Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 12
ORÐ IEYRA Norðri, Suðri og Vestri skrifa: Friðarboðskapur Mattheusar: Kjamorkuvopnalaust svæði frá Kúagerði til Vladivostok Pau ánægjulegu tíðindi hafa nú gerst, að sú friðar- og afvopnun- arstefna, sem íslenska ríkis- stjórnin hefur barist fyrir undan- farin fjögur ár, er nú farin að bera ávöxt - Atlantshafsbandalagið hefur fallið frá þeirri fyrirætlan sinni að breyta Sauðárkróki í herflugvöll. Þetta mál er þó ekki alveg komið í höfn, því að enn munu nokkrir helstu haukarnir í N ATÓ eiga erfitt með að sætta sig við hina miskunnarlausu friðarstefnu ísienska utanríkisráðherrans, og vilja því enn standa fast við þá áætlun að byggja heljarmikinn flugvöll á Króknum, að vísu ekki herflugvöll heldur fyrst og fremst öryggisflugvöll til notkunar í hríð eða þoku, þegar erfitt er að finna Keflavík eða Reykjavík á kort- inu. En menn hafa það engu að séuð hættir við að breyta Sauðár- króki í herflugvöl?" Sveinn Dúfa: „Friður sé með þér og þínum, Haukur minn. Já, ég get fyrir mitt leyti staðfest þá hugarfarsbreytingu sem orðin er hér á bæ fyrir tilstilli friðarpostul- ans íslenska hans Mattheusar, fyrirgefðu Matthíasar Mathie- sen.“ Frétta-Haukur: „Hvernig stendur á þessari hugarfars- breytingu?" Sveinn Dúfa: „Ja, nú vefst mér tunga um höfuð, Haukur minn, þegar ég á að reyna að lýsa þess- ari stórkostlegu uppljómun sem friðarkenningar utanríkisráðherrans ykkar hafa verið mér og öðrum gömlum stríðsjálkum hérna hjá NATÓ.“ Frétta-Haukur: „Ég á nú við - bara svona í stórum dráttum..." Hætt við að breyta Sauðárkróki í herflugvöll, en NATÓ gerir Krókinn að vinabæ sínum, og setur nokkrar litlar ratsjár með skeiðvöll umhverfis. Gen. Swain Pidgeon - Sveinn Dúfa hershöfðingi. síður eftir NATÓ-hershöfðingj- anum Swain Pidgeon - Sveini Dúfu - að allt fyrra tal um hern- aðarmannvirki heyri nú sögunni til, enda hafi friðar- og afvopnun- arviðleitni íslenska utanríkis- ráðherrans náð að snerta við- kvæma strengi í brjóstum hinnna herskáustu aðila. Swain Pidgeon hershöfðingi staðfesti þetta í samtali við blað- ið. Frétta-Haukur: „Er þetta satt, sem maður er að heyra að þið Sveinn Dúfa: „Kæri vinur, það er ekki nema sjálfsagt að reyna. Par er fyrst til máls að taka, að menn hér í aðalstöðvunum fóru að veita orðum þessa íslenska stjórnvitrings athygli, þegar farið var að bera á útbreiddu rugli um Norðurlönd sem kjarnorku- vopnalaust svæði. Vinstri menn á Norðurlöndum, kommapakk og kratalýður - að Jóni Baldvin undanskildum - voru farnir að rausa um það í tíma og ótíma, að Norðurlöndin ættu að gerast nokkurs konar félagsskítur í þeirri nútímalegu kjarna- uppbyggingu sem nú á sér stað um allan heim mannkyni til bless- unar á móti Rússum. Og við hérna í aðalstöðvunum héldum að þessir friðargasprarar væru að gera okkur heimaskíts- mát með því að draga sig út úr leiknum, þegar okkur barst óvæntur liðsauki úr norðri: Utan- ríkisráðherra íslendinga lýsir því yfir, að hann láti ekki narra sig til að taka þátt í svona smáaðgerð- um. Annaðhvort vilji hann mik- inn frið eða engan. Ekkert röfl um lófastórar friðarspildur eins og Norðurlönd - heldur heimtar hann, að myndarlegt svæði allt frá því rétt austan við Keflavík og sem leið liggur til Vladivostok sé friðlýst og kjarnorkuvopnalaust. Petta er maður að okkar skapi. Engum hér á bæ hafði svo mikið sem dottið í hug að brydda upp á þessari lausn mála, þótt við höf- um alla tíð vitað að kjarnorku- vopnalaust Rússland sé einai friðarvon mannkynsins. Nema hvað þessi afstaða ís- lenska ráðherrans vekur al- heimsathygli og er nú kölluð „Mattheusarkenningin" og á vax- andi fylgi að fagna.“ Frétta-Haukur: „Já, en hvar kemur herflugvöllurinn á Sauðárkróki inn í þetta mál?“ Sveinn Dúfa: „Hann kemur eiginlega alls ekkert inn í þetta mál.“ Frétta-Haukur: „Nú, svo þið ætlið þá að gera Skagafjörðinn að hernaðarsvæði? Hvað gera bændur þá? Og hvað verður um hrossin?