Þjóðviljinn - 22.11.1986, Side 8

Þjóðviljinn - 22.11.1986, Side 8
MENNING Rússneskur Kristur í úlfakreppu Fjodor Dostojevskí. Fávitinn. Fyrra bindi. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Mál og menning. Nú fjölgar furöu hratt, miðað við það sem við áður áttum von á, góðum þýðingum á merkum skáldverkum. Og lokseru íslend- ingar farnir að sýna nokkum sóma Dostojevskí karli - fyrir tveim árum kom Glæpur og refs- ing út í nýrri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, og nú hefur hún þýtt fyrri hluta sögunnar um Fá- vitann Myshkfn fursta, einhverja fróðlegustu persónu skáldsögu- listarinnar. Ekki verður, svo vel sé, skrifað um aðeins fyrri hluta þessa mikla verks. Má þó taka fram, að fyrsti hluti sögunnar, um 190 bls. sem allur gerist á einum degi, er eitthvert eftirminnilegasta dæm- ið sem hægt er að finna um frá- sagnarlist Dostojevskís. Fram stígur mikið persónunafn, og er hver og ein þeirra undir ofurvaldi þeirrar ríkjandi „ástríðu“ sem Dostojevskí vill að stýri þeim ein- staklingum sem eru þess virði að skrifað sé um þá. Það er spunninn mikill samsærisvefur um þá fögru Nastösju, sem hefur verið frilla auðkýfings nokkurs sem vill Iosna við hana. Það á að selja hana í hjúskap ungum manni og framgjörnum, Ganja Ívolgín, og húsbóndi þess manns, Jepantsjín hershöfðingi, hugsar sér líka gott til glóðarinnar. En mun hin myrka ástríða Rogosjíns kaup- mannssonar til Nastösju ekki gera strik í þann ærulausa reikning? Og konur sögunnar, stoltar og hreinskiptnar og þó engin sem Nastasja sjálf, þær láta ekki gott heita - öðru nær. Og það er efnt til hvers uppgjörsins af öðru með heiftarlegum orða- senum, svívirðingum, löðrungum og frægri eldraun (Ganja vonbið- ill má eiga 100 þúsund rúblur sem Rogosjín ætlar að borga fyrir Nastösju, ef hann skríður inn í arineld eftir þeim). Og innan í þennan fáránlega og spillta heim er kominn sá sem er allra manna undarlegastur, guðs lambið Mys- hkin fursti, sem skilur alla, elskar alla og fyrirgefur öllum - og lýsir allt í einu yfir ást við fyrstu sýn á Nastösju og fær meira að segja bréf í sömu andrá upp á það að hann hafi hlotið miljónaarf.... Söguþráðurinn á eftir að rakna síðar meir meira en Dostojevskí sjálfur kærði sig um. En alla daga verður þessi saga hans í minnum höfð fyrir sterkar persónulýsing- ar og fyrir einhverja merkileg- ustu tilraun sem gerð hefur verið til að skapa „hinn frábæra mann“ í skáldsögu. Á næstliðnum áratugum áður en sagan kom út höfðu rússneskir höfundar svarað því, hver með sínum hætti, hvaða mann þeir teldu „hetju vorra tíma“. Stund- um var það glæsimennið unga og lífsþreytta fyrir aldur fram, sem sóar góðum kröftum í fremur meiningarlaust kvennafar (Púsjkín og Lermontof). Síðan vangaveltumaðurinn, hinn upp- lýsti en viijalausi rússneski Ham- Iet, sem átti ekki einu sinni þrótt til að rísa undir konuást (Túrgen- éf, Gontsjarof). Enn síðar kemur níhilistinn til sögunnar, en er eins og fæddur á röngum stað og tíma (Bazarof Túrgenéfs). Dostojev- skí svaraði spurningunni um söguhetjuna með Kristsfi'gúru. Og viðurkenndi um leið, að hann væri að ráðast í feiknalega erfitt verk - þegar hann sjálfur fletti í huganum heimsbókmenntunum fann hann ekki aðra „frábæra“ eða „fagra“ menn en Don Kik- hóta og svo Pickwick hjá Dick- ens. Honum fannst þeir ágætir án væmni vegna þess, að þeir voru spaugilegir. Sitt dæmi ætlaði hann að leysa með því að færa Myshkin fursta sem næst Kristi. Það er gert með manngæsku hans, einlægni og nánu sambandi Dostojevskí við böm, með ofurmannlegum skilningi á því hvað leynist í sál hvers manns, með því að hann er ávallt reiðubúinn til að þjást fyrir aðra menn, verðuga sem óverð- uga. Skáldið vissi vitanlega, að hann gat ekki farið að líkja eftir guðspjöllunum, og