Þjóðviljinn - 06.02.1987, Qupperneq 13
Beirútgíslar
Waite gekk
í gildru
Beirút/Washington - Haft er eftir
háttsettum en ónafngreindum
foringja skæruliða í Beirút að
ræningjar Terry Waite hafi
skipulagt mannránið frá upp-
hafi og sé ástæða þess að Wa-
ite er hafður í haldi óánægja
með að ekki var staðið við
„tryggingar" sem Waite á að
hafa borið áður frá Kuwait um
afdrif sautján manna sem þar
eru í fangelsi fyrir sprengjutil-
ræði árið 1983.
Terry Waite var sendur til Lí-
banon af ensku biskupakirkjunni
til að semja við mannræningja
um að sleppa gíslum. Hann hvarf
fyrir rúmum hálfum mánuði og er
talið að hann sé hafður í haldi hjá
samtökunum íslamskt Jihad
(heilagt stríð), en engar kröfur
hafa verið gerðar í skiptum fyrir
að honum verði sleppt. Skærulið-
aforinginn segir að ræningjar
Waite hafi skipulagt ránið vel,
sagt Waite að gíslar vildu hitta
hann og sett þau skilyrði að hann
kæmi til móts við sig að næturþeli
án lífvarða sinna úr sveitum
Drúsa, og rænt honum síðan.
Kuwait-stjóm hefur áður neitað
að nokkurt samhengi sé á milli
gísla í Beirút og ýmissa hermdar-
verka í Kuwait.
Ekkert virðist hafa gerst í mál-
um fjögurra bandarískra háskól-
akennara sem rænt var um dag-
inn af samtökum sem kalla sig
ísiamskt Jihad til frelsunar Pal-
estínu, og kröfðust samtökin þess
að um 400 föngum í ísrael yrði
sleppt. Því hafa ísraelsmenn
hafnað, og talsmaður Hvíta húss-
ins sagði í gær að ekki yrði gengið
til samninga við skæruliða, sem
hóta að taka gíslana af lífi ef ekki
verður gengið að kröfum þeirra
fyrir mánudag.
Bandarískur floti sem af þessu
tilefni var sendur að ströndum Lí-
banon hefur nú verið aukinn, og
eru þar nú tvö flugvélamóðurskip
og um 20 herskip minni. Ólíklegt
er talið að þessum herafla verði
beitt í Líbanon, enda hafa
mannræningjar hótað að drepa
gísla sína við íhlutun.
HEIMURINN
Bandarísk kjarnorkustefna
Viðurkenna ekki
Kyrrahafssamninginn
Ástralir og Nýsjálendingar reiðir Bandaríkjastjórn fyrir að neita að undirrita
Rarotonga-samninginn um kjarnorkuvopnalaust svœði í Suður-Kyrrahafi
Canberra/Wellington/Washing-
ton - Bandaríkjastjórn hefurtil-
kynnt ríkjum í Suður-Kyrrahafi
að hún hyggist ekki undirrita
samning þeirra um kjarnorku-
vopnalaust svæði í Suður-
Kyrrahafi. Utanríkisráðherra
Ástralíu og forsætisráðherra
Nýja-Sjálands hafa harmað
ákvörðun Washington-stjórn-
arinnar og vonast til að hún
endurskoði afstöðu sína.
Þessi ákvörðun hefur enn ekki
verið tilkynnt formlega í Was-
hington, en Bandaríkjastjóm
hefur látið ríkisstjórnirnar í
Suður-Kyrrahafi vita. Bill Hay-
den utanríkisráðherra Ástrala
sagði fyrst frá afstöðu Banda-
ríkjamanna í gær og sagðist mjög
vonsvikinn.
David Lange forsætisráðherra
Nýsjálendinga sagði síðar að
honum þætti mjög miður að ekki
skyldi tekið meira tillit til
hagsmuna og óska ríkjanna í
Suður-Kyrrahafi. Samningurinn
væri mikilvægt framlag til öryggis
á svæðinu og í heiminum, og við
gerð hans hefði sérstakt tillit ver-
ið tekið til óska Bandaríkja-
manna eftir viðræður við þá.
