Þjóðviljinn - 04.02.1987, Síða 13

Þjóðviljinn - 04.02.1987, Síða 13
Sovét Tengdasonur handtekinn Brésnéf-fólk í mótbyr Júrí Tsjúrbanof, tengdasonur Brésnéfs, hefur verið handtek- inn í Moskvu og er sakaður um spiilingu og mútuþægni. Tsjúrbanof, sem giftur er Ga- línu Brésnéfsdóttur, var fyrsti var- ainnanríkisráðherra á síðustu valdaárum gamla mannsins en var leystur frá því starfi 1984 og fengið annað ómerkara í ráðuneytinu. Á miðstjómarfundinum í síð- ustu viku gagnrýndi Gorbatsjof flokksleiðtogi siðræna hnignun á Brésnéf-ámnum og það meðal annars að til æðstu starfa hefði va- list óhæft fólk og misnotað að- stöðu sína. Brésnéf kom til ýmissa valda vinum sínum, ættmennum og vandamönnum en sól þeirra hefur hnignað mjög síðustu árin. Júrí sonur Brésnéfs variil dæmis orðinn fyrsti vararSðherra utan- ríkisviðskiptamála en var rekinn eftir lát föður síns og er nú ekkert um hann vitað. Leiðtogi Kabúl-stjórnarinnar, sem ýmist er kallaður Najib eða Njibullah. Skæruliðar reyna að magna and- stöðu við hann en utan landamæra eru menn ögn jákvæðari. Afganistan Tveir myrtir Genfarviðrœðum frestað um hálfan mánuð Moskvu - Tass-fréttastofan hefur sagt frá því að tveir hátt- settir afganskir stjórnarerind- rekar hafi verið myrtir á einni viku og telur að þar hafi skær- uliðar verið að verki. Sá fyrri var eitt fórnarlamba bílsprengju í Kabúl á fimmtudag, og sá síðari fannst látinn ásamt syni sínum um helgina. Þeir voru báðir formenn svokallaðra þjóð- arsáttanefnda í héruðum lands- ins, en þær voru settar á fót eftir að Kabúlstjórnin lýsti yfir vopna- hléi 15. janúar. Helstu skæruliða- samtök höfnuðu vopnahlénu og sögðust mundu virða það að vett- ugi, en stuðningsmenn þeirra í Pakistan og öðrum íslömskum ríkjum hafa sýnt friðartilraunum Kabúlmanna og Sovétleiðtoga meiri áhuga. Fyrirhugaðri viðræðulotu sendinefnda stjórnanna í Kabúl og Islamabad um miðjan mánuð hefur verið frestað til 25. febrúar. Viðræðurnar fara fram með milli- göngu embættismanna Samein- uðu þjóðanna. Til febrúarfund- anna hefur verið litið með nokk- urri eftirvæntingu, og er frestur- inn talinn vottur þess að aðilar séu að vinna sér tíma til að undir- búa fundinn, og telst frestunin í því ljósi vottur um að nú eigi að reyna að tala saman í alvöru. HEIMURINN Kjarnorkuvopn Sprengt íNevada Fyrsta tilraunasprengja ársins í Bandaríkjunum - Sovétmenn hérmeð hœttir tilraunahléi Washington - Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að sprengd hefði verið tæplega 20 kíló - tonna kjarnorkusprengja í til- raunaskyni í Nevada-eyði- mörkinni. Sprengt var um þrjú- leytið í gær, kl. 7.20 að staðar- tíma. Sovétinenn hafa haldið uppi einhliða tilraunahléi frá 6. ágúst, Hírósímadeginum, íhittifyrra, en sögðu fyrir áramót að þeir mundu hefja tilraunir aftur eftir að Bandaríkjamenn sprengdu fyrstu sprengju sína á þessu ári. Banda- ríkjastjórn hefur neitað að taka þátt í tilraunahléinu eða semja um tilraunabann, takmarkað eða algert, og segir að tilraunir séu nauðsynlegar til að viðhalda kjarnorkuveldinu. Kjarnorku- sprengingin í gær var hin tuttug- asta í Bandaríkjunum síðan So- vétmenn hættu. Almennt var álitið að sprengt yrði eftir tvo daga og var fjöldi kjarnorkuvopnaandstæðinga á leið að tilraunasvæðinu í Nevada. Þar og annarsstaðar í Bandaríkj- unum hefur undanfarið gengið á með mótmælum gegn væntan- legri sprengingu. Búast má við að Sovétmenn „svari“ sprengingunni í Nevada með tilraunasprengingu næstu daga eða vikur. Persaflóastríðið Irakar stöðva sóknina Áttunda eldflaugin á Bagdad á árinu. Arafat segir friðarumleitanir í gangi Washington/Kuwait ... - Tals- maður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins segir að írakar hafi nú um helgina sótt fram gegn írönum austur af Basra og haft nokkurn árangur. Víg- staðan sé þó svipuð og síð- ustu vikur. Þessi ummæli Bandaríkja- manna stangast nokkuð á við orð íraksforseta sem sagði að her sinn hefði brotið sókn írana á bak aftur með gagnárásunum. Hvor- ugur herinn virðist komast áfram á suðurvígstöðvunum um tíu kílómetra austan Basra, og írak- ar hafa meginhluta hers síns vest- an stöðuvatns sem þeir bjuggu til og kallað er Fiskvatn, Iranar