Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 14
MINNING Viktoría Jónsdóttir Fædd 15. nóvember 1948 - Dáin 27. janúar 1987 Tíminn líður hratt, stundum allt of hratt. Þannig var með þann tíma sem liðinn er frá því við kynntumst Viktoríu Jónsdóttur. Sjö ár eru síðan lítill hópur fór að læra grafík hjá Valgerði Bergs- dóttur í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Þetta var samstilltur hópur og æ sfðan höfum við, fimm úr honum, haldið saman, hist og fylgst hver með annarri. í þessum hópi var Viktoría. Okkur fannst við allar eiga mikið hver í annarri og fannst að erfitt myndi að rjúfa í hann skarð. En sumu er ekki hægt að stjórna og veikindi Viktoríu reyndust of alvarleg til að sigur ynnist á þeim. Við erum þó svo lánsamar, eins og aðrir sem kynntust Vikt- oríu, að um hana eru góðar minn- ingar og skemmtilegar. Hún var að vissu leyti dul, en hreinskilin og hafði góðan húmor fyrir um- hverfinu. Hún átti létt með að koma með neyðarlegar athuga- semdir um menn og málefni og hlífði þá ekki sjálfri sér við sínum skammti. En hún var jafnframt óvenju næm tilfinningamann- eskja. Það kom best fram í mynd- um hennar. Viktoría hafði mikla hæfileika í myndlist, og hana langaði sann- arlega til að þróa þá betur en hún fékk tækifæri til. Hún gerði mikl- ar kröfur til sjálfrar sín á því sviði sem öðrum. Góðu minningarnar eiga þegar fram líða stundir eftir að yfirskyggja þungann sem nú hvílir yfir okkur vinkonum henn- ar. Minningar um skemmtilegan félaga, góðar stundir yfir teikni- blokk eða kvöldstundirnar þegar við hittumst hver heima hjá ann- arri eða fórum eitthvað saman. Ekki síst leitar á hugann ferð sem við fórum saman upp í sveit síð- astliðið vor og yndislegt kvöld sem við áttum saman rétt fyrir jól. Við vottum fjölskyldu Viktor- íu innilega samúð okkar. Anna, Helga, Margrét og Ragnheiður í dag kveðjum við vinkonu okkar Viktoríu Jónsdóttur eða Ittu, eins og hún var oftast kölluð. Hún var dóttir hjónanna Þóru Jónsdóttur og Jóns Steins- sonar bifvélavirkja. Itta ólst upp í Nökkvavogi og var eina dóttir foreldra sinna. Bræður hennar eru Sigurður flugvirki búsettur í Luxemborg, Logi vélvirki býr í Mosfellssveit og tvíburabróðir hennar Smári rafeindavirki býr á Bíldudal. Kynni okkar hófust þegar við vorum 8 ár í Langholtsskóla undir handleiðslu Birgis Alberts- sonar kennara. Síðar fylgdumst við svo að í Vogaskóla. Áfram hélt Itta í Menntaskólann í Reykjavík og tók þaðan stúd- entspróf 1968. Prófi frá Kennar- askólanum lauk hún ári síðar og um sama leyti kynntist hún eigin- manni sínum Jörundi Garð- arssyni frá Bíldudal. Þau giftu sig árið 1971 og byrjuðu búskap á Bíldudal en þar unnu þau bæði sem kennarar. Börnin urðu þrjú, Þóra Dögg fædd 1971, Una Ýr fædd 1972 og Jón Garðar fæddur 1981. Árið 1981 fluttu þau til Reykjavíkur, en um tíma bjuggu þau í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem Itta kenndi við barna- og unglingaskólann. Síðan fór hún að kenna við Heyrnleysingja- skólann og tók sérkennslupróf fyrir heyrnarlausa. Þá stundaði hún nám í Myndlista- og handíða- S Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjúkrunarfræðingar: Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga í fastar stöður á eftirfarandi deildir: Handlækningadeild frá 1. apríl 1987. Bæklunardeild frá 1. maí 1987. Geðdeild strax og/eða eftir samkomulagi. Langlegu- og kvensjúkdómadeild, strax og/eða eftir samkomulagi. Öldrunarlækningadeild Sel strax og/eða eftir samkomulagi. Á allar deildir sjúkrahússins til afleysinga í sumarfríum. Ennfremur vantar á fastar næturvaktir á ýmsar deildir sjúkrahússins. Athugið að greidd eru deildarstjóralaun fyrir 60% starf. Hjúkrunardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildar- stjóra á Handlækningadeild, frá og með 15. maí 1987. