Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 5
■
",
■ 1111
■ . ,
; !;
■
í> »' ■ í * ' '
■■: :
iLil v i
W
m
Vólbáturinn Skúmur GK 22 á strandstað um ellefu leytið í gærmorgun. Stýri bátsins bilaði er hann var á siglingu ut ur
höfninni á flóðinu kl. 7 í gærmorgun og rak hann upp í fjöruna. Þegar myndin var tekin hafði fjarað undan bátnum og
björgunarsveitarmenn höfðu komið línu í hann og voru að flytja skipverja í land.
Strandið
Stýrið bilaði
Skúmur GK22 strandaði við Hópsnes í Grindavík ígœr-
morgun. Enginn skipverja var íteljandi lífshœttu
Vélbáturinn Skúmur GK
strandaði við innsiglinguna í
Grindavíkurhöfn snemma í gær-
morgun. Báturinn var á útleið á
morgunflóðinu um sjöleytið þeg-
ar stýrið bilaði og var þá ekki að
sökum að spyrja.
Veður var sæmilegt og gott í
sjóinn svo skipið rak rólega að
landi.
Eftir að bátinn hafði tekið niðri
versnaði veðrið og gekk á með
dimmum éljum fram eftir degin-
um.
Ellefu skipverjar voru um borð
og voru aldrei í teljandi hættu
Engin lífshætta
Stýrið bilaði og ekkert að gera
sagði Einar Dagbjartsson
skipverji á Skúmi
Við vorum aldrei í neinni lífs-
hættu sagði Einar Dagbjartsson
skipverji á Skúmi.
Við vorum á leið út á flóðinu í
morgun um sjöleytið þegar stýrið
bilaði og þegar skipið var orðið
stjórnlaust var ekkert hægt að
gera að neinu ráði. Okkurrak svo
hér upp í fjöruna. Veðrið var
allgott þegar þetta gerðist og
fremur gott í sjóinn svo þetta
gekk allt fremur rólega fyrir sig.
Skipstjórinn, stýrimaðurinn og
vélstjórarnir ætla að vera áfram
um borð og fylgjast með skipinu.
Ætli þeir gangi ekki niður stigann
og síðan þurrum fótum í land á
fjörunni,“ sagði Einar Dagbjarts-
son að lokum.
-sá
vegna óhappsins og eins og einn
björgunarmanna orðaði það:
„Ekkert mál, bara kaffi og ví-
deó“.
Björgunarsveitin Þorbjörn í
Grindavík kom á staðinn fljót-
lega eftir strandið og kom línu í
skipið um tíuleytið og var síðan
Einn skipverjanna af Skúmi GK 22
dreginn í land í björgunstóli af björg-
unarsveitarmönnum. 11 skipverjar
voru um borð er skipið strandaði og
var 7 bjargað í land en fjórðir urðu eftir
til að gæta skipsins. Eins og sést á
myndinni hafði fjarað mikið undan því
þegar myndin var tekin um ellefu
leytið í gær.
hafist handa við að flytja skip-
verja í björgunarstól í land og
tókst það svo vel að enginn vökn-
aði.
Sjö skipverja voru fluttir í land
en skipstjóri, stýrimaður og vél-
stjórar urðu eftir til að fylgjast
með skipinu og sögðust myndu
ganga í land á fjörunni.
Veður var orðið heldur slæmt,
hvasst og gekk á með éljum þegar
skipverjar voru ferjaðir í land.
Fjaran þar sem Skúmur strandaði
er fremur grýtt og lá skipið nokk-
uð eins og sést á myndunum.
-sá.
Veröur að reyna að ná
honum á flot fljótt
Hætta á aö Skúm dagi uppi í ^
fjörunni |
„Það var stórstraumsflóð í
fyrradag svo sjávarborð fer lækk-
andi og því liggur mjög á að reyna
að ná Skúmi út á næsta flóði,“
sagði einn björgunarsveitar-
manna í Grindavík.
„Það er vonandi að veðrið
verði eitthvað skárra og það
gangi að draga hann út á flóðinu í
kvöld því annars er hætt við að
hann dagi uppi þarna í fjörunni,“
sagði annar.
Fjaran þar sem Skúmur liggur
er nokkuð grýtt og því hætt við að
hann skemmist meir en orðið er
ef hann liggur þarna áfram, en
sæmilega greiðfært er að honum
með vinnuvélar til að liðka til
með björgun hans.
-sá
Aðstæður á strandstað voru allgóðar og björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík
átti auðvelt með að athafna sig. Skipverjar voru aldrei í teljandi hættu og má
teljast lán að skipið var ekki komið lengra út þegar stýrið bilaði.
Miðvikudagur 4. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5