því reynir hann að firra sjálfan sig nokkrum vandræðum, m.a. með því að gera Myshkin manna saklausast- an (hvað sem glöggskyggni hans h'ður). Hinn rússneski Kristur Dostojevskís bíður svo herfi- legan ósigur (í seinna bindinu). Og það er kannski ekki úr vegi að benda strax á það, að þetta gerist ekki vegna þess eins að Myshkin er staddur í syndahafinu miðju. Pað er sakleysið sem veldur því, að sú hjálp sem hann vill öðram veita kemur ekki að haldi. Kann- ski gerir hún illt verra (eins og mannleg samhjálp hjá Franz Kaf- ka síðar meir). Furstinn skilur til dæmis ekki, að hinar tvær fögru og stoltu konur sögunnar, Nast- asja „hin blygðunarlausa" og hershöfðingjadóttirin Aglaja, elska hann sem konur - en hann er því miður dæmdur úr leik í þeim efnum, þótt aðrir átti sig ekki á því. Og því fer sem fer. Skrýtið reyndar - „hetja vorra tíma“ bíður í rússneskum bók- menntum jafnan ósigur fyrir Konunni - hvort sem hún er glæsimennið, draumóramaður- inn, níhilistinn - eða hinn rússneski Kristur. En semsagt - sögunni er ekki lokið í íslenskri þýðingu. Með henni hefur Ingibjörg Haralds- dóttir unnið gott verk og vandað, hún hefur fundið sér þann ís- lenskan málblæ sem hvorki er forneskjulegur né heldur færður úr hófi til nútímamáls. Má vera að stundum skorti nokkuð á stíl- rænan ofsa Dostojevskís, en sá vandi er líka tengdur þeim mun, sem í raun er á rússnesku og ís- Iensku. -ÁB Landið, skáldið, manneskjan Thor Vilhjálmsson. Grámosinn glóir. Svart á hvítu. 1986. Ásmund nefnir Thor Vil- hjálmsson aðalpersónu þessarar sögu. Lesandinn hittir hann fyrst í glaumi erlendrar stórborgar og í þeirri kynningu, sem er einkar glæsilega skrifuð, kynnumst við fyrst tvíeðli þessa manns sem á eftir að fylgja okkur á leið okkar inn í söguna. Heimsborgarinn tekst á við íslendinginn, skáldið á við embættismanninn, vígreifur einstaklingshyggjumaður, sem trúir á undur tækninnar og lykil hins gullna gjalda, glímir við þann sem „ægir hið dæmda þjóð- líf... að hugsa til þessarar von- lausu þjóðar sinnar" sem ekkert virðist eiga sameiginlegt nema „eymdina og afturgöngurnar“. Og kannski er óþarft að taka það fram, að Ásmundur er eins og skilgetinn bróðir Einars skálds Benediktssonar og það dapur- lega glæpamál sem hann flæktist í sem ungur sýslumaður er Sól- borgarmálið, sem Einari varð til mikils ama: Hálfsystkini eignast bara saman og fyrirkoma því, pilturinn játar, stúlkan fremur sjálfsmorð.... Þetta er ferðasaga., Ásmundur er á leiðinni heim, hann er horf- inn frá tónaspiii, undan pálm- skugga, hálfa söguna er hann með fylgdarmanni sínum á asa- lausri reið yfir fjöll og dali. Nátt- úran steypist yfir hann og lesand- ann af öllum þeim krafti og myndvísi sem í penna höfundar- ins býr og heimtar af hinum unga og glæsilega höfðingja að hann öðlist af þeim áhrifum mátt til afreka bæði í skáldskap og á öðr- um sviðum. Á einum stað er talað um það hve þakklátur hann er „að hafa notið hrikalegrar feg- urðar á fjöllum sem hóf hugann svo hátt frá öllu því sem kúrði lágt, og var ómerkilegt og h'til- fjörlegt.... Ferðin hafði stælt hug hans og kjark og magnað hann til þess að mæta því sem var ömur- legt og andstyggð, og láta það ekki smækka sig né hefta flug sitt.“ Og hann vildi yrkja sér til sáluhjálpar „fullnýta afl sitt til að bjarga sjálfum sér, og lyfta þjóð sinni til hins mikla hlutverks sem hann hafði dreymt handa henni.