Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 3
Reykjavíkurdýr
FRETTIR
Flóttafólk
Iraninn laus úr haldi
Úrskurður í vikunni. Fangelsaður samkvœmt ákvörðun ráðherra og
aldreileiddurfyrirdómara. Tómas Gunnarsson: Brotástjórnarskránni
Hundrað
hundum
fleira
Reykvískum hundum fjölgaði
verulega á síðasta ári, að minnsta
kosti á opinberum skrám.
Alls voru í fyrra veittar 692
undanþágur frá banni við hunda-
haldi í borginni í fyrra og fjölgaði
slíkum undanþágum um rúmlega
100 frá árinu áður, fyrsta árið sem
hundar voru leyfðir með undan-
þágum. Þessar upplýsingar voru
lagðar fram í borgarráði í gær.
-gg
i
Iranski flóttamaðurinn var
látinn laus úr gæsluvarðhaldi á
hádegi og hann dvelur nú hjá ís-
lensku kunningjafólki sínu. Hann
á að tilkynna sig daglega hjá lög-
reglunni“ sagði Þorsteinn Geirs-
son ráðuneytisstjóri dómsmála-
ráðuneytisins í samtali við Þjóð-
viljann í gær. „Þessi ákvörðun
var tekin eftir að við höfðum haft
samráð við lögfræðing hans og
aðra aðila og við teljum að nægi-
lega vel sé séð fyrir nærveru
hans,“ sagði Þorsteinn.
Maðurinn, sem hefur óskað
nafnleyndar af ótta við írönsk
yfirvöld, var tekinn í gæslu lög-
reglunnar á föstudag án þess að
vera leiddur fyrir dómara.
„Þaðerekkivenjahérað menn
séu leiddir fyrir dómara, út-
lendingalögin eru sér á parti. Það
er gert ráð fyrir því að
dómsmálaráðherra geti ákveðið
að setja mann í gæslu hjá lög-
reglustjóra og ef úrskurður
dregst í 14 daga ber lögreglu-
stjóra að skýra ráðherra frá því
þegar í stað,“ sagði Þorsteinn að-
spurður um hvernig á þessu
stæði.
„Ég vil túlka öll lög í landinu í
samræmi við stjórnarskrána og
hún leyfir það ekki að einhver
einn flokkur mála sé tekinn þar
undan og fenginn einum manni til
úrskurðar,“ sagði Tómas Gunn-
arsson lögmaður íranans þegar
Þjóðviljinn innti hann álits á um-
mælum Þorsteins um útlendinga-
lögin.
Flóttamenn sem hafa komið
hingað til lands hafa ýmist verið
sendir á sveitabæi eða verið vísað
á Hjálpræðisherinn á meðan þeir
bíða úrskurðar um veitingu dval-
arleyfis. „Hér eftir verður reglan
sú að maður sem biður um hæli
hér er sviptur frelsi og settur í
gæslu lögreglunnar samkvæmt
ákvörðun dómsmálaráðuneytis-
ins,“ sagði Karl Jóhannsson
deildarstjóri hjá Útlendingaeft-
irlitinu í samtali við Þjóðviljann.
Að sögn Þorsteins Geirssonar
er mál mannsins í athugun núna
og úrskurðar um það er að vænta
í þessarri viku.
-vd.
SVR
Oþolandi
aðbúnaður
Össur Skarphéðinsson: Vondvinnubrögð. Sleifarlag
að hluta orsökslæms aðbúnaðar
Aðbúnaður vagnstjóranna hjá
SVR er vægast sagt fyrir neð-
an aliar hellur á sumum stöðum,
og ég verð að scgja að yfirmenn
fyrirtækisins hafa ekki staðið
nógu vel í stykkinu við að bætá
aðstöðu þeirra. Að minni hyggju
á það verulegan þátt í þeirri ólgu
sem nú ríkir á meðal vagnstjór-
anna, og hefur komið fram í væg-
ast sagt stirðum samskiptum milli
yfirmanna og undirmanna síð-
ustu mánuði.
Þetta sagði Össur Skarphéð-
insson, eftir fund í stjórn SVR í
gær, þar áem öryggistrúnaðar-
menn og fleiri fulltrúar vagn-
stjóra mættu til að skýra sjónar-
mið f.ía.
„Öryggistrúnaðarmenn sendu
skilmerkilegt bréf inn á fund
stjórnarinnar fyrir nokkru, þar
sem þeir gerðu alvarlegar athuga-
semdir við aðbúnað vagnstjór-
anna. Að minni tillögu voru svo
öryggistrúnaðarmennirnir boð-
aðir á okkar fund, og síðan fór öll
stjórnin í skoðunarferð um aðset-
ur vagnstjóranna. Eftir þá för
dylst manni varla, að mörgum
atriðanna sem vagnstjórarnir
kvarta yfir væri hægt að kippa í
lag með auðveldum hætti. Að
það skuli ekki hafa verið gert ber
einfaldlega vitni um vond vinnu-
brögð.“
A fundinum lagði Össur fram
tillögu um að stjórn SVR skipi
fimm manna nefnd, skipaðri for-
stjóra SVR og einum frá minni-
hluta og meirihluta, auk tveggja
almennra vagnstjóra, til að vinna
að tafarlausum úrbótum á grund-
velli bréfsins frá öryggistrúnaðar-
mönnunum.
-lg
Sveinn Björnsson, forstjóri SVR, á leið í skoðunarferð um aðsetur vagnstjóra í gær, ásamt stjórn SVR oq fulltrúum
vagnstjóra. Mynd Sig.
