Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.11.1986, Blaðsíða 6
r ÍÞRÖTTIR Manchester United Ferguson ■ ■ ■ ■ &L tekinn vio Stýrir liðinufyrsta skipti í dag, gegn Oxford á útivelli Alex Ferguson var í gærmorg- un ráðinn framkvæmdasljóri Alex Ferguson — verður hann jafn sigursæll hjá Man. Utd og hjá Aber- deen? enska knattspyrnuliðsins Manc- hester United, í staðinn fyrir Ron Atkinson sem var sagt upp störf- um í fyrradag. Eins og fram kom í gær fóru stjórnarmenn Manchester Unit- ed beint til Skotlands í fyrradag til að ræða við Ferguson, einn sig- ursælasta framkvæmdastjóra á Bretlandseyjum síðari ár. Á átta árum hjá Áberdeen gerði hann félagið þnvegis að skoskum meisturum, fjórum sinnum varð liðið bikarmeistari og sigraði í Evrópukeppni bikarhafa árið 1983 - vann síðan Stórbikar Evr- ópu síðar sama ár. Ferguson stjórnar Manchester United í fyrsta skipti í dag, í erfið- um útileiic gegn Oxford. -VS/Reuter Hollandsmótið „Eins lélegur og hinir voru góðir!“ Hörmulegur leikur og24-26 tap gegn Hollandi. Leikið við Holland-b í dag og Noreg á morgun. Bjarnifarinn „Þessi leikur var eins lélegur og hinir tveir fyrstu voru góðir. ís- lenska liðið gerði sig sekt um ótrúlegar klaufavillur, vörnin var gatasía og markvarslan engin. Það var alger óþarfi að tapa þess- um leik, eðlileg úrslit miðað við getu liðanna hefði verið 5-6 marka sigur íslands," sagði Þórð- ur Sigurðsson, fararstjóri ís- lenska landsliðsins í handknatt- leik í samtali við Þjóðviljann I gærkvöldi. ísland tapaði þá 24-26 fyrir a- liði Hollands á alþjóðlega mótinu í Haarlem. Holland komst í 4-0, ísland jafnaði 6-6 og náði forystu, 10-8. Staðan í hálfleik var 11-10, íslandi í hag. Síðan var jafnt að 13-13, þá komst Holland í 16-13 og áfram í 21-18. ísland jafnaði, 22-2, þegar þrjár mínútur voru eftir. „Lokamínúturnar voru tómt rugl fram og til baka, Hol- land skoraði tvö mörk, Héðinn Gilsson minnkaði muninn, Hol- land skoraði aftur þegar mínúta var eftir, 26-24, og þar við sat,“ sagði Þórður. Bjarni Guðmundsson stóð uppúr í íslenska liðinu, Héðinn kom inná þegar stutt var eftir og gerði þrjú mörk, aðrir léku langt undir getu. Mörkin gerðu Bjarni 9, Steinar Birgisson 6, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Héðinn Gils- son 3, Árni Friðleifsson 2 og Jú- líus Jónasson 1. ísland leikur við b-lið Hollands í dag og verður þá án Bjarna Guðmundssonar. Hann keyrði heim til Vestur-Þýskalands í gær- kvöldi en hann á leik með Wanne-Eickel á morgun. B-liðið er búið að sigra bæði Noreg og Bandaríkin á mótinu og er til alls líklegt. Loks leikur Island við Noreg á sunnudag en þá verða Kristján Arason og Páll Ólafsson mættir til leiks. Holland-a er með 6 stig, ísland og Holland-b 4 hvort, Noregur 2, Bandaríkin og ísrael ekkert. Noregur og ísrael léku seint í gærkvöldi en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. -VS Nottingham Forest Clough hótar! UEFA-bikarinn Uerdingen-Barcelona! Mörg stórlið koma til greina sem sigurvegarar í keppninni Leikið vel, annars í landsleikjabann Bayer Uerdingen, lið Atla Eð- valdssonar og Lárusar Guð- mundssonar, dróst í gær gegn spænska stórliðinu Barcelona frá Spáni í 16-liða úrslitum UEFA- keppninnar í knattspyrnu. Uer- dingen hefur enn ekki fengið á sig mark í fjórum leikjum í keppn- inni en það verður erfitt verkefni að halda sóknarmönnum á borð við Gary Lineker og Mark Hug- hes í skefjum. Dregið var í Zurich í gær en 3. umferð UEFA-bikarsins verður leikin 26. nóvember og 10. des- ember. Að henni lokinni verður dregið til 8-liða úrslita í öllum Evrópumótunum þremur. Þessi lið mætast í 3. umferð UEFA-bikarsins: borð við Barcelona, Inter Mi- lano, Torino, Mönchengladbach og Rangers koma sterklega til greina sem sigurvegarar, Spartak Moskva leikur sóknarknatt- spyrnu eins og hún gerist best og það er ekki hægt að útiloka að lið á borð við Uerdingen, Gauta- borg, pukla Prag og Beveren geti sett strik í reikninginn. -VS/Reuter „Ef þið spilið ekki eins og menn í Coventry á morgun kemur ekki til greina að þið fáið að leika landsleikina í næstu viku!