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri og/ eða hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 96- 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri skóla íslands ásamt námskeiðum í Myndlistarskólanum í Reykja- vík. Eftir 30 ára kynní er margs að minnast, leikjanna og söngsins í Vogahverfi, unglingsáranna með ballferðum í Glaumbæ, síðan fullorðinsáranna við barna- uppeldi og brauðstrit. Saumaklúbb stofnuðum við fyrir 25 árum, og þó lítið færi fyrir saumaskapnum þá héldum við þeirri reglu að hittast tvisvar í mánuði. Við munum seint gleyma síðasta saumaklúbbnum, sem haldinn var 21. janúar s.l. á Landspítalanum við sjúkrabeð Ittu. Itta var mikil baráttukona, friðar- og jafnréttissinni. í 3 ár barðist hún hetjulega við ólækn- andi krabbamein en varð að lok- um að láta undan. Jörundi og börnum, foreldrum og bræðrum votturn við okkar dýpstu samúð. Ittu elskulegu vinkonu, þökkum við alltof stutta en ljúfa samfylgd. Inga, Maggý, Kristín, Halla og Didda Hún Viktoría er dáin. Stað- reynd sem ég á erfitt með að trúa, því ég var ávallt bjartsýn á að henni tækist að sigrast á þessum erfiðasta sjúkdómi okkar tíma. Það er ömurlegt hvað hin öra tækni- og vísindaþróun er lítils megnug í þeirri baráttu. Eg kynntist Viktoríu fyrst árið 1975, er Systa systir hennar flutti til Bíldudals. Urðu þær fljótt vinkonur og reyndist Viktoría henni mikil stoð, þar sem oft er erfitt fyrir aðflutta að flytjast inn í lítið, lokað samfélag, þar sem all- ir þekkja alla. Ári síðar störfuð- um við Viktoría saman við Grunnskóla Bíldudals, þar sem bæði hún og Jörundur maður hennar voru kennarar með mér og reyndust mér geysimikill styrkur í mínu starfi þar. Upp frá því vorum við Viktoría alltaf góðar vinkonur og héldum góðu sambandi þrátt fyrir búsetu mína erlendis. Viktoría var mikil rólyndis- manneskja, en með geysisterkan persónuleika. Hún skipti sjaldan skapi og var mjög umburðarlynd, það fann maður vel á Bíldudal, þar sem hún starfaði bæði sem kennari, bæjarfulltrúi og hús- móðir. Viktoría kom þar jafnt fram við alla, enda skynjaði ég glöggt þá virðingu er hún naut á Bíldudal, þótt hreint flokkspólit- ískt væru ekki allir sammála henni. Síðustu tvö árin höfum við Viktoría haft mikið samband þá ekki síst í gegn um sameiginlegt áhugamál okkar myndlistina. Myndlistin átti alltaf stóran sess í huga hennar, því þótt hún hafi hætt í Myndlista- og handíða- skóla íslands eftir fyrsta veturinn þar fyrir ca. 15 árum, flutt á Bfld- udal, stofnað heimili með Jörra og eignast Þóru og Unu ári seinna, þá talaði hún alltaf um að halda áfram á listabrautinni. Hennar listrænu hæfileikar komu reyndar fram í öllum henn- ar gerðum. Arið 1978 fluttist fjölskyldan suður og Viktoría hélt áfram að kenna, fyrst á Suðurnesjum og ári síðar hóf hún kennslu við Heyrnleysingjaskólann og jafn- framt kennslunni þar var hún í sérkennslunámi. Árið 1978 eignuðust þau Jón Garðar, sannkallaðan ljósgeisla allra á heimilinu. Myndlistin togaði alltaf í, svo jafnframt öllu þessu var Viktoría á kvöldnámskeiðum í Myndlista- skólanum í Reykjavík, síðar á- kvað hún að halda áfram þar sem frá var horfið og settist á annað ár í Grafíkdeild M.H.Í., en sá vetur var mjög erfiður þar sem sjúk- dómurinn hafði blossað upp að nýju eftir árs lægð. Viktoría var sjálf ákveðin í að berjast til þrautar og gefast ekki upp, og í gegn um öll sín veikindi bar hún sig vel og kvartaði aldrei. Ég veit að við erum mörg, sem munum sakna Viktoríu sárt og vil ég, Systa og Theodór votta Jörra, Þóru, Unu og Jóni Garðari einnig foreldrum hennar Jóni og Þóru, okkar dýpstu samúð og vonum við að góðar minningar um Vikt- oríu megi verða þeim styrkur í þeirra miklu sorg. Sigga Hún Itta, vinkona okkar, er lögð af stað í ferðina, sem bíður okkar allra fyrr eða síðar. Við stöndum eftir hnípnar og tómið sem fyllir okkur kallar fram minningar frá því liðna. Tuítugu ára samfylgd, allt frá áhyggjulausum og glaðværum menntaskólaárum, er nú lokið. Við minnumst með innilegu þakklæti alls þess sem við áttum saman, bæði sorgir og gleði, með- byr og mótbyr. Itta var hæglát og fór ekki um með neinum fyrirgangi. Henni fylgdi ró samfara styrk og þol- gæði sem sýndi sig svo vel í bar- áttunni við hatramman sjúkdóm. Hún hafði sterka