Þjóðviljinn - 22.11.1986, Blaðsíða 14
Forval Alþýðubandalagsins í.Reykjavík 2
FRAMBJÓÐENDA
Forval Alþýöubandalagsins í
Reykjavík vegna Alþingiskosninga
ferfram laugardaginn 29. og sunn-
udaginn 30. nóvember nk. Þeir
sem ekki geta komiö því við að_
vera í Reykjavík forvalsdagana er
gefinn kostur á að kjósa utan forv-
alsfundar í sérstakri forkosningu,
sem hefst nk. laugardag kl. 13.00.
Atkvæðagreiðslan í forvalinu fer_
þannig fram, að kjósandi ritar töl-
urnar 1 - 7 við nöfn á listanum eins
og hann vill að mönnum verði
raðað á framboðlista. (2. sæti er sá
kjörinn, sem flest atkvæði fær í_
hvert sæti. í 2. til 7. sæti er sá kjör-
inn, sem flest atkvæði fær í hvert
sæti. Við talningu atkvæða í hvert
sæti fyrir sig skulu talin án vægis
þau atkvæði sem frambjóðandi_
hefur hlotið í efri sætum.
Rétt til að greiða atkvæði í forvali
hefur hver sá félagi ABR, sem
fullgildur er samkvæmt flokks- og
félagslögum og nánari skil-
greiningu félagsstjórnar, eðá
gengur í félagið ( síðasta lagi 60
klst. fyrir upphaf forvalsfundar,
Álfheiður Ingadóttir
f. 1.5.1951, blaðamaður, Fjólu-
götu7.
Álfheiður lauk B.Sc. prófi ílíf-
fræði frá Háskóla íslands 1975 og
kenndi líffræði við Mennta-
skólann í Reykjavík 1975-1976.
Álfheiður hefur verið blaðamað-
ur á Þjóðviljanum frá 1977. Hún
var varaborgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins 1978-1982 ogfor-
maður umhverfismálaráðs fyrra
kjörtímabilið. Álfheiður tók þátt
í stofnun Kvennaathvarfsins í
Reykjavík og er nú gjaldkeri
Samtaka um kvennaathvarf. Hún
á sæti í stjórn ABR og er varafor-
maður framkvæmdastjórnar Al-
þýðubandalagsins.
Arnór Pétursson
Fæddur 14.11.1949, fulltrúi í líf-
eyrisdeild Tryggingarstofnunar,
Stífluseli 2.
Arnór er gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla Akraness 1966
og lauk stýrimannsprófi frá stýri-
mannaskólanum í Reykjavík
1971. Arnórer formaður íþrótt-
afélags fatlaðra í Reykjavík og
hefur verið það frá stofnun þess
að einu ári undanskildu. Hann
hefur unnið að félags- og réttind-
amálum fatlaðra á ýmsum svið-
um sl. 10 ár. Hann er fulltrúi
BSRB í stjórnskipaðri nefnd sem
fjallar um réttindamál fatlaðra.
Árnór hefur átt sæti í stjórn ABR
sl. fjögur ár og er formaður
Breiðholtsdeildar félagsins.
Hann hefur átt sæti í miðstjórn
AB frá 1982 og er varafulltrúi
ABR í íþróttaráði frá sama tíma
og umferðarnefnd frá síðastliðnu
vori.
Ásmundur Stefánsson
Fæddur í Reykjavík 21. mars
1945.
Lauk hagfræðinámi frá Kaup-
mannahafnarháskóla 1972. Starf-
aði hjá Hagvangi 1972-1974.
Ráðinn hagfræðingur ASÍ1974.
Lektor við Háskóla íslands 1978-
1979. Framkvæmdastjóri ASÍfrá
árinu 1979. Kjörinn forseti ASÍ
1980 og endurkjörinn 1984. Hef-
ur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir Alþýðusambandið. Fyrst
kjörinn í miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins 1976. Situr nú í
framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins og stjórn verkalýðs-
málaráðs.
Guðni A. Jóhannesson
f. 27.11.1951,formaður Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík, Greni-
mel 33.
Próf í eðlisverkfræði f rá Tækni-
háskólanum í Lundi 1976 og
doktorspróf í húsagerð frá sama
skóla 1981. Stundaði kennslu og
rannsóknir við byggingarverk-
fræðideild skólans frá 1976-81.
Vann sem sérfræðingur við
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins frá 1982-84, en hefur
síðan rekið eigin verkfræðiþjón-
ustu.
Fulltrúi AB í milliþinganefnd um
húsnæðismál. Formaður Búseta-
Landssambands og fulltrúi þess í
NBO (samtökum norrænna fé-
lagslegra íbúðahreyfinga).
Guðrún Helgadóttir,
fæddíHafnarfirði7. sept. 1935.
Stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1955. Rektorsritari
við MR 1957-67. Deildarstjóri
Tryggingarstofnunar ríkisins
1973-80. Borgarfulltrúi 1978-82.
Kjörin á Alþingi 1979. Endur-
kjörin 1983. í stjórn BSRB um
árabil. Á sæti í Norðurlandaráði.
í framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins.
Guðrún hefur á Alþingi beitt sér
fyrirfjölmörgum breytingum á
almannatryggingum ogfélagslög-
gjöf, málefnum kvenna og barna
og erfðalögum og flutti frum-
varpið um Þýðingasjóð íslands.
Hefur tekið virkan þátt í friðar-
málum og hefur á yfirstandandi
þingi flutt frumvarp um Banka-
eftirlit ríkisins og Umboðsmann
barna. Guðrún hefurskrifað 10
bækur og er félagi í Rithöfunda -
sambandi íslands.
