hverju um- dæmi, sem eiga að vera 9 alls í landinu, sér um framkvæmdir fræðsluráðsins en á einnig að vera miðstöð fyrir þá þjónustu sem framhaldsskólar þar þurfa á að halda. Þar starfi kennslu- gagnamiðstöð. I frumvarpi Ragnars, Helga og Skúla er lögð áhersla á aukið sjálfsforræði hvers skólasamfé- lags að því er varðar allt innra starf skólans. Skólastjórn skipuð fulltrúum kennara, nemenda og annarra starfsmanna kjósi t.d. skólastjórann og nemendaráð fái rétt til að hlutast til um námið og tilhögun þess. Mismunun aflétt í þessu frumvarpi Alþýðu- bandalagsþingmannanna er öll mismunun varðandi fjármögnun milli bóknáms og verknáms af- numin. Sömu kostnaðarákvæði gilda um hvort tveggja námið og eru þau sambærileg gagnvart öllum sveitarfélögum á landinu. Lagt er til að ríkissjóður standi alfarið undir stofnun og rekstri sérgreinaskóla sem starfræktir eru fyrir landið allt. Helstu atriði í kostnaðarskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga eru þessi samkvæmt frumvarpinu: 1) Ríkissjóður kostar 80% af stofnkostnaði fullbúins kennslu- rýmis en fræðsluráð á móti. 2) Ríkissjóður kostar allan stofnkostnað heimavistarrýmis, þar með talið skólastjóra- og kjennaraíbúðir, laun starfsliðs, flutning nemenda til skóla þegar við það sparast bygging heima- vista og skólamannvirkja. 3) Rík- issjóður greiðir 80% af viðhalds- kostnaði skólamannvirkja og endurnýjun tækja og búnaðar en fræðsluráð á móti og einnig 60% af öðrum rekstrarkostnaði. 4) Fræðsluráð skal standa undir stofn- og rekstrarkostnaði fræðsluskrifstofu en ekki launa- kostnaði. f frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkissjóði sé heimilt að greiða framlag til stofnkostnaðar vegna íþróttamannvirkja er sveitarfélög hyggjast reisa í samvinnu við íþrótta- eða ungmennafélög. Stóraukið hlutverk Með frumvarpi þessu um fram- haldsskólann er komið til móts við breyttar aðstæður í samfé- laginu og honum ætlað aukið hlutverk í alhliða menntunar- og uppeldisstarfi. í greinargerð með frumvarpinu er bent á að nú sé framhaldsnám á góðri leið með að verða hluti af almennri menntun. í tillögunum er lagður grunnur að því að fjarkennsla geti orðið gildur þáttur í fram- haldsnámi, Námsgagnastofnun afli námsefnisins en Ríkisútvarp- ið annist útsendingar. í greinargerð þremenninganna segir: „Þegar á heildina er litið veitir framhaldsskólinn ekki enn nægilega haldgóða menntun til undirbúnings starfa í lýðræðis- þjóðfélagi. Verkemenntunin hef- ur heldur ekki þróast í samræmi við þær breytingar sem orðið hafa og verða fyrirsjáanlegar í fram- tíðinni á starfskerfi og verka- skiptingu þjóðfélagsins. Æskileg þróun hefur m.a. strandað á því að framhaldsmenntunin er ekki skipulögð sem samvirk heild. Mismunandi hlutdeild ríkis og sveitarfélaga í fjármögnun bók- legs og verklegs náms, sem áður er vikið að, hefur verið hér mjög til trafala, sérstaklega fyrir eflingu framhaldsmenntunar í umdæmum utan Stór- Reykjavíkursvæðisins. Þetta ástand eykur á þann búsetu- og stéttarmun sem er þó ærinn fyrir“. Gegn markaðskerfinu í niðurlagi greinagerðar með frumvarpi um framhaldsskóla benda þeir Ragnar, Helgi og Skúli á að þeirrar tilhneigingar gæti mjög hér á landi að litið er á skólann sem hluta af markaðs- kerfi. Menntun sé vegin á mæli- stiku taps og gróða. Þeir hnykkja á og segja: „Um leið og vinna ber að hagkvæmni í rekstri fram- haldsskóla þarf að bægja frá þeirri hættu að markaðshyggja og einsýni ráði ferðinni varðandi hlutverk skóla og þróun mennta- mála. Aðeins vakandi almenn- ingsálit og samstaða þeirra, sem vilja efla skólann sem vettvang fyrir þekkingarleit og skapandi uppeldisstarf, getur hindrað slíka öfugþróun og veitt brautargengi hugmyndum og tillögum sem miða að betri skóla“. -v. Valþór Hlööversson skrifar Úttekt Þjóðviljans Umræður innan flokksins Tilurð þessa nýja framhalds- skólafrumvarps hefur orðið með allsérstæðum hætti. í stað þess að þingmenn og embættismenn semji þetta frumvarp eins og oft- ast er, hafa félagar í Alþýðu- bandalaginu lagt þar mest af mörkum. Á landsfundi flokksins árið 1983 var gerð ítarleg ályktun um uppeldis- og skólamál og m.a. hvatt til þess að sett yrðu heildar- lög um framhaidsskólann. í kjölf- arið fylgdi opin umræða innan flokksins og utan um þessi mál og starfaði sérstakur skólamálahóp- ur flokksmanna að verkefninu. Mörg atriði í þessu nýja frum- varpi eru tekin beint upp úr til- lögum starfshópsins. Aukiðfrjálsræði boðað Eins og segir í greinargerð með þessu framhaldsskóiafrumvarpi felst veigamesta breytingin í því frá núgildandi lögum um ýmsa