Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
Flugleiðamótið
„Þetta átti ekkert
skylt við handbolta!“
Átta marka sigur í einkennilegum leik á Akureyri
„Ég held að við ættum að
gleyma þessum leik sem fyrst,
þetta átti ekkert skylt við hand-
knattleik,“ sagði Akureyringur-
inn í íslenska landsliðinu, Alfreð
Gíslason, eftir sigurinn á Alsír,
19-11, á Akureyri í gærkvöldi.
Já, leikur þjóðanna var ekki
Akureyri 3. febrúar
ísland (7) 19
Alsír (3) 11
0-1, 4-1, 5-2, 6-3, 7-3 - 8-4, 8-7,
9-7, 9-8, 11-8,11 -9, 16-9, 17-10,17-
11, 19-11.
Kristján Arason - 7(2v) mörk
úr 8 skotum, allt í síðari hálfleik.
Páll Ólafsson - 3 mörk úr 4
skotum, 2 sendingar gáfu mark,
fiskaði eitt víti, tapaði bolta
þrisvar.
Bjarni Guðmundsson - 3 mörk
úr 5 skotum, tapaði bolta tvisvar.
Alfreð Gíslason - 2(2v) mörk
úr 4 skotum, tapaði bolta einu
sinni.
Atli Hilmarsson - 1 mark úr 2
skotum, 2 sendingar gáfu mörk.
Geir Sveinsson - 1 mark úr 1
skoti. Tapaði bolta einu sinni.
Guðmundur Guðmundsson -1
mark úr 4 skotum, ein sending
gaf mark.
Jakob Sigurðsson -1 mark úr 1
skoti, tapaði bolta einu sinni.
Þorgils Óttar Mathiesen - ekk-
ert mark úr einu skoti, fiskaði eitt
víti, mikið hvfldur.
Sigurður Sveinsson - tapaði
bolta einu sinni, lék lítið.
Kristján Sigmundsson lék í
markinu 54 mínútur og varði 8
skot.
Brynjar Kvaran lék í markinu í
6 mínútur og varði 4 skot, þar af
eitt víti.
Mörk Alsír: Djeffal 4(1 v), Djema3,
Belhocrine 2, Bouchekriou 1,
Mohammed-Seghir 1.
Brottvísanfr: Alfreð 2 mín., Bjarni
2 mín., Boudrali 2 mín., Djema2 mín.,
Benmaghsoula 2 mín.
Dómarar: Andersen og Jensen frá
Danmörku, slakir.
í kvöld: Laugardalshöll - ísland
21-Alsír kl. 19 og Ísland-Sviss kl.
20-45' -K&H/Akureyri
mikið fyrir augað og einkenndist
af mistökum á báða bóga. ís-
lensku leikmennirnir voru ó-
styrkir gegn hinni sérstæðu vörn
Alsírbúa sem sótti að þeim framá
miðjan völl þegar mest gekk á.
„Það er ekki hægt að setja upp
nein kerfi, við urðum að spila
frjálst og treysta á einstaklings-
framtakið. En það er gott að spila
hérna á Akureyri þótt
stemmningin sé meiri í Reykja-
vik, enda fleiri áhorfendur þar,“
sagði Alfreð. Samt var sett áhorf-
endamet í íþróttahöllinni í gær-
kvöldi, 1504 greiddu aðgangs-
eyri.
Eftir að ísland hafði byrjað vel
og komist í 4-2 hrökk allt í baklás
hjá báðum liðum og ekkert var
skorað í 12 mínútur. Hálfleikstöl-
urnar voru enda lágar, 7-3. Það
var eins og íslensku leikmennina
skorti einbeitingu og tækju
leikinn ekki nógu alvarlega á
köflum og það hefndi sín þegar
Alsír minnkaði muninn í 9-8. En
þá kom besti kaflinn, Kristján
Arason skoraði 5 mörk á stuttum
tíma og ísland komst í 16-9 - eftir
það formsatriði að klára leikinn.
„Flugið hingað til Akureyrar
var erfltt, sérstaklega lendingin,
og það kom niður á leikmönnum,
Jjeir höfðu ekki næga einbeitingu.
Það leið of stuttur tími frá lend-
ingu tU leiks. Leikurinn var mjög
erfiður, að mörgu leyti svipaður
leiknum við Suður-Kóreu í Sviss í
fyrra. Það er erfitt að ráða við
svona vörn en samt áttum við
möguleika á stærri sigri. En
leikurinn við Sviss annað kvöld er
sá sem mestu máli skiptir,“ sagði
Bogdan Kowalczyck, landsliðs-
þjálfari íslands, í samtali við
Þjóðviljann.
