Þjóðviljinn - 05.12.1986, Blaðsíða 13
Caspar
Weinberger, varnamálaráðherra
Bandaríkjanna, gaf ráðgjöfum
Bandaríkjaforseta lélega ein-
kunn í gær þegar hann sagði að
forsetinn hefði fengið „slæm ráð“
hjá aðstoðarmönnum sínum.
Gagnrýndi hann Robert McFar-
lane, fyrrrum Þjóðaröryggisráð-
gjafa sérstaklega. Weinberger
var staddur í Brussel þegar hann
sagði þetta í viðtali við banda-
ríska sjónvarpsstöð. Hann ýjaði
að því að Reagan hefði látið hefja
sérstaka rannsókn á þessum
„slæmu ráðum" og þeirri upp-
Ijóstrun að hagnaður af vopna-
sölu til írans hefði verið sendur til
hryðjuverkamanna Contra sam-
takanna í Nicaragua.
Meira
frá Bandaríkjunum. Larry Speak-
es, sérstakur talsmaður Banda-
ríkjaforseta, tilkynnti í gær að
hann hygðist hætta störfum í
Hvíta húsinu í Washington í fe-
brúar á næsta ári og gerast vara-
forseti Merryll Lynch fyrirtækisins
sem er stærsta fjárfestingafyrir-
tæki í heiminum. Enginn hefur
enn verið valinn í stöðu Speakes.
Hann sagði að staðan hjá forset-
anum vegna íranmálsins hefði
ekkert með ákvörðun sína að
gera.
Það
voru ekki aðeins franskir stúdent-
ar sem mótmæltu stjórnvöldum í
gær. Spænskir stúdentar fóru
þúsundum saman í mótmæla-
göngur um götur Madridborgar til
að mótmæla áformum ríkis-
stjórnar sósíalista um breytingar
á æðri menntun í landinu. Lög-
reglan tók á móti námsmönnum
með kylfum til að reyna að dreifa
þeim. Líkt og gerst hefur nýlega í
París voru hægrisinnar einnig á
götunum og réðust þeir gegn
námsmönnum með kylfur og
fleiri barefli. Námsmennirnir
gengu hins vegar að húsnæði
menntamálaráðuneytisins og
köstuðu fúleggjum.
Hersveitir
Bandaríkjanna verða fluttar burtu
frá Evrópu ef Verkamannaflokk-
urinn í Bretlandi kemst til valda
eftir næstu kosningar þar í landi
með stefnu sína um afnám kjarn-
orkuvopna í landinu, er það sem
yfirmaður herafla Nató, Bernard
Rogers, hafði að segja í gær um
kjarnorkustefnu Verkamanna-
flokksins breska. „Ef áætlanir lík-
ar þeim sem Verkamannaflokk-
urinn hefur á prjónunum, verða
að veruleika, munu Bandaríkin
álykta sem svo: Gott, nóg komið.
Við munum ekki leggja 350.000
hermanna okkar í hættu vegna
hugarfars sem vísar frá sér
ábyrgð fyrir vörnum yfir á aðra.“
Mjög
var þrýst á sænsku ríkisstjórnina í
gær að setja Hans Holmer, lög-
reglustjóra Stokkhólms, af og fá
annan til að stjórna leitinni að
morðingja Olofs Palme. Mikill
klofningur mun nú vera kominn
upp meðal sænskra lögreglu-
manna sem sumir vilja kenna
Holmer um að ekkert hefur
gengið í að upplýsa málið. Hátt-
settir embættismenn í Svíþjóð
hafa að undanförnu gagnrýnt
lögregluna harkalega fyrir að
hafa gert alvarleg mistök og unn-
ið með litlum atvinnumannsbrag
að lausn málsins. Lítið hefur
gengið við rannsóknina frá því
morðið var framið, þann 28. fe-
brúar síðastliðinn. Mikillar
svartsýni gætir nú hjá almenningi
í Svíþjóð um að morðmálið verði
leyst. Tólf leynilögreglumenn
hafa tilkynnt að þeir hafi ákveðið
að hætta þátttöku í rannsókninni.
