Þjóðviljinn - 21.12.1986, Side 20
Robin Williams í hlutverki Tommy
Wilhelm.
Niður-
drepandi
fyrir
orðstír
Þeir segja að þetta hefði hvergi
getað gerst nema í skáldsögu
eftir Saul Bellow. Kvikmynd
stoppuð af umboösmönnum að-
alleikarans, vegna þess að hann
er þekktur sem grínleikari og
frammistaða hans í þessu alvar-
lega hlutverki álitin geta skaðað
orðstír hans sem sprellara.
Þetta er reyndar ekki atriði úr
skáldsögu eftir Bellow en tengist
einni slíkri. Nefnist hún Seize the
Day og er eina skáldsaga höfund-
arins sem hefur verið kvikmynd-
uð og nú virðist kvikmyndin, sem
þegar er fullgerð, ekki mega
koma fyrir sjónir áhorfenda. Það
eru lögfræðingar Robin Wil-
liams, sem reyna allt sem þeir
geta til að koma í veg fyrir sýn-
ingu á myndinni.
Williams er einna þekktastur
fyrir túlkun sína á Stjána bláa, en
hefur auk þess leikið í fjölmörg-
um kvikmyndum af léttara tag-
inu. í kvikmyndinni Seize the
Day, leikur hann persónu af allt
öðru sauðarhúsi en hingað til.
Hann leikur aðal söguhetju bók-
arinnar, Tommy Wilhelm, al-
vörugefna persónu og gerir það
að sögn þeirra örfáu sem hafa séð
myndina, mjög vel og án allra
skrípaláta.
Það eru umboðsmenn Wil-
Iiams sem hafa sett lögbann á
kvikmyndina. Þeir segjast ekki
hafa neina trú á því að kvikmynd-
in verði sótt og þar sem þeim
þótti hlutverk Williams alltof
niðurdrepandi, þá muni þeir gera
allt til að stöðva sýningu í kvik-
myndahúsum. Það hefur líka sitt
að segja að þær kvikmyndir sem
Williams hefur leikið í að undan-
förnu, hafa ekki gengið of vel.
Samkvæmt upphaflega samn-
ingnum við Robin Williams var
ráðgert að sýna kvikmyndina ein-
göngu í sjónvarpi og á kvikmynd-
ahátíðum. Aðstandendur kvik-
myndarinnar vonuðust hinsvegar
til að hægt yrði að sýna myndina
áður í kvikmyndahúsum, en nú
virðist sú von vera orðin að engu.
-Sáf
Ringó
kœiir
vín
Leikarar og rokkstjörnur eru
óspart notaðar til að auglýsa
vörur í útlandinu, alveg einsog
hér. Tína Turner þenur til að
mynda raddböndin fyrir Pepsí-
kóladrukkinn, Beach Boys eru
hrifnari af Sunkist og meira að
segja Rollingarnir steinkuðu sig
með ákveðinni tegund af Kölnar-
vatni.
Nýlega skrifaði Kenny Rogers
upp á auglýsingasamning við an-
anasfyrirtækið Cole og hljóðaði
sá samningur upp á tæpar 800
miljónir króna. Og nú hefur einn
af Bítlunum bæst í hóp þeirra
skemmtikrafta sem taka þátt í
auglýsingaskruminu. Það ersjálf-
ur trymbillinn Ringo Starr.
Ringo skrifaði undir samning
við kanadíska vínframleiðendur.
Auglýsir hann kælifötur fyrir vín-
flöskur. Ekki hefur fengist upp-
gefið hvað Ringó fái í sinn hlut en
ólíklegt þykir að hann selji sig
ódýrar en Kenny Rogers.
Dagar
útvarpsins
Næsta kvikmynd Woody Al-
lens verður með miklu tónlistarí-
vafi þó ekki sé hægt að kalla hana
músikal. Nefnist hún Dagar út-
varpsins og einsog hér á Fróni
leikur Léttsveitin stóra rullu. Að-
alhlutverkið er í höndum Miu
Farrow, einsog í síðustu kvik-
myndum Woodys, en gömul vin-
kona hans, sambýliskona og að-
alleikkona í eldri myndum, Di-
ana Keaton, leikur einnig í mynd-
inni.
Mia Farrow leikur stúlku sem
gengur á milli sætaraða og selur
sígarettur og annað smotterí.
Hún er uppgötvuð og gerð að
söngvara léttsveitarinnar.
Við hjá SS mælum sérstaklega með rauðvínslegnu eða
jurtakrydduðu lambalæri íhátíðarmatinn. Rauðvínslegnu
og jurtakrydduðu lambalærin frá SS eru eingöngu unnin
úr nýju, fyrsta flokks hráefni og eru tilbúin í ofninn.
Sannarlega gómsætur hátíðarmatur.
fÉNH