Þjóðviljinn - 30.10.1986, Blaðsíða 13
FRETTIR
Sambandið
Frystihúsreksturinn
endurskoðaður
SÍS stofnar eignahaldsfélag sem á að taka yfir rekstur
frystihúsanna á Djúpavogi, Þorlákshöfn, Keflavík,
Grundarfirði, Suðureyri, Patreksfirði og í Reykjavík
Samband íslenskra samvinn-
ufélaga hefur ákveðið að
stofna eignarhaldsfélag, sem
starfa mun á sviði útgerðar og
fiskvinnslu. Stefnt er að því að
félagið taki til starfa 1. janúar
n.k.
Stjórnir Sambandsins og Fé-
lags Sambandsfiskframleiðenda
hafa fjallað um málið á fundum
sínum undanfarið og segir í
bókun Sambandsstjórnar að
„markmið hins nýja eignar-
haldsfélags verður að efla arð-
bæra útgerð, fiskvinnslu og versl-
un með sjávarafurðir á vegum
samvinnumanna.“
Ólafur Jónsson, sölustjóri og
staðgengill framkvæmdastjóra
Sjávarafurðadeildar Sambands-
ins, mun verða framkvæmda-
stjóri hins nýja fyrirtækis.
í fyrstu mun starfsemi hins
nýja félags beinast að rekstri sjö
frystihúsa í eigu Sambandsins,
dótturfyrirtækja þess og heima-
manna á Djúpavogi, Þorláks-
höfn, Keflavík, Grundarfirði,
Suðureyri, Patreksfirði og í
Reykjavík.
Hátt á annað þúsund manns
vinna við þessi fyrirtæki og í
sumum tilfellum er um þýðingar-
mesta vinnustað byggðarlagsins
að ræða. Ólafur mun að líkindum
taka sæti í stjómum allra þessara
fyrirtækja og samræma rekstur í
anda markmiða eignarhaldsfé-
lagsins, segir í frétt frá Samband-
inu.
Sendiherrar
Nýir frá Portúgal
og Rúmeníu
Hitaveitustjórar
Harma afsögn Wilhelms
Vestmannaeyjar
Togbanni aflétt
Þann 22. júlí 1986 gaf sjávarút-
vegsráðuneytið út reglugerð um
bann við togveiðum við Vest-
mannaeyjar vegna mikils magns
smáfisks í afla báta.
Eftirlitsmaður ráðuneytisins
kannaði svæðið á togbát frá
Vestmannaeyjum um síðustu
helgi og fengust á svæðinu fáeinir
stórþorskar og dálítið af kola. Þar
sem forsendur lokunar eru
brostnar hefur ráðuneytið ákveð-
ið að fella þegar úr gildi ofan-
greinda reglugerð.
Stjórn Sambands íslenskra
hitaveitna hefur sent frá sér
ályktun þar sem hörmuð er sú á-
kvörðun bæjarstjórnar Akureyr-
ar að víkja Wilhelm V. Steindórs-
syni úr starfl sem hitaveitustjóra:
„Stjórn SÍH harmar mjög þá
ákvörðun bæjarstjórnar Akur-
eyrar að víkja Wilhelm V. Stein-
dórssyni úr starfi sem hitaveitu-
stjóra.
Wilhelm hefur unnið mjög gott
starf á sviði hitaveitumála bæði
hvað varðar tæknileg og fjárhags-
leg málefni og nýtur víðtæks
trausts þeirra sem að hitaveitu-
málum starfa. Hitaveitumenn um
land allt fylgjast vel með og hafa
valið Wilhelm V. Steindórsson til
forystu í samtökum sínum undan-
farin ár og nú er Wilhelm einnig
forseti samtaka norrænna hita-
veitna.
Stjórn SÍH telur það uggvæn-
legt ef starfsmenn opinberra fyr-
irtækja eiga það á hættu að vera
sagt upp störfum fyrirvaralaust
vegna þess að þeir halda opinber-
lega fram sjálfstæðum skoðunum
um rekstur fyrirtækjanna sem
ekki falla að stefnu kjörinna
bæjarfulltrúa,“ segir í samþykkt-
inni.
