Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.01.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR Farmenn Egilsstaðir Ný flug- braut Ríkisstjórnin skiptir um skoðun ftríkisstjórnarfundi í gær var samþykkt a 8 Matthías Bjarna- son samgöngumálaráðherra legði fram á alþingi stjórnarfrumvarp um að taka 60 milljóna króna er- lent lán til að leggja nýja flug- hraut á Egilsstaðaflugvelli. Egilsstaðaflugvöllur hefur ver- ið í hörmulegu standi alllanga hríð, og meira og minna lokaður í þíðunum í vetur. Mjög var reynt að fá fé til flug- vallarins við fjárlagaumræðu fyrir jól, en þá felldu stjórnarlið- ar meðal annars tillögu frá Austfj arðaþingmönnunum Helga Seljan og Hjörleifi Gutt- ormssyni fé til flugbrautar og einnig varatillögu um 5 milljón króna fjárveitingu til nauðsynleg- ustu lagfæringa. -m Gengið Krónan hækkuð Ríkisstjórnin ákvað í gær að fengnum tillögum Seðla- bankastjóra að hækka krónuna lítillega í dag með því að breyta gengisviðmiðunum. Ástæða breytinganna er fall dollarans semennhelduráfram, þótt hægar fari en áður. Dollara- fallið hefur lækkað krónuna mið- að við aðra gjaldmiðla og gert fastgengisstefnu erfitt fyrir. í gær var ákveðið að hætta að miða við svokallaða viðskiptavog, þar sem vægi hvers gjaldmiðils miðast við viðskipta íslendinga við viðkom- andi þjóð, og er í staðinn miðað við myntvog. Þetta dregur úr áhrifum dollarafallsins á krónuna þannig að hún lækkar ekki eins mikið með dollaranum miðað við aðra gjaldmiðla. Búast má við að vegna breytinganna hækki krónan lítil- lega í dag gagnvart öllum öðrum gjaldmiðlum. -m Skák Stónnót í febrúar Tal, Kortsnoj ogfleiri stórmeistarar mæta til leiks Fjölmargir geysilega sterkir skákmeistarar munu taka þátt í IBM-mótinu sem hatdið verður í Reykjavík dagana 19. febrúar til 3. mars n.k. Meðal þeirra sem koma til leiks eru ekki ófrægari menn en Mikhail Tal fyrrum heimsmeistari og Viktor Korts- noj. Mótið, sem haldið er í tilefni af 20 ára afmæli IBM á íslandi, verður líklega sterkasta skákmót sem haldið hefur verið á íslandi og meðal sterkustu skákmóta í heiminum í ár. íslendingarnir Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartar- son, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson munu þar etja kappi við Ludimir Ljubovic, Nigel Short, Lajos Portisch, Jan Tim- man, Lev Polugaevsky og Simen Agdestein auk þeirra Tal og Kortsnojs. Meðalstig þessara skákmanna eru 2583 stig og mótið því í 14. styrkleikaflokki. SS Tilboð útgerðar of lágt Lítið miðaði ísamningaviðrœðumfarmanna og útgerðarmanna ígær. Guðmundur Hallvarðsson: Pó þeim áfanga náð að útgerðarmenn rœða nú kröfur sjómanna Lítil hreyfing var í samninga- viðræðum farmanna og útgerð- armanna í gærdag. Þó brá fyrir bjartsýnistóni í máli Guðmundar Hallvarðssonar formanni Sjó- mannafélags Reykjavíkur í sam- tali við Þjóðviljann eftir að fundi var slitið í gær, en hann sagði að útgerðarmenn væru nú komnir í að ræða kröfur sjómanna og sá áfangi væri góðs viti. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins virtist nokkuð svartsýnni, en að sögn hans hafa útgerðarmenn stillt farmönnum upp fyrir tveimur valkostum. Annars vegar er um að ræða hækkun sem grundvallast á ASÍ/ VSÍ samkomulaginu þar sem lág- markslaun eru 26.500 krónur. Þá er jafnframt gert ráð fyrir 6% hækkun á önnur laun. Útgerðar- menn eru ekki tilbúnir til þess að koma til móts við kröfu farmanna um hækkað yfirvinnuálag nema fyrir þá yfirvinnu sem er unnin eftir að 8 stunda vinnuskilum á dag er lokið, en á þá vinnu bjóða þeir 73% yfirvinnuálag. Hinn valkostur sjómanna, sagði Þórar- inn, er að fara þá leið að breyta vinnufyrirkomulaginu, en út- gerðarmenn kjósa að fara þá leiðina og segja þá leið geta stór- bætt kjör sjómanna vegna aukinnar hagræðingar sem slíkar breytingar myndu hafa í för með sér. „Þeirra er valið,“sagði Þór- arinn um þessa tvo valkosti. „Okkur þykir tilboð vinnu- veitenda enn of lágt,“ sagði Guð- mundur Hallvarðsson, en í gær höfðu farmenn lækkað lágmarks- launakröfu sína niður í 34 þúsund krónur. Þá sagði Guðmundur að farmenn vildu gjarnan vinna að breytingu á vinnurammanum, en Afmœli Versló tví- tugur Stórveisla ígær í gær hélt Nem- endafélag Verzlunarskóla íslands upp á 20 áraafmælisitt. í tilefni dagsins var boðið til veg- legrar afmælis- veislu í skólan- um,með þátt- töku nemenda úr öðrum fram- haldsskólum, grunnskólum, gömlum nem- endum V.