Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.01.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Eystrasaltsmótið i Leikurinn í tölum 0-1 Schwalb 0-2 Neitzel SigurðurG./v 1-2 1-3 Bauert Sigurður G. 2-3 2-4 Schwalb 2-5 Neitzel Sigurður G. 3-5 3-6 Bauert SigurðurS./v 4-6 4-7 Schubert Alfreð 5-7 Sigurður S. 6-7 6-8 Roth 6-9 Neitzel 6-10 Schwalb/v 6-11 Löhr 6-12 Löhr (hlé) 6- 13 Schwalb/v Alfreð 7-13 7- 14 Schöne Sigurður G. 8-14 8- 15 Roth Alfreð 9-15 9- 16 Roth 9-17 Schubert Kristján 10-17 10- 18 Springel Kristján/v 11-18 11- 19 Bauert 11- 20 Bauert Sigurður S. 12-20 12- 21 Löhr 12-22 Hertelt 12-23 Löhr Karl 13-23 Kristján/v 14-23 14-24 Schubert Kristján/v 15-24 Alf reð 16-24 16-25 Löhr Alfreð Gíslason skoraði fjögur mörk úr ellefu skotum (eitt mis- heppnað víti), átti fjórar sending- ar sem gáfu víti, fiskaði sjálfur þrjú víti. Bjarni Guðmundsson átti eitt mis- heppnað skot. Geir Sveinsson átti eitt misheppn- að skot, fiskaði tvö víti, tapaði bolta einusinni. Guðmundur Guðmundsson fisk- aði ívö víti, tapaði bolta einu- sinni. Karl Þráinsson skoraði eitt mark úr þremur skotum. Kristján Arason skoraði fjögur mörk úr níu skotum (þrjú víti). Páli Ólafsson átti eitt misheppnað skot, tapaði bolta tvisvar. Sigurður Gunnarsson skoraði fjögur mörk úr fimrn skotum (skoraði úr einu víti, mistókst eitt víti), tapaði bolta einusinni. Sigurður Sveinsson skoraði þrjú mörk úr fimm skotum (skoraði úr tveimur vítum, mistókst eitt víti), tapaði bolta tvisvar. Þorgils Óttar Mathiesen átti tvö misheppnuð skot, fiskaði tvö víti, tapaði bolta þrisvar. Einar Þorvarðarson varði níu skot, var inná 51 mínútu. Guðmundur Hrafnkelsson varði ekkert skot, var inná 9 mínútur. Mörk Vesturþjóðverja skoruðu: Löhr 5, Bauert 4, Schwalb 4 (2v), Neitzel 3, Roth 3, Schubert 3, Springel 1, Schöne 1, Hertfelt 1. „Einn af þessum dögum“ Hrikalegur afleikur gegn Vesturþjóðverjum. Fálmkenndursóknar- leikur, opin vörn. Einar Þorvarðarson: Oflítilsamœfing. Bogdan þjálfari: Vantaði allan hraða. Páll Ólafsson: Einn afþessum dögum þegar ekkert gengur upp ísland er A-þjóð. Vestur- Þýskaland er B-þjóð og á fyrir höndum mjög erfitt verkefni, að tryggja sér sæti á Ólympíuleikun- um í Seoul. En í íþróttahöllinni í Rostock í gær voru hlutverka- skiptin algjör. Það var B-þjóðin sem sýndi A-þjóðinni hvernig á að leika handbolta, og að þeirri kennslustund lokinni stóð á ljós- atöflunni: ísland 16 Vestur- Þýskaland 25. Við hefðum átt að vera búin að læra af reynslunni. íslenska landsliðið á alltaf einn svona leik í hverri keppni, Rússaleikinn á Baltic í fyrra, Kóreuslysið á heimsmeistaramótinu í Sviss, og úr fjarlægari fortíð er til fjöldi slíkra dæma. Vonandi stenst þetta, vonandi var þetta slæmi leikurinn í keppninni. Því trúum við allavega þangaðtil annað kemur í ljós. Það var ljóst strax í byrjun að íslenska liðið mundi eiga í erfið- leikum. Eftir að hafa komist í 2-0 létu Vesturþj óðverj ar forystuna aldrei af hendi, og íslenska liðið var sjaldan líklegt til að breyta því. Fyrri hálfleikur var ein keðja mistaka, ekki síst síðustu tíu mín- úturnar þegar Vesturþjóðverjar gerðu í