Rarotonga-samningurinn var
staðfestur af þrettán ríkjum á
Suður-Kyrrahafi fyrir nokkrum
mánuðum. Ríkin þrettán em
flest smá eyríki, og munar mest
um Ástrali og Nýsjálendinga í
þessu samstarfi. í samningnum er
kveðið á um að samningsaðilar
komi sér ekki upp kjamorku-
vopnum og leyfi þau ekki í lög-
sögu sinni. Þau stórveldi sem
beðin hafa verið að undirrita
samninginn skuldbinda sig þar-
með til að gera ekki kjarnorkuár-
mun furðulegri sem hún hefði
undirritað samning um kjarnork-
uvopnalaust svæði í Suður-
Ameríku og stutt hugmyndir um
slíkt í Suður-Asíu og í Miðaustur-
löndum.
Bretar hafa ekki gefið upp af-
stöðu sína til samningsins, en
Frakkar hafa neitað að skrifa
undir. Franskar tilraunaspren-
gingar á Mururoa-rifi hafa lengi
verið ríkjunum á Suður-
Kyrrahafi þymir í augum. Sovét-
menn og Kínverjar hafa lýst yfir
að þeir muni undirrita samning-
inn.
Bill Hayden utanríkisráðherra Ástrala,
lendinga, - reiðir Bandaríkjastjórn.
ás á ríki í Suður-Kyrrahafi, stundi
þær ekki tilraunir með kjarnork-
uvopn og losi ekki kjarnorkuúr-
gang í hafið. Ferðir skipa með
kjarnorkuvopn em hinsvegar
leyfðar, og í samningnum er sér-
David Lange forsætisráðherra Nýsjá-
stakt ákvæði um að ríki geti með
ákveðnum fyrirvara rift aðild að
samningnum telji þau aðstæður
krefjast slíks.
Bill Hayden sagði að afstaða
Bandaríkjastjórnar væri þeim
ERLENDAR
FRÉTTIR
MÖRÐUR
ÁRNASON
,/REUlER
Sovét
Metmenn í geimstöðina
Sovétmenn að ná undirtökum í geimferðakapphlaupinu?
Moskvu - Tveir sovéskir geim-
farar voru sendir útí geiminn í
gærkvöldi með geimfarinu So-
jusi TM-2 og eiga þeir að fara
um borð i Geimstöð Sovét-
manna, Mír. Búister við að þeir
muni setja met í samfelldri
geimdvöl, en fyrra met eiga so-
véskir geimfarar sem dvöldu
um borð í geimstöðinni Saljút
sjöunda i 237 daga, sem eru
tæpir átta mánuðir.
Geimstöðinni Mír var skotið á
loft í febrúar í fyrra, og er hald
manna að Sovétmenn muni í
framtíðinni manna hana árið um
kring.
Persaflóastríðið
Læknar selja sár
Gífurlegar mannfórnir írana
Mennforðast herþjónustu með öllum ráðum
Iranar og Irakar, Persar og
Arabar, sjíta- og súnní múslim-
ir, berast á banaspjótum sem
aldrei fyrr nú um stundir.
Stríðið hófst, sem alkunna er, á
því að Saddam Hussein, leiðtogi
Iraka, gaf her sínum fyrirmæli um
að ráðast inn fyrir írönsku landa-
mærin í septembermánuði árið
1980. Þá skáru írönsku klerkamir
upp herör og eggjuðu þjóðina
lögeggjan að taka hraustlega á
móti og láta arabísku „trúvilling-
ana“ og innrásarseggina snýta
rauðu. Þjóðin hlýddi kalli og
þrungnir ættjarðarást og öðrum
göfugum kenndum þrömmuðu
persneskir æskumenn í átt til víg-
stöðvanna „hvergi hræddir hjörs í
þrá“.
Árin liðu eitt af öðru en nú er
komið annað hljóð í strokkinn og
beita menn öllum brögðum til að
komast undan því að taka beinan
þátt í átökunum, skaða jafnvel
eigin líkama!
Hildarleikurinn við Persaflóa
stenst vart nokkum samanburð
við styrjaldarátök á seinni tímum
og verður að hverfa aftur á ofan-
verða síðustu öld og öndverða
okkar til að fá samanburð. Tryll-
ingsleg hrannvíg í bandaríska
borgarastríðinu og linnulaus
dauðadans fyrri heimsstyrjaldar,
þegar líf hins óbreytta hermanns
var vegið og mjög léttvægt fund-
ið, em helstu hliðstæðurnar í nú-
tímasögu.
Áður en íranar hófu þá sókn
sem nú stendur yfír var það mál
sérfróðra manna að a.m.k. 315
þúsund menn hefðu fórnað lífi
sínu í þessum viðurstyggilega
stríðsleik valdamanna í Teheran
og Bagdað. Og á umliðnum vik-
um hafa fallið tugir þúsunda.