“ til- kynnti Brian Clough, fram- kvæmdastjóri enska knattspyrn- uliðsins Nottingham Forest, leik- mönnum sínum í gær. Clough var ekki ánægður með frammistöðu Forest, efsta liðsins í 1. deild, gegn Crystal Palace úr 2. deild í deildabikarnum á mið- vikudagskvöldið en Forest vann 1-0. Ef Clough stendur við hótun sína rústar hann 21-árs landsliði Englands en þar á Forest fjóra leikmenn. Neil Webb er í A- landsliðshóp Englands og þeir David Campell og Gary Fleming eru í Iiði Norður-írlands. -VS Knattspyrna Sterkt lið Dana Fatlaðir Fundur í Reykjavík í dag, 8. nóvember, standa íþrótt- asamband Fatlaðra og Svæðisstjórn um málefni fatlaðra í Reykjavík fyrir kynningu á starfsemi ÍF í Laugardals- höUinni. Fulltrúar frá ÍF halda fyrir- lestra, sýna stutt myndband og svara fyrirspumum. Síðan verður efnt til fþróttakeppni þar sem þátttakendur fá tsekifæri til að spreyta sig á hinum ýmsu íþróttagreinum sem fatlaðir leggja stund á. Þarna geta allir, faU- aðir sem ófatlaðir, kynnst af eigin raun hvaða möguleika fatlaðir hafa til íþrótta- og tómstundastarfa. Dundee United-Hajduk Split Ghent-Gautaborg Groningen-Guimaraes Dukla Prag-lnter Milano Rangers-Mönchengladbach Torino-Beveren Uerdingen-Barcelona Spartak Moskva-Swarovski Tyrol UEFA-bikarinn hefur sjaldan verið litríkari en í ár. Stórlið á Kópavogur Aðalfundur ÍK Aðalfundur íþróttafélags Kópa- vogs verður haldinn í Þinghóli við Hamraborg laugardaginn 15. nóvem- ber og hefst kl. 16. Á dagskrá em venjultg aðalfundarstörf. Glíma John Holllns má búast við upp- sögn fljótlega ef slakt gengi Chelsea heldur áfram. Elkjær og Laudrup aftur með Preben Elkjær og Michael Laudrup, framherjarnir snjöllu, eru á ný I landsliðshópi Dana fyrir Evrópuleikinn gegn Tékkum f Bratislava á miðvikudaginn. Báðir misstu af leiknum við Finna á dögunum og Dönum gekk herfi- lega illa uppvið markið án þeirra en tókst þó að merja 1-0 sigur. Flestar stjörnur Dana eru í hópnum, svo sem Morten Olsen, John Sivebæck, Sören Lerby, Jan Mölby, Jesper Olsen, Klaus Berggren og þeir Laudrup og El- kjær. -VS/Reuter England * Hollins næstur? Chelsea stendur höllumfœti Sýningarflokkur af stað GLÍ búið að ráðaframkvœmdastjóra. Kynningarframundan Glímusamband íslands hefur komið á fót sérstökum sýningar- flokki með það að markmiði að sporna við fótum og hefja þjóðar- íþróttina til vegs og virðingar á nýjan leik. Flokkurinn er þegar tekinn tU starfa, var strax pantað- ur tU sýningar í skóla í fyrra- kvöld. Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Glím- usambandsins og verður á skrif- stofu þess í húsakynnum ÍSÍ á miðvikudögum kl. 10-12.30 og 13.30-18.30. Hann hefur umsjón með sýningarflokknum og mun starfa að útbreiðslustarfi og kynningu á íþróttinni, m.a. með því að útvega þjálfara og leiðbeinendur fyrir skóla og félög víðsvegar um landið. „Við stefn- um að því að ná til gamalla glímu- manna og fá þá til að aðstoða við útbreiðsluna. Hjá okkur er ný- lokið kennaranámskeiði þar sem 10 þjálfarar voru útskrifaðir þannig að við stöndum þokka- lega að vígi,“ sagði Sigurður. Reglugerð um gráðukerfi er í smíðum hjá Glímusambandinu og verður það með svipuðu sniði og kerfi þau sem júdó- og karate- menn keppa eftir. Væntanlega verður byrjað að keppa eftir því á næsta ári. í Reykjavík eru tvö félög með reglulegar æfingar, KR-ingar í Melaskóla kl. 19 á þriðjudögum og föstudögum, og Víkverjar í Steinabæ (undir Laugardalsstúk- unni) kl. 18.50 á mánudögum og fimmtudögum. Auk þess er Glímusambandið með kennslu í Steinabæ kl. 18.50 á miðviku- dögum. -VS Ron Atkinson var rekinn í fyrradag - annar stjóri í ensku knattspyrnunni stendur mjög höllum fæti og fær sennilega að fjúka einhvern næstu daga nema stórvægilegar breytingar eigi sér stað. Það er John Hollins hjá Chelsea, en lið hans hefur verið á svipuðum slóðum og Manchester United það sem af er keppnis- tímabilinu, við botn 1. deildar. Chelsea leikur gegn Everton á útivelli í dag. Erfiður leikur og ekki bætir úr skák að Steve Wicks og John Bumstead eiga við meiðsli að stríða og óvíst hvort þeir geti leikið. Hinsvegar leikur fyrirliðinn Colin Pates með á ný en hann hefur misst af tveimur leikjum vegna meiðsla. Trevor Steven, landsliðsmaður hjá Everton, er meiddur en leikur samt sennilega með. Paul Goddard leikur sinn fyrsta leik með Newcastle en hann var keyptur frá West Ham. En landsliðsmiðherjinn Peter Beardsley verður ekki við hlið. hans í framlínu liðsins, hann er meiddur og missir líklega af landsleik Englands og Júgóslavíu í næstu viku. Ian Bowyer, fyrirliði Notting- ham Forest, leikur á ný með liði sínu gegn Coventry, sem hefur endurheimt markaskorarann Cyrille Regis. Báðir þessir hafa verið meiddir. Bryn Gunn leikur væntanlega sinn fyrsta leik í marki Norwich í dag, gegn Tottenham, en hann var keyptur frá Aberdeen fyrir 150 þúsund pund fyrir skömmu. -VS/Reuter 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.