Þjóðviljinn - 07.11.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 07.11.1986, Qupperneq 4
LEIÐARI Bandarískar kosningar Reagan beið ósigur í kosningunum, sem fram fóru í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. " Demókratar bættu við þann örugga meirihluta sem þeir hafa haft í fulltrúadeild þingsins og þeir steyptu meirihluta Repúblikana, flokks forset- ans í öldungadeildinni. Þetta mun gera Reagan óhægt um vik - og geta þeir fagnað því, sem hafa talið hann háskalega herskáan á sviði vígbúnaðar- og utanríkismála. Það hefur að sönnu kpmið fram, að Demókratar ætla ekki að efnatil deilna við forsetann út af Stjörnustríðsá- ætluninni, sem kom í veg fyrir að verulegur áfangi næðist í afvopnunarmálum á leiðtoga- fundinum í Reykjavík, eins og menn rekur minni til. Þeir vita sem er, að sú áætlun er forsetanum mikið hjartans mál - og að hann hefur í krafti sjónvarpstöfra sinna fengið drjúgan meirihluta þjóðarinnar til að trúa á þessa áætlun, sem flestir þeir er til mála þekkja mæta með miklum efasemdum. Hinsvegar munu Demókratar vinna að því að hefta útgjaldagleði forsetans á öðrum sviðum vígbúnaðar og þeir munu reyna sitt til að stöðva aðstoð forsetans við gagnbylt- ingarskæruliða í Nicaragua ef að líkum lætur. Demókratar segja sem svo, að þessi úrslit séu upphaf að endalokum Reaganbyltingarinn- ar- hafi hún nokkru sinni af stað farið. Reagan dettur hinsvegar ekki - frekar en fyrri daginn - i út úr hlutverki hins æfða fjölmiðlamanns sem aldrei viðurkennir ósigur. „Þetta voru góð tíðindi - þótt við töpuðum," sagði hann galvaskur um leið og úrslit voru kunn. Kosningarnar í Bandaríkjunum minna annars mjög rækilega á það, hve ólíkt stjórnmálalíf þar er því, sem við og aðrir Evrópumenn eigum að venjast. Ein af furðum þessert.d. sú, að meðan að flokki forsetans vegnar illa í kosningum stendur hann sjálfur betur að vígi í almenn- ingsáliti en nokkru sinni fyrr. Þetta misræmi er aldrei meira en nú, og fróðir menn gefa þá skýringu á því, að sá fjölmiðlaheimur sem bandarískur almenningur er genginn í skilji með einhverjum undarlegum hætti á milli forsetans og „venjulegra" stjórnmála. - Reagan getur I ekki haft rangt fyrir sér, vegna þess að Banda- ríkjamenn hafa þörf fyrir að samsama sig hon- um án þess að skerða sjálfstraustið. Annað er það sem margir hafa vakið athygli á jí sambandi við nýafstaðna kosningabaráttu. 'Það er blátt áfram sú staðreynd að stjórnmálaumræðan er sífellt að færast á lægra stig, ef hún þá ekki þokar með öllu fyrir upp- hrópunum auglýsingaiðnaðarins. Dæmi er tek- ið af Kaliforníu, en í því stóra ríki hafa frambjóð- endur með öllu gefist upp á að halda pólitíska fundi. Ekki nóg með það - frambjóðendur eru líka hættir að reyna að reifa þau mál sem nokk- urs varða, þeir mæta ekki andstæðingnum í sjónvarpseinvígi lengur. Kosningabaráttan í Kaliforníu fór nær ein- göngu fram í þrjátíu sekúndna löngum sjón- varpsauglýsingum. Skoðanahönnuðir treysta kjósendum víst ekki til að þola að vera minntir á pólitík lengur í einu. Og þessar auglýsingar eru ekki í því fólgnar, eins og t.d. auglýsingar í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins hér heima, að fram- bjóðendur séu að lofa sjálfa sig og afrek sín. Nei - næsta skref í hinni pólitísku auglýsinga- hönnun er tekið við. Sekúndurnar þrjátíu fóru helst í það að ata andstæðinginn auri. Gefið var óspart til kynna t.d. að eitt öldungadeildarþing- mannsefnið legði blessun sína