Þjóðviljinn - 08.11.1986, Side 8

Þjóðviljinn - 08.11.1986, Side 8
MENNING -MENNINGARMOLAR- Ástin grípur unglingana Út er komin hjáMáliog menn- ingu bókin MEÐ STJÖRNUR í AUGUM eftir Andrés Indriða- son. Andrés er þekktur höfundur margra bóka handa börnum og unglingum auk þess sem hann hefur samið leikrit og handrit fyrir sjónvarp og kvikmyndir. MEÐ STJÖRNUR í AUGUM er saga um ungt fólk fyrir ungt fólk. Hún segir frá Sif sem er sautján ára í fjórða bekk MR og verður ástfangin í skóla- bróður sínum, Arnari, sem er ári eldri. Niðjatal Magnúsar Ormssonar, hafn- sögumanns og skipasmiðs frá Gróubæ á Eyrarbakka, og konu hans, Gróu Jónsdóttur, er komið út. Þau bjuggu á Bakkanum í 50 ár og eru afkomendur þeirra 210. Framættir hjónanna eru í bók- inni, teknar saman af Sigurgeir Þorgrímssyni ættfræðingi. Nafna- skrá er aftast og telur um 1180 nöfn. Bókina hefur Magnús Þor- bjömsson tekið saman og er hann jafnframt útgefandi. BLÖKKUKONA vaknar af svefni Alice Walker. Purpuralltur. Ólöf Eldjárn þýddl. Forlagið. Ekki er erfitt að skilja það, hvers vegna þessi metsöluskáld- saga Alice Walker hefur notið mikilla vinsælda. Hún er að formi til sendibréf blökkukonu í Suður- ríkjunum, fyrst til guðs en síðan til systur hennar í Afríku - og framan af að minnsta kosti - er hvert bréf hlaðið atburðum sem enst hefðu mörgum nítjándu aldar höfundum í heila skáld- sögu. Framvindan er hröð og ekki sparaðir sterkir litir. Þar að auki er þetta þroskasaga sem lætur óskir margra rætast: blökkukona, fædd í eymd og niðurlægingu, rís upp, skiptir um vitund, sigrast á aðstæðum. Alice Walker kann margt til þeirra hluta sem halda athygli les- andans vakandi. Best nýtur hún sín í fyrrihluta sögunnar - áður en Celie, sögukonan, skiptir um ham, gerir sína uppreisn gegn guði og körlum og hvítum mönnum. Við sjáum fyrir okkur samfélag sem einkennist af hin- um hörmulega tröppugangi of- beldisins: hvítir menn sparka í svarta, svartur karlmaður lemur svo konuna sína og börnin. í þessum heimi skín ekki sól. Faðir Celie (sem betur fer reynist hann „bara“ stjúpi hennar þegar upp- íýsingar eru fram dregnar síðar) nauðgar henni og barnar hana tvisvar - og kemur henni síðan af höndum sér til sæmilega efnaðs PÚLITZER-VF.HOLAUNIN 1»B3 PURPURA LITURINN AI.1CE WAI.KEIi svertingja, sem er engu skárri þrælahaldari gagnvart konu og börnum en hvítir menn hafa ver- ið. Eina huggunin er að þetta líf sé bráðum búið. Eina uppreisnin sem möguleg er er að hrækja í glasið hjá einhverjum karlfjand- anum. Síðan kemur Shug Avery, blússöngkona sem maður Celie, Albert, hefur alltaf elskað, inn í líf hennar og loks fer sólin að skína með grun um að öðruvísi líf sé mögulegt og með styrk í vin- áttu við Shug, sem ber sterkan lesbiskan keim. En nú fer allt að verða reyfaralegra - það gamla bragð rómansins, að týndu bréfin koma fram seint um síðir, tekur við því að reka söguna áfram um stund. Bréfin hefur eiginmaður- inn falið - þau eru frá Nettie, systur Celie, sem flúði eymdina fyrir margt löngu og starfar með svörtum trúboðshjónum í Afr- íku, en þau hafa einmitt tekið að sér bömin hennar Celie og gengið þeim í foreldra stað. Boð- skapur þessara bréfa og sjálf sú staðreynd, að eiginmaðurinn hef- ur stfað þeim systrum sundur, verða til að fylla mælinn. Celie segir skilið við sinn karl, gerist sjálfstæð saumakona í skjóli Shug - segir meira að segja upp holl- ustu við þann gamla hvíta skrögg sem hún hafði kallað guð („Hann lætur alveg eins og allir hinir karl- arnirsem égþekki. Ómerkilegur, gleyminn og