Þjóðviljinn - 06.02.1987, Page 9
GL4ETAN
Mér finnst ég verð’ að eyða nokkrum orðum
um ósköp þau er valda þessu hér
að friðsœlt líf mitt áður fór úr skorðum,
ég fann í hirslum gamalt Ijóðakver.
Það hvíldi á mér nótt sem nýtan dag,
nálgaðist mig sífellt meira og meira.
Mér fannst ég heyra einhvern undrabrag,
í ótta og lotning lagði ég við eyra.
Hér með gat ég ekki aftur snúið
undin fast í Ijóðsins dverga þrœði.
Örlögin, þau fœstir geta flúið
en fleiri hafa sagt af því í kvæði.
Mér fannst ef Ijóðaferil minn ég hœfi
þá fjöldinn myndi sjá mitt lífsins graf.
En mér fannst ég eiga feikileg auðœfi
sem fleiri yrðu góðs að njóta af.
Við listaskáldsins styttu stundum sat
og stuðlaði þar saman Viðris kveikinn.
Eg vissi að skáldið kœttistþá kvœðin’ ég af
mér gat,
og kannski það hafi hjálpað mér við leikinn.
Á kaffihúsum ég aldrei hafðist við
í hópi fólks og sífelldu ónœði.
í einverunni öðlast fékk þann frið
er fleirum síðan veitti ég í kvœði.
Ég efast um að einhvern mann ég svekki
þó opinberi’ ég sáran sannleikinn.
BESTI VINUR LJÓÐSINS var ég ekki
en vissi að Ijóðið yrði alltaf minn.
Og ég mun aldrei gömlu skáldin skilja
er skrifuðu um ástir blóm og vor.
Þau tróðu sínum þönkum milli þilja
og þess á milli deyjandi úr hor.
Þau lifðu sum á þjóðarrembings raupi
rímuðu um betra líf. Ég sver’ ða!
En fleiri hafa logið líkt á kaupi
og lofað uppí ermi þartilgerða.
- Gerður Kristný
LEIKHÚSIÐ í KIRKJUNNI
sýnir leikritið um
KAJ MUNK
í HALLGRÍMSKIRKJU
10. sýning sunnudaginn 8. feb. kl. 16. Uppselt.
11. sýning mánudaginn 9. feb. kl. 20.30.
Miðapantanirí Hallgrímskirkju allan sólarhringinn
í síma 14455.
STUNDUM
DUGAR
Febrúar 1987
XL
í þessari auglýsingu birtast óhugnanlegar stað-
reyndir um slys í umferðinni, sem meðal annars
hafa kostað mannslíf. Fleiri slíkar munu birtast á
komandi mánuðum og bera þá vonandi vitni um
árangur í baráttunni gegn umferðarslysum.
Miðasala opin sunnudaga frá kl. 13 og mánu-
daga frá kl. 16 og á laugardögum frá kl. 14-17.
Vegna mikillar aðsóknar óskast pantanir
sóttar daginn fyrir sýningu, annars seldar
öðrum.
FARARHEILL87
m
ATAK BIFREIDATRYGGINGAFÉLAGANNA
í UMFERÐ