Þjóðviljinn - 22.11.1986, Side 16
Lauoardaour 22. nóvember 1986 267. tölublað 51. órgangur
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Fiskmarkaður
Tvö félög að fæðast
Stofnfundur hjá Hafnfirðingum í dag og íReykjavík í nœstu viku. Dalvíkingar og
Akureyringar komnir áfullaferð. Beðið eftir viðbrögðum ráðherra
. ».V.V .... ' ,Á
Fyrsta skóflustunga að Listasafni Gerðar Helgadóttur í Kópavogi var tekin í gær. Það verk framkvæmdi Snorri, bróðir
Gerðar en systkini hennar ánöfnuðu Kópavogskaupstað öll hennar verk eftir lát hennar 1975. Byggingin mun rísa á
næstu tveimur árum við Borgarholtið, austan Kópavogskirkju. Mynd: E.ÓI.
Sjá Sunnudagsblað síðu 15.
ísafjörður
Afmœli
100 ára
Hundrað ára er í dag, Steinunn
Þórðardóttir sem ættuð er úr
Suðursveit. Steinunn fluttist ung
til Eskifjarðar og bjó þar lengst af
ævinnar en hefur síðustu árin
dvalið á Fjórðungssjúkrahúsinu í
Neskaupsstað.
Steinunn er við sæmilega
heilsu og hefur fótavist á hverjum
degi. Hún var nágranni Þórbergs
Þórðarsonar á æskuárunum og
man vel eftir honum sem ungum
dreng í byrjun aldarinnar.
-hb./Neskaupstað.
Alþýðubandalagið
Forval á
Austurlandi
Austfirskir Alþýðubandalags-
menn ganga til sfðari forvalsferð-
ar nú um helgina og á þá að raða
frambjóðendum í fimm efstu
sæti. Urslit verða vart Ijós fyrren
um aðra helgi.
Fimmtán gefa kost á sér á
Austurlandi, þau Aðalbjörn
Björnsson, Álfhildur Ólafsdótt-
ir, Björn Grétar Sveinsson, Einar
Már Sigurðarson, Elna Jónsdótt-
ir, Hermann Guðmundsson,
Hjörleifur Guttormsson, Oddný
Vestmann, Sigurður Ingvarsson,
Sigurjón Bjarnason, Unnur Sól-
rún Bragadóttir, Þóra Guð-
mundsdóttir, Þorgnmur Sigfús-
son, Þórhallur Jónasson og Þu-
ríður Bachmann.
Atvinnulaust í tvær vikur
Starfsfólkið ífrystihúsinuí áhyggjufulltvegnahráefnisskorts oggámaútflutnings
Mikill skriður er á fiskmarkaðs-
málum þessa dagana. I dag verð-
ur haldinn formlegur stofnfundur
rekstraraðila um fiskmarkað f
Hafnarfirði en á undirbúnings-
fundi fyrir skömmu söfnuðust
hlutafjárloforð uppá nær 13 miy-
ónir. Eftir helgina verður síðan
að öllum lfkindum haldinn stofn-
fundur um fiskmarkað í Reykja-
vfk en borgaryfirvöld munu
standa fyrir þeim fundi.
Auk Hafnfirðinga og Reykvík-
inga er mikill áhugi fyrir stofnun
fiskmarkaðar á Akureyri, Dalvík
og á Suðurnesjum. Bæjaryfirvöld
á Dalvík hafa þegar skipað vinnu-
hóp til að undirbúa stofnun fisk-
markaður og fulltrúar hafnar-
stjórnar á Akureyri voru á ferð í
Hafnarfirði í vikunni þar sem þeir
kynntu sér undirbúning heima-
manna fyrir fiskmarkað.
Þegar hefur verið ákveðið að
fiskmarkaður í Reykjavík verði
staðsettur í Faxaskála til að byrja
með. Gera þarf lagfæringar á
húsnæðinu fyrir um 5 miljónir
áður en markaður getur tekið þar
til starfa en það er ráðgert í febrú-
ar á næsta ári. Bæjaryfirvöld í
Hafnarfirði hafa samþykkt að
reisa hús undir fiskmarkað við
Óseyrarbryggju og eru samning-
ar við Hagvirki um byggingu
hússins á lokastigi. Þá hafa bæjar-
yfirvöld boðið húseign Bæjarút-
gerðarinnar á Hvaleyrarholti
fyrir markaðinn nú þegar meðan
Iokið er við byggingu nýja húss-
ins.
Þrátt fyrir mikinn áhuga áð-
urnefndra aðila og hagsmuna-
samtaka í sjávárútvegi
um rekstur fiskmarkaða er enn
óvíst um viðbrögð stjórnvalda og
verðlagsráðs sjávarútvegsins.
Hafnarnefnd Hafnarfjarðar hef-
ur sent bæði sjávarútvegsráð-
herra og verðlagsráði bréf þar
sem óskað er eftir því að ráðherra
beiti sér’ fyrir nauðsynlegum
breytingum á lögum svo hægt sé
að hefja starfrækslu fiskmarkað-
ar strax upp úr næstu áramótum
og að verðlagsráð heimili frjálsa
verðlagningu á markaðinum.
-lg.
„Það var haldinn starfsmanna-
fundur á miðvikudag að loknum
stjórnarfundi og við gáfum fólki
skýringar á því hvers vegna þessi
hráefnisskortur var, þetta voru
bara 11 dagar í október og nóv-
ember sem ekki var unnið“ sagði
Guðmundur Guðmundsson
stjórnarformaður íshúsfélags ís-
firðinga í samtali við Þjóðviljann
þegar hann var spurður um við-
brögð stjórnar fyrirtækisins við
bréfi sem starfsmenn þess sendu
henni.
í bréfinu, sem yfir sextíu
manns skrifuðu undir, er krafist
svara við því hver verði framtíð-
arstefna fyrirtækisins í fram-
leiðslumálum, og spurt hvort
tryggt verði nægilegt hráefni
þannig að fólk hafi lífsviðurværi
af vinnu sinni. Mikið magn af
fiski hefur verið flutt út í gámum
og að sögn Guðbjargar Ás-
geirsdóttur verkstjóra í íshúsfé-
laginu er óánægja yfir því að að-
eins er unnið frá 7-5 og litla yfirtíð
að hafa.
Eigendur togaranna Guð-
bjargar og Júlíusar Geirmunds-
sonar, sem eru jafnframt aðal-
eigendur íshúsfélagsins, sendu
togarana báða í slipp til Þýska-
lands í október og nóvember. Að
sögn Guðmundar seinkaði öðr-
um þeirra til veiða vegna óvæntra
atvika sem olli því að atvinnu-
laust var í frystihúsinu í tvær vik-
ur.
„Við höfum miðlað fiskinum
þannig í húsið að full atvinna
haldist og það hefur engum verið
sagt upp vegna hráefnisskorts"
sagði Guðmundur. „Þannig verð-
ur það áfram.“
- vd.
Afmælishappdrætti Þjóðviljans
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR
Dregið var í Afmælishappdrætti Þjóðviljans 31. október s.l. Vinningsnúmerin eru
innsigluð hjá borgarfógeta og verða birt einhvern næstu daga.
Gerið skil strax eftir helgi
Hægt er að sækja skil til þeirra, sem þess óska.
Síminn er 681333.
þJÓÐVIUINN
Suðurlandsbraut 14, s: 38600