Þjóðviljinn - 05.12.1986, Page 12

Þjóðviljinn - 05.12.1986, Page 12
BÆKUR Sextugur Þorsteinn Sigurðsson skólastjóri Þorsteinn Sigurðsson skólastjóri sextugur 22. nóvember1986. MINNINGARMYNDIR Ævi þín og ævi mín fléttast í atvikum liðinna daga. Minningar glitra sem gimsteinar eftir öllum þeim vegi. Sumurin gefa okkur göngur um heiðar og kynni við músareyra og beitilyng. Við krjúþum við dögg á maríustakki og flugurnar suða um kring. Veturnir bjóða okkur einnig til samfélags; þegar fjöll eru þakin snævi og slóðin marrar undir skíðunum þá stönsum við og störum á Ijósbrotið í kristöllum hjarnsins. Stjörnurnar strá mörgþúsund ára gömlum Ijósgeislum um tóm alheimsins og suðræna nótt. Við sátum í mjúku myrkri og nutum þagnarinnar. Geislavendir stjarnanna höfðu verið öll þessi ár að leita að nethimnum augna okkar til þess að drekkja einsemd sinni í djúpi þeirra. Vinátta okkar leitaði sjáaldurs eilífðarinnar til þess að búa í djúpi þess. Ef til vill eru það þó störf hins rúmhelga dags sem fastast binda. Magnús Magnússon. (Vegna mistaka birtist þessi afmæliskveöja ekki á afmælisdegi Þorsteins). Frá menntamálaráðuneytinu. Réttindanám vélavarða Vakin skal athygli þeirra er hyggja á vélavarðanám á vorönn 1987 að hafa samband við einhvern eftirtal- inna skóla hið fyrsta því reynt verður að gefa kost á náminu þar sem þátttaka verður næg. Vélskóla Islands, Reykjavík. Fjölbrautaskólann á Akranesi. Iðnskólann á ísafirði. Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Verkmenntaskóla Austurlands, Neskaupstað. Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi. Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, og Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keflavík. Menntamálaráðuneytið. Nýr smásagna- höfundur Níu lyklar heitir smásagna- safn, sem Vaka-Helgafell hefur gefið út eftir ungan höfund, Ólaf Jóhann Ólafsson. í kynningu segir m.a.: Smásögur Ólafs Jó- hanns eru Ijósar og lifandi, bera skarpskyggni höfundarins glöggt vitni og munu teljast umtalsvert framlag til íslenskrar bók- menntaiöju. Þetta er fyrsta bók höfundarins en hér er enginn byrjendabragur á sagnagerð, þvert á móti bera sögurnar vott um öguö vinnubrögö, látlausa en listræna framsetningu. Ólafur Jóhann Ólafsson er 24 ára Reykvíkingur. Hann hefur til þessa lagt megináherslu á raun- vísindi og gegnir nú ábyrgðar- stöðu hjá alþjóðlega stórfyrir- tækinu Sony í Bandaríkjunum. En jafnframt hefur hugur Ólafs ætíð hneigst að húmanískum efn- um og bókmenntum enda af skáldum kominn og alinn upp á miklu bókmenntaheimili. í forlagskynningu segir enn- fremur að sögurnar séu hreinar og tærar í klassísku formi og ger- ist ýmist á íslandi eða í Vestur- heimi. Spakmælabók Hörpuútgáfan hefur sent frá sér nýja bók, Spakmæli, sem hefur aö geyma yfir 4000 spak- mæli og málshætti frá ólíkum þjóðlöndum. í forlagskynningu segir m.a. Lesandinn finnur í bókinni kjarnyrt spakmæli og jafnvel hneykslanlega málshætti. Þá eru í bókinni fjölmargar skopmyndir tengdar efninu. Ræðumenn og þeir sem fást við ritstörf munu fagna útkomu þessarar bókar, sem einnig hentar vel til notkunar í skólum. En fyrst og síðast er hér um að ræða skemmtilegt og fróð- legt efni, sem allir mun hafa gam- an af að lesa. Gissur Ó. Erlings- son þýddi bókina. Hrafn í Hallormsstað Örn og Örlygur hafa gefið út bókina HRAFN Á HALLORMS- STAÐ og lífið kringum hann. Ár- mann Halldórsson skráöi. Hrafn Sveinbjarnarson á Hall- ormsstað er nú á áttræðisaldri. Hann byrjaði lífsferilinn sinn á Hólmum í Reyðarfirði en ólst upp á Sómastöðum eftir hann missti móður sína átta ára að aldri og þangað til hann réðst kyndari að Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað haustið 1932. Eins og áður segir hefur Ár- mann Halldórsson