Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þiómnuiNN Miðvikudagur 4. febrúar 1987 27. tölublað 52. örgangur ■ SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. mMæææa&VSSfiallssmzi Húsasmiðir Verkfall á mánudag Ég sé ekki annað en að það stefni í verkfall á mánudaginn komi ekkert alvöru tilboð frá við- semjendum okkar, sagði Krist- björn Árnason starfsmaður fé- lags húsgagnasmiða í samtali við Þjóðviljann í gær. Húsgagnasmiðir hafa boðað verkfall frá og með næsta mánu- degi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Viðræður hafa staðið yfir frá því snemma í vetur en engan árangur borið. Krafa smiðanna er að færa kauptaxta að greiddum launum, en atvinnu- rekendur hafa eingöngu boðið uppá ASWSÍ samningana. -Við höfum engan áhuga á þeim tölum sem þar er að finna. Við bíðum eftir því að farið verði að ræða um alvörutölur í þessum viðræðum, sagði Kristbjörn. -Ig- Farmenníútgerðarmenn Fundur ídag Ég held að það sé fullt tilefni til þess að láta á það reyna hvort hægt sé að halda áfram við- ræðum á þeirri braut sem nú liggur fyrir, sagði Þórarinn V. Þórarinsson um framhald samn- ingaviðræðna en í gær funduðu vinnuveitendur með sáttasemjara um nýtt tilboð farmanna. Fundur hefur verið boðaður í dag með deiluaðilum eftir 6 daga hlé. Skorts á ýmsum nauðsynjum er nú farið að gæta víðsvegar um landið. Mestar áhyggjur hafa ver- ið hafðar af saltskorti en eins og kunnugt er veittu farmenn und - anþágu til saltflutninga á Aust- firði. Nú hafa farmenn veitt und- anþágu til saltflutninga til Vest - f jarða með Skeiðsfossi. Þá er ver- ið að íhuga undanþágu á síldar - f lutningi til Sovétríkjanna. -K.ÓI. Eyðnispá Atján látnir 1990 Milli 40 og 160 sýkjast afeyðnifyrir 1990 samkvœmt spá frá heilbrigðisráðuneyti Spá um fjölda eyðnisjúklinga fram til ársins 1990 sem unnin hefur verið á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins gerir ráð fyrir því að þá hafi 18 manns látist af völd- um sjúkdómdins hér á landi. Þetta kom fram á alþingi í gær í svari Ragnhildar Helgadóttur við fyrirspurn frá Eiði Guðnasyni. Gert er ráð fyrir að á þessu ári greinist 5 manns með eyðni og 3 látist af hennar völdum. Á árinu 1988 er gert ráð fyrir aðlO manns greinist og 5 látist og á árinu 1989 greinist 20 manns og 10 látist. Samkvæmt þessari spá munu 40-160 manns taka veikina fyrir 1990. Ef tekið er mið af meðal- spánni, þ.e. að 80 manns smitist má að sögn ráðherrans gera ráð fyrir 9000 legudögum á sjúkra- húsum fram að sama tíma og er þá miðað við 16 vikna meðallegu hvers sjúklings. Þetta þýðir að sögn ráðherra að ekki þurfi að opna sérstakar nýjar deildir á sjúkrahúsunum fyrir 1990. Stefnt er að því að Borgarspítalinn sinni eyðnisjúklingum umfram aðra spítala, m.a. vegna þess að þar er betri aðstaða til einangrunar sjúklinga en víðast annars staðar. - ÁI Grandi hf. Tapið um 16 milljónir Tap af rekstri Granda hf. fyrstu eilefu mánuði síðasta árs nam 16,6 milljónum króna sam- kvæmt rekstraryfirliti sem lagt var fyrir borgarráð í gær. í yfirlitinu kemur fram að tekj- ur Granda voru 1.089 milljónir. Fjármagnskostnaður og afskriftir námu alls um 150 milljónum. Þessar upplýsingar voru lagðar fram vegna ítrekaðrar beiðni minnihlutafulltrúa í borgarráði, og hafa slíkar ekki fengist í rúmt Húsbruninn Einn á gjörgæslu Upptök ókunn í