framhaldsskóla, að mjög er dreg- ið úr einhliða ákvörðunarvaldi menntamálaráðuneytis en áhrif fræðsluumdæmanna stóraukin. Hugmyndin er sú að færa stjórn og stefnumótun út í héruðin og í hendur heimamanna. Til að tryggja aukin áhrif heimamanna er gert ráð fyrir að lýðkjörin fræðsluráð í hverju um- dæmi fái það hlutverk að ákveða mál er varða uppbyggingu skólans og framhalds- menntunarinnar. í þessum fræðsluráðum skulu sitja 9 menn, kosnir um leið og byggðakosn- ingar fara fram. Þessum ráðum er ætlað að ráðstafa því fjármagni sem árlega er veitt af fjárlögum til skóla innan síns umdæmis. Þá er gert ráð fyrir að sveitarfélög í hverju umdæmi stofni sérstakan framhaidsskólasjóð til að standa undir sínum kostnaðarhlut við stofnun og rekstur skólans. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Framhaldsskólafrumvarpið Afrakstur hóp- vinnu innan AB Gerður G. Óskarsdóttir úr skólamálahópi: skólastefna er ekki til ílandinu. Alþýðubandalagiðþarfað mótaþá stefnu fyrst allraflokka Ég er ágætlega sátt við þetta frumvarp sem þrír þingmenn Al- þýðubandalagsins flytja nú um framhaldsskólann. Það er af- rakstur hópvinnu margra félaga innan flokksins og dæmi um vinn- ubrögð sem eru til fyrirmyndar, sagði Gerður G. Oskarsdóttir, ein þeirra sem sat í skólamálahóp Alþýðubandalagsins er undirbjó frumvarpið um framhalds- skólann. „Þessi skólamálahópur okkar fór af stað vorið 1984 og starfaði mjög vel næstu tvö árin á eftir. Tildrögin að stofnun hópsins voru þau að ný ríkisstjórn hafði tekið við völdum og m.a. farið aðl gera ýmsar ráðstafanir í mennta- málaráðuneytinu sem voru skóla- mönnum ekki að skapi. Upphaf- lega var tilgangur okkar að ræða þau mál sem þá voru efst á baugi í skólamálum almennt og gera til- raun til að móta einhverja stefnu fyrir flokkinn í þeim málum. Smám saman þróaðist okkar starf í umræðu um framhaldsskólam. og að lokum gerð frumvarps þess sem nú liggur fyrir“, sagði Gerð- ur í samtali. „Haustið 1984 stóðum við fyrir fjórum opnum fundum. Á þeim fyrsta var fjallað um kjaramál kennara, sem þá eins og endra- nær voru mjög í brennidepli. Á 2. og 3. fundi kölluðum við á ýmsa sérfræðinga til að ræða málefni framhaldskólans og á síðasta fundinum var menntastefna í landinu á dagskrá“. „Eftir nokkrar umræður í lok ársins 1984 var ákveðið að mynda hinn eiginlega skólamálahóp, sem tók til óspilltra málanna í árs- byrjun 1985. Auk mín sátu í hon- um Hannes Ólafsson, Þórður Gunnar Valdemarsson, Loftur Guttormsson, Steinunn Helga Lárusdóttir og Gunnar Gutt- ormsson. Við héldum 15 fundi fram til vors og einn vinnudag. Viðuðum að okkur efni um mál- efni framhaldskólans í nágrann- alöndunum, ræddum við ýmsa sérfræðinga hér heima og héldum fundi með þingmönnum Alþýðu- bandalagsins. Vorið 1985 var svo haldinn almennur fundur innan flokksins þar sem afrakstur okkar vinnu var til umræðu". „Það var svo ekki fyrr en haust- ið 1985 sem hugmynd kom upp um að semja frumvarp um fram- haldsskólann. Við lögðum fram hugmyndagrunn 19. október það ár og skiluðum af okkur efnivið til landsfundar síðar um haustið., Lítil umræða fór þar fram um okkar drög en ályktun landsfund- ar um málefni framhaldskólans, byggð á okkar hugmyndum, send til framkvæmdastjórnar flokks- ins. Þar með var vinna við að búa þetta í frumvarpsbúning komin á góðan rekspöl". „Það frumvarp sem nú liggur fyrir er allmikið frábrugðið því frumvarpi sem nefnd embættis- manna samdi og lagt var fram í þinginu í fyrsta sinn haustið 1977. Fyrst og fremst er það samræm- ing á hugmyndum okkar úr skóla- málahóp AB, þingmanna flokks- ins og sveitatstjórnarmanna úr Gerður G. Óskarsdóttir: mjög sátt við þetta frumvarp um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir og vonast til að það verði samþykkt. Ljósm. Leifur. öllum flokkum sem núverandi menntamálaráðherra fékk í hendur sl haust. Ég er sátt við niðursatöðuna því svona frum- varp hlýtur alltaf að vera sam- komulagsatriði margra aðila“. „Við vissum það auðvitað fyrir en sáum enn betur í okkar vinnu að skólastefna er engin til á ís- landi. Kennarasamband íslands er að setja saman drög að skóla- stefnu og vonast ég til að þar kenni margra góðra grasa. Innan Alþýðubandalagsins þarf að þróa þetta áfram og ég er sannfærð um að sú vinna sem skólamáiahópur- inn lagði af mörkum um tveggja ára skeið gæti nýst vel í því starfi. Þá myndi Alþýðubandalagið vera fyrst íslenskra stjórnmála- flokka til að hafa uppi heildar- stefnu í þessum mikilvæga mála- flokki", sagði Gerður G. Öskars- dóttir að lokum. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.