Þjóðviljinn - 28.11.1986, Side 4
LEIÐARI
Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frum-
varp um skattamál frá ríkisstjórninni, sem nú vill
sýna tilburði til að skila aftur hluta af þeim tekju-
skatti sem eftir vafasömum reikningsforsend-
um var lagður á skattborgarana.
Þetta frumvarp er yfirklór til að róta yfir ólykt-
ina af skattastefnu íhaldsins, sem felst í því að
lækka skattabyrðar fyrirtækja og opna leiðir fyrir
skattafrádrátt vegna fjárfestinga og hlutabréfa-
kaupa.
Það er kannski tilraun til að kaupa vinsældir
að taka fé af fólki ranglega og skila síðan hluta
af fénu aftur og krefjast þakklætis fyrir. En í
skattamálum er full þörf fyrir framtak og endur-
bætur, þótt lítil von sé til þess að eymdarstjórn
taki til hendinni á því sviði. Þau verkefni bíða
betri tíma - og stjórnar.
Svavar Gestsson alþingismaður vék að
nokkrum forgangsverkefnum í skattamálum í
þingræðu í neðri deild Alþingis og lagði áherslu
á nokkur atriði:
í fyrsta lagi þarf að ráðast á þann frumskóg,
sem eru hinar flóknu frádráttarreglur fyrirtækja.
Þennan frumskóg þarf að grisja. Sömuleiðis
þarf að einfalda mjög allar frádráttarreglur ein-
staklinga, og um leið þarf að taka ákvörðun um
að hækka tekjuskattfrelsismörk einstaklinga
verulega frá því sem nú er. Það tekjutap ríkis-
sjóðs, sem af því hlýst, eiga þau fyrirtæki að
bera, sem sleppa að mestu eða öllu leyti við að
Yfirklór
greiða skatta, vegna hinna óteljandi frádráttar-
liða, sem glöggir menn kunna skil á.
Að sjálfsögðu þarf að gera skattaframtöl ein-
staklinga svo einföld að allur almenningur geti
án aðstoðar talið fram til skatts, og jafnframt
farið nærri um hver skattbyrðin verði.
Þess má geta að í Danmörku hafa verið tekn-
ar upp reglur, sem gera það að verkum, að um
það bil helmingur einstaklinga þarf ekki lengur
að telja fram til skatts, þar sem nægar upplýs-
ingar um tekjur þeirra liggja fyrir án framtals.
Þessar reglur taka gildi í Danmörku um næstu
áramót, og einstaklingar sem vilja losna við
skattframtal heimila skattyfirvöldum og skatt-
stofum að ganga frá framtölum, enda eiga
skattstofurnar aðgang að upplýsingum frá opin-
berum stofnunum, bönkum, sparisjóðum og
slíkum aðilum.
Og í öðru lagi er það forgangsmál að koma
hér á upplýsingaskyldu banka, sparisjóða,
verðbréfamiðlara, fasteignasala og annarra
skyldra aðila til skattyfirvalda, þannig að þessir
aðilar sendi skattstjórum eða umboðsmönnum
þeirra skýrslur um greiðslur fyrir fjármuni, hvort
sem um er að ræða vaxtatekjur eða vaxtagjöld,
verðbætur á skuldir og innistæður, dráttarvexti,
innheimtukostnað, afföll eða annars konar
greiðslur fyrir fjármuni, sem þessir aðilar lána
eða taka á móti, eða þá þjónustugjöld þessara
stofnana. Þessi upplýsingaskylda banka og
annarra stofnana væri um leið forsenda fyrir því
að unnt væri að skattleggja fjármagnstekjur hér
á landi.
í ályktun miðstjórnarfundar Alþýðubanda-
lagsins, sem haldinn varfyrirnokkru, erað finna
eftirfarandi sex áhersluatriði í skattamálum.
(fyrsta lagi, að frádráttarheimildum fyrirtækja
og einstaklinga í rekstri verði fækkað.
í öðru lagi, að skattfrelsismörk einstaklinga
verði hækkuð mjög verulega.
í þriðja lagi, að komið verði upp stighækkandi
stóreignaskatti.
í fjórða lagi, að tekið verði upp staðgreiðslu-
kerfi skatta, skatteftirlit hert, viðurlög við skatt-
svikum verði látin bíta í raun og settur upp
skattadómstóll.
