Þjóðviljinn - 24.01.1987, Page 4

Þjóðviljinn - 24.01.1987, Page 4
LEIÐARI Cadillac Fleetwood 60 Special Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var afgreidd á borgarstjórnarfundi í fyrrinótt, og þarmeð hefur hinn nýendurkjörni meirihluti Sjálfstæðismanna mótað sér á borði þá stefnu sem íbúar höfuðstaðarins mega una við til loka kjörtímabils Davíðs Oddssonar árið 1990. Tvennt vakti sértaka athygli við afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar, sem að breyttu breytanda eru samasem fjárlög í borgarkerfinu. Annarsvegar höfðu stjórnarandstöðuöflin komið sérsaman um breyting- artillögur við áætlun meirihlutans. Borgarstjórnarf- lokkarnir fjórir lögðu ágreiningsmál sín í milli til hliðar og báru fram tillögur sem í heild mynda skýran val-, kost við stefnu Davíðs. í tillögum Alþýðubandalags- ins, Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Kvennalistans er áhersla einkum lögð á þrjá þætti í borgarstarfi og borgarlífi, á þrjá málaflokka sem Da- víð hefur vanrækt. I fyrsta lagi vildu fulltrúar stjórnar- andstöðunnar að borgin stæði fyrir átaki í málefnum aldraðra. Nú ertalið að uppundir 1200 manns séu á biðlista eftir hentugu húsnæði fyrir aldraða hjá borg- inni. í öðru lagi lagði stjórnarandstaðan til að stór- auknu fé yrði varið til að byggja dagvistir í borginni. Um tvö þúsund börn bíða eftir plássi hjá fóstrunum, og biðtíminn hefur lengst á fjórum árum úr þremur mánuðum 1981 í átta mánuði 1985, þegar miðað er við einstæða foreldra. í þriðja lagi var lagt til að borgin sinnti í einhverju sívaxandi þörf fyrirfélagslegt húsnæði, bæði með því að byggja og reka fleiri leiguíbúðir, og með því að koma upp búseturéttar -I íbúðumí tilraunaskyni. Og auðvitað voru tillögurj stjórnarandstöðuflokkanna mun fleiri. Auðvitað var gert ráð fyrir að þessar framkvæmdir kostuðu sitt, og í tillögunum var bent á hvernig það fé fengist án þess að útgjöld borgarsjóðs ykjust. Þetta fé má einfaldlega fá með því að hægja á eða stöðva fjáraustur til ýmissa gæluverkefna sem Davíð Odds- son ber fyrir brjósti: ráðhús við Tjörnina, bílag- eymslur við Tryggvagötu, fasteignakaup. Hitt málið sem vakti almenna athygli við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar voru áætluð bílakaup borgar- stjóra. Davíð er nú orðinn þreyttur á þriggja ára gömlum Bjúikk sem hann hefur neyðst til að láta sjá sig í undanfarið og vill kaupa annan bíl, Cadillac Fleetwood 60 Special, sem er svo glænýr að hann er ennþá á teikniborðinu hjá framleiðandanum. Þessi bifreið á að kosta tæpar þrjár milljónir, heilli milljón meira en ný bifreið Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra, sem er þó ekki þekktur að sérstakri aðhaldssemi við bílakaup. Það er auðvitað rétt sem borgarstjórinn sagði í útvarpinu í fyrradag, að þetta bílaverð er ekki nema tittlingaskítur miðað við allt það fé sem rennur inn og út um borgarkerfið á hverju ári. Kádiljálkur Davíðs hefur hinsvegar þann kost frammyfir verðgildi og notagildi venjulegra bifreiða að hann hefur einnig táknrænt gildi. Kádiljálkur borgarstjórans á götum Reykjavíkur minnir íbúa höfuðstaðarins á hverjum degi á megináherslurnar í borgarmálastefnu Sjálf- stæðisflokksins undir stjórn Davíðs Oddssonar, þar sem flugeldasýningar og flottræfilsháttur draga til sín skattféð en börn og aldraðir mega éta það sem úti frýs. Vegna þess tákngildis er full ástæða til að fagna þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar og undirmanna hans í meirihlutanum að vísa frá tillögu stjórnarand- stöðunnar um að láta eina milljón kádiljálksfjárins renna til ferðaþjónustu fatlaðra. Ánægjulegar fréttir Nú í ár eru átta áratugir síðan reykvískar konur fengu kosningarétt til bæjarstjórnar og kjörgengi, og af því tilefni var lagt til í borgarstjórn að nokkru fé yrði varið til rannsókna á lífi og störfum kvenna í höfu- ðstaðnum. Þetta þótti Sjálfstæðisfulltrúum í borgarstjórn af- skaplega vond tillaga og vísuðu henni frá. Svona nokkuð væri bæði „rangt og ósæmandi", „ástæðu- laust, óþarft og jafnvel óviðeigandi". Og meirihluti Sjálfstæðisflokksins vísaði málinu frá sér með samþykkt þar sem stendur að „konur hafa nú löngu fengið formlegt og síðar fyrir alllöngu raunverulegt jafnrétti í landi okkar". Borgarstjórn Reykjavíkur hefur sumsé kveðið upp lokadóm sinn um kvenfrelsis- og jafnréttisbaráttu undanfarinna áratuga og samþykkt með meirihluta í atkvæðagreiðslu að hér sé komið á fullt og fast jafnrétti kynjanna. Það eru svo sannarlega góðar fréttir frá góðvini meinatækna, fóstra og sjúkraliða í borgarstjórastól, og frá forseta borgarstjórnar, sem einnig er formaður Verslunarmannafélags Reykja- víkur. - m Mynd:E. Ol. LJOSOPIÐ þJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Biaöamenn: Garöar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, VíoirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Dtiitsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Augiýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, SigríðurKristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf HúnQörð. Ðflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Siöumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglý8ingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðvlljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.