í kjölfar þess hafa tveir stjórnar-
andstöðuflokkar hvatt ríkisstjórn-
ina til að rjúfa þögn sína um rann-
sókn morðsins.
HEIMURINN
Egyptaland
Uppreisnartilraun afhjúpuð
Egypskyfirvöld dlkynntu ígœrað þau hefðu komið upp um
tilraun félaga í hinum múhameðsku Jihad samtökum til að
gera uppreisn gegn ríkisstjórn Egyptalands
Kaíró - Yfirvöld í Egyptalandi
tilkynntu í gær að þau hefðu
komið upp um tilraun
óbreyttra borgara og yfir-
manna í hernum til að steypa
ríkisstjórn landsins. 30 manns
voru handteknir, fjórir þeirra
voru foringjar í her Egypta-
lands.
Yfirsaksóknari Egyptalands,
Mohammed El-Gindi, tilkynnti
fréttamönnum í gær að allir þeir
sem viðriðnir væru valdaránstil-
raunina væru félagar í Jihad sam-
tökunum sem bönnuð eru í Eg-
yptalandi og talin eru hliðholl
lran. Foringjarnir í hernum sem
handteknir voru, eru allt frá
lautinant upp í ofursta. Þetta er í
fyrsta sinn síðan 1981 þegar Sadat
var myrtur, að upp kemst um Ji-
had menn innan egypska hersins.
Félagar í Jihad myrtu einmitt Sa-
dat á hersýningu fyrir 5 árum.
Gindi sagði að hinir 30 menn sem
handteknir voru yrðu fljótlega
færðir fyrir rétt, hann nefndi hins
vegar ekki nákvæma dagsetn-
ingu. Þeir eiga aliir á hættu að
verða dæmdir í lífstíðar erfiði-
svinnu í fangabúðum. Gindi
sagði að hópurinn hefði náð
vopnum af ýmsum gerðum frá eg-
ypska hernum og sett upp þjálf-
unarbúðir fyrir félaga hópsins.
Meðal hinn 29 óbreyttu borgara
sem handteknir voru var að finna
lækna, kennara, verkfræðinga,
verkamenn, háskólastúdenta og
bændur.
Árið 1982 voru fimm félagar í
Jihad samtökunum teknir af lífi
fyrir morðið á Sadat forseta.
Frakkland
Námsmenn
mótmæla
Geysilegur fjöldi námsmanna gekk í
gær um götur Parísar og mótmœlti
breytingaráformum franskra
stjórnvalda á œðri menntun í landinu
(síðustu viku lenti hægrisinnum saman við námsmenn sem mótmæltu á götum
Parlsar. ( gær var hins vegar öflugur lögregluvörður sem hólt hægisinnum í
fjarlægð.
París - Franskir námsmenn
stukku í gær út í Signu, klifu
Eiffel turninn og gengu fylktu
liði tugþúsundum saman um
götur Parísar til að mótmæla
áformum hægristjórnar Chir-
acs forsætisráðherra um að
herða aðgangstakmarkanir að
æðri menntastofnunum í
Frakklandi og öðrum breyting-
um á franska skólakerfinu.
Israel
Arabískir námsmenn skotnir
ísraelskir hermenn skutu á arabíska námsenn á Vesturbakkanum í
gœr. Fréttum ber ekki saman um hvortþeir sem létust voru tveir eða
þrír og hversu margir sœrðust
Ramallah - Að minnsta kosti
tveir palestínskir námsmenn
voru skotnir tii bana í gær og
fjölmargir særðust þegar ísra-
elskir hermenn skutu að
mótmælendum náiægt Bir Zeit
háskólanum á hertekna svæð-
inu á Vesturbakkanum.
Fimmtán manns særðust, þar
af tveir alvarlega við Bir Zeit há-
skólann en þar hefur löngum
gerjast mikil palestínsk þjóðern-
ishyggja meðal palestínskra
námsmanna. „Sjálfstæða palest-
ínska fréttastofan" tilkynnti að
þrír palestínskir námsmenn
hefðu látist í skothríðinni og 23
hefðu særst.
Talsmaður ísraelska hersins
sagði að hermenn hefðu fyrst
skotið í loft upp og síðan á jörð-
ina til að dreifa mótmælendum
utan við háskólalóðina. talsmað-
urinn sagði ekkert um hina látnu.