Nauðgun
Það kemur ekkert fyrir mig
Ráðgjafarhópur Kvennaathvarfsins um nauðgunarmálgefur út frœðslubœkling um viðbrögð
við nauðgun. Stuðningshópar aðfaraí gang
Konur sem er nauðgað, hvernig
bregðast þær við? Hvað eiga
þær að gera? Hvert geta þær snú-
ið sér? Allt of fáar konur vita
svarið. Svar við þessum spurn-
ingum má að nokkru leyti finna í
nýlegum bæklingi sem Ráðgjafa-
hópur Kvennaathvarfsins um
nauðgunarmál hefur látið gefa út
og fyrirhugað er að dreifa eins
víða og við verður komið, s.s. í
heilsugæslustöðvum, lögreglu-
stöðvum og skólum. Bæklingur-
inn kallast „Það kemur ekkert
fyrir mig“.
Ráðgjafahópur um nauðgun-
armál hefur nú starfað frá því
1984 með því markmiði að veita
aðstoð og ráðgjöf konum sem
hafa orðið fyrir nauðgun hvort
sem langt er eða skammt síðan
nauðgunin átti sér stað. Að sögn
Ragnheiðar M. Guðmundsdótt-
ur frá Ráðgjafarhópnum hafa
margar konur þegið aðstoð frá
hópnum eftir að hann var settur á
fót, en í mörgum tilfellum hefur
hópurinn, í gegnum rannsóknar-
lögregluna, komist í samband við
konur sem hefur verið nauðgað.
Þessar konur hafa þá verið að-
stoðaðar við að kæra nauðgunina
og farið með þeim í læknisskoðun
hafi þær óskað þess. Þá hafa þær
fengið almennan stuðning í gegn-
um einkaviðtöl við fulltrúa Ráð-
gjafarhópsins.
Á vegum Ráðgjafarhópsins er
fyrirhugað að koma upp stuðn-
ingshópum þar sem konur sem
hafa orðið fyrir nauðgun geta
rætt saman um reynslu sína. Nú
þegar er einn tilraunahópur far-
inn í gang, en með vorinu má bú-
ast við að fleiri fari af stað. Þær
konur sem vilja fá frekari upplýs-
ingar um hópinn geta hringt í
síma Kvennaathvarfsins 91-
21205.
-K.Ól.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Sjúkrahúsið í Keflavík
Reykjavíkur
Hjúkrunarfrœðingar á
Suðurnesjum lýsa yfir
áhyggjum vegna niður-
skurðar áheilbrigðis-
þjónustu
Við höfum auðvitað miklar
áhyggjur af þeirri þróun sem átt
hefur sér stað og miðar að því að
færa þessa þjónustu meira og
minna til Reykjavíkur. Við telj-
um að Suðurnesjamenn ættu að
vera nokkurn veginn sjálfum sér
nógir hvað varðar heilbrigðis-
þjónustu, sagði Guðrún B.
Hauksdóttir formaður Suður-
nesjadeildar Hjúkrunarfélags ís-
lands í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Aðalfundur deildarinnar, sem
haldinn var fyrir skömmu, hefur
mótmælt niðurskurði á þjónustu
við Sjúkrahúsið í Keflavík. Bent
er á að bráðaþjónusta hefur að
nokkru leyti verið aflögð við
sjúkrahúsið og flutt til Reykja-
víkur. Þannig er engin bráða-
þjónusta veitt frá laugar-
dagsmorgni til mánudagsmorg-
uns.
Þá er í ályktun fundarins bent á
að samkvæmt stöðlum um
sjúkrarýmisþörf miðað við fjölda
íbúa, þyrftu að vera 80-100 rúm í
sjúkrahúsinu í Keflavík, en þau
eru nú aðeins 32. -gg
Alþýðubandalagið
Styðjum farmerai
Framkvœmdastjórn A B: Lýsum ábyrgð á hendur atvinnurekendum
Atvinnurekendur setja allt
mst sitt á að farmannadeilan
rði leyst með lögum, segir í
íðningsyfirlýsingu fram-
æmdastjórnar Alþýðubanda-
;sins með farmönnum í verk-
lli þeirra. Framkvæmdastjórn-
skorar á alla og sérstaklega
mstök verkafólks að koma í veg
rir að verkfall farmanna verði
otið á bak aftur. Ályktunin
jóðar svo:
Við lýsum eindregnum stuðningi
við baráttu farmanna og sann-
gjörnum kjörum. Jafnframt mótmæl-
um við harðlega þeim drætti sem orð-
ið hefur á samningum, og stafar af því
að atvinnurekendur setja allt sitt
traust á að deilan verði leyst með
lögum.
Við minnum á, að deilan var á sín-
um tíma komin inn á borð alþingis, en
hörð barátta Sjómannasambandsins
- sem Alþýðubandalagið studdi heils
hugar - stöðvaði þá lagasetningu í
deilunni á elleftu stundu. Þessvegna
náðu sjómenn samningum.
Það skiptir miklu máli að samning-
ar takist sem fyrst. I því sambandi
ítrekar framkvæmdastjórnin, að far-
menn hafa marglýst yfir, að þeir eru
reiðubúnir að slá af ítrustu kiöfum til
að samningar náist. Engar undirtektir
hafa hins vegar borist frá atvinnurek-
endum, sem bersýnilega treysta á að
deilan leysist með lögum.
Við lýsum því allri ábyrgð á hendur
atvinnurekendum, og skorum á alla,
sérstaklega samtök verkafólks, að
veita farnjönnum allan þann stuðning
sem þeim er unnt, til að koma í veg
fyrir að samtök þeirra verði brotin á
bak aftur.