í stjórn Sambands íslenskra
hitaveitna eiga sæti þeir Ingólfur
Hrólfsson, hitaveitustjóri, Ingvar
Baldursson, hitaveitustjóri, Jó-
hannes Zoéga, hitaveitustjóri,
Ingólfur Aðalsteinsson, hita-
veitustjóri og Guðlaugur Sveins-
son, hitaveitustjóri.
Mýskipaður sendiherra Rúm-
eníu, frú Cornelia Filipas, ný-
skipaður sendiherra Portúgal,
hr. Jósé Luis de Oliveira Nunes og
nýskipaður scndiherra írak, hr.
Peter Yousuf Jejonie afhentu í
dag forseta ísiands trúnaðarbréf
sín að viðstöddum utanríkisráð-
herra, hr. Matthíasi Á. Mathie-
sen.
Síðdegis þáðu sendiherrar boð
forseta Islands ásamt fleiri gest-
um.
Sendiherra Rúmeníu hefur að-
setur í Kaupmannahöfn, sendi-
herra Portúgal í Osló og sendi-
herra írak í Helsinki.
MINNING
Þorbjörg Sigurðardóttir
Fædd 15. júníl896 - Dáin 17. október 1986
Þorbjörg Sigurðardóttir and-
aðist hinn 17. október á Hrafn-
istu í Reykjavík. Henni auðnað-
ist að lifa langan dag, því hún var
nýlega orðin níræð. Það er æði
hár aldur. Hún átti við mikið
heilsuleysi að stríða síðustu ár
ævinnar. Segja má að hvfldin hafi
verið henni mjög kærkomin.
Þorbjörg var fædd 15. júní
1896 á Þrándarstöðum, Borgar-
fírði eystra. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðríður Jónsdóttir
og Sigurður Steinsson.
Faðir hennar stundaði jöfnum
höndum búskap og sjósókn, eins
og þá var algengt í sjávarplássum.
Þorbjörg ólst upp hjá foreldr-
um sínum ásamt 9 systkinum.
Eins og gefur að skilja hefur verið
nóg að starfa á bænum þeim,
svona barnmörgu heimili. En þá
var líka sjálfsagt, að börn færu
snemma að hjálpa til við dagleg
störf.
Ugglaust hefur Þorbjörg átt
góða og skemmtilega æsku með
sinni stóru fjölskyldu. Annars er
ég ekki nægilega kunnugur til að
segja frá æsku hennar eða ung-
lingsárum. Ung að árum fór Þor-
björg að heiman, og stundaði
m.a. húsmæðranám í skóla Jón-
ínu Sigurðardóttur á Akureyri.
Og ekki er það vafamál að sú
fræðsla, sem hún fékk hjá þessari
þjóðkunnu og mikilhæfu konu,
hefur hjálpað henni mikið í líf-
inu. Enda varð raunin sú að matr-
eiðsla varð hennar lífsstarf.
Segja má að hún hafí stundað
matreiðslu og ráðskonustörf alla
tíð. Og í öllum landsfjórðungum
vann hún sem ráðskona í lengri
eða skemmri tíma. En lengst var
hún ráðskona hjá Þorsteini Þor-
steinssyni, er lengi rak Litlu-
Bflastöðina í Reykjavík.
Það eru rétt um 40 ár síðan ég
og fjölskylda mín kynntumst Þor-
björgu fyrst. Hún leigði herbergi
á sömu hæð og nánast í sömu íbúð
og við. Kynnin urðu þegar mjög
náin, enda var Þorbjörg ljúf í við-
móti. Hún var vel greind og
skemmtileg og átti sérdeilis
auðvelt með að halda uppi sam-
ræðum við hvern sem var.