Og í síðasta lagi, að einstaklingar með rekst-
ur sem verða uppvísir að skattsvikum missi rek-
strarleyfi.
Öll þessi atriði eru aðkallandi réttlætismál og
snúast um það eitt að gera skattakerfið, einfald-
ara, réttlátara og skilvirkara. Því að það má vera
öllum Ijóst fyrir löngu, að við búum við skatta-
kerfi, sem er meingallað og fjarri því að þjóna
hagsmunum almennings og ríkisheildarinnar.
Það þjónar hagsmunum sem ríkisstjórnin vill
ekki hrófla við. Yfirklórið er til að leyna því.
- Þráinn
KLIPPT OG SKORHD
Ysta
vinstrið
Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur skrifaði í DV á
dögunum kjallaragrein sem hann
nefndi „Vinstri sósíalistar.” Þar
greinir hann frá þeirri viðleitni að
sameina í nýjum pólitískum sam-
tökum ýmsa „heimilisleysingja til
vinstri” eins og einatt er að orði
komist. Eða að minnsta kosti
finna þeim „samstarfsvettvang”
eins og Ragnar kemst að orði.
Ragnar hefur um langt skeið,
eins og menn vita, verið einna
virkastur og einbeittastur þeirra
manna sem vildu gera Fylking-
una að pólitískum valkosti til
vinstri við Alþýðubandalagið.
Það hefur ekki tekist - m.a.
vegna þess tiivistarvanda, sem er
eins og samofinn trotskiisma og
sumum fleiri straumum: vandinn
er sá að menn eiga mjög erfitt að
gera það upp við sig hvort þeir
eigi að ganga til liðs við sæmilega
stóran vinstriflokk eða verklýðs-
flokk og reyna að hafa þar áhrif í
anda sinna hugmynda. Eða hvort
að slíkir flokkar eru afskrifaðir
sem ónýt farartæki á leiðinni
löngu sem til byltingarinnar sælu
liggur - og menn slá þá hörðum
fræðilegum hring utan um þá fáu
og trúu sem ætla sér að halda lífi í
þeim sannleiksneista sem þeir
hafa fundið fyrir sig.
Það er í sjálfu sér skiljanlegt að
öðru hvoru komi upp viðleitni til
að efla til nýrra vinstri samtaka -
og þá með þeim hætti að sameina
ýmsa smáhópa, sem eru orðnir
þreyttir á eigin einangrun. í Dan-
mörku hefur verið til flokkur sem
ber sama nafn og „samstarfsvett-
vangur” Ragnars, Vinstri sósíal-
istar. Sá flokkur hefur haft oftast
nær 3-4% atkvæða og nokkur
þingsæti. Hann hefur m.ö.o. ver-
ið meiri stærð en t.d. Kommún-
istaflokkur Danmerkur, sem er
löngu dottinn af þingi. Ýmsir
oddvitar VS hafa verið með
skörpustu gagnrýnendum dansks
samfélags (Preben Wilhjelm
ofl.). Samt er það svo, að dagar
þessara samtaka virðast senn
taldir. Þau hafa orðið helst til los-
aralegt bandaiag nokkurra hópa
(sex eða sjö?), sem hver og einn
hafa staðið fast á hugmyndum
sínum um réttar skilgreiningar,
um rétta stjórnlist, um rétta skip-
ulagningu. Sú togstreita hefur
reynst flokknum svo erfið, að
hann er að niðurlotum kominn og
nýverið gengu tveir þingmenn
hans úr liði og í SF, Sósíalíska
alþýðuflokkinn, sem hefur verið í
örum vexti og hefur á undanförn-
um mánuðum haldið uppi við-
ræðum við Sósíaldemókrata um
„verkamannameirihluta” á þingi,
og til hvers eigi að nýta hann þeg-
ar tekst að koma borgarastjórn-
inni frá.
