Þjóðviljinn - 04.02.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 04.02.1987, Síða 6
ALÞÝÐUBANDALAGHÐ Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin þann 6. febrúar nk. í Alþýðuhúsinu. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.30. Ávörp, söngur, glens og grín. Heiðursgestir verða Lena og Árni Berg- Vnann. Skemmtinefndin. AB Akranesi Bæjarmálaráðsfundur Áður auglýstur fundur í bæjarmálaráði verður haldinn fimmtudaginn 5. febrúar í Rein kl. 20.30. Fundarefni: Fjárhagsáætlun kaupstaðarins. Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði G-lista skemmtunin Aðgöngumiðar á G-lista skemmtunina í Festi n.k. laugardag verða seldir í Skálanum, Strandgötu 41, í kvöld miðvikudag, frá kl. 20.00 - 22.00. Tryggið ykkur miða í tíma. Allt að verða uppselt. Verð miða einungis 1150 kr. fyrir stórskemmtun og veislumat. Rútuferðir í Festi og heim aftur. Stjórnin. Miðstjórn Alþýðubandalagsins Miðstjórnarfundur verður haldinn 7. og 8. mars nk. í flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundargögn verða send út í vikunni. Efstu menn á framboðslist- um flokksins eru sérstaklega boðaðir á fundinn. Formaður míðstjórnar. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Félagsfundur ÆFR heldur félagsfund þann 14. febrúar að Hverfisgötu 105 kl. 14.00. Dagskrá: 1) Starfið framundan. Framlag frá vinnuhópi um baráttuna fram að alþingiskosningum. 2) Önnur mál. Undirbúningsnefnd. Æskulýðsfylkingin Skrifstofa ÆFAÐ Skrifstofa Æskulýðsfylkingarinnar verður opin næstu vikur á milli 17-19 alla virka daga. Liggi þér eitthvað á hjarta, þá sláðu á þráðinn í síma 17500 eða röltu við á H-105. Starfsmenn. Frá vinstri: Úlrik Ólason, undirleikari, Baldur og Baldvin. Tónlist RANGÁRBRÆÐUR Söngplata með 16 lögum Söng- og tónlist hefur um langan aldur verið í hávegum höfð meðal Þingeyinga. Fyrrum mátti heita að fiðluleikarar, einn eða fleiri, væru þar í hverri sveit og fiðian var þar einskonar hér- aðshljóðfæri. Þegar ég tók fyrst þátt í kóra- móti Heklu, en svo nefnist Sam- band norðlenskra karlakóra, - þá var ég meðlimur í Kar’akórnum Heimi í Skagafirði, - mættu þar til leiks fjórir kórar úr Suður- Þingeyjarsýslu. Þeir voru Karla- kórinn Þrymur á Húsavík, undir stjórn sr. Friðriks A. Friðriks- sonar, Karlakór Reykhverfinga, sem Sigurjón Pétursson í Heiðar- bót stjórnaði, Karlakór Reyk- dæla, undir stjórn Páls. H. Jóns- sonar og Karlakór Mývetninga, en honum stjórnaði Jónas Helga- son á Grænavatni. Þetta var framt að helmingur þeirra kóra, sem mættu á þessu söngmóti, mig minnir að þeir hafi verið níu alls. Kannski stendur karlakór- söngur ekki með jafnmiklum blóma meðal Þingeyinga nú, né stendur þar jafn víða fótum og hann gerði á þessum árum. Sú saga hefur víðar gerst. Enginn þessara kóra, sem fyrr voru nefndir, er nú lengur starfandi, að því er ég best veit. Þó lifir enn- þá ágætlega í gömlum glæðum. Það sannaði sá orðstýr, sem Karlakórinn Hreimur aflaði sér með söngför sinni hingað suður á sl. ári. O nú fyrir nokkru kom út hljómplata, sem þeir Rangár- bræður, Baldur og Baldvin Bald- vinssynir, hafa sungið inn á, við undirleik Úlriks Ólafssonar, en hann starfar bæði með Kirkjukór Húsavíkur og Karlakórnum Hreimi. Á plötunni eru 16 tví- söngslög, sum vel þekkt, önnur minna. Óll eru þau valin og sung- in af smekkvísi og hæfa einkar vel röddum þeirra bræðra, sem eru bjartar og blæfagrar. Söngurinn er hreinn og fágaður, yfir honum er mikil gleði og birta og texta- framburður ágætur. í rauninni hafa þeir bræður verið syngjandi allan sinn aldur, sjálfsagt jöfnum höndum við dag- leg störf og í kórum. Þar hafa þeir fengið þá einu tilsögn og þjálfun, sem þeir hafa notið. Góðar radd- ir geta náð langt með tilsögn og tækni. Svo hefði getað orðið um þá Rangárbræður ef þeir hefðu kosið að ganga þá braut og að- staða að öðru leyti verið fyrir hendi. En þá vill líka stundum fara forgörðum að nokkru sá silf- urtæri hljómur, sem minnir á hó smalanna í hlíðinni og ýmsum þykir fegurri öðrum söng. Ég held að þeir Rangárbræður ættu, fyrr en síðar, að efna til annarrar hljómpiötu. -mhg Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1987 Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: Styrkfé á árinu 1987 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - fiskeldi, -framleiðni- og gæðaaukandi tækni, - líf- og lífefnatækni, - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, - undirstöðugreinar matvælatækni, - upplýsinga- og tölvutækni. Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróun atvinnugreina, - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, - hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda, - líkindum á árangri. Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum. getrSína- VINNINGAR! 24. LEIKVIKA - 31. JANÚAR 1987 VINNINGSRÖÐ: 122-111-1X1-112 1. VINNINGUR: 12 RÉTTIR, kr. 188.895,- 1288+ 44083(4/11) 96830(6/11) 213510(8/11) 2. VINNINGUR: 11 réttir, 3809+ 51313 98362 18802 56321 98747 40502* 57221 99471 41273 58158+ 100568 45778+ 63727* 102895 47108 63793 126101 kr. 5.397,- 126115 213128* 218001* 128985* 214543 + 219744 129864 215728 615456 209367 215742*+ 617937 211422 216401 43021 212831* 216417 * = 2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 23. febrúar 1987, kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn- ar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til (slenskra Getrauna fyrir loka kæru- frests. E:ek*lTá£rifandfí aö geras DJODVIUINN Sími 681333.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.