Þjóðviljinn - 24.01.1987, Síða 14

Þjóðviljinn - 24.01.1987, Síða 14
MINNING ALÞYÐUBANDALAGHP AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 26. janúar klukkan 20.30 í Lárusar- húsi. Dagskrá: Skólamál. Stjórnin. Ingibergur Gíslason Fœddur 16. janúar 1897 - Dáinn 17. janúar 1987 ABR Þorrablót Þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldið þann 31. janúar nk. að Hverfisgötu 105. Nánar auglýst síðar. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Efstu menn framboðslistans koma og ræða kosningastarfið framundan. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennið. Stjórnin. ABR Árni Björnsson. Sif Ragnhildardóttir. Þorrablót ABR 1987 Þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldið laugardaginn 31. janúar að Hverfisgötu 105 í Risinu. Húsið verður opnað kl. 19. Borðhald hefst kl. 20. Siðamaður blótsins verður Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur. Sif Ragn- hildardóttir og félagar flytja gömul og vinsæl lög Marlene Dietrich. Fram- boðskór G-listans syngur nýjar og fornar blótvísur. (slenskur þorramatur, lifandi tónlist og dans. Verð miða kr. 1.400. Aðgöngumiðar verða seldir nú um helgina á skrifstofu ABR s:17500 frá 10 - 14, laugardag og 14 -16 á sunnudag. Einnig frá mánudegi til föstudags frá kl. 17 - 19. ABR Spilakvöld Fyrsta spilakvöldið á þessu ári verður haldið að Hverfisgötu 105, þriðjudag- inn 27. janúar kl. 20.00. Mætum öll vel og stundvíslega. Nefndin. ABR Fundur í 4. deild Deildarfundur í 4. deild ABR, verður haldinnn laugardaginn 31. janúar kl. 14.00 að Hverfisgötu 105. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins verður gestur fundarins. Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna nær og fjær, sem glöddu mig á áttræðis af- mæli mínu þann 29. desember síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll Kristín Andrea Sæby Friðriksdóttir Rauðalæk 45, Reykjavík A Auglýsing um starfslaun bæjarlistamanns Kópavogs Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um starfslauntil listamannaskv. regl- um sem samþykktar voru 16.12. 1986 í bæjar- stjórn Kópavogs. Heimilt er að veita starfslaun fyrir 6-12 mánaða tímabil. Launin miðast við 8. þrep í 39. launaflokki skv. kjarasamningi Banda- lags háskólamanna. Að jafnaði koma þeir einir listamenn til greina við úthlutun starfslauna sem búsettir eru í Kópavogi. Listamenn skulu skuldbinda sig til þes að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfs- launa. Listamaður sem starfslauna nýtur skal að loknu starfstímabili gera grein fyrir starfi sínu. Starfslaun verða veitt frá 1. júní n.k. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Umsóknir um starfslaun listamanns skv. framanskráðu sendist Lista- og menningarráði Kópavogs, Hamraborg 12, 200 Kópavogi Elsku pabbi, við systurnar ætl- um að senda þér örfá þakkarorð fyrir samverustundirnar okkar. Margar sögur varst þú búinn að segja okkur, sem ætfð voru vel þegnar. Þó nokkrar frumsamdar og hafsjór af þeim, er þú kunnir, því mikið varst þú búinn að lesa. Já og fyrir utan það sem þú varst búinn að upplifa. Það var svo margt ótrúlegt sem 7-8 og 9 ára drengurinn þurfti að gera í þá daga, að ótrúlegt þætti nú í dag. Þó er okkur minnisstæðust gosnóttin 23. janúar 1973. Ekki ætlaðir þú að yfirgefa Eyjuna okkar, fyrr en í nauðirnar rak, það held ég hafi verið þér erfið stund. En alltaf varst þú vongóð- ur um að komast fljótt heim aft- ur, eins og þú gerðir. Og nú ert þú búinn að kveðja okkur öll. Sama dag fyrir ári, andaðist bróðurdóttir okkar, Árný Matthíasdóttir frá Grinda- vík langt fyrir aldur fram, aðeins 27 ára gömul. En eftir lifa minningarnar um þau bæði. Börnin okkar senda þér pabbi, innilegustu kveðjur fyrir allt það er þú varst þeim. Og biðjum við algóðan Guð að geyma þig og hana Árnýju okkar. Og kveðjum með kvæðinu er var þér svo kært: Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber. Guð í alheims geimi Guð í sjálfum þér. Guðrún