Þjóðviljinn - 19.12.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Síða 5
ÓlafurGíslason segirfrá nýafstaðinni sýninguíPitti- höllinniíFlórens Á því ári sem nú er senn á enda útnefndi Evrópuráðið í Strassbo- urg Flórens á Ítalíu sem menn- ingarhöfuðborg Evrópu árið 1986. Af því tilefni var óvenju- mikið um að vera í menningarlífi borgarinnar síðastliðið sumar, og er þá ekki lítið sagt um þessa sögufrægu miðstöð menningar og lista. Eitt af því sem borgaryfirvöld buðu upp á af þessu tilefni, var mikil og óvenjuleg myndlistar- sýning í Pitti-höllinni, sem bar heitið „La Maddalena tra sacro e profano‘% sem þýða mætti með yfirskrift' þessarar greinar. Sýn- ingin gaf okkur fróðlegt yfirlit yfir það hvernig þessi margræða persóna guðspjallanna og ann- arra helgisagna hefur verið túlk- uð í evrópskri myndlist allt frá Giotto á 13. öld til ítalska málar- ans De Chirico á 20. öldinni. Tizlan: La Maddalena. Þetta er olíumálverk, málað á léreft á árunum 1531 -35. Myndin er merkt höfundi á vasanum í vinstra horni neðanverðu þarsem stendurTITAN- US. Tizian vareinn fremsti málari Ítalíu á 16. öld. Myndir hans marka hápunkt endurreisnartímans í Feneyjum, og í sumum allegóríumyndum hans gætir áhirfa nýplatónista. Það má einnig segja um þessa mynd hans af Maríu Magdalenu: fyrir honum er M.M. kon- an sem sameinar kyntöfra hinnar holdlegu ástar og þá himnesku ást sem samkvæmt Ficino var ávöxtur andagiftarinnar. Magdalena er nakin: sá sem elskar paltónskri ást stendur nakinn fyrir guði og mönnum sögðu nýplatónistarnir. En hún hylur nekt sína silkimjúku hári blygðunar og sektar. Líkaminn vísar til syndarinnar Ijúfu, en augun horfa til himins og gefa til kynna þá himnesku ást, sem nýplatónistar kölluðu amor sacro. Því hefur verið haldið fram að fyrir- sætan sem Tizian notaði við gerð þessarar myndar hafi verið þekkt gleðikona í Feneyjum, sem gerði afturhvarf og átti frumkvæði að því að stofna heimili fyrir iðrandi gleðikonur I borginni. HOLDIÐ OG ANDINN Sýning þessi brá ekki bara óvenjulegu og margbreytilegu ljósi á persónuna Maríu Magda- lenu, heldur vakti hún jafnframt fjölmargar spurningar um trúar- lega þýðingu þessarar helgisagn- ar og pólitíska, trúarlega og fag- urfræðilega afstöðu myndlistar- manna til viðfangsefnisins á hin- um ólíku tímum, allt frá hinum býsanska og síðgotneska stfl 13. aldarinnar til hins metafýsiska málverks De Chirico. Segja má að sýningin hafi með fjölbreyti- legum hætti varpað ljósi á þá tví- hyggju sem svo mjög hefur ein- kennt vestræna menningu og kristallast í sögunni af Maríu Magdalenu í baráttu holdsins og andans og þeirri tvískiptingu ást- arinnar sem nýplatónistarnir á 15. og 16 öldinni kölluðu amor sacro og amor profano. Hver var María Magdalena? í Jóhannesarguðspjalli segir að M.M. hafi verið systir Mörtu og Lazarusar frá Betaníu, hún var bersynduga konan sem við ásýnd Krists gerði afturhvarf og iðrun, iaugaði fætur hans með tárum sínum, þerraði þá með óhreinu hári sínu og smurði þá smyrslum. Við þetta læknaðist M.M. af 7 illum öndum sem herjað höfðu á sál hennar og hold, hún hlaut að launum ást Krists og fylgdi hon- um frá því. Hún var konan sem sem sagt er frá útlegð hennar, siglingunni til Frakklands og boð- unarstarfi hennar meðal heið- ingja í Frakklandi. Sögurnar af því hvernig englarnir komu og sóttu hana í útlegðinni á 7. tíma hvers dags og fluttu hana til hinn- 0 Jules Joseph Lefebvre: María Magdalena. Olíumálverk á léreft, málað ca. 1875. Þegar kemur fram á 19. öldina og natúrílisminn og síðan rómatíkin verða ríkjandi í evrópskri myndlist verður æ dýpra á trúarlegri upplifun í málverkinu. Það gildir einnig um þessa mynd, eða hverjum dytti það í hug að hún ætti að sýna heiiagan dýrling? Magdalena er hér í hlutverki freistarans, hár hennarfellurfrjálst um klettinn sem hún liggur við í helli sínum og bak við vinstri handlegg hennar sjáum við glitta í ögrandi augnaráð. Mynd þessi er óður til konulíkamans. Hún var eitt sinn í eigu Alexandre Dumas yngri, en er nú varðveitt á Hermitage-safninu í Len- ígrad. í íimynd Maríu Magdalenu stóð Kristi næst og kraup í ör- væntingu við krossinn á meðan hann tók þar út kvalir sínar, hún var konan sem vakti við gröf hans og varð þeirrar náðar aðjótandi aðverða fyrst dauðlegra manna til þess að sjá Krist upprisinn: þessi bersynduga kona var af honum valin til þess að flytja læri- sveinunum fagnaðarboðskapinn um upprisuna. María Magdalena lifði í útjaðri þess gyðinglega feðraveldis sem ríkti í Palestínu á dögum Krists. Engu að síður var hún útvalin af Kristi til þess að gegna mikilvægu hlutverki. í iðrun sinni og yfirbót sýndi hún Kristi takmarkalausa fórnarlund og ást. Þetta er kjarni þeirrar sögu sem við getum lesið út úr Biblíunni. Síðan spunnust um hana helgisagnir, þar sem greint er frá kvenlegum yndis- þokka hennar og hárprýði, þar ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.