Haraldur Jóhannsson
erfæddurí Reykjavík 1926, en
alinn upp á Akranesi.
Hann gekk í Æskulýðsfylkinguna
1942 og Sósíalistafélag Reykja-
víkur 1945, en starfaði líka með
Sósíalistafélagi Akraness á fyrstu
árum þess. Hann var í framboði
fyrir Sósíalistaflokkinn í Borgar-
fjarðarsýslu 1953. ForsetiÆ.F.
var hann 1954-55.
í hagfræði lauk hann B.Sc.
(Econ)-prófi við Háskólann í
London 1951 ogM.Sc.(Econ)-
prófi 1956. Hann var formaður
Utflutningssjóðs 1957-1960. Og
var einn forystumanna samtak-
anna gegn inngöngu íslands í
Efnahagsbandalag Evrópu 1961-
1962 og ritaði ýmislegt um þau
efni. Lektor í hagfræði var hann
við Háskólann í Malaja 1964-
1968 og við Háskólann á Witwat-
ersrand (Jóhannesarborg) 1969-
1971. Hörðum orðum fór hann
um klofning Alþýðubandalagsins
1967, sem hann taldi hafa orðið
fyrir togstreitu um völd, en ekki
málefnalegan ágreining. Var
hann í Sósíalistafélagi Reykjavík-
ur fram í janúar 1972, en starfaði
síðan með frjálslyndum og vinstri
mönnum, (síðastmeð Bjarna
Guðnasyni), fram á vor 1974, að
hann sneri aftur til Alþýðubanda-
lagsins.
Verkalýðsflokkana telur hann
standa á tímamótum og Alþýðu-
bandalagið þurfa að marka lang-
tíma sjónarmið sín og afstöðu til
annarra flokka, einkum Alþýð-
uflokksins, en j afnframt að varð-
veita alþjóðahyggju sína með því
að halda uppi málsvörn fyrir sós-
íalísk lönd annars vegar og hins
vegar að taka tillit til stefnumála
verkalýðsflokka í Vestur-
Evrópu. Þá hljóti það að halda
vöku sinni íherstöðvamálinu.
Haraldur hefur tekið saman
allmargar bækur, á meðal þeirra
Klukkan vareitt, -samtöl við
Ólaf Friðriksson og Pétur G.
Guðmundsson og Upphafsam-
taka alþýðu, viðtöl við Þorstein
Pétursson. Hann er áhugamaður
um sögu og hefur samið nokkrar
stuttar sagnfræðilegar ritgerðir,
síðast í kringum íslendingabók.
Hörður J.
Oddfríðarson
erfæddur9.11.1964, íReykja-
vík.
Hann er búsettur í Hörðalandi
16. Foreldrarhanseru Oddfríður
Lilja Harðardóttir hjúkrunar-
stjóri á slysadeild Borgarspítal-
ans og Jón Þór Jónsson. Eftir
grunnskólapróf vorið 1980, lá
leið Harðar í Verzlunarskóla ís-
lands. Þar stundaði hann nám til
vorsl985.
Hann starfaði í sumarafleysing-
um og með skóla á vetrum hjá
Sláturfélagi Suðurlands í Glæsi-
bæ, frá í febrúar 1980 fram í fe-
brúar 1985 að undanskildu sumr-
inu 1984, en þá starfaði Hörður í
gjaldeyrisdeiid Útvegsbanka ís-
landsíKópavogi. Þann2. júlí
1985 hóf hann störf hjá Mikla-
garði og starfaði þar til 28. apríl
1986, er hann tók við starfi af-
reiðslustjóra hjá Þjóðviljanum.
félagsmálum hefur Hörður ver-
ið mjög virkur, þá sérstaklega
eftir að hann byrjaði í
Verzlunarskólanum. Hann tók
verulegan þátt í allflestum upp-
ákomum þar á bæ, hvort sem um
var að ræða listalíf, málfundi eða
skemmtidagskrár. Hann sat í rit-
stjórn Verzlunarskólablaðsins
1981-1982, og í stjórn Nemenda-
félagsV.Í. 1983-1984, semrit-
stjóri Verzlunarskólablaðsins.
Hann stýrði því blaðinu á
fimmtíu ára afmælis þess. Hörður
er virkur félagi í V. R.
Jóhannes
Gunnarsson
f. 3.10.1949, útgáfustjórihjá
Verðlagsstofnun, Álakvísl 55.
Jóhannes lauk námi f mjólkuriðn
íDanmörku 1971,starfaðií
mjólkursamlögum hér heima og í
Danmörku fram til ársins 1980,
en hóf þá störf h j á V erðlagsstofn-
un og annast gerð verðkannana.
Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir Mjólkurfræðingafélag ís-
lands. Hann hefur tekið virkan
þátt í starfi opinberra starfs-
manna, er í stjórn Starfs-
mannafélags ríkisstofnana, vara-
formaður útbreiðslunefndar
BSRB og átti sæti í verkfalls-
stjórn BSRB í verkfallinu 1984.
Jóhannes á sæti í framkvæmda-
stjórn AB og er í verkalýðsmála-
ráði flokksins.
OlgaGuðrún
Árnadóttir,
rithöfundur, f. í Reykjavík 31.8.
1953.
Lauk stúdentsprófi frá MR1973.
Stundaði nám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík um árabil og
kenndim.a. píanóleik viðTón-
skólann í Neskaupstað og Tón-
skóla Sigursveins D. Kristins-
sonar. Hefur auk þess unnið fjöl-
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. nóvember 1986