raun útum leikinn með fimm mörkum í röð. Sóknar- leikur íslands var mjög fálmkenndur, skytturnar vantaði frumkvæði og kraft, og hug- myndaflugið var lítið. Hver mis- tökin ráku önnur, og átta sinnum í hálfleiknum tapaði íslenska lið- ið boltanum án þess að ná skoti og aðeins tvö mörk utanaf velli litu dagsins ljós í hálfleiknum. Þégar skotin komu voru þau út- reiknanleg og varin af vörn eða hinum snjalla Thiel, sem fór sér- staklega illa með línufæri Þorgils Óttars. Úr vonlitlum skotum í varnarvegg Vesturþjóðverja fengu þeir síðan hraðaupphlaup og skoruðu þannig fimm af tólf mörkum sínum í hálfleiknum. Vörn íslands opnaðist oft illa, sérstaklega vinstramegin, og ekki skipti máli þótt reynt væri að taka stórskytturnar Neitzel eða Schwalb úr umferð. Vesturþjóð- verjar áttu alltaf mótleik við því og virtust njóta sín enn frekar í slíkum stöðum. Og eftir nokkrar mínútur í síðari hálfleik var ljóst að ísland átti ekki minnstu von um stig. Vesturþjóðverjar voru ákveðnir í að gefa ekkert eftir og léku af krafti leikinn á enda. Forskotið jókst og þegar munurinn var orð- inn ellefu mörk og enn talsvert eftir var orðið lágt risið á þeim fáu íslendingum sem fylgdust með leiknum. ,3Ég vissi að við gætum ekki sigrað Island nenia með því að leika mjög hratt. í Svíaleiknum í gær reyndum við líka ýmis brögð sem komu sér vel í dag. Ég vil hrósa öllu mínu liði fyrir mjög góðan leik,“ sagði Simon Schöbel landsliðsþjálfari Vesturþjóð- verja. „Leikmenn mínir hlýddu ekki skipunum og því fór sem fór. Það vantaði allan hraða í leik okkar VÍÐIR SIGURÐSSON Rostock en Vesturþjóðverjar léku virki- lega vel, þeir voru með betri ein- staklinga og liðsheild“ sagði Bog- dan Kowalcsyk landsliðsþjálfari íslendinga. „Markvarsla Thiel í fyrri hálf- leik gerði útslagið, sérstaklega skotin sem hann varði frá Þorgils Ottari. Vesturþjóðverjar gerðu útum leikinn fyrir hlé. Strákarnir voru ekki nógu grimmir, en í svona móti á hvert lið að minnsta kosti einn slakan leik, og ég vona að hann sé búinn hjá okkur,“ sagði Guðjón Guðmundsson liðsstjóri íslenska liðsins. „Islendingar voru enn með hugann við jafnteflið við Austur- þjóðverja. Við náðum strax góðri forystu og það réð úrslitum. Ég átti aldrei von á svona stórum ' sigri gegn íslandi. Félagi minn úr Essen, Alfreð Gíslason, var best- ur í íslenska liðinu, sá eini sem eitthvað reyndi,“ sagði Stefan Hecker, annar markvörður Vest- urþjóðverja sem stóð sig mjög vel í seinni hálfleik. ,JÉg var óhress með varnar- leikinn, ég hefði viljað fá 6-0 vörn á móti þessu liði. Vesturþjóðverj- ar skoruðu óeðlilega mikið úr hornum og af iínu. Sóknin var slök og þar var boltanum tapað alltof oft. En aðalástæðan held ég að sé sú að við höfum lítið æft saman f vetur, þetta eru fyrstu alvöruleikir okkar í langan tíma. Þessvegna vorum vorum við ekki nógu vel undirbúnir og stígand- ann vantaði í liðið,“ sagði Einar Þorvarðarson markvörður. „Þetta var bara einn af þessum dögum þegar ekkert gengur upp. Þeir náðu fimm til sex hrað- aupphlaupum í fyrri hálfleik og það réðum við einfaldiega ekki við. Sex marka munur í hálfleik var of mikið fyrir