Þjóðviljinn - 05.12.1986, Page 6

Þjóðviljinn - 05.12.1986, Page 6
ÞJOÐMAL BSRB Nýju lögin afgreidd fyrir jól Þorsteinn Pálsson: Opinberir starfsmenn hafa ekki rétttil að fara í samúðarverkfall samkvœmtfrumvarpinu Stefnt er að því að frumvarp um kjarasamninga opinberra starfsmanna verði að lögum fyrir jólaieyfi þingmanna sem hefst að öllum líkindum I9.desember n.k Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra mælti á miðvikudag fyrir frumvarpinu í neðri deild og tóku aðeins tveir þingmenn aðrir, þeir Svavar Gestsson og Páll Péturs- son til máls. Svavar sagði gagnrýnivert að ríkisstjórnin skyldi ekki veita stjórnarand- stöðunni formlega aðild að undir- búningi mála sem þessara, en þingmenn hefðu enga aðstöðu til að hafa áhrif á orðalag frum- varpsins eða niðurstöðu eins og nú væri í pottinn búið. Svavar spurði sérstaklega hvort gert væri ráð fyrir því að opinberir starfs- menn gætu tekið þátt í samúðar- vinnustöðvun í samræmi við al- mennu vinnulöggjöfina, því á það er hvergi minnst í frumvarp- inu. Þorsteinn Pálsson sagði þetta atriði ekki hafa verið rætt milli ríkisins og BSRB en sín túlk- Eiðaskóli 2 miljónir í viðhald Ráðherra áœtlar að 10-20 miljónir þyrfti til að gera skólann ístand Lauslega áætlað þarf að verja 10-20 miljónum til viðhalds Eiða- skóla á allra næstu misserum en í fjárlagafrumvarpinu er aðeins ætlað til þeirra hluta 2 mifjónum króna. Þetta kom fram í fyrirspurnar- tíma á alþingi si. þriðjudag þegar Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra svaraði fyrirspurn frá Hjörleifl Guttormssyni þar um. Hjörleifur vakti athygli á því að aðeins væri í heild varið 17 miljónum til viðhalds á héraðs- skólunum samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu. Hann sagði það skoðun margra að héraðsskól- arnir væru á fallanda fæti, en slíkt ætti ekki við eum Eiðaskóla, þar væri hver bekkur setinn og skólinn ætíð fullskipaður. Sverrir Hermannsson viðurkenndi að þetta væri rétt og naumt væri skammtað í fjárlagafrumvarpi til þessara skóla. Hann sagði ráðu- neytið hafa óskað eftir 21,5 milj- ón í viðhald skólanna og nú væri verið að vinna áætlun um endur- bætur á Eiðaskóla, sem fjárveit- inganefnd myndi fá upplýsingar um. -ÁI Á Eiðum er bekkurinn fullsetinn og ekkert uppgjafarhljóð í mönnum þó margir telji héraðsskólana muni víkja fyrir fjölbrautum. un væri að opinberir starfsmenn gætu ekki farið í samúðarverk- fall. Svavar sagði þetta veiga- mikinn galla á frumvarpinu þar sem reynt væri að byggja hindr- anir milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins varðandi samúðarverkföll. Sagð- ist hann óttast að ákvæði M.greinar frumvarpsins og þröng túlkun ráðherrans á þeim yrði til að fjölga en ekki fækka árekstr- um vegna kjaradeiina. Frumvarpið er sem kunnugt er samþykkt af BSRB, Launa- málaaráði ríkisstarfsmanna innan BHM og Bandalagi kenn- arafélaga í framhaldi af gerð síð- ustu kjarasamninga. Megin- breytingin frá núgildandi lögum er að samningsréttur og verkfalls- réttur flytjast frá heildarsamt- ökunum til einstakra aðildarfé- laga. Kjaradeilunefnd er lögð niður en f hennar stað verður birtur tæmandi listi yfir þau störf sem undanþegin eru verkfalli og hins vegar að undanþágur yrðu veittar með samþykki beggja að- ila til að firra neyðarástandi. Kjaradómur hefur einnig lokið hlutverki sínu ef frumvarpið verður að lögum. Á miðvikudag var lagt fram stjórnarfrumvarp um afnám verkfallsréttar lögreglumanna í framhaldi af samningum þeirra þar um við ríkið nýlega. _Á1 DJÖÐVIIJINN C 68 13 33 Tíminn <C 68 18 66 <C 68 63 00 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ C LAUS HVERFI NÚÞEGAR: Blaðbera vantar í Miðbæ Kópavogs, Eskihlíð, Skerjafjörð og Drápuhlíð DJÖÐVIIIIIiN Sfðumúla 6 0 68 13 33 Samband íslenskra banka- manna óskar aö ráða sem fyrst Framkvæmdastjóra Hér er um að ræða mjög fjölbreytt starf, sem m.a. felst í eftirfarandi: ★ Að sjá um rekstur skrifstofu SÍB að Tjarnar- götu 14. ★ Að sjá um skipulag og framkvæmd á almennu félagsstarfi eins og það er ákveðið hverju sinni. ★ Að vera fulltrúi SÍB við gerð kjarasamninga. ★ Að taka þátt í norrænu samstarfi. ★ Að stýra útgáfustarfsemi SÍB og ritstýra Bankablaðinu. ★ Að sjá um framkvæmd fræðslustarfs SÍB í samvinnu við fræðslufulltrúa. Góð almenn menntun er áskilin ásamt reynslu í stjórnunarstörfum. Laun og kjörtaka mið af kjara- samningum SÍB og bankanna. Umsóknum um starf þetta skal skilað til Hinriks Greipssonar, formanns SÍB, að Tjarnargötu 14, fyrir 20. desember nk., en hann gefur jafnframt nánari upplýsingar í síma 28055. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.