Eftir að atburðurinn átti sér stað
var svæðið lokað af og ljósmynd-
urunum sagt að halda sig fjarri
annars ættu þeir á hættu að verða
handteknir. Palestínskir náms-
menn sögðu hins vegar að átök
hefðu hafist þegar hermenn settu
upp vegartálma við veginn að
háskólanum og námsmenn hófu
þá setuverkfall á veginum. Enn
aðrir sögðu að hermennirnir
hefðu hafið skothríð án nokkurs
tilefnis.
ísraelsmenn hertóku vestur-
bakka Jórdanár af Jórdaníu í
stríðinu 1967. Nú búa um það bil
900.000 Arabar á vesturbakkan-
um og um 50.000 Gyðingar. Nú
ríkir þarna, eins og oft áður,
mikil spenna milli Araba og Gyð-
inga.
Andrúmsloftið í þessum mót-
mælum var fjörlegt en rúmlega
3000 manna lögreglulið gætti þess
að atburðir síðustu viku endur-
tækju sig ekki þegar hægrisinnum
lenti saman við námsmenn sem
voru þá að mótmæla stefnu
stjórnavalda í menntamálum.
Námsrnennimir gengu frá Bast-
illutorgi til franska þinghússins.
Hægrisinnar biðu þeirra á
leiðinni með grímur og hjálma en
lögreglan hélt þeim í hæfilegri
fjarlægð frá mótmælagöngunni.
Skipuleggjendur göngunnar
sögðust vonast til að þátttakend-
ur færu yfir hundrað þúsund
manns en skipulagðar höfðu ver-
ið lestarferðir til Parísar fyrir
námsmenn utan af landi.
Síðastliðinn sunnudag lofaði
Chirac forsætisráðherra að ýmsar
tillögur ríkisstjórnarinnar um
breytingar á skólamálum lands-
ins yrðu lagfærðar en neitaði að
leggja þær til hliðar eins og náms-
menn hafa krafist. Námsmenn
segja að ríkisstjórnin hyggist
herða aðgangstakmarkanir og
hækka skólagjöld.
ERLENDAR
FRÉITIR
INGÓLFUR /_ — _
HJÖRLEIFSSON R E U 1 E R
Danmörk
Landamæraverslun
Óvinsœl meðal ráðamanna - vinsœl meðal almennings
Frá Gesti Guðmundssyni, fréttaritara
Pjóðviljans í Kaupmannahöfn:
Danska ríkisstjórnin ieitar
nú allra ráða til að koma í veg
fyrir svonefnda landamæra-
verslun sem kostar danska rík-
ið milljarða króna á hverju ári.
Hér um það að ræða að Danir
skreppa til Þýskalands og kaupa
vörur, einkum rafmagnsvörur og
áfengi, sem þýska ríkið leggur
mun minni skatta og gjöld á en
það danska. Þeir sem búa næst
landamærunum, t.d. S-Jótar,
fara oftar en aðrir í slíka skreppi-
túra, enda eiga kaupmenn á S-
Jótlandi nú í vök að verjast og
loka unnvörpum búðum sínum
um þessar mundir. Frá norð-
lægari hluta Danmerkur eru
skipulagðar sérstakar rútuferðir
með innkaup að markmiði og er
mikið um slíkar ferðir nú fyrir jól-
in.
Ríkisstjómin reynir nú að
finna leiðir til að stemma stigu við
þessum viðskiptum sem kosta
ríkið um það bil 5 % af
söluskatts- og vörugjaldstekjum
og veita 2 til 3 % af heildarversl-
un Dana í kassa þýskra kaup-
manna. Reglur um það hversu
mikinn varning má flytja milli
landa, hafa verið hertar en flestir
kæra sig kollótta og taka sénsinn
á að lenda ekki í stikkprufum
tollvarða. Efnahagsbandalagið
lítur núverandi takmarkanir á
landamæraverslun hornauga og
mun alls ekki leyfa frekari tak-
markanir svo að litlar líkur em á
að ríkisstjórninni takist að setja
fyrir lekann.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13