“ Sagan er svo um það, að þetta tekst ekki, náttúran fagra og hrikalega mun að vísu verða drjúg til skáldskapar, en skáld- skapurinn mun ekki gera mann- inn heilan, og þjóðin mun enn hnípin og í vanda. Stef Jóns morðingja, sem slegið er þegar í fyrsta kafla þegar hann drekkur unnustu sinni óléttri, er eins og áleitin áminning um hina miklu fjarlægð milli glæstra drauma hins unga höfðingjaefnis og myr- krar evmdar í mannlífi. Og sjálf- ur er Ásmundur á leið inn í harm- leik hálfsystkinanna, sem hér heita Sólveig og Sæmundur Frið- geir, harmleik sem ítrekar það við Ásmund að hann er ekki frjáls „loftfákur” heldur bundinn lágri jörðu, þungbærri sögu, óf- relsi. Hann lærir og fleira - hann gekk til leiks með þann arf frá lærifeðrum og föður sínum, að hörku beri að sýna í afbrotamál- um, allt að því grimmd, og þessu fylgir Ásmundur eftir í yfir- heyrslum yfir piltinum Sæmundi og fær hann svo til að játa það sem ekki mátti viðurkenna. En sá sigur dómarans er dýrkeyptur - stúlkan fremur sj álfsmorð og höf- undur sýnir með útsmognu ör- yggi hvert áfall það er Ásmundi í annarri yfirheyrslu yfir hálfbróð- ur hennar - nú er sem skipt sé um hlutverk, nú er sýslumaður eins og að leita að málsbótum, þar sem hann fann engar fyrr. Margar stoðir renna undir áhuga lesandans á þessari sögu. Tilvistarvandi Ásmundar, sem er vel til skila haldið. Fyrirferðar- minni persónur sem eru hafðar til að andmæla honum - presturinn sem boðar miskunnsemi, bónd- inn sem trúir á mátt samstöðunn- ar, bóndakonan sem líst ekki á að allt sé til peninga metið. Ástar- saga hálfsystkinanna er merkileg blanda aldarfarsdæmis um alls- leysingja sem ólust upp á hrak- hólum og áttu aldrei neitt nema hvort annað í forboðnum ástum. Og svo viðleitni til að stækka þá sögu, lyfta ástinni og brímanum í kosmískar hæðir, kalla á helgar bækur og fomar, henni til styrkt- ar - bæði fórn Abrahams og hlut- skipti Medeu sem börn sín myrti þegar Jason sveik hana - eru höfð til að stækka Sólveigu. Þessa stoltu konu sem áður en lýkur hefur sigrast á höfðingjaefninu, dómaranum, lagakróknum - blátt áfram vegna þess að allt hef- ur verið frá henni tekið, sá sem í þeirri stöðu er verður frjáls manneskja á ný. Augu listamálarans Thors dansa yfir íslenska náttúru og sjá þar liti marga og samsetta (til dæmis „fjólubláfölan“ mosa), þar eiga sér stað stöðug og lífleg hvörf - mannlífið verður náttúra og náttúra mannlíf: „Klettar þjóna til að bera goðsögulega svipi og fyrirburði og atvik með skírskotun úr mannlífinu.“ Hér kemur öðru hvoru að ofgnótt eða vissu ofhlæði, sem menn muna úr fyrri bókum Thors - en á móti kemur að það er verið að segja sögu af persónum með aðild og rétti og því verður myndsýning orðanna marksæknari en hér áður fyrr. Það er vísað í skáldskap og forna texta, m.a. Njálu og Sturl- ungu, og ekki síst í sagnaarfinn - þarna eru sögur af ætt Bakka- bræðra, og draugasögur og fyrir- boðar í draumum og fleira það sem hefur einkennt þjóðlega sagnaskemmtun og Thor fer með eins og honum best þurfa þykir til að sýna hið fáránlega og hrika- lega og svo grimmd þess lands sem á það til að gleypa sína bestu svni í bókstaflegri merkingu. Það er líka í textanum víða að finna skemmtilegan ærslaleik með mannlegt fas og útlit. Verjandinn í málinu var „fremur stór maður og rúmaði mikinn fjálgleik," meðhjálparinn „hefði getað haft dóttursyni sína alla þrjá undir skegginu og leynt þeim þar fyrir refsigjarnri móðurþeirra". Glóð- in í sígarettu ástkonu Ásmundar var „eins og auga í dýri sem hefur týnt hinu á veiðum“ - svo enn sé nefnt dæmi um óvæntar ten- gingar. Nú eru sjö ár síðan næstsíðasta skáldsaga Thors Vilhjálmssonar kom út. Með þeirri sögu sem nú kemur út hefur hann gengið í endurnýjun lífdaga. Hann tengir sig við hefðbundið sögusnið - en gefur ekki að heldur upp á bátinn sjálfstæði sitt og sérleika. Thor hefur færst nær hinum „venju- lega“ lesanda ef svo mætti að orði komast - án þess að slá af kröfum - og um leið sannfærir hann okk- ur með ótvíræðum hætti að hann er fjölhæfari rithöfundur og úrr- æðabetri, en sum okkar hafa stundum ætlað. ÁB 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.