Þjóðviljinn - 28.01.1987, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.01.1987, Qupperneq 6
Söfnun vegna jarðskjálftanna í El Salvador lýkur 6. febrú- ar. Framlög greiðist með gíró inn á reikn. 0303-26- 10401. El Salvador-nefndin Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin Aukavinna Okkur vantar fólk í áskriftarsöfnun fyrir Þjóðvilj- ann. Ágæt laun í boði fyrir röskar manneskjur. Upplýs- ingar í síma 681333 og 681663. MðÐVIUINN Sími 681333 AKUREYRINGAR - EYFIRÐINGAR Almennur fundur í Sjallanum fimmtudaginn 29. janúar n.k. kl. 21.00. Fundarefni: Opinber rekstur - fræðslu- og skólamál. Fundarstjóri: Gunnar Ragnars. Menntamálaráðuneytið SVERRIR HERMANNSSON Sonur okkar og bróðir Guðmundur Jökull Jensson lést af slysförum 15. janúar síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Flug- björgunarsveitina í Reykjavík. Valgerður Hallgrímsdóttir Jens A. Guðmundsson Margrét Jensdóttir Hallgrímur Jónas Jensson Laufey Jensdóttir Móðir okkar Anna Klemensdóttir Laufási við Laufásveg, Reykjavík andaöist 27. janúar í Hafnarbúðum. Fyrir hönd okkar systkinanna. Klemens Tryggvason Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúð við andlát og útför Ágústu Guðmundsdóttur Hafnarbrut 34, Neskaupstað Bjartmar Magnússon Gunnar Bjartmarsson Hulda Kolbeinsdótir og barnabörn BORGARMÁL Lýðræðishlutinn í borgarstjórn, Alþýðubandalag, Kvennalisti, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, lagði til að styrkur til hvítasunnumanna yrði lækkaður mjög, en styrkur Sjálfsbjargar hækkaður verulega á móti. Tillagan náði ekki fram að ganga fremur en aðrar tillögur minnihlutans við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Mynd E.ÓI. Borgarstjórn Um 100 fjárstyrkir Styrkveitingar borgarinnar til hinna ýmsu aðila skoðaðar. Ein breytingartillaga minnihlutans hlautnáð fyrir augum meirihlutans. Frávísunartillaga á styrk dl Afreksmannasjóðsfelld Borgarstjórn veitir árlega ýms- um aðilum styrki, bæði háa og lága. Þessar styrkveitingar skipta tugum, nema yfirleitt heldur lægri upphæð en sótt var um, stundum mun lægri upphæð og svo eru auðvitað þeir sem ekkert fá. í fjárhagsáætlun þessa árs er ekki brugðið út af venjunni. Þar er gert ráð fyrir styrkveitingum til tæplega 100 aðila, að upphæð allt frá nokkrum þúsundum króna og upp í milljónir. Hér er hvorki rúm né ástæða til þess að tíunda allar þessar styrkveitingar, en lítum á nokkrar: krónur Myndlistaskólinn í Rvk. 1.500.000 Hestamannafélagið Fákur 55.000 Úlfljótsvatnsráð 1.500.000 Bókasafn Dagsbrúnar 12.500 Ættfræðifólagið 200.000 MFA 250.000 Lúðrasveitir 420.000 Pólýfónkórinn 100.000 Leikbrúðuland 50.000 islenska hljómsveitin 260.000 Myndhöggvarafélagið 150.000 Alþýðuleikhúsið 200.000 Nýlistasafnið 120.000 Olympíunefnd islands 350.000 Taflfélag Reykjavíkur 550.000 ÍJþróttafélag fatlaðra 260.000 Osp, íþr.fél. þroskaheftra 65.000 Afreksmannasj. Rvk. 500.000 Hamrahlíðarkórinn 100.000 Nemendaleikhúsið 30.000 Vernd 500.000 Þingstúka Reykjav. 50.000 isl. ungtemplarar 100.000 Bandalag kvenna Rvík. 100.000 NRON 300.000 KFUMogKFUK 1.450.000 Samhjálp hvítas.manna 700.000 Samt. um kvennaathv. 1.000.000 Skátaheimili í Reykjavík 1.050.000 íbúasamtök Þingholtanna 12.000 Framfarafélag Seláss og Árbæjarhverfis 12.000 íbúasamtök Vesturbæjar 12.000 íbúasamtök Skuggahverfis 0 Félag einstæðra foreldra 1.520.000 Sjálfsbjörg 160.000 SÁÁ 600.000 Skjöldur 2.060.000 Risið 1.375.000 Þrepið 968.000 Sporið 916.000 Slysavarnadeildin Ingólfur 175.000 Flugbjörgunarsveitin 175.000 Hjálparsveit skáta 175.000 Kvennaráðgjöfin 25.000 Guðrún Nielsen, v/íþróttaiðkana aldraðra 30.000 Félag eldri borgara 350.000 Ingibjörg S. Gísladóttir Kvennalista lagði til að styrkur til Afreksmannasjóðs yrði felldur niður á sömu forsendu og tillögu um milljón í kvennarannsóknir var vísað frá þ.e.a.s. vegna þess að afreksmenn hafa fyrir löngu fengið formlegt jafnrétti til íþróttaiðkana á við aðra. Mynd Sig. Minnihlutinn í borgarstjórn gerði nokkrar breytingartillögur við þessar styrkveitingar við af- greiðslu fjárhagsáætlunar. Borg- arfulltrúar minnihlutans vildu hækka styrkveitingu til Leikbrúðulands upp í 100.000 krónur hækka styrk Alþýðuleik- hússins um 50.000, lækka styrk til Olympíunefndar um 230.000, lækka styrk til hvítasunnumanna um 500.000, hækka styrk til íbú- asamtaka upp í 18.000 og veita íbúasamtökum Skuggahverfis einnig styrk, hækka styrk Sjálfs- bjargar upp í 450.000 og veita Hlaðvarpanum 100.000 króna styrk. Þessar tillögur voru allar felldar. Auk þess lagði minnihlutinn til að einni milljón króna yrði veitt til rannsókna er gætu varpað ljósi á líf og starf reykvískra kvenna í tilefni af því að nú eru 80 ár liðin frá því konur fengu kosningarétt til bæjarstjórna. Tillögunni var vísað frá sem óþarfri og ósæm- andi, enda er það skoðun Sjálf- stæðisflokksins að konur hafi fyrir all löngu fengið raunveru- legt jafnrétti. í framhaldi af þeirri undarlegu uppákomu flutti Ingibjörg S. Gísladóttir Kvennalista frávísun- artillögu á styrkveitingu til Af- reksmannasjóðs, en hún var felld. Ingibjörg gat þess í tillögu- nni að afreksmenn hefðu fyrir all löngu fengið jafnrétti til íþrótta- iðkana í landinu og ættu því að geta stundað íþrótt sína án þess að til kæmi sérstakt framlag af almannafé. Tillagan væri því ástæðulaus, óþörf og jafnvel óviðeigandi. Þess verður þó að geta að ein tillaga minnihlutans var sam- þykkt, tillaga um að veita Guð- rúnu Nielsen styrk vegna íþrótta- iðkana aldraðra, alls 30 þúsund krónur. -gg Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi tUÓÐVIUINN Sfmi 681333 6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.