okkur, og þegar Leikurinn Samherjar á vellinum Leikmenn íslands og Vestur- Þýskalands voru hvorir öðrum síður en svo ókunnir í leiknum í gær. Með íslenska liðinu léku fimm leikmenn sem nú spila í vestur-þýsku deildakeppninni, og átta Þjóðverjar úr landsliðinu leika mez ,,íslendingaliðum“, þrfr með Alfreð Guðmundssyni f Essen, þrír með Kristjáni Ara- syni í Gummersbach og tveir með Páli Ólafssyni í Dusseldorf. Bogdan landsliðsþjálfari sagði eftir leikinn að þessi kynni hefðu verið Þjóðverjum í hag í leiknum, þeir hefðu nauðaþekkt fslenska liðið, en íslendingunum hefði ekki tekist að nýta sér kynnin af Þjóðverjunum. -m/VS Alfreð Gíslason, - eini útispilarinn sem slapp sæmilega vel frá tapinu fyrir Vesturþjóðverjum í gær. við náðum okkur ekki á strik í byrjun seinni hálfleiks var leikur- inn tapaður,“ sagði Páll Ólafs- son. „Við vorum bara of góðir með okkur eftir jafnteflið við Austur- þjóðverja, það er staðreynd. En Vesturþjóðverjar eru á ný að verða með bestu liðum í heimi, ég er sannfærður um að þeir vinna sig uppúr B-keppninni. Þeir eiga tvo bestu markverði heims, varn- arleikurinn er einn sá besti sem sést og þetta eru ungir og skemmtilegir strákar með mikla samæfingu,“ sagði Alfreð Gísla- son. Alfreð Gíslason og Einar Þor- varðarson voru einu íslensku leikmennirnir sem komust bæri- lega frá leiknum þótt báðir hafi leikið betur. Sigurður Gunnars- son stóð sig líka þokkalega í fyrri hálfleik. Alfreð var sá eini sem virkilegur kraftur var í í sóknar- leiknum og þótt skotnýting hans væri ekki góð skoraði hann fjögur ágæt mörk og átti beinan eða óbeinan þátt í sjö af þeim níu vít- aköstum sem ísland fékk í leiknum. Einar varði einsog efni stóðu til og var hjálparvana þegar vörnin hafði brugðist. fsland skoraði ekki eitt einasta mark af línu allan leikinn en línumennirn- ir, Þorgils Óttar og Geir, fiskuðu þó fjögur vítaköst. Hornamenn- irnir voru líka utanveltu, hreyf- anleg og sterk vörn Vesturþjóð- verja gaf þeim lítil færi á sér. I dag er leikið við Pólverja í Wismar og þar þarf íslenska liðið virkilega að taka sér tak ef það ætlar að vera með í baráttunni um efstu sætin hér á Eystrasaltsmót- inu í Rostock. VS Pólverjar í dag íslenska liðið mætir Pólverjum í dag í Wismar, smábæ utan við Rost- ock. Pólverjarnir komu á óvart í leiknum gegn Sovétmönnum, en fengu skell í gær, og er engin leið að spá um úrslit. Með liðinu leikur nú gamla kempan Kempel, 34 ára og ó- stöðvandi. Pólverjar hafa breytt liði sínu talsvert, tekið út eldri menn, en sett inn aðra sjóaða. Daniel Wackiewicz leikur ekki með Pólverjununt, hann meiddist í leik Gdansk gegn Víkingum í Höll- inni fyrir nokkru. Eystrasaltsmótið Þjóðverjar efstir Sovétmenn unnu Svía á Evstrasalts- mótinu i gær í spennandi leik, 24-23, og Pólverjarnir fengu einsog íslend- ingar skell gegn Þjóðverjum, Austur- Þýskaland-Pólland 27-18. Staðan í mótinu er þessi eftir tvær umferðir: V-Þýskaland 2 1 1 0 46-37 3 A-Þýskaland 2 1 1 0 44-35 3 Sovétríkin 2 1 0 1 48-50 2 Pólland 2 10 1 45-51 2 Svíþjóð 2 0 1 1 44-45 1 Island 2 0 1 1 33-42 1 Föstudagur 23. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.