Þjóðviljinn - 19.12.1986, Side 15

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Side 15
„sem þorði allt nemaþrekog manndáð svíkja“ -líktogRune- bergkvaðum finnsku þjóðina. Hann hefði orðið lOOára 18. fyrra mánaðar Ég var úti í löndum, þegar Páll Zóphóníasson var borinn til moldar fyrir rúmum tuttugu árum. Svo lengi hefur það dregist fyrir mér að skrifa um hann. Ekki olli því gleymska, því hann hefur ekki legið kyrr í huga mér, heldur kjarkleysi gagnvart merkilegu viðfangsefni. Ég var unglingur, þegar ég kynntist Páli og þekkti þó til hans fyrr, því hann var í hópi þjóð- sagnapersóna á bernskuheimili mínu fyrir austan. í æskuvitund minni var hann af þeirri gerð og þesskonar átrúnaðargoð míns samfélags, að allt hlaut það að stefna í brimlendingu milli von- brigða við fyrstu kynni, því svona maður gat náttúrlega ekki verið til. Þó var hann nú það, þegar til kastanna kom og engum einum manni líkur heldur fremur mörg- um og enginn þeirra venjulegur. Lái mér svo hver sem vill, þótt ég hafi veigrað mér við að skrifa um Pál Zóphóníasson. Ber þá fyrst að huga að því af hvaða efnum Páll var gerður: Hann fæddist í Viðvík í Skaga- firði, þar sem Zóphónías faðir hans Halldórsson var prófastur, en föðurættin öll úr Svarfaðardaí í marga liði. Móðir Páls var Jó- hanna Soffía Jónsdóttir, háyfir- dómara Péturssonar, prófasts á Víðivöllum, og sú ætt skagfirsk í kynslóðir fram. Þaðan kom stál- minnið í Pál. Sá eiginleiki er ríkj- andi meðal fjölmargra afkom- enda Jóns Péturssonar. Um hæfi- leika þennan sagði Páll: „Það er gott að muna margt, ef það er ekki eintóm bannsett vitleysa, og stundum hefur mér fundist þetta mikla minni geti orðið svo ráðríkt hjá sumu fólki, að það þrífist ekki nógu vel heilbrigð skynsemi í kringum það.“ í föðurættina sótti Páll alþýð- legri eiginleika og margslungn- ari. Séra Zóphónías í Viðvík var búhöldur, annálaður fjörmaður og frábær kennari, sérstaklega á íslensku og málfræði og forystu- maður í félagsmálum héraðsins. Hann varð fyrsti kaupfélagsstjóri Skagfirðinga og gekk fram fyrir skjöldu í lokasókn sjálfstæðisbar- áttunnar. Ég spurði eitt sinn Pál að því, hvort hann tryði gamla máltæk- inu að fjórðungi bregði til fóst- urs. Jú, hann sagði að líklega væri það nokkurnveginn rétt, og þó væru uppeldisáhrifin kannski ýkt þarna, því margt af því sem menn tileinka sér í uppvextinum ætti náttúrlega líka rætur í erfðunum. Hann sagðist hafa orðið fyrir feiknmiklum áhrifum af föður sínum á mörgum sviðum, nema þá kannski einu: „Og þó var það kannski frá honum líka, hvað ég fékk mikla skömm á málfræð- inni, eins og það er nú auðvelt að læra hana utanað." Honum fannst hún svo leiðinleg og ómerkileg samanborið við líf- fræðina, að hann mátti ekki- til þess hugsa að ganga þá mennta- braut, sem lá gegnum latínu- skólann, en valdi búfræðina í staðinn. Guði sé lof. í bréfi til föður míns skrifaði Páll: „Ekki svo að skilja að ég væri á móti akademiskri menntun, en hún stefndi bara á markmið, sem ég hef ekki áhuga á. Hún var náttúrlega ágæt fyrir marga góða menn, sem vildu komast þangað sem mig langaði ekki að fara.“ Leið Páls lá semsagt gegnum Hólaskóla og svo, eftir nokkurt starf að búnaðarmálum, til lýðhá- skólans í Stövring í Danmörku og þaðan í landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. í þeim skóla lagði Páll sérstaka alúð við erfða- vísindi og erfðaeinkenni á búfé. Fyrir ritgerðir sínar um þau fræði, og störf í Danmörk að loknu námi, varð nafn hans þekkt í grannlöndunum. Honum bauðst fast starf hjá danska bún- aðarsambandinu, en hann svar- aði í svipuðum dúr og frá greinir í gömlum sögum: „Það má vel vera að ég þiggi þetta góða boð, en fyrst vil ég heim til íslands og gá hvort nokkuð bíður mín þar.