Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 9
Lína þvær blóðugar hendur Þórgunnar. Margrét Ólafsdóttir og Hanna María Karlsdóttir. Ljósm.: Sig. MENNING Djöflaeyjan Leikfélag Reykjavikur sýnir Þar sem djöflaeyjan rís Leikgerð Kjartans Ragnarssonar eftir skáldsögum Einars Kára- sonar Leikstjórn: Grétar Reynisson Allt í einu er komið nýtt ieikhús í bæinn. Gamla BÚR- pakkhúsið vestur við Meistara- velli er allt í einu búið að öðlast nýtt líf sem leikhús, þar sem áður var saltfiskur er nú leiklist. Þetta er bráðsnjallt hús og virðist við fyrstu sýn bjóða upp á mikla möguleika til að setja á svið við- amiklar sýningar sem þurfa mikið rými. Það er hins vegar eins og þetta mikla rými hálfpartinn gleypi þessa sýningu á staðnum. Pakk- húsið í sinni upprunalegu mynd er að mestu leyti haft sem bak- grunnur sýningarinnar, að miklu leyti óskilgreint og óafmarkað. Þetta gerir það að verkum að til- finning fyrir ákveðnum stað verð- ur mjög óljós og tilfinning fyrir braggahverfi verður alls engin. Sýningin dreifist þar að auki mjög um þetta stóra svæði og verður einhvern veginn þunga- miðjulaus og stefnulaus. Manni virðist sem leikstjórinn hafi ekki fyllilega náð valdi á þessu mikla, flókna og nýja leiksvæði. Fljótt á litið virðist manni að sögur Einars Kárasonar séu ekki sérlega árennilegar til leikgerðar. Styrkur þeirra liggur í litríkri, lbreiðri frásögn og flóknum tengslum persónanna innbyrðis og við bakgrunn umhverfis og tímabils. Og enda þótt firnin öll gerist í þessum bókum eru þær ekki í eðli sínu dramatískar. Leikgerð Kjartans er líka ansi laus í reipunum, skortir byggingu og skýrar línur. Persónurnar verða einnig einfaldar um of og þær ýkjur sem Einar leyfir sér (og ganga algerlega upp í sögunum) verða afkáralegar á leiksviðinu. Oft verður um hreinar skop- myndir að ræða og hverfur þá að miklu leyti sú samúð sem Einar hefur með persónum sínum og sá goðsögukenndi ljómi sem af þeim stafar á bókunum. Úr þessu verður ansi brokk- geng sýning sem nær ekki nema stundum að magna líf á sviðinu en dettur máttlaus niður á milli og á það einkum við undir lokin þegar hún verður beinlínis lang- ldregin. Inn á milli eru þó SVERRIR HÓLMARSSON skemmtileg atriði, ekki síst þegar drossían heldur innreið sína. Söngatriðin eru sömuleiðis fjör- leg og lifandi og læddist reyndar að manni sú hugsun að þarna væri í rauninni frekar efniviður í söng- leik. Það ágæta lið leikara sem hér hefur verið stefnt saman á við nokkuð ramman reip að draga. Vegna þeirra aðstæðna sem hér hafa verið raktar lenda þeir flestir í því að leika ýktar skopmyndir af aulalegum hallærisíslendingum. Guðmundur Pálsson er til dæmis allt of mikið á bjálfanótunum í hlutverki Tomma. Hann sýnir einfeldni hans og góðvild en það vantar aðra þætti í persónuna - og þar er reyndar ekki við Guð- mund að sakast. Svipaða sögu má segja um flestar persónurnar. Dollí verður til dæmis alveg óskaplega heimsk ljóska í með- förum Eddu Heiðrúnar Back- mann og minnti óþarflega á svip- aða persónu í Litlu hryllingsbúð- inni. Margrét Ólafsdóttir er feiknalega kauðaleg og álappaleg í hlutverki Línu spákonu, en ekki mikið annað. Hanna María Karlsdóttir nær töluverðri angist í hlutverk Þórgunnar en er svo allt í einu orðin að Hvera-Gerði - þau hamskipti ganga illa upp. Guðmundur Olafsson gerir hreina grínfígúru úr Gretti. Sömu sögu er að segja um Margréti Ák- adóttur og Harald G. Haraldsson í hlutverkum Fíu og Tóta, en sú túlkun er reyndar í betra sam- ræmi við bækurnar en flest annað í sýningunni og Margrét sýnir hér að hún er snjall skopleikari. Har- ald tekst hins vegar best upp þeg- ar hann bregður sér í gervi kóng- sins Elvis og syngur af miklum tilþrifum í flottasta atriði sýning- arinnar. Ungu mennirnir koma einna manneskjulegast fyrir í sýning- unni en gjalda þess að persónur þeirra verða aldrei nægjanlega skýrar í leikgerðinni. Þó er tals- vert bragð að Þór Tulinius í hlut- verki stórglæpamannsins Grjóna og Helgi Björnsson reynir hvað hann getur að gera Danna mann- eskjulegan og einlægan. Kjartan Ragnarsson hefur unnið margt stórvel í leikhúsi bæði sem höfundur og leikstjóri og oftlega sýnt að hann er ham- hleypa til verka. Hér finnst mér hann hafa færst of mikið í fang á of stuttum tíma. Það hefði þurft að leggja mun meiri vinnu bæði í textann og uppfærsluna tii að ná viðunandi árangri. Sverrir Hólmarsson Dimitri Alexeév. Sovéskur píanósnillingur á sinfóníutónleikum Sovéski píanóleikarinn Dimitri Al- exeév Ieikur2. píanókonsert RachmaninoffsátónleikumSin- fóníuhljómsveitarinnar í Háskóla- bíói annað kvöld. Dimitri Alexeév þykir með eftirsóttari yngri pían- óleikurum I heiminum í dag, og hefur hann leikið með öllum helstu hljómsveitum Evrópu og komið fram í stærstu hljómleika- höllum í álfunni og vestan hafs. Er þess að vænta að koma hans hingað þyki mikill fengur fyrir tónlistaáhugafólk. Breski hljóm- . sveitarstjórinn Frank Shipway stjórnar hljómsveitinni, en hann stjórnaði hljómsveitinni einnig í apríl í fyrra. Á efnisskrá eru einnig sinfóníanr. 1 eftir Gustav Mahler og Sinfonia consertante eftir Szymon Kuran, en hann hefur að undanförnu gegnt kons- ertmeistarastarfi við hljóm- sveitina og tekið virkan þátt í ís- iensku tónlistarlífi á öðrum vett- vangi. hSRARIK ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-86020: Þrífasa dreifispennar 31,5-1600 kVA. Opnunardagur: Fimmtudagur 12. mars 1987, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 5. febrúar 1987 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 3. febrúar 1987. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Spennandi spurningaþáttur í hverri viku Söfnun vegna jarðskjálftanna í El Salvador lýkur 6. febrúar. Framlög greiðist með gíró inn á reikn. 0303-26-10401. El Salvador-nefndin SJÓNVARPIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.