íslensku skyttunum gekk mjög
illa að athafna sig í leiknum og
besta dæmið um það er að liðið
skoraði aðeins 3 mörk utanaf
velli í leiknum. Hin komu flest úr
hraðaupphlaupum, gegnumbrot-
um og vítaköstum. Þeir sem
stóðu sig best í íslenska liðinu
voru Kristján Sigmundsson í
markinu, Geir Sveinsson í vörn-
inni og Kristján Arason í sókn-
inni í seinni hálfleiknum. Bestur
Alsírbúa var markvörðurinn
Kamel Ouchia sem varði mjög
vel en annars er lið þeirra ekki
beysið og íslenska vörnin átti
ekki í miklum vandræðum með
halda sóknarleik þeirra í
skefjum. -K&H/Akureyri
Skíði
Annað gull Maríu
Maria Walliser frá Sviss fékk hiotið fimm af sex gullverð-
sín önnur gullverðlaun á launum sem veitt hafa verið á
heimsmeistaramótinu í alpa- mótinu til þessa og 4 af 6 silfur-
greinum þegar hún sigraði í risa- verðlaunum!
svigi kvenna í Crans-Montana í í dag verður keppt í stórsvigi
gær. karla í Crans-Montana og þar
verður Daníel Hilmarsson frá
Michela Figini fra Sviss varð Dalvíkmeðalkeppenda. Hanner
önnur og Mateja Svet frá Júgó- ejnj íslendingurinn á þessu móti.
slavíu þrioja. Sviss hefur nu -VS/Reuter
Reykjavíkurmótið
Leiknir með í
fyrsta skipti
Tillaga Fram þess efnis samþykkt
Kraftlyftingar
Tveir frá
Englandi
Setjast jafnvel
að hér á landi
Tveir öflugir Englendingar
verða meðal þátttakenda á Ung-
lingameistaramóti Islands sem
haidið verður á laugardaginn í
Garðaskóla í Garðabæ. Það eru
Trevor Hubble, Evrópumeistari
unglinga í 100 kg flokki og Neil
Jones, Evrópu- og heimsmeistari
unglinga í 125 kg flokki.
Þeir félagar eru komnir hingað
til lands til að skoða aðstæður og
ætla jafnvel að setjast hér að því
mikið atvinnuleysi er á heima-
slóðum þeirra.
Af íslenskum keppendum á
mótinu ber hæst Torfa Ólafsson,
heimsmeistara unglinga í þyngsta
flokknum.
-VS
Leiknir verður í ár þátttakandi
í Reykjavíkurmóti meistara-
flokks í knattspyrnu, í fyrsta
skipti. Hingað til hafa félög þurft
að vinna Reykjavíkurmót 1.
flokks til að fá keppnisrétt í
meistaraflokksmótinu en í Ijós
kom að engin regla sagði til um
það - aðeins gömul hefð.
Og Leiknismönnum barst
óvæntur liðsauki því það voru
Framarar sem lögðu fram tillögu
þess efnis að Leiknir yrði með og
hún var samþykkt.
Reykjavíkurmótið hefst nú
þann 24. mars og í A-riðli eru
Leiknir, Fram, KR, Fylkir og
Þróttur. í B-riðli eru Valur, Vík-
ingur, Ármann og ÍR.
-vs
25. leikvika
Aston Villa-Q.P.R............................. 1x1x111
Charlton-Manch.Utd............................ 2 2 2 2 x 2 2
Chelsea-Sheff.Wed............................. 1 x x 1 2 x x
Leicester-Wimbledon........................... x 1 1 x x 1 1
Newcastle-Luton............................... 1112 112
Brighton-Sunderland........................... x 1 x 1 1 1 1
Derby Co.-Birmingham................................... 1111111
Hull-Oldham................................... x 2 2 2 x 2 2
Ipswich-Portsmouth............................ 2 1x1 1x2
Reading-Plymouth....................................... 2x1x122
Sheffield Utd-Leeds........................... x 1 1 1 2 x 1
Stoke-Crystal Palace.................................. 1111111
í fjölmiðlakeppninni er Byigjan með 116 leiki rétta, Tíminn 111, DV
111, Morgunblaðið 110, Dagur 108, Þjóðviljinn 107 og Ríkisútvarpið
106.
Knattspyrna
PéturíKR!
Betri tœkifœri og KR stórhuga
Pétur Pétursson, landsliðs-
maður frá Akranesi, hefur
ákveðið að leika með KR í 1.
deildinni á næsta keppnistíma-
bili.
