Þjóðviljinn - 04.02.1987, Side 2

Þjóðviljinn - 04.02.1987, Side 2
 —SPURNINGIN— Spurning dagsins. Ef staðgreiðslukerfi skatta verður tekið upp, verður þá þetta ár skattlaust? Fólk hefur mjög velt þessu fyrir sér og heyrst hefur að skólafólk hafi, eða hugsi sér að taka sér frí frá námi til að vinna á hugsanlegu skatt- leysisári og hafi mjög fækkað í framhalds- skólunum af þessum sökum. Við hittum að máli fjóra nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja og spurðum: Ætlar þú að hætta í skólan- um og vinna á „skattlausa“ árinu? Halldóra Magnúsdóttir: Ég hef enga trú að þaö verði neitt skattlaust ár og hætti ekki í skólanum þess vegna. Jóhann Björnsson: v Ég efast um að árið verði skatt- laust. Ég á ekki von á að staða ríkissjóðs sé það góð, en þó svo verði læt ég námið ganga fyrir enda orðið stutt hjá mér í stúd- entsprófið. Fríður Jónsdóttir: Mér dettur ekki í hug að hætta í skólanum, en ég hef unnið sam- hliða honum og hugsa mér að gera það áfram, en ég veit til þess að nokkrir hafa hætt til að græða vel í skattleysinu. FRETTIR ÁTVR Fimm „ríki“ bíða Engin lagastoð fyrir hugmyndumforstjóra Á TVR um að sameina almenna verslun vínsölu Ekki er lagaheimild fyrir því að selja vín í sérdeildum í al- mennum verslunum eins og for- stjóri ÁTVR hefur haft uppi hug- myndir um m.a. í blaðaviðtölum. Hann telur óhagkvæmt fyrir rík- issjóð að opna vínbúðir í fá- mennum byggðarlögum úti á landi og hefur bent á þetta sem ódýrari ieið til að fjölga útsölu- stöðum. Þorsteinn Pálsson segir engar breytingar fyrirhugaðar á núver- andi sölukerfi ÁTVR. ÁTVR rekur nú 12 vínbúðir og fyrir liggja óskir 5 sveitarfélaga til við- bótar um opnun vínbúða þar sem slíkt hefur verið samþykkt í al- mennum atkvæðagreiðslum. Þar sem minnst er umleikis í áfengis- verslunum starfa 3 menn og þykir óhagkvæmt og dýrt að reka vín- búðir í fámennum byggðarlög- um. Forstjóri ÁTVR hefur því leitað eftir samvinnu við forráða- menn verslana, ekki um að þeir taki vín til sölu í verslunum sín- um, heldur að þeir hlaupi undir bagga ef afgreiðslumaður í vín- búðinni forfallast af einhverjum ástæðum. í sumar verður opnuð vínbúð í Hagkaupshúsinu í Kringlunni í Reykjavík og verður innangengt í þessa fyrstu sjálfsafgreiðsluversl- un ÁTVR úr stærstu matvörubúð landsins. í svari fjármálaráðherra kom hins vegar fram það álit for- stjóra ÁTRV að ekki væri rétt að leita eftir samstarfi við matvöru- búðir um vínsölu, bæði vegna samkeppnisaðstöðu þeirra á stöðunum og vegna þess hve börn og unglingar koma oft í slíkar verslanir. Nær væri að hans mati að leita eftir samstarfi við sér- verslanir eins og byggingavöru- verslanir eða veiðarfæraverslanir í þessu skyni. -ÁI Loftur Guttormsson, formaður Sagnfræðingafélagsins, afhendir Lúðvík Kristjánssyni heiðursskjalið. Sagnfrœðingafélagið Lúðvík heiðursfélagi Sagnfræðingafélag íslands hef- ingafélagsins. að hann sé kjörinn heiðursfélagi ur kjörið Lúðvík Kristjánsson Á fundi í félaginu á dögunum fyrir framlag sitt til íslenskrar heiðursfélaga sinn og er hann var Lúðvík afhent skjal sagnfræði og þó einkum rit sitt fyrsti heiðursfélagi Sagnfræð- heiðursfélaga þar sem segir m.a. íslenska sjávarhætti. Farmenn Deilur um skipa- flutninga Farmenn segja skipaflutninga í Hafnarfirði skýlaust verkfallsbrot. Formaður Hlífar segir að beiðni um samúðarvinnustöðvun yrði litin jákvæðum augum Nokkrar deilur hafa verið á miili farmanna og hafnaryflr- valda í Hafnarfirði vegna þess að hafnarverkamenn hafa gengið í störf háseta við tilfærslur á skipum við höfnina þar, en engin undanþága hafði verið veitt frá farmönnum. Farmenn telja að hér sé um skýlaus verkfallsbrot að ræða. Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélagsins sagði í samtali í gær að eftirlit með höfn- inni í Hafnarfirði yrði nú hert. Enn hefur ekki verið lögð inn beiðni til Verkamannafélagsins Hlífar um stuðning með samúð- arvinnustöðvun en Hallgrímur Pétursson formaður félagsins sagði í samtali við Þjóðviljann að slík beiðni yrði litin jákvæðum augum. ‘K.Ól. Herinn Vildu ekki meira lambakjöt Bandaríski herinn vaninn á íslenska kjúklinga og íslensk egg. Kaupa 40 tonn af nautakjöti. Auka ekki neyslu á lambakjöti Herinn hefur keypt 10-15 tonn af lambakjöti á undanförnum árum og þeir höfðu ekki trú á að hægt yrði að auka þá neyslu, sagði Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu í samtali við Þjóð- viljann í gær. Gengið hefur verið frá samn- ingi við bandaríska herinn til næstu 12 mánaða um að hann kaupi 40 tonn af íslensku nautakjöti, 50 tonn af kjúk- lingum, 4,5 tonn af svínakjöti og 45 tonn af eggjum, en samningur- inn felur ekki í sér kaup hersins á lambakjöti umfram venju. Petta samkomulag er háð samþykki bandarískra stjórnvalda. Að sögn Guðmundar taka ís- lenskir kjúklingar og egg að mestu yfir markað fyrir þessar vörur á vellinum, en nautakjöts- salan nemur 20-25% af neyslu starfsmanna hersins. Samningurinn gildir til tólf mánaða eins og fyrr segir, en að sögn Guðmundar gera menn sér vonir um að hægt verði að auka söluna enn að þeim tíma liðnum. -gg María Svavarsdóttir: Mér hefur dottið það í hug en hætti við það og ætla heldur að Ijúka skólanum sem fyrst. 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 4. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.