Okkur hjónunum verður
löngum minnisstætt hve sonur
okkar, Bragi Þór, þá 3ja ára, varð
fljótt hrifinn af Þorbjörgu. Og
þær urðu margar stundirnar, sem
hann átti inni í herberginu hjá
henni. Og þær voru líka margar
sögurnar, sem hún sagði syni
okkar, af álfum og góðlyndum
tröllum, sem m.a. voru tengdar
heimabyggð hennar.
Einnig sagði hún Braga frá hin-
um mikla listmálara, Jóhannesi
Kjarval, er málaði ódauðleg lista-
verk af hinum tignu og ægifögru
fjöllum, sem gnæfa yfir Borgar-
firði eystra.
Og áður en Þorbjörg fluttist frá
okkur höfðum við eignast tví-
bura, Bryndísi og Björk, ög þeim
reyndist hún eins og syni okkar
mjög vel.
Sambýlið við Þorbjörgu varaði
í 6 ár. Og við erum henni þakklát
fyrir þá vináttu, er hún sýndi okk-
ur þessi ár og allar stundir síðan.
Segja má að tengsl okkar við
Þorbjörgu hafi haldist allt frá
fyrstu kynnum, því að síðar
bjuggum við í næsta nágrenni við
hana og systur hennar Sigur-
laugu. En þær systurnar áttu
heimili saman í allmörg ár. Sigur-
laug var ákaflega ljúf kona og el-
skulegt að kynnast henni. Annars
voru systurnar um margt ólíkar,
en báðar miklar mannkosta kon-
ur. Sigurlaug lést fyrir nokkrum
árum.
Og nú hefur Þorbjörg okkar
lagt upp í ferðalagið mikla, eins
og við gerum öll að lokum.
Gísli Guðmundsson
Fimmtudagur 30. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
FLÓAMARKAÐURINN
Mig vantar
vel með farið sófasett, ekki mjög
stór. Sími 16818.
Eigið þið vél í Skoda?
Við eigum Skoda í fullkomnu á-
standi utan þess að vélin er ónýt. Ef
þið viljið kaupa Skodann (árg.
1980) eða selja okkur vél í hann, þá
endilega hafið samband í síma
35899.
Sv/hv sjónvarp
Óska eftir sv/hv sjónvarþstæki. Þarf
að vera í lagi. Uppl. í síma 27461.
Tveir páfagaukar
búr og fylgihlutir óskast fyrir tóm-
stundaheimilið í félagsmiðstöðinni
Árseli. Uppl. í síma 78944.
Svört 21/2 mán. læða
sem pissar í kassa og er hvers
manns hugljúfi óskar eftir eigend-
um. Uppl. í síma 28892 eftir kl. 4.
Til sölu Auto-Bianci '78
Selst ódýrt. Sími 13269.
Tvöfaldur eldhúsvaskur
með stálborði og blöndunartækjum
á kr. 500 og einfaldur eldhúsvaskur
á k r. 100.-. Luxor lampi á kr. 200.-,
og Ijóskastari á kr. 100.-. Sími
84716.
Rafvirkjameistarar
athugið
Óska eftir vinnu við rafvirkjun. Þarf
starfsþjálfun í faginu. Vs. 44921
næstu daga.
Hjónarúm óskast
Óskum eftir að kaupa notað en vel
með farið hjónarúm á um það bil 10
þúsund kr. - Uppl. í síma 688365,
eftir kl. 17.
Til sölu
Barnarimlarúm án dýnu. Einnig
kemur til greina að skipta á því og
góðu íslensku ullarteppi. Sími
33010.
Til sölu
skrifborð á kr. 2.500.- Uppl. í síma
20145, eftir kl. 16.
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Félagsfundur
Verkamannafélagið Dagsbrún heldur félagsfund
í Iðnó sunnudaginn 2. nóvember n.k. kl. 14.
Fundarefni:
1. Félagsmál
2. Kjaramálin
Framsögumaður: Þröstur Ólafsson.