austanmegin, og hafa tilraunir írana síðustu vikur til að brjóta sér leið norðan vatnsins og sunn- an mistekist, án þess að íraksher hafi komið andstæðingunum úr skotfæri við næststærstu borg í frak. Tíðindalaust á suðurvígstöðv- unum með gífurlegum mannfórnum, og ríkin halda áfram að eigast við í lofti. í gær var áttunda eldflugin send á Bag- dad á árinu og íraskar flugvélar svöruðu með árásum á bæi og borgir í íran, og fylgir mikið mannfall af almennum borgur- um. íranir hafa staðfastlega hafnað öllum áskorunum um vopnahlé og friðarviðræður, nú síðast frá leiðtogafundi íslamskra þjóða. Yassir Arafat leiðtogi Palestínu- manna sagði þó um helgina að „hljóðlátar tilraunir" væru í gangi til að stöðva deiluna áður en hún endaði með ósköpum. Slíkar til- raunir væru enn brýnni vegna er- lendra herskipa í Persaflóa, er haft eftir Arafat, og vísar hann þar til fimm skipa flota Banda- ríkjamanna í norðurhluta flóans. íranar hafa hótað að svara heiftarlega bandarískri íhlutun. ERLENDAR FRÉTTIR MÖRÐUR ÁRNASON ,/REUTER Albanía 99,999945% Eitt atkvæði ógilt í albönsku kosningunum Þótt hið lýðræðislega mið- stjórnarvald í alræði öreig- anna sé nokkuð farið að láta á sjá í Kreml bregðast ekki sjálf krosstrén hjá arftökum Hoxha í Albanska alþýðulýðveldinu. í fréttum frá albönsku frétt- astofunni Ata er skýrt frá úrs- litum í þingkosningum á sunnu- daginn. Einn frambjóðandi var í kjöri fyrir Flokkinn í hverju kjör- dæmi og komu önnur framboð ekki fram. Kosningaþátttaka var 100%, og greiddu 1.830.652 flokksframbjóðendum atkvæði sitt, en eitt atkvæði var ógilt. Frambjóðendur stjórnarflokks- ins fengu því 99,99945% at- kvæða. I síðustu kosningum árið 1983 var Jjátttaka einnig 100%, en þá greiddi einn kjósandi at- kvæði gegn flokksframbjóðanda. Thule Krafist eftirlitsnefndar Formaður annars grœnlensku stjórnarflokkanna gagnrýnir landstjórnar- formanninn og vill danskgrœnlenskt eftirlit með Thule-stöðinni Frá Gesti Guðmundssyni fréttaritara Þjóðviljans í Kaupmannahöfn: Þegar Grænlenska lands- þingið kemur saman í mars mun annar stjórnarflokkurinn þar, Inuit Ataquatigiit, krefjast þess að danska þingið og hið grænlenska myndi sameigin- lega eftirlitsnefnd sem fylgist grannt með öllu sem gerist á herstöðvunum á Grænlandi þar til þær hafa verið lagðar niður. Formaður flokksins, Arqaluk Lynge, gagnrýnir Jon- atan Motzfeldt formann landsstjórnarinnar harðlega fyrir linku i herstöðvarmálinu og andvaraleysi í þessu máli. Hann telur að Grænland verði stöðugt mikilvægara í áætlun- um Bandaríkjastjórnar um stjörnustríð og beitingu kjarn- orkuvopna og nýja radarkerfið sé einungis eitt dæmi af mörg- um. Lynge er húsnæðismálaráð- herra í stjórn Motzfeldts, sam- stjórn Inuit- og Siumut-flokk- anna. Danskir fjölmiðlar gagnrýna flestir danska utanríkisráðuneyt- ið fyrir að gleypa hráar þær upp- lýsingar sem Bandaríkjamenn hafa gefið um nýja ratsjárstöð í Thule á Grænlandi. Eins og fram hefur komið hafa fjölmargir óháðir sérfræðingar sett fram upplýsingar og rök sem benda til þess að við endurnýjun radar- kerfisins hafi Bandaríkjastjórn brotið svonefnt AGM samkomu- lag frá 1972. Herstjórn og ríkis- stjórn Bandaríkjanna hafa þver- skallast við þessari gagnrýni og dönsk yfirvöld hafa farið að dæmi þeirra. í síðustu viku setti meiri- Arqualuk Lynge, formaður Inuit Ata- quatiglit-flokksins: eftirlitsnefnd með Thule stöðinni. hluti utanríkisnefndar danska þingsins ofaní við ráðherra fyrir að hafa ekki framkvæmt sjálf- stætt mat á málinu og um helgina tóku öll helstu blöð Danmerkur undir þá gagnrýni. Ráðherra fékk einungis stuðning frá danska mogganum, Berlingske tidende, og frá Fynstiftes tidende sem pabbi ráðherrans stýrir. Þótt utanríkisráðherra hafi verið gagnrýndur harðlega af meirihluta utanríkisnefndar þingsins, er ekki búist við að meirihlutinn láti kné fylgja kviði. Kratar hafa ákveðið að hafa hægt um sig í málinu af ótta við að Schluter noti það sem tilefni til þess að rjúfa þing og efna til þing- kosninga. Kratar vilja ekki að þingkosningar snúist um varnar- og alþjóðamál heldur um efnahags- og kjaramál. Miðvikudagur 4. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.