Pétur er einn kunnasti knatt-
spyrnumaður landsins. Hann
skoraði 36 mörk fyrir í A í 1. deild
á tveimur árum áður en hann
gerðist atvinnumaður hjá Feyen-
oord í Hollandi haustið 1978. Síð-
an hefur hann leikið með Ander-
lecht og Antwerpen í Belgíu og
Hercules á Spáni. í ágúst sl. gekk
hann til liðs við ÍA, lék síðustu 5
leikina í 1. deild og skoraði í þeim
3 mörk. Hann gerði 3 til viðbótar
í bikarkeppninni, tvö þeirra í úr-
slitaleiknum þegar í A vann Fram
2-1.
Pétur tilgreinir þær ástæður
helstar fyrir félagaskiptunum í
samtali við Skagablaðið í dag að
unnusta hans vilji búa í Reykja-
vík og að hann telji framtíðartæk-
ifæri sín meiri þar en á Akranesi.
Hann hafi valið KR framyfir
Fram þar sem KR-ingar séu stór-
huga og ætli sér titil á næsta
keppnistímabili.
-VS
Flugleiðamótið
Svissarar sterkari
Piltana í 21-árs landsliðinu
skorti herslumuninn til að stand-
ast Svisslendingum snúning í 2.
umferð Flugleiðamótsins á Akra-
nesi í gærkvöldi. Sviss sigraði 24-
19 og mætir íslenska landsliðinu í
hreinum úrslitaleik í Laugardals-
höllinni kl. 20.45 í kvöld.
Það vóg þungt á metunum að
íslensku piltarnir brenndu af fjór-
um vítaköstum í fyrri hálfleik en í
hléi var staðan 9-8, Sviss í hag.
Héðinn Gilsson lék mjög vel og
var markahæstur í íslenska liðinu
með 5 mörk. -VS
England
Leeds áfram
Leeds, Hull og Barnsley tryggðu sér
í gærkvöldi rétt til að leika í 5. umferð
bikarkeppninnar í knattspyrnu.
Lecds vann Swindon 2-1 úti, Hull
vann Swansea 1-0 úti og Barnsley
vann Aldershot 3-0 heima. í 1. deild
vann Southampton sigur á Coventry,
2-0. -VS/Reuter
Shotokan-karate
Kawasoe yfirkennari
Japaninn Sensei (=meistari)
Masao Kawasoe hefur verið ráð-
inn tæknilegur yfirkennari ís-
lensku Shotokan-félaganna. Þetta
er einhver mesti hvalreki á fjörur
íslenskra karatemanna því Kaw-
asoe er í hópi þekktari þjálfara í
heimi og er ríkisþjálfari í Bret-
landi, ferðast um og kennir.
Kawasoe var hér á landi um
helgina með æfingabúðir í Digra-
nesi í Kópavogi. Hann mun koma
hingað tvisvar eða þrisvar á ári,
næst um mánaðamótin maí/júní.
„Það er mjög mikilvægt að fá
yfirkennara til að mótuð sé á-
kveðin stefna. Við höfum verið
að fá ýmsa þjálfara sem kenna
mismunandi afbrigði af shotokan
en nú leggur Kawasoe línuna sem
farið verður eftir,“ sagði Karl
Gauti Hjaltason, formaður Kar-
atesambands íslands, í samtali
við Þjóðviljann í gær.
-VS
Blak
Víkingar fengu
sex færi á sigri!
En Próttur vann að lokum 3-2
Víkingar fengu sex tækifæri í
lok fjórðu hrinu til að tryggja sér
sigur á íslandsmeisturum Þróttar
í karladeildinni um síðustu helgi.
Staðan var 16-15, Víkingum í hag
og þeir 2-1 yfir í leiknum, og í
þeirri stöðu fóru þeir heilan
hring, án þess að ná stiginu sem
þurfti. Þróttur náði að sigra 18-
16 og vann síðan lokahrinuna 15-
3 og leikinn þar með 3-2.
ÍS beið óvæntan ósigur gegn
KA á Akureyri, 3-2, HK vann
furðu auðveldan sigur á Þrótti í
Neskaupstað, 3-0, og Fram vann
HSK örugglega á Laugarvatni, 3-
0. Staðan í karladeildinni er
þannig:
Þróttur R...........11 11 0 33-9 22
Fram................11 8 3 27-16 16
Víkingur.............11 7 4 25-15 14
HK..................11 6 5 21-19 12
IS..................10 5 5 20-22 10
KA..................11 3 8 18-27 6
Þróttur N...........11 3 8 18-30 6
HSK.................12 1 11 11-35 2
í kvennadeildinni vann ÍS ör-
uggan sigur á KA á Akureyri, 3-
0, en leik Þróttar R. og HK var
frestað.
-VS
Miðvikudagur 4. febrúar.1987 ÞJÓÐVILJINN- SÍÐA 15