yfir hryðjuverk og eiturlyfjaneyslu - á þeirri forsendu að hann væri andvígur dauðarefsingum! Gefið var í skyn að rfkisstjórinn vildi eitra drykkjarvatnið fyrir litl- um börnum, vegna þess að efnaauðhringar höfðu stutt hann með fé. Og mætti svo lengi áfram halda. Þessi þróun, sem gerist miklu víðar en í Kalif- orníu, er tengd þeirri sannfæringu kosninga- stjóra, að almenningur muni best harkalegar árásir á andstæðinginn - sannar eða lognar. Eins gott að menn séu við öllu búnir í þessum efnum hér í íslensku samfélagi, sem hefur því miður dregið æ meiri dám af bandarískum fyrir- myndum á undanförnum misserum. — ÁB KLIPPT OG SKORHE) Eldurinn undir Ágætur höfundur og ritstjóri, Matthías Johannessen, gaf okkur á Þjóðviljanum þá afmælisgjöf, að við værum hinn nauðsynlegi eldur sem hitaði þeim á Mogga. Ekki þykir okkur lofið verra, - þá daga sem okkur tekst að velgja undir uggum hákarlinum í Aðal- stræti er vel. Hitt er þó nær sönnu, að víðar sækir nú eldurinn að þeim Morg- unblaðsmönnum en héðan úr vígi heimskommúnismans við Síðu- múla. Það kraumar og ólgar innan Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir sem aldrei fyrr: prófkjörin eru flokknum orðin að Etnu og Vesúvíusi. Frá þeim vellur eimyrjan og skilur hvarvetna eftir sig bloss- andi bál og eyðileggingu, - og þurfa nú pólitískir ritmeistarar við Aðalstræti ekki lengur hinn sósíalíska eld til að orna sér við. Þann eld sem nú brennur á þeim kveiktu flokksmenn sjálfir, og leggja til innviði flokksins að eldsneyti. Friður í sveitum Það er nefnilega engu logið þegar staðhæft er, að Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík væri nú trauðla í verra ástandi þó sjálf sprengingin í Krakatá hefði orðið innan hans. Á Suðurlandi er á- standið litlu betra, stuðnings- menn Árna Johnsen ráfa líktog vankaðar sauðkindur í bruna- hrauninu við Heklurætur eftir að Eggert Haukdal gekk frá Eyja- manninum, og eftir ótrúlegt klúður tókst Reyknesingum að gera kjördæmið að einskonar Pompei Sjálfstæðisflokksins, - þar sem allt er undir ösku og gjalli prófkjörsliðsins. péBtísWmort ' tea Vesalings Morgunblaðið veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Skáldjöfurinn þarf dag eftir dag að leggja forystugreinar undir magnlitlar skammir um eigin flokksmenn. „Þið eruð búnir að klúðra þessu,“ segir Morgun- blaðið, og lætur eins og það gleymi að sjálft kveikti það bálið þegar það hófst handa um að rífa niður formann flokksins að lokn- um sveitarstjórnarkosningunum í vor með frægum rætnisskrifum, síðar Friðrik varaformann, og loks Albert. Ástandið innan Sjálfstæðis- flokksins hefur sjaldan verið bág- ara en einmitt nú. Dæmi um það eru niðurlagsorð í leiðara Morg- unblaðsins frá því á þriðjudag. En hann réttnefnið „Framboðs- vandi Sjálfstœðisflokks". Þar þótti sérstök ástæða til að nefna, að prófkjör flokksins fóru „vel og friðsamlega fram í Norðurlands- kjördœmi eystra og Austurlands- kjördæmi..." Sumum brá öðru- vísi áður. Sundurtæta Leiðarahöfundur heldur svo af veikum mætti áfram og ætlar að telja lesendum trú um að víðar hafi nú skollið á friður. Þannig hafi í Norðurlandskjördæmi ve- stra verið tekin ákvörðun um ,skipun efstu sæta framboðsli- stans, sem víðtæk samstaða er um“ án þess að efnt hafi verið til skoðanakönnunar. Stuðningsmenn Páls Dag- bjartssonar í Norðurlandskjör- dæmi vestra ættu að líkindum gjska erfitt með að kyngja þessu. Þeir höfðu undirbúið kjör Páls í annað sæti síðastliðin fjögur