Þjóðviljinn - 23.12.1986, Side 1

Þjóðviljinn - 23.12.1986, Side 1
Þriðjudagur 23. desember 1986 293. tölublað 51. árgangur Seðlabankinn Brást hlutverki sínu Hœstiréttur: Bankinn sinnti ekki lagalegri skyldu sinni. Guðrún Helgadóttir: Þýðir afsögn bankastjórnar í öllum öðrum löndum. ÓlafurB. Thors formaður bankaráðs: Berum ekki ábyrgðina. Botninnúr okurmálinu Hœkkanir Dregið í land Ríkisstjórnin samþykkti í gær að binda hækkanir á þjónustu op- inberra stofnana við 10% og óska eftir því við Landsvirkjun og sveitarstjórnir að stilla hækkun- um í hóf á komandi ári. Þessi stefnubreyting stjórn- valda kemur í kjölfar fundar þeirra meö forystumönnum ASÍ og VSÍ sl. föstudag þar sem harð- lega var varað við stórhækkun á opinberri þjónustu sem áður hafði verið samþykkt. Gjöld Pósts og síma og ríkisút- varps munu hækka um áramótin um 10%, Landsvirkjun er beðin um að lækka áður boðaða hækk- un úr 7,5% í 4% og borgaryfir- völd að hækka hitaveitugjöld um 10% í stað 17%. Guðrún Helgadóttlr alþm. fyrlr framan nýju Seðlabankahölllna i gær: Undlr verndarvæng Seðlabankans þrífst neðanjarðarhagkerfi með allt að 80% vöxtum. Mynd E.ÓI. Ég held að í öllum öðrum Evr- ópulöndum hefði stjórn seðla- banka sagt af sér samstundis undir þessum kringumstæðum, sagði Guðrún Helgadóttir þing- maður í gær um nýjustu viðburði í okurmálunum. - En hérlendis virðist allt geta gerst án þess að nokkur þori að höggva á sam- tryggingu valdsins í landinu. Dómur Hæstaréttar þar sem einum stærsta anga okurmálsins var vísað frá á þeirri forsendu að Seðlabankinn hefði frá því í ágúst 1984 ekki gefið út nein gild fyrir- mæli um hámarksvexti eins og honum er skylt samkvæmt lögum, hefur tekið botninn að langstærstum hluta úr því okur- máli sem kennt hefur verið við Hermann Björgvinsson. Ríkis- saksóknari er þegar byrjaður að endurskoða þau 123 ákærumál sem eru enn í gangi í dómskerfinu vegna umræddra okurviðskipta og ljóst er að sektargreiðslur til ríkissjóðs sem hefðu líklega skipt tugum miljóna eru að engu orðn- ar eftir þennan dóm Hæstaréttar. Bankaráð Seðlabankans fund- aði í gær og mun gefa frá sér yfir- lýsingu í dag þar sem allri ábyrgð bankans í málinu er vísað á bug. „Við teljum ekki að bankinn hafi brugðist lagalegri skyldu sinni á þessum árum,” sagði Ólafur B. Thors formaður Bankaráðs í gær. Hann sagði dóm Hæstaréttar hafa komið Seðlabankamönnum mjög á óvart. - Það er hráslagalegt að undir verndarvæng Seðlabanka ís- lands, sem starfar á ábyrgð ríkis- sjóðs og á meðal annars að stuðla að heilbrigðu viðskiptalífi, - skuli þrífast neðanjarðarhagkerfi uppá milljarða króna, þar sem teknir eru allt að 80 prósent vextir. Ég fæ ekki betur séð en að lög um bann við okri séu nú orðin einskis virði, og að því hljóta alþingis- menn að huga. Hitt er jafnvel enn alvarlegra að hvorki alþingi né ríkisstjórn hafa vald á stjórn pen- ingamála í landinu, enda ekki von þegar Seðlabankinn bregst hlutverki sínu, og eftir þetta eiga ríkisstjórn og alþingi erfitt með að treysta ákvörðunum Seðla- bankans, sagði Guðrún Helga- dóttir. -m/lg Fjárlagahallinn Þáttur samninga ýktur Ásmundur Stefánsson: Stöðugleiki í kjölfar samninganna hefði átt að auðvelda stjórninni að ná endum saman Svíþjóð Ráðheirar náða páfagauka Stokkhólmi - Fyrir síðustu helgi ákváðu nokkrir ráðherrar ríkis- stjórnarinnar sænsku að nokkrum sjúkum páfagaukum skyldi gefið líf fram yf ir jólahát- íðlna. Ástæðan fyrir því að æðstu valdamenn Svíþjóðar voru settir í málið var sú að eigandi páfa- gaukanna sætti sig ekki við dauðadóm heilbrigðisyfirvalda yfir þeim og áfrýjaði því málinu hvað eftir annað. Páfagaukarnir eru sýktir af sjúkdómi sem getur tekið sér bólfestu í mönnum. Ríkisstjórnin er æðsta áfrýjunar- vald í heilbrigðismálum í Sví- Þjóð. -IH/Reuter að er alveg ljóst að menn gera allt of mikið úr þætti kjara- samninganna í fjárlagahallanum, sagði Asmundur Stefánsson for- seti ASÍ í samtali við Þjóðviljann i gær. Því hefur verið haldið fram að sá mikli halli sem er á fjárlögum ríkisstjórnarinnar stafi að miklu leyti) af þátttöku stjórnvalda í gerð kjarasamninga á þessu ári. „Þegar kaupmáttur fer vaxandi vega laun þyngra en áður bæði sem tekjulind og sem kostnaðar- liður. Það er í sjálfu sér tómt rugl að stilla málum þannig upp að ríkissjóður eigi í erfiðleikum vegna kjarasamninganna, vegna þess að kjarasamningarnir hafa skapað stöðugleika í verðlagi, sem hefði átt að auðvelda stjórn- inni að ná endum saman í ríkis- fjármálunum. Það er sjaldan hægt að benda á eitthvað eitt sem veldur því að endar nást ekki saman. Þeir sem stýra fjármálum ríkissjóðs verða auðvitað að gera ráðstafanir á báðar hliðar og hefðu stjórnvöld gripið til ákveðinna aðgerða á réttum tíma, hefði strax verið hægt að draga úr hallanum,“ sagði Ásmundur um þetta í gær. -gg Sjá viðtöl við forystu- menn stjórnarand- stöðunnar á síðu 3 1 dagur tiljola Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag. - Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krœkti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.