smáskítlegur."). Um leið verður Nettie vitni að hörmungum efnahagslegrar ný- lendustefnu og upphafi afrískrar vakningar. Málalok eru farsæl. Fyrri hluti sögunnar laðar les- andann að sér, freistar hans með sínum hráa trúverðugleika. En uppreisnin, vitundarvakningin og Afríkusagan uppfylla ekki sömu kröfur. Stökkið sem Celie tekur er ótrúlega stórt og það kemur ekki heim og saman við sögutímann. Á skammri stund er þessi lítt læsa og fáfróða blökku- kona og vinkona hennar búnar að koma sér upp ekki aðeins sjálfs- virðingu, viðleitni til að skilja við það líf sem þær hafa lifað. Nei - við eigum að trúa því, að þær séu þegar fyrir röskum fjörutíu árum búnar að koma sér upp hugmynd- um sem einkenna síðustu bylgju kvennahreyfingarinnar - svartri kvennaguðfræði í bland við norn- aseið - (Celie hneppir bónda sinn í álög og gengur það allt eftir). Auk þess er Afríkusagan öll eins og „saumuð með hvítum þræði“ á söguvefinn, og skrifuð eins og úr fjarlægð hálfþekkingar - sem verður bagalegt í samanburði við þá trúverðugu nálægð sem setur svip sinn á fyrrihlutann. I rauninni er miklu betur sögð og trúverðugri saga Sofiu, kon- unnar sem stjúpsonur Celie tók saman við, Sofiu sem barði frá sér, sem svaraði bæjarstjóranum fullum hálsi og galt fyrir með frelsi sínu, og vísar að lokum frá sér ungri hvítri konu, sem hún hafði alið upp, þegar þessi fóstur- dóttir gerir kröfu til að eiga henn- ar tilfinningar áfram og flytja þær yfir á barn sitt. Ólöf Eldjárn hefur þýtt þessa bók og lendir í þeim vanda að íslenska er hvergi nærri eins lag- skipt mál og amrísk enska. Án samanburðar við enska textann sýnist lesanda í fljótu bragði að hún hafi komist allvel frá þeirri raun - má þó vera að óþarft hafi verið að sleppa ýmsu sem við erum vön að hafa með í íslensk- um setningum í þeirri von að frá- sagnarmáti lítt lærðrar blökku- konu komi betur fram. Best fer á því í þýðingunni þegar stílað er blátt áfram á einfaldleikann ei- lífa. ÁB. Stjörnugjöf: ★ ★★★ frábær, ★★★ mjög góð, ★★ sæmileg, ★ uppfyllir lágmarks kröfur, 0 léleg Nokkrar af BÆJARINS BESTU Með dauðann á hælunum (Stjörnubíó) Stella í orlofi ★★★ (Austurbæjarbíó) Purpuraliturinn ★* (Austurbæjarbíó) Mona Lisa ★ ★1/2 (Bíóhöllin) Eftir miðnætti ★ ★ (Bíóhöllin) Hanna og systurnar ★ ★★ (Regnboginn) Hálendingurinn ★ ★★★ (Regnboginn) ★ ★1/2 Lísa á grafarbakkanum ★★ Draumabarn (Dreamchlld) Ensk-amerísk, 1985. Lelkstjórl: Gavln Mlllar. Handrit: Dennis Potter. Framlelðandl:Rlck Mc- Callum. Kvlkmyndataka: Bllly Wllli- ams. Tónllst: Stanley Myers. Brúður: Jim Henson. Helstu lelkarar: Coral Browne, Nlcola Cowper, lan Holm, Peter Callagher, Amella Shankley og Jane Asher. Það er viss spenna því samfara, að bregða sér í bíó og sjá mynd, sem maður veit svo gott sem ekkert um. Væntingarnar eru svo til engar, suma leikaranna kannast maður við, aðra ekki, leikstjórann hefur maður aldrei heyrt nefndan, og eftir að hafa lesið auglýsingu í dagblöðum og séð plakat myndarinnar, er ómögulegt að segja til um hvort hér er á ferðinni barna- eða fullorðinsefni. Og það leiðir hugann, í þessu ákveðna til- felli, að öðru: Var Lísa í Undralandi skrifuð fyrir börn eða fullorðna, eða kannski hvort tveggja? Áður en lengra er haldið, er rétt að geta þess, að kvikmyndin sem hér á að vera til umfjöllunar heitir því væmna nafni Draumabarn, og fjallar um ferðalag gamallar konu og ungr- ar hjálparhellu hennar til Bandarfkj- anna árið 1932. Þessarar gömlu konu, sem heitir Alice Hargreaves (Coral Browne), bíður heiðursdokt- orsnafnbót við