Freyjugötubrunanum. Manninum líður eftir atvikum vel Manninum líður eftir atvikum bærilega. Hann fékk reyk í lungun og brenndist í andliti og á höndum en hann fer í aðgerð á morgun og losnar vonandi af gjörgæslu á morgun eða hinn, sagði Ólafur Einarsson læknir á Landsspítalanum í gær þegar Þjóðviljinn spurðist fyrir um líð- an mannsins sem var fluttur á gjörgæsludeild Landsspítala eftir brunann í Freyjugötu 28 í fyrri- nótt. Slökkviliðinu var tilkynnt um eld í húsinu skömmu fyrir eitt í fyrrinótt. Þá hafði komið upp eldur á annarri hæð, og tókst að ráða niðurlögum hans um kl. 2.30. Slökkvistarfið gekk fremur seint þar sem rífa þurfti innan úr þaki hússins, Fjórir menn voru í húsinu þeg- ar eldurinn kom upp og þurfti að flytja einn í gjörgæslu. Áð sögn RLR eru eldsupptök enn ókunn. -gg Slökkvistarfið gekk fremur seint, en slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins um kl. 2.30 um nóttina. Mynd Sig. Stefánsmenn Ekki BB Framkvæmdastjórn Fram- sóknarflokksins hafnaði í gær beiðni Stefáns Valgeirssonar og félaga á Norðurlandi eystra um að fá að nota listabókstaf flokks- ins tvöfaldan fyrir framboð sitt. Verða Stefánsmenn nyrðra því að gera sér að góðu framboð utan flokka í I eða H-Iista nema þeir biðji um einhvern sérstakan bók- staf annan. Samkvæmt flokkslögum Fram- sóknar eru frambjóðendur á lista Stefáns ekki lengur í Framsókn- arflokknum þarsem litið er svo á að þeir bjóði sig fram gegn flokknum. - m Vísindaveiðarnar Leynisala á hvalkjöti Sjávarútvegsráðherra segir hvalkjötið selt en neitar að segja hver keypti. Guðrún: Ónauðsynlegt að drepa fleiri stórhveli í rannsóknaskyni Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra fullyrti á alþingi í gær að á næstunni yrði sent úr landi það hvalkjöt sem ákveðið var að selja eða 49% af afurðum síðasta árs. Hins vegar sagðist ráðherrann ekki sjá ástæðu til þess að svara því hver hefði keypt kjötið eða hvenær það yrði sent úr landi. Ekkert hefur enn verið selt úr landi af afurðum síðustu vertíðar en 130 tonn hafa selt hér innanlands. Guðrún Helgadóttir gagnrýndi þessa afstöðu ráðherrans og sagði kaupanda hvalkjötsins ekki geta verið neitt ríkisleyndarmál, en ráðherra var áfram þögull sem gröfin. Umræður urðu um hvalveiðar íslendinga í kjölfar fyrirspurnar Guðrúnar um gang hvalarann- sóknanna og fyrirhugaðar veiðar á þessu ári. Fyrirhugað er að veiða 80 lang- reyðar og 40 sandreyðar á þessu ári en óvíst er epn um hrefnu- veiðarnar. Guðrún Helgadóttir og Björn Dagbjartsson hvöttu til þess að veiðunum yrði nú hætt. Björn sagði að með veiðunum gengju íslendingar á bak sinna eigin samþykkta og samþykkta Alþjóðahvalveiðiráðsins og veiðarnar þjónuðu aðeins þeim tilgangi að halda hópum öfga- manna við efnið. Guðrún sagði veiðarnar ekki samrýmast anda þessara sömu samþykkta og benti á að hvalrannsóknum mætti halda áfram án þess að drepa nokkurt dýr með talningum og úrvinnslu gagna frá síðasta ári. Halldór Ásgrímsson mótmælti því harðlega að fslendingar væru að brjóta samþykktir eða lög og undir það tóku Eiður Guðnason og Hjörleifur Guttormsson sem sagði að langtímamarkmið hlyti að vera skynsamleg nýting auð- linda hafsins, byggð á rannsókn- um. Skúli Alexandersson sagðist ekki hafa tekist að gera rannsóknarveiðarnar trúverðug- ar. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.