og Guðmunda Ingibergsdætur. Húsnœðismál Athugasemd Blaðinu hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá ritara milli- þinganefndar um húsnæðismál. „í Sunnudagsblaði Þjóðviljans 19. janúar sl. birtist grein um húsnæðismál eftir Sigurð Á. Frið- þjófsson undir fyrirsögninni: Skýrslan undir stólnum. Með fyrirsögninni er vísað til ummæla Stefáns Ingólfssonar um að fé- lagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, hafi stungið undir stól skýrslu nefndar sem falin var könnun á fasteignamarkaðinum. Til skýringar skal þes getið að skýrslan var sú 6. og síðasta sem þessi nefnd lét frá sér fara. Undirritaður telur rétt að upp- lýsa að umrædd skýrsla var sér- stakleg send „milliþinganefnd" um húsnæðismál í febrúar 1986. í henni eiga sæti fulltrúar allra þingflokkanna. Skýrslan hefur því verið til umfjöllunar í nefnd- inni frá þeim tíma. Því má bæta við að öllum skýrslum sem nefnd Stefáns Ingólfssonar lét frá sér fara hefur verið dreift til „milli- þinganefndarinnar“. Augljóst er að félagsmálaráð- herra er hér hafður fyrir rangri sök í grein Sigurðar Á. Friðþjófs- sonar.“ Virðingarfyllst, Gylfi Kristinsson, ritari „milliþinganefndar“ um húsnæðismál. Fiskeldi Tryggingar samræmdar Erlendis hefur fiskeldi þótt áhættusamur rekstur og endur- tryggingamarkaðir þar því afar takmarkaðir sem leitt hefur til þess að iðgjöld fiskeldistrygginga hafa verið afar há hér á landi og skilmálar þröngir, þar sem ís- lensk tryggingafélög, sem slíkar tryggingar hafa annast, hafa endurtryggt erlendis. Til að bæta hér úr, hafa 6 ís- lensk tryggingafélög stofnað með sér Samsteypu íslenskra fiskeldis- trygginga og hyggst Samsteypan dreifa áhættunni af slíkum trygg- ingum hér innanlands og draga úr þörfinni fyrir erlendar endur- tryggingar og lækka þannig ið- gjöld, samræma skilmála og vinna að því að aðildarfélögin hafi ávallt fyllstu tölulegar upp- lýsingar á takteinum. Stjórn Samsteypunnar skipa: Einar Sveinsson frá Sjóvá, Ólafur B. Thors frá Almennum Tryggingum og Gísli Ö. Lárusson frá Reykvískri Endurtryggingu og varastjóm skipa þeir Ingi R. Helgason frá Brunabótafélaginu og Gísli Ólafsson frá Trygginga- miðstöðinni. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Félagsstarf aldraðra hjá Reykjavíkurborg Félags- og tómstundastarf aldraðra hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir eftir forstöðumanni í Furugerði 1. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu í félagsmálum. Laun skv. kjarasamningum starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Staðan er 50% og vinnutími frá 13.00-17.00. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar. Upplýsingar gefur Anna Þrúður Þorkelsdóttir í síma 36040 eða 39225. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Útboð - gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í lagnir og jarð- vinnu við Suðurvang í Hafnarfirði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6 gegn 5 þús. kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. febrúar n.k. kl. 11 f.h. Bæjarverkfræðingur A iS&'J Fóstrur - starfsfólk Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsireftirtaldar stöður á dagvistarstofnunum bæjarins lausar til umsóknar: Fóstru eða starfsfólk við uppeldisstörf að dag- vistarheimilinu Marbakka. Upplýsingar gefur for- stöðumaður í síma 641112. Fóstru eða starfsfólk við uppeldisstörf á dag- vistarheimilinu Grænatúni. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 46580. Fóstru eða starfsfólk við uppeldisstörf á skóla- dagheimilinu Dalbrekku. Upplýsingar gefur for- stöðumaður í síma 41750. Fóstru eða starfsfólk við uppeldisstörf á leik- skólann Fögrubrekku. Upplýsingar gefur for- stöðumaður í síma 425660. Einnig eru lausar stöður fóstra eða starfsfólks við uppeldisstörf á dagvistarheimilum bæjarins. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Félagsmálastjóri Kópavogs , 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.