“ Hans biðu ærin verkefni heima, og það var framúrskar- andi skemmtilegt að heyra hann segja frá starfinu fyrstu árin, sem hann eyddi að verulegu leyti í fræðslu um erfðaeinkenni búfjár. Sveinn á Egilsstöðum sýndi mér einu sinni á þessu sviði þannig: „Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það var ekki mikið sem ég vissi þó ég teldi mig vita það sem kennt var við landbúnaðarhá- skólann. Það er nefnilega þannig í búvísindunum og líffræðinni einsog á öðrum sviðum, að það er langsamlega mest, sem maður veit bókstaflega ekkert um. Það sem maður veit er ekki nema nokkur sandkorn á sjávarströnd, svosem lúkufylli og tæplega það. Það er ákaflega þýðingarmikið, því á það eiga allir að geta treyst og við það bætum við smám- saman. Samt er þessi þekking langsamlega þýðingarmest fyrir þá, sem komast upp á lag með að nota hana í sambandi við hug- boðin til þess að styðjast við, en hugboðin eru náttúrlega það allra þýðingarmesta í daglegu starfi. Samanborið við vitneskjuna þá eru þau margar lúkufyllir." Einusinni var ég þar nærstadd- ur þegar Páll greindi frá hugboði sínu varðandi stórkostlega búvél, sem komin var til landsins, studd- ur þekkingu á efnahagsgetu land- búnaðarins. Þetta var árið 1949 þegar Hjalti Pálsson sýndi fyrstu Fergusondráttarvélina uppi á Keldum. Viðstaddir voru land- búnaðarnefndarmenn alþingis- og fréttamenn. Þarna þeystist Hjalti um á túninu á litla bensín- traktornum með plóginn aftaní og lék hinar furðulegustu listir sem menn höfðu aldrei séð aðrar eins, jafnframt því sem hann út- skýrði kosti tækisins. Á eftir var drukkið kaffi, og þá molaði Páll niður sölumennskuna fyrir syni sínum með ísköldu blóði með svolátandi úrskurði: „Sannleikurinn er sá, að það hef- ur ekkert einyrkjabú á íslandi efni á að kaupa svona vél. Hún kostar 11 þúsund krónur og 16 þúsund krónur með nauðsyn- legum tækjum. Til þess að geta keypt svona traktor þarf bóndinn að auka bústofninn, og til þess þarf hann að auka heyfenginn og til þess að geta það þarf hann að kaupa sér annan traktor. En Fergusoninn verður sjálfsagt keyptur, því miður, því ég hef hugboð um að stóraukin vélak- aup verði bændum til vafasamrar blessunar." Og þá er að staldra við hugboð- in, eins og Páll nefndi þessi sér- stöku óhlutlægu fyrirbæri sem vörðuðu vegferð hans ævilangt. Þau voru efalaust af dulrænum toga spunnin og staðreynd í lífi hans hvaða augum sem rnenn kunna að líta á para-sykólógíuna. Ég kann margar sögur um ó- freskigáfu Páls Zóphóníassonar og þær elstu úr munnmælum Austfirðinga. Einhvern heyrði ég segja, sem til þóttist þekkja, að þessi gáfa han's hefði skerpst með árunum, gagnstætt því sem venja er um ófreska menn. Hann var rammskyggn og aukinheldur fjarskyggn, eins og það er kallað þegar menn sjá gegnum holt og hæðir atburði, sem gerast í órafjarlægð. Það hef ég eftir þeim, sem gerst mega vita, að hvaðeina það, sem uppá bar á heimili hans, að honum fjar- stöddum, það sá hann með ein- hverjum hætti, hvar svo sem hann var staddur á landinu. Það heyrði ég kunnuga segja að glöggskyggni Páls á búfé hefði ekki verið einleikin. Hann studd- ist, sögðu þeir, við þekkingu sína á kyni gripsins og sýnileg erfða- einkenni, en að þessu hvoru tveggja íhuguðu lét hann hug- boðið ráða dómsúrskurði og brást sjaldan eða aldrei. Eitt sinn keypti faðir minn verðlaunakvígu uppi á Fljótsdalshéraði að tilvís- an Páls vinar síns. Hana man ég vel. Hún var gráskjöldótt og hymd og vakti mikla kátínu á heimilinu vegna þess, hvað hún var frá á fæti. Hún var kölluð Gípa og bundin á besta básinn þann vetur. En svo fór nú það að Gípa beiddi ekki á útmánuðum eins og til stóð, og sýndi alls ekki nein merki þess að ætla að verða fyrirmyndarkýr. Þótti jafnvel fremur þroskast í áttina til þess að verða fyrirmyndar naut, og fékk á sig orð fyrir að vera sennilega viðrini. Það ætla ég að föður mín- um hafi verið meira en lítil sára- bót í þeirri tilhugsun að ræða mál- ið við Pál næst þegar þeir hittust. Um sumarið var Gípa því látin ganga með nautum. Þegar henni var svo slátrað til heimilisins um haustið, þá var í henni kálfur. Ekki vissi ég til þess, að pabbi ræddi málið við Pál. Sennilega rennt grun í, hvað hann kynni að segja um mismuninn á góðum ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.