Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 1
Útvegsbankamálið
Framsóknarmem lúffa
Tillaga um að Útvegsbankinn verði endurreistur sem hlutafélagsbanki lögðfram á ríkisstjórnarfundi í
gær. Opnaðfyrir einkaaðila og erlentfjárrnagn. Framsókn samþykkir
Aríkisstjórnarfundi í gær var
lögð fram tillaga um lausn á
vanda Útvegsbanka íslands og
felst hún í því að bankinn verði
endurreistur sem hlutafélags-
banki. Tillagan var samþykkt á
þingflokksfundi Framsóknar-
flokksins í gær en þingflokks-
fundur Sjálfstæðisflokksins mun
taka afstöðu til tillögunnar í dag.
Samkvæmt tillögunni veröur
bankinn hlutafélagsbanki sem í
fyrstu verður að miklum meiri-
hluta í eigu ríkissjóðs en þegar
fram líða stundir er gert ráð fyrir
því að hlutur ríkissjóðs fari
minnkandi. Gert er ráð fyrir að
hlutaféð verði í fyrstu 800 miljón-
ir en hækki fljótlega um 200 milj-
ónir með sölu viðbótahlutafjár.
Er gert ráð fyrir að hlutabréf að
verðmæti 650 miljónir króna
verði í upphafi í eigu ríkissjóðs,
150 í eigu Fiskveiðisjóðs og
hlutabréf að verðmæti 200 milj-
ónir verði seld á frjálsum mark-
aði. Þá er ákvæði um það að allt
að fjórðungur hlutafjárins megi
vera í eigu erlendra aðila.
Páll Pétursson formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins
sagði í samtali við Þjóðviljann að
það væru nokkur atriði í tillög-
unni sem hann ætti erfitt með að
sætta sig við. T.d. vildi hann
gjarnan hafa ákvæði í samkomu-
laginu sem tryggðu að bankinn
yrði smám saman færður í eigu
ríkisins og jafnframt væri hann
ekki sáttur við það að fjórðungur
hlutafjárins yrði í eigu erlendra
aðila. Aðspurður um hvort sam-
þykki Framsóknarmanna á til-
lögunni væri þá ekki fyrst og
fremst sigur fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn sagði Páll að hann hefði
ekki ástæðu til þess að ætla það
því hún væri ekki í samræmi við
upphaflegar hugmyndir Sjálf-
stæðisflokksins um hlutafjár-
banka. „Ég tel þessa lausn heppi-
lega í fyrsta lagi vegna þess að
Búnaðarbankinn verður varð-
Vinnuveitendasambandið
Dagsbnín fyrir dóm
VSI villfá úrskurð Félagsdóms um lögmœti samúðar-
verkfallsins. Guðmundur J.: Veldurengum
áhyggjum
Vinnuveitendasambandið hef-
ur tekið ákvörðun um að
kæra til Félagsdóms boðað sam-
úðarverkfall Dagsbrúnar vegna
verkfalls farmanna og verður
stefnan lögð fram í dag eða á
morgun.
Samúðarverkfall Dagsbrúnar
felst í því að losa ekki erlend
leiguskip eða leiguskip með er-
lendum áhöfnum hér við land og
hefst á fimmtudag í næstu viku.
Þórarinn V. Þórarinsson sagði að
rétt væri að láta reyna á það hvort
þetta sé löglegt og teldi VSÍ af-
skaplega óeðlilegt ef svo væri.
„Þetta veldur okkur engum
áhyggjum. Við sofum alla vegana
vel á næturnar,“ sagði Guðmund-
ur J. Guðmundsson formaður
Dagsbrúnar um ákvörðun VSÍ.
-K.ÓI.
Sjálfstœðisflokkurinn
Albert gefin grið
D-listinn einróma samþykktur áfulltrúaráðs-
fundi ígœrkvöldi. Heimdellingarfá varaþing-
mann gegn því að láta afófriði
Örstuttur fundur fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í
gærkvöldi lýsti yfir fullu trausti á
Albert Guðmundsson iðnaðar-
ráðherra í efsta sæti D-listans og
samþykkti listann einróma. Tíu
efstu sætin verða því skipuð í
samræmi við úrslit prófkjörsins í
október.
Andstæðingar Alberts létu í
engu á sér bera á fundinum í gær.
Svo var einnig um þá sem haft
höfðu í hótunum við Ragnhildi
Helgadóttur heilbrigðisráðherra
vegna Borgarspítalamálsins.
Enda þótt tíu efstu í prófkjöri
hafi haldið sínu var þremur þeirra
sem á eftir komu í prófkjöri kippt
út af listanum. Kjörnefnd mun
ekkert samband hafa haft við þau
Ásgeir Hannes Eiríksson, Esther
Guðmundsdóttur og Bessý Jó-
hannesdóttur og ríkir mikil óá-
nægja meðal stuðningsmanna
þeirra með þá ákvörðun.
Hins vegar eiga ungliðarnir í
flokknum, þeir sem áður höfðu
hótað Albert illu, sinn fulltrúa á
listanum. Sigurbjörn Magnússon
hefurverið setturí 11. sæti listans
gegn því að Heimdellingar hættu
við tillöguflutning gegn Albert.
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir
varaformaður VR skipar 12. sæt-
ið.
-ÖS
veittur sem traustur og öflugur tryggjum um einhverja framtíð lögum þar sem hann hefur verið
ríkisbanki og í öðru lagi þá endur- að hann gegni því hlutverki sem burðarás," sagði Pétur.
reisum við Útvegsbankann og hann hefur gegnt í þeim byggðar- -K.ÓI.
Vélbáturinn Skúmur á strandstað við Hópsnesið í Grindavík í gærmorgun. Veður var heldur slæmt, hvassviðri og gekk á
með dimmum éljum. Búið er að koma línu í bátinn úr landi og verið að selflytja skipverja í land. Báturinn liqqur á allqrvttum
botni í fjöruborðinu.
Skúmsstrandið
Bara kaffi og vídeó
Björgunin tókst vel. Reynt að losa skipið í dag
Vélbáturinn Skúmur GK
strandaði við innsiglinguna í
Grindavíkurhöfn snemma í gær-
morgun. Báturinn var á útleið á
morgunflóðinu um sjöleytið þeg-
ar stýrið bilaði og var þá ekki að
sökum að spyrja.
Veður var sæmilegt og gott í
sjóinn svo skipið rak rólega að
landi.
Eftir að bátinn hafði tekið niðri
versnaði veðrið og gekk á með
dimmum éljum fram eftir degin-
um.
Ellefu skipverjar voru um borð
og voru aldrei í teljandi hættu
vegna óhappsins og eins og einn
björgunarmanna orðaði það:
„Ekkert mál, bara kaffi og ví-
deó“.
Björgunarsveitin Þorbjörn í
Grindavík kom á staðinn fljót-
lega eftir strandið og kom línu í
skipið um tíuleytið og var síðan
hafist handa við að flytja skip-
verja í björgunarstól í land og
tókst það svo vel að enginn vökn-
aði.
Sjö skipverja voru fluttir í land
en skipstjóri, stýrimaður og vél-
stjórar urðu eftir til að fylgjast
með skipinu og sögðust myndu
ganga í land á fjörunni.
Veður var orðið heldur slæmt,
hvasst og gekk á með éljum þegar
skipverjar voru ferjaðir í land.
Fjaran þar serri Skúmur strandaði
er fremur g/ýtt og lá skipið nokk-
uð. f morgun átti að reyna að
koma Skúmi á flot aftur.
-sá.