fært sögu Hrafns í letur eftir frásögn hans og fleiri heimildum. Fjallað er um þá þróun sem átt hefur sér stað niðri á Fjörðum og á Héraði um ævidaga Hrafns og raunar áður en hann kemur til sögunnar. Fjöldi manna á Austurlandi kem- ur við sögu Hrafns. Enga stæla! Út er komin hjá Máli og menn- ingu unglingabókin Enga stæla! eftir Andrés Indriðason. Þetta er sjálfstætt framhald af bók And- résar Bara stælar! sem kom út í fyrrahaust. Enga stæla! gerist í unglinga- vinnunni sumarið eftir 8. bekk. Þar púla þau í sólskininu Jón Agnar, Lilli himnastigi og Ragn- hildur (þessi sem slagar hátt upp í Ungfrú heim). Jón Agnar og Ragnhildur fá það verkefni að mála yfir ósóma sem Lilli hefur skrifað á skólavegginn meðan verkstjórinn var að horfa á ann- að, og þá verða þau af tilviljun vitni að því að brotist er inn í skólann þeirra. í kjölfarið fylgir æsispennandi eltingaleikur sem þó verður stundum gráthlægi- legur, því krakkarnir eiga ekki eingöngu í höggi við þjófa heldur leynifélagið Svörtu hauskúpuna líka. Leiðarvísir um kynlífið Frjálst framtak hefur sent frá sér bókina Leiðbeiningar um gott kynlíf eftir bandaríska fé- lagsfræðinginn dr. Ruth West- heimer. Dr. Ruth Westheimer hefur undanfarin ár annast þætti um kynlíf fyrir bandarískar útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Bækur sínar byggir dr. Ruth Westheimer á útvarps- og sjón- varpsþáttum sínum. Hún tekur upp spurningar sem fyrir hana eru lagðar um kynlíf og leggur síðan út frá þeim. Hún segir það staðreynd að fjöldi fólks eigi í erf- iðleikum í kynlífi sínu en hiki oft við að leita ráða og leiðbeininga. í flestum tilvikum sé hægt að gefa fólki þau ráð sem duga og stuðia þannig að hamingjusamara lífi • þess. Endurminningar Halldórs E. Sigurðssonar Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út síðara bindi endur- minninga Halldórs E. Sigurðs- sonar fyrrum ráðherra sem And- rés Kristjánsson bjó til prentunar. Halldór E. Sigurðsson var ráð- herra í sjö ár og alþingismaður í aldarfjórðung á áratugnum eftir miðja þessa öld sem báru íslend- inga eins og straumþung elfur inn í nýjan tíma með nýjum lífshátt- um. Af þessu öllu er mikil saga sem ekki hefur verið sögð nema að litlu leyti enn. Þegar Halldór heldur áfram að rekja æviminningar s nar í þessari bók, víkur hann sögu sinni að þessu tímabili. Að sjálfsögðu greinir hann öðru fremur frá þeim málefnum, sem hann átti hlut að sjálfur á Alþingi og í ríkis- stjórn, en segir líka sitt álit á fjöl- mörgum öðrum stórmálum, á- takaviðburðum og framvindunni í þjóðmálum. Halldór segir einnig frá litrík- um stjórnmálaferli í Vesturlands- kjördæmi og sveitarstjórn í Borg- arnesi. Frásögnina kryddar hann oft með hnyttnum gamansögum, Um gátur sögunnar Út er komin hjá Erni og Örlygi bókin HORFNIR HEIMAR og er eftir Ólaf Halldórsson kennara. í bók þessari leitast Ólafur við að varpa nýju Ijósi á ýmsa leyndar- dóma sögunnar. Framan á bók- inni er mynd af líkneski sem indí- ánar í Mið-Ameríku gerðu af guði sínum Quetzalcoatl, sem var hvítskeggjaður. Undir myndinni er varpað fram þeirri spumingu hvort hér hafi verið um að ræða Björn Breiðvikingakappa. í kynningu segir að í þessari nýstárlegu bók kannir höfundur- inn ýmsa þætti heimssögunnar sem og sögu íslands, - þætti sem höfundar hefðbundinna vísinda- rita og þá sérstaklega sagnfræði- rita hafi veigrað sér við að fjalla um eða taka afstöðu til. Við lestur þessarar bókar fer lesandinn um ýmsa baksali sög- unnar, allt frá spurningu um það hverjir námu Island fyrstir, til bollalegginga um það hvaðan frumstæðum ættflokki í Vestur- Afríku barst víðtæk þekking í stjörnufræði, svo sem fylgi- stjörnu Síríusar og umferðartíma hennar. 12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.