“ Sveinn Dúfa: „Þetta á sér dáld- inn aðdraganda. Þannig er að Friðarboðskapur Mattheusar vakti það mikla hrifningu til að byrja með, að ákveðið var að leyfa ráðherranum að velja sér eitthvað í verðlaun fyrir hug- myndina, og hann valdi að biðja Kanann um að kaupa af sér nokkra skrokka af lambaketi - það þýðir ekki að spyrja mig af hverju - en það klúðraðist allt saman, því að þessi rumpulýður á Vellinum strækar á að éta kind- aket, jafnvel í þeim tilgangi að bjarga áliti Bandaríkjanna meðal íslendinga. Nú en gott og vel, eitthvað urðum við að gera fyrir ráðherrann. Ekki var hægt að auka framkvæmdirnar, því að við erum einmitt að byggja flugstöð og olíubirgðastöð og radarstöðv- ar og allan fjandann og mokum peningum inn í landið, svo að þeir í fulltrúadeildinni í Washing- ton eru farnir að ybba sig. Þá loksins datt einhverjum í hug að byggja herflugvöll á Sauðárkróki frekar en ekki neitt, því að í næsta stríði verður mikið um að vera á Króknum. En þegar allir eru búnir að samþykkja þetta þá er Friðarboðskapur Mattheusar orðinn svo útbreiddur að menn telja ekki lengur neina þörf á herflugvelli, hvorki á Króknum né annars staðar. Og hvað er þá hægt að gera? Hvað heldur þú?“ Frétta-Haukur: „Ég veit það ekki.“ Sveinn Dúfa: „Nei, ég veit þú getur aldrei upp á því: NATÓ gerir Krókinn að vinabæ sínum. Við sleppum þessari flugvallar- dellu og leggjum í staðinn svold- inn pening í Steinullarverksmiðj- una og kannski smáradarstöð í Drangey og stóran skeiðvöll þarna kringum flugvöllinn, þar sem ef til vill væri hægt að lenda á kjarnorkuvopnalausum herflug- vélum, ef til ófriðar kæmi og þurfa þætti, sem við auðvitað vonum og vitum að alls ekki verð- ur. Þannig er það nú í pottinn búið.“ Frétta-Haukur: „Þannig að allt tal um herflugvöll á Sauðárkróki er úr lausu lofti gripið." Sveinn Dúfa: „Já, það má eiginlega segja það. Éftir að friðarkenning Mattheusar um kjarnorkuvopnalaust svæði frá Kúagerði til Vladivostok er orðin að veruleika er engin þörf á frek- ari hernaðarmannvirkjum og NATÓ mun í vaxandi mæli snúa sér að öðrum mannúðarmálum.“ Frétta-Haukur: „Eins og hverjum.“ Sveinn Dúfa: „Það hefur til dæmis komið til tals að létta eitthvað undir með þessum geð- uga borgarstjóra í Reykjavík. Hvað heitir hann nú aftur? Öliver Hardy?" Frétta-Haukur: „Nei, Davíð Oddsson.“ Sveinn Dúfa: „Já, alveg rétt. Það væri ekki nema sjálfsagt að hjálpa honum að byggja fáein dagheimili, svo að hann sé laus við þessar leiðinlegu kröfu- göngur hysterískra foreldra, sem eru alltaf að heimta meira og meira af honum, þrátt fyrir þessa indælu flugeldasýningu sem hann ku hafa haldið þeim í góðu veðri í fyrrasumar. Svoleiðis mönnum viljum við hjálpa, og okkur hefur meira að segja dottið í hug að bjóða honum að skipta á Kefla- víkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli, því að okk- ur skilst að þetta innanlandsflug sé að verða til vandræða í höfuð- borginni." Frétta-Haukur: „Þið eruð sem sé með ýmsar ráðagerðir um að hjálpa íslendingum." Sveinn Dúfa: „Þessi yndislega þjóð hefur verið okkur mjög eft- irlát og það viljum við launa eftir megni. Ekki síst meðan þjóðin ber gæfu til að velja sér forustu- menn sem búa til friðarkenning- ar, sem vekja athygli um gervalla heimsbyggðina eins og Mr. Mathiesen. Við viljum allt fyrir ykkur gera - nema éta lamba- ket.“ Frétta-Haukur: „En ef Friðar- boðskapur Mattheusar, eða hvað þið nú kallið þetta, hefur gert öll hernaðarumsvif óþörf - afhverju pakkið þið þá ekki saman öllu draslinu á íslandi og farið heim?“ Sveinn Dúfa: „Þetta er afskap- lega góð spurning, Haukur, af- skaplega góð spurning. En ég má því miður ekki segja þér svarið við henni.“ Frétta-Haukur: „Af hverju ekki?“ Sveinn Dúfa: „Af því að það er hernaðarleyndarmál. MINNISATRIÐI I KOSNINGABARÁTTU Fyrírtækin hér og í Banda- ríkjunum Fyrirtækin hér á landi borga um 2,4% af heildartekjum rík- issjóðs, en í Bandaríkjunum er sambæriieg tala 7,1 %. Nú- verandi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur létt sköttum stórkostlega af fyrir- tækjum: Fyrirtæki í Bandaríkj- unum borga hærri skatta en fyrirtæki á íslandi miðað við tekjur ríkissjóðs. Blikkiöjan1 Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 Er ekki tilvalið aðgerast áskrifandi? OÐVILJINN Sími 681333 uðonuiini Höfuðmálgagn stjómarandstöðunnar Áskriftarsími (91)68 13 33 Móðir okkar Anna Klemensdóttir Laufási við Laufásveg, Reykjavík verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afbeðin. Þeim, sem vildu minn- ast hennar, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd okkar systkinanna, Klemens Tryggvason 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.