í herbúðum írana, sem allir
em á einu máli um að misst hafi
mun fleiri menn en írakar, hafa
„framverðir byltingarinnar" og
„sjálfboðaliðar" borið hita og
þunga baráttunnar. Þetta eru
gjama menn af lágum stigum,
smábændur sem ekki hafa frá
miklu að hverfa en fá vilyrði fyrir
mikilli umbun standi þeir sig í
stykkinu. Falli þeir þá verður
næsta vel tekið á móti píslarvott-
unum í Paradís en komist þeir lífs
af þá er þeim lofað gulli og græn-
um skógum í stórveldi ajatoll-
anna.
Stöðugt þarf að fylla raðir
þeirra sem farnir em til Paradís-
ar. írönsk stjómvöld hafa allar
klær úti til að verða sér úti um
fallbyssufóður. Sýknt og heilagt
er verið að „bæta“ löggjöfina um
herskyldu í því augnamiði að
stoppa í götin sem ýmsir smeygja
sér út um og mönnum er oft
beinlínis ógnað af útsendurum
ráðamanna víli þeir fyrir sér að
taka þátt í krossförinni gegn „Sat-
ani“ Hussein, íraksforseta, svo
notað sé tungutak Khomeinis
erkiklerks.
Fjöldi ungra íranskra karl-
manna hefur flúið land og þá
einkum til Tyrklands, hvaðan
þeir komast síðan til ýmissa
landa. Er svo undir hælinn lagt
hve mikillar samúðar þessir
flóttamenn njóta í hverju landi
fyrir sig. Getum við íslendingar
litið í eigin barm um þessar
Geimskotinu í gærkvöldi var
sjónvarpað beint einsog nokkr-
um öðrum undanfarið, - áður
létu Sovétmenn sér nægja að til-
kynna um geimskot sín eftirá.
Sovétmenn eru hressir með
geimafrek sín undanfarið, enda
hafa keppinautar þeirra í Vestur-
heimi ekki aðhafst síðan í
Challenger-slysinu í janúar í
fyrra. Ymsir geimfræðingar í
Bandaríkjunum hafa af því
áhyggjur að Sovétmenn séu að ná
ótvíræðri forystu í þessu kapp-
hlaupi.
Hermenn ajatollans, - sífelit tregari,
sífellt yngri.
mundir hvað þessu viðvíkur.
Nú er svo komið að íranskir
foreldrar láta einskis ófreistað til
að bjarga sonum sínum frá
bráðum bana á vígvellinum og
ber nýjasta frásögnin um útsjón-
arsemi þeirra þess ljósan vott á
hvaða stig örvilnunar fólk er í
þessu stríðsþjáða landi. Hún er á
þá leið að foreldrar greiði lækn-
um, hver eftir efnum og ástæð-
um, fé fyrir að skera sár á líkama
drengja sinna og útbúa trúverðug
ör sem fulltrúar yfirvalda taki
sem góðan og gildan vitnisburð
um vanhæfni viðkomandi til her-
þjónustu!
-ks.
Kjarnorkutilraunir
Sovéthléið
úr gildi
Moskvu - Sovétstjórnin hefur
lýst því formlega yfir að ein-
hliða hlé á tilraunum með
kjarnorkuvopn sé úr gildi fallið
eftir að Bandaríkjamenn
sprengdu tilraunasprengju í
Nevada-eyðimörkinni á þriðju-
dag.
Á blaðamannafundi í sovéska
utanríkisráðuneytinu endurtóku
Moskvumenn vilja sinn til samn-
inga um algert tilraunabann, en
sögðu hemaðamauðsyn á nýjum
sovéskum tilraunum eftir að
Bandaríkin hefðu virt að vettugi
viðleitni Sovétmanna. Ekkert var
sagt um hvenær búast mætti við
sovéskri sprengingu.
Talsmenn Sovétstjómarinnar
segja Bandaríkjastjóm stefna að
hemaðaryfirburðum með því að
framleiða „þriðju kynslóð“
kjamorkuvopna og undirbúa
hergögn sem byggja á leisigeisla-
tækni. Þeir segjast hinsvegar ekki
munu svara „stjömustríðs“-kerfi
Bandaríkjamanna í sömu mynt
og láta að því liggja að þeir hafi
ýmislegt ódýrara í pokahominu.
Föstudagur 6. febrúar 1987|ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13