Kólumbíuháskóla í New York, í tilefni aldarafmælis Lewis Carrolls, þess sem skrifaði furðuævintýrið um Lísu í Undra- landi. Þessi gamla kona, sem einu sinni var ung og heillandi stúlka með auðugt ímyndunarafl, var fyrirmynd Carrolls, eða Charles Dodgsons eins og hann hét víst, að hnátunni Lísu. Og hvernig er svo myndin? Jú, þokkaleg, kom reyndar þægilega á óvart. Hér er að vísu ekkert stórvirki á ferðinni, en frásögnin hefur yfir sér ákveðinn sjarma. Milli þess sem Alice gamla reynir að fóta sig í Undralandi milljónaborgarinnar, sækja að henni æskuminningar, minningarnar um hinn einkennilega og viðkvæma Dodgson, sem sagði skrýtnar sögur af hégómagjörnum héra og furðu- legum hattara, sögur sem hann seinna gaf út og tileinkaði drauma- dísinni sinni, sem var alltof ung til þess að skilja ástina að baki gjöfinni. En það er ekki einungis Dodgson sem sækir að gömlu konunni. Það gera nefnilega hérinn og hattarinn einnig. Á leið sinni að grafarbakkan- um rambar Alice gamla milli ólíkra Undralanda, úr takti við stað og stund. Coral Browne fer hreint prýðilega með hlutverk aldraðrar Lísu og sömuleiðis Amelia Shankley með hlutverk unglambsins. Nicola Cow- per er einkar heillandi fylgismær gömlu konunnar og Ian Holm dregur upp skýra mynd af Dodgson, alias Carroll. Hann leikur á þessum lúmsku millinótum, sem einkenna aðdáun eldri manna á litlum stúlk- um. Það er aldrei hægt að segja til um það með fullri vissu af hvaða toga, eða hvers kyns slík aðdáun er. Ég er ekki frá því að Gunnar Eyjólfs- son hafi einmitt náð þessu í Átóm- stöðinni (þótt fiðringur Búa Ár- lands, stórkaupmanns og doktors, hafi eflaust verið grárri). H.O. Vegurinn til Mekka frumsýndur á sunnudag Leikritið Vegurinn til Mekka eftir s-afríska leikrita- skáldið Athol Fugard verður frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sunnudag. Fugard er í hópi þekktustu leikritahöfunda samtímans, og fjallar þetta verk hans um rétt manneskjunnar til frelsis og sjálfstæðis og rétt henn- ar til þess að takast á við eigin örlög. Fjallar leikurinn um roskna konu sem fæst við höggmyndalist og átök hennar við samfélagið, og á konan sér fyrirmynd í raunveruleik- anum í suðurafrísku þorpi, en Fugard hafði spurnir af henni og samdi um hana þetta leikrit. Leikstjóri sýning- arinnar er Hallmar Sigurðsson, en leikendur eru þau Sigríður Hagalín, Guðrún Gísladóttir og Jón Sigur- björnsson. Með þessari sýningu er jafnframt haldið upp á 40 ára leikafmæli Sigríðar Hagalín. Sigríður Hagalín í hlutverki Helen í Vegurinn til Mekka. Café Teatret frá Kaupmannahöfn á Litla sviðinu Rétt er að vekja athygli leikhúsunnenda á gestaleik sem fluttur verður á Litla sviðinu í Þjóðleikhúskjallaran- um á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld í næstu viku, en þá mun Café-teatret frá Kaupmannahöfn bjóða upp á sýningu á suður-afríska leikritinu Woza Al- bert, sem flutt verður af suður-afrísku blökkumönnunum Michael Simpson og Nik Abraham og tónlistarmannin- um Risenga Makondo. Þótt leikritið sé flutt á frummá- linu, þ.e. blöndu af ensku, zulu og afrikönsku, þá hefur það notið óhemju vinsælda jafnt í S-Afríku, Lundúnum, New York eða Kaupmannahöfn, en leikurinn fjallar um upprisu Jesú í S-Áfríku, og hafa gagnrýnendur lýst leiknum sem „sprenghlægilegri túlkun á ljótu kerfi“ að- skilnaðarstefnunnar, er veiti aðra innsýn í heim blökku- manna en þá sem yfirleitt er gefin í fjölmiðlum. Heim- sókn þessi er liður í leikför Café-teatret um öll Norður- lönd. ólg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.