ár, og þóttust hafa tekið himin hönd- um þegar Eykon flúði af hólmi og hélt til höfuðstaðarins. En flokkseigendavaldið í kjördæm- inu vélaði svo um, að engin skoð- anakönnun eða prófkjör var gerð. Páli því næst bolað með lævi úr sætinu sem hann taldi sig eiga tilkall til (var í þriðja sæti við síðustu kosningarnar), og fallkandídat úr Reykjavík, frjáls- hyggjupostulanum Vilhjálmi Eg- ilssyni skotið í annað sæti. Hann hafði það til afreka unnið að rekja ættir að Sauðárkróki. Þannig ríkir fjandúð og ófriður einnig í þeim kjördæmum sem Morgunblaðið reynir veikburða að telja lesendum sínum trú um að séu ekki sundurtætt af inn- byrðis átökum. Ja, litlu verður Vöggur feginn. Skorinorð lýsing Að öðru leyti segir leiðari Morgunblaðsins allt sem segja þarf um innanflokksástandið: „Framboðsvandamál Sjálf- stæðisflokksins eru ekki úr sög- unni þóttfallið hafi veriðfrá próf- kjörum í sumum kjördæmum á vegum flokksirts. Sl. laugardag fór fram talning atkvæða í skoð- anakönnun í Reykjaneskjör- dæmi... Eftir að talningu atkvæða lauk tókst kjörnefnd Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördœmi að klúðra svo framboðsmálum flokksins að með fádæmum er“. Leiðarinn bendir réttilega á, að Gunnar G. Schram hafi orðið tyúr „pólitísku áfalli“ en við síð- ustu kosningar varð hann í öðru sæti en hafnaði í því sjötta nú. En þrátt fyrir niðurstöðuna „tók kjörnefnd þá ákvörðun," segir Moggi, „að bjóða Gunnari G. Schram 5. sætið en nýjum fram- bjóðanda, Víglundi Þor- steinssyni... var boðið sjötta sæt- ið. Rökin fyrir þessari afgreiðslu kjörnefndar liggja ekki fyrir. “ Síðar segir Morgunblaðið svo um vinnubrögðin í flokknum: „Þessi vinnubrögð einkennast af fljótfœrni og ýta undir tortryggni. Afleiðingin er sú að óvissa ríkir um endanlega skipan framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í næst- stærsta kjördæmi landsins. Jafn- framt er augljóst að þetta klúður hefur þegar skaðað verulega möguleika flokksins■ í kosning- um.“ í framhaldi af þessu eru svo' niðurstöðurnar í Suðurlandskjör- dæmi reifaður. En þar varð Árni Johnsen fyrir því áfalli að hrapa niður í þriðja sæti, og óvíst um framtíð hans pólitíska. Morgunblaðið vegur Árna, sinn gamla starfsmanna, og finn- ur hann léttvægan. Það verður ekki séð annað af leiðara Morg- unblaðsins en Árni hafi upp- skorið sem hann sáði. Því leiðar- inn segir, að „Enginn af þing- mönnum flokksins í kjördæminu fékk pólitískt áfall með þeim hætti sem gerðist í Reykjaneskjör- dæmi. “ Ef það er ekki áfall fyrir Árna að hrapa niður í óvíst þing- sæti, þá getur það tæpast túlkast öðruvísi en hann hafi átt það skilið, að dómi Mogga. Þannig er ástandið orðið innan Sjálfstæðisflokksins. Ósætti, sundrung, bræðravíg, óheilindi og tortryggnisleg vinnubrögð. Morgunblaðið hellir svo olíu á ■ eldinn með því að rótast einsog tarfur í flagi, deilandi spörkum í allar áttir, meira að segja á gamla liðsmenn eins og Árna Johnsen. Nú er Blika brugðið. -ÖS DJOÐVIIIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéöins^ son. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. A Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristln Olafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason. Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíösdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnflörð. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Biaðaprent hf. Verð Hausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.