í. og mörgumfleiri. Það er ekki ann- að aðsjáen að nemendur hafi vel kunnað að meta afmælis - tertumar. Mynd - E.Ól. Þaðvarþröngtá þingiviðtertuátiðí Verzlunarskólan- umígær Ríkisútvarpið Stöður auglýstar á kaffistofum að samningum um grunnkaup og yfirvinnuálag frágengnu. Vegna yfirlýsinga Vinnuveit- endasambandsins um 80 þúsund króna mánaðarlaun samkvæmt þeirra tilboði hafa farmenn sent frá sér tilkynningu þar sem segir að samkvæmt þessum útreikning- um sé gert ráð fyrir yfir 300 klukkustunda vinnu á mánuði. Þá hefur Kjararannsóknanefnd sent frá sér tikynningu þar sem segir að forsendur þær sem þessir útreikningar séu grundvallaðir á séu miðaðir við vinnutíma sjó- manna frá síðasta ári og því beri ekki að skoða útreikningana sem úrskurð um væntanlegar tekju- breytingar farmanna verði tilboð útgerðarmanna að samningi. Annar sáttafundur hefur verið boðaður klukkan 14 í dag. -K.ÓI. Skoðanakönnun DV D vinnur á A tapar Samkvœmt könnuninni virðist Alþýðuflokkurinn tapafylginu til Sjálfstæðisflokksins sem vinnurá. Rúm30% svarenda óráðnir Samkvæmt helstu niðurstöð- um skoðanakönnunar sem DV birti í gær hefur fylgi Alþ.flokks- ins minnkað frá fyrri könnun DV frá því í desember sl. og að því er virðist færst að mestu leyti yfir til Sjálfstæðisflokksins. Breyting- ar hjá öðrum flokkum eru óveru- legar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 19% (í des. 1986 26.4%) kjósa Alþýðuflokkinn, 17.8% (17%) Framsókn, 0.3% (0%) BJ, 39.9% (34.7%) Sjálfstæðis- flokkinn, Alþýðubandalagið 12%(13.4%), Kvennalistann 8.2% (7.1%) Flokk mannsins 1.2% (0.6%) og Stefán Valgeirs- son 1.7% (0.6%). Þess skal getið að 31.2% af heildarúrtakinu sem var 600 manns, voru óákveðnir, en sam- kvæmt könnunum Félagsvísinda- deildar Háskólans á þessum hópi, er tilhneigingin sú að hlut- fall þeirra sem kjósa Sjálfstæðis- flokkinn í hópi hinna óráðnu er minna en meðal þeirra sem gefa svar um ákveðinn flokk og hlut- fall þeirra sem kjósa aðra flokka hærra. 11.7% neituðu að svara í könnuninni. -K.Ól. Nýjar stöður Ríkisútvarpsins auglýstar á kaffistofum stofnunarinnar. Markús Örn Antonson: Ekki verið aðfjölga stöðum heldur verið að endurskipuleggja reksturinn Pað er ekki verið að fjölga stöð- um heldur einungis verið að ákveða hlutverkaskipti hjá fólki innan stofnunarinnar sem búið var að ráða til starfa, sagði Mark- ús Örn Antonsson útvarpsstjóri þegar hann var beðinn um að skýra hvers vegna þær fjórar stöður sem Ríkisútvarpið hefur nýlega auglýst til umsóknar hafi einungis verið auglýstar á kaffi- stofum stofnunarinnar en ekki opinberlega eins og lög kveða á um lausar stöður hjá hinu opin- bera. Markús sagði að deildarstjórar viðkomandi deilda, starfsmanna- stjóri eða framkvæmdastjóri hefðu allt eins getað skipað fólk í stöðurnar uppá eigin spýtur en það hefði þótt sjálfsögð tillitsemi að gefa starfsmönnum kost á að vita hvaða breytingar stæðu til og þá um leið að gefa þeim kost á því að gefa sig fram. Þær stöður sem um er að ræða eru staða fulltrúa framkvæmda- stjóra hljóðvarpsins, fulltrúa á tónlistardeild, staða dagskrárg- erðarmanns í léttri tónlist og starf dagskrárgerðarmanns á frétta- stofu hljóðvarps, en honum er ætlað að hafa umsjón með tveggja tíma „magasínþætti" síð- degis á virkum dögum. Um starf fulltrúa fram- kvæmdastjóra sóttu þrír, þau Bogi Ágústson fréttamaður Sjón- varpsins, Stefán Jóhann Hafstcin fréttaritari útvarpsins í Banda- ríkjunum og þriðji umsækjandi sem óskað hefur nafnleyndar. Umsóknirnar verða lagðar fyrir útvarpsráð nk. föstudag. -K.Ól. Bylgjan Svavar á beinni línu Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins verður á beinni línu á Bylgjunni í kvöld frá kl. 23-24. Hlustendum gefst þá kostur á að leggja spurningar fyrir Svavar um þau mál sem nú eru efst á baugi og kosningabaráttuna. Miðvikudagur 28. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.