réttlætiskennd og málstaður lítilmagnans átti sér jafnan talsmann þar sem hún var. Við kveðjum nú vinkonu okk- ar og þökkum góðar minningar. Okkar dýpsta samúð er hjá Jörra og börnunum. Foreldrum hennar og öðrum vandamönnum vottum við hluttekningu. Stebba og Auja í dag kveðjum við kennarar Heyrnleysingjaskólans samkenn- ara okkar Viktoríu Jónsdóttur. Andlát hennar kom okkur ekki að óvörum því sláttumaðurinn hafði fyrir nokkru boðað komu sína. Viktoría hóf störf hér við Heyrnleysingjaskólann haustið 1979. Hún hafði þá kennt um nokkurt skeið, lengst af á Bíldu- dal. Það var lán fyrir stofnunina að fá til starfa jafnhæfan kennara og Viktoría var. Störf hennar hér voru í alla staði farsæl. Við höfum glöggt mátt finna undanfarið að nemendur minnast hennar með þakklæti. Viktoría verður okkur sam- starfsfólki sínu minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Hún hafði gott lag á að vinna með öðru fólki, enda hafði hún bæði þægi- lega og hlýlega framkomu. Hún hafði sínar ákveðnu skoðanir, þó sást hún aldrei bregða skapi. Hún kom skoðunum á framfæri há- vaðalaust. Því betur sem við kynntumst henni varð okkur ljóst hversu vel hún var að sér á mörg- um sviðum og hversu heilsteypt- ur og traustur persónuleiki hún var. Viktoría bjó yfir listrænum hæfileikum einkum á sviði mynd- listar. í kennslu kemur það sér vel að hafa þann hæfileika að geta teiknað. Oft þarf að grípa til þess í kennslu heyrnarlausra barna að útskýra hluti á sjónrænan hátt. Viktoría hafði stundað nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands fyrir allmörgum árum, en orðið að hætta þar námi. í mörg ár var hún á námskeiðum í Mynd- listarskóla Reykjavíkur. Hún hafði það oft á orði að fara aftur í M.H.I. þegar tækifæri gæfist. Haustið 1983 verður hún fyrst vör þess meins er síðar varð henni að aldurtila. Hafði hún þá ásamt fleiri kennurum skólans nýlokið sérnámi í kennslu heyrnarlausra. Tók nú við erfiður og tvísýnn tími. Þrátt fyrir það reyndi hún að stunda vinnu sína eins og kraftar Ieyfðu. Haustið 1984 kom hún að fullu aftur til starfa og virtust batahorf- ur góðar. Eftir þann vetur sagðist hún ætla að taka sér ársfrí frá kennslustörfum og fara að stunda myndlistarnám. Hún tjáði okkur ennfremur að þar sem hún vissi ekki hversu langt líf hún ætti fyrir höndum ætlaði hún sér að láta þennan draum sinn rætast. Hún innritaðist í grafikdeild M.H.Í. haustið 1985. Við samglöddumst henni inni- lega að hún skyldi vera byrjuð á því námi, þar sem hæfileikar hennar fengju notið sín. Það varð því öllum mikið áfall að frétta að hún hefði orðið að hætta námi á miðjum vetri, því sjúkdómurinn hafði tekið sig upp að nýju. Eftir eins árs baráttu er hún nú horfin sjónum okkar. í öllu sjúk- dómsstríði sýndi hún einstakt æðruleysi sem verður okkur ó- gleymanlegt. Aðeins rúmum mánuði fyrir andlát sitt kom hún á Litlu-jólin í skólanum og hitti fyrrum nemendur sína og sam- starfsmenn. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í samstilltan hóp okkar. Það skarð verður vandfyllt. Við þökkum henni ánægjulega sam- fylgd. Fjölskyldu hennar og vensla- fólki vottum við samúð okkar og biðjum tímann, hinn mikla græð- ara, að lina sársauka þeirra. Kennarar Hcyrnleysingjaskólans Hún var brosmildur kennari en það var ekki það eina sem ein- kenndi hana. Hún var líka ákveð- in og við komumst ekki upp með neitt múður, sérstaklega ef við gleymdum að læra heima. Viktoría kenndi okkur ís- lensku, reikning og samfélags- fræði. Hún var góður teiknari. Oft teiknaði hún myndir fyrir okkur til þess að hjálpa okkur að skilja betur. Okkur fundust þetta ánægjulegar stundir sem við átt- um með henni. Hún var góður kennari. Nokkur okkar heimsóttu hana á spítalann fyrir nokkrum dögum. Þá sagði hún okkur að hún væri að deyja. Okkur þykir sorglegt að hún er farin og send- um okkar innilegustu samúð til fjölskyldu hennar. Nemendur í Heyrnleysingjaskólanum 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN’ Miðvikudagur 4. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.