Ásakanir
Einn kaflinn í grein Ragnars
fjallar um herinn og alþjóðamál
og hefst á þessa leið:
„Vinstri sósíalistar leggja
áherslu á baráttuna gegn hernum
og Nató og á alþjóðlegt samstöðu-
starf. Undanhaldið í baráttunni
gegn hernum er ekki síst að kenna
því, að andstaðan hefur misst
mikilvœgan þátt úr baráttu sinni
sem er Alþýðubandalagið. Al-
þýðubandalagið og þar með
Þjóðviljinn nýta sérþetta málþeg-
ar herstöðvaandstœðingar eru í
sókn en gleyma því þegar þeir
halda að þeir geti hrakið atkvœði
frá. Svipað er uppi á (eningnum
varðandi stuðning við frelsisbar-
áttu alþýðu um allan heim...
Þetta þýðir að málflutningur
erkiafturhaldsins á Mogganum er
nánast einráður í íslenskri um-
ræðu um alþjóðamál”.
Rétt er ð gera nokkrar athuga-
semdir við þennan málflutning.
Petta er
rangt
Merkilegt reyndar, að það er
sama hvað Alþýðubandalagið
gerir eða gerir ekki í herstöðva-
málum - það er allt jafnillt þeim
sem utan þess standa og eru um
leið herstöðvaandstæðingar.
Hafi það sig sem slíkt mjög í
frammi linnir ekki ásökunum frá
vinstri sem hægri um að það sé að
„eigna sér” málið, leggja það
undir sig. Ef það er hinsvegar lítt
virkt sem slíkt og lætur hvern og
einn innan sinna vébanda um það
hve virkur hann kýs að vera í her-
stöðvamálum - þá er flokkurinn
að svíkja.
Hvorki Alþýðubandalagið né
Þjóðviljinn hafa breytt um stefnu
7 hitt er svo satt, að menn eru
daufari í þessum málum en oft
áður. Manni sýnist að sú deyfð
nái því miður einnig til þeirra her-
stöðvaandstæðinga, sem ekki
styðja Alþýðubandalagið. Hvort
sem það stafar nú af tregðulög-
málum þess ástands sem lengi
hefur varað eða því, að of fáir eru
reiðubúnir til þess á okkar lífs-
þægindatímum að horfast í augu
við það, að brottrekstur amríska
hersins gæti vel haft í för með sér
vissa Iífskjaraskerðingu.
Það er rangt að herstöðvamál
séu áberandi í Þjóðviljanum þeg-
ar herstöðvaandstæðingar eru í
sókn, en þeim svo gleymt þegar
menn óttast um atkvæði. Herinn
var t.d. mikið á dagskrá í Þjóð-
viljanum nú í haust - blátt áfram
vegna þess að tilefni voru ærin í
dagsfréttum til að fitja upp á ýms-
um þáttum málsins.
Það er rangt að t.d. Þjóðviljinn
styðji eða styðji ekki „frelsisbar-
áttu alþýðu um allan heim” eftir
einhverjum kjósendapælingum á
íslandi. Túlkun blaðsins a fram-
vindu mála í E1 Salvador og Nic-
aragua, svo dæmi séu nefnd, er í
grundvallaratriðum önnur en hjá
því Morgunblaði, sem Ragnar
segir að sé „nánast einrátt” í ís-
lenskri umræðu um alþjóðamál.
. Túlkun blaðsins á vandmálum
stríðs og friðar er einnig allt
önnur - og - ef í það fer, þá er
gagnrýni blaðsins á þau ríki sem
kenna sig við sósíalisma líka allt
annars eðlis en svartagallsraus
Morgunblaðsins. Sá sem á annað
borð les blöð kemst ekki hjá því
að sjá þetta - sé hann ekki hald-
inn þeirri sígildu sjónskekkju
sem lýst hefur verið með orðun-
um: „heimurinn er eins og ÉG sé
hann”.
Það er vitanlega rétt að Morg-
unblaðið ræður alltof miklu í „ís-
lenskri umræðu um alþjóðamál”
- sem önnur mál. En það er blátt
áfram tengt því, að blaðið hefur
náð þeirri útbreiðslu sem er eins-
dæmi í heiminum - víða um lönd
væri gripið til laga gegn einokun-
arhringjum til að hnekkja þeirri
undarlegu sérstöðu. ÁB
þJOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ólafurGíslason,
Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrtta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson.
Utlltstelknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason.
Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifatofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
AuglýalngastjórLSigríðurHannaSigurbjömsdóttir.
Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgrelð8lu8tjóri:HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjömsson.
Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, aími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setnlng: Prentsmiöja Þjóðviljanshf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausaoölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Askrlftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. nóvember 1986