Þjóðviljinn - 06.03.1987, Qupperneq 1
Föstudagur 6. mars 1987 54. tölublað 52. örgangur
Frjálshyggjan
Seljum bamaheimilin
Borgarstjóri vill að einkaaðilar reki harnaheimilin.
Tilgreina kemur að greiðaforeldrumfyrir að hafa börn sín heima.
KristínÁ. Olafsdóttir: Vís leið til mismununar barna eftir stéttastöðuforeldra.
Arna Jónsdóttir, fóstra: Trúiþvíekkiað Davíð meini þetta í alvöru
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
telur að til greina komi að
selja einkaaðilum helminginn af
60 barnaheimilum borgarinnar
og greiða foreldrum um 10 þús-
und krónur fyrir að gseta barna
sinna heima, eða samsvarandi
upphæð og borgin leggur til með
hverju barni á barnaheimilum.
Þessar hugmyndir viðraði borg-
arstjóri í hópi sálufélaga á við-
skiptaþingi Verslunarráðsins á
dögunum.
„Mig hefur lengi grunað að
eitthvað slíkt væri að brjótast um
í kollinum á íhaldinu. Ef af yrði,
þá væri búið að hverfa frá því
grundvallaratriði að barnaheimili
væru sjálfsögð þjónusta, sem öll
börn eiga rétt á af samfélagsins
hálfu. Með því að fela einkaaðil-
um rekstur barnaheimila, myndu
dagheimilisgjöld óhjákvæmilega
hækka og það ekki lítið. Best
búnu barnaheimilin væru vænt-
anlega þau sem tækju hæsta
þóknun fyrir þjónustuna. Þar
með værum við komin með for-
réttindabarnaheimili - eingöngu
fyrir börn efnameiri foreldra og
enn væri aukið á þá stéttskiptingu
sem fyrir er í landinu," sagði
Kristfn Á. Ólafsdóttir, borgar-
fulltrúi.
í sama streng tók Arna Jóns-
dóttir, umsjónarfóstra hjá Dag-
vist barna. „Ég held að Davíð
hafi ekki hugsað málið til enda.
Nema ef vera kynni að hann sé
því fylgjandi að mismuna börn-
um eftir efnahag foreldra, sem ég
er vantrúuð á,“ sagði hún.
Um þá hugmynd borgarstjóra
að til greina kæmi að greiða for-
eldrum um 10 þúsund krónur
fyrir gð hafa börn sín heima,
töldu Kristín og Arna að væri frá-
leitt, meðan dagvinnulaun þorra
fólks, þar sem tveir ynnu úti,
nægðu engan veginn til fram-
færslu heimilsins og hvað þá þar
sem um einstæða foreldra væri að
ræða, eða að annar framfærenda
væri útivinnandi.
-RK
Sjálfstœðismenn
Þjónarðu
manninum
þínum?
I nýútkomnu blaði sjálfstæðis-
manna í Bakka- og Stekkjahverfi
cru lagðar nokkrar sérstæðar
spurningar fyrir húsmæður und-
ir titlinum Handa húsmóðurinni:
Gerir þú allt, sem þú getur, til
að gera heimili þitt vistlegt og að-
laðandi?
Sérð þú fyrir tilbreytingu í mat-
aræði, svo að maðurinn þinn
megi oft eiga von á einhverri ný-
breytni eða einhverju hnossgæti?
Hefur þú þekkingu og skilning
á viðfangsefnum mannsins þíns,
svo að þú getir rætt þau við hann
honum til hjálpar?
Getur þú tekið djarflega og
glaðlega fjárhagslegum áföllum
án þess að ámæla manni þínum
feða halla á hann gagnvart öðrum,
sem heppnari hafa verið?
-Ing.
Apótekin
Lyf
ofdýr
Landlœknir:
Alagningin miðuð
við að smœstu apótek
beri sig
Akveðin efni eru þess eðlis að
þau þurfa að vera undir opin-
berri stjórn og eftirliti og meðal
þeirra eru áfengi, tóbak og lyf,
sagði Ólafur Ólafsson landlæknir
við Þjóðviljann vegna tillögu
Árna Johnsen og fleiri sem lögð
var fram á alþingi í gær.
Landlæknir sagði að hugsan-
legar skýringar á miklu meiri
sýklalyfjanotkun hér en í ná-
grannalöndunum væru að hér eru
börn stærri hluti íbúatölu og að
hér vinnur fólk mun meir og
mætti hreinlega ekki vera að því
að veikjast eða vera heima yfir
veikum börnum sínum.
Þá sagði landlæknir ýmsa ann-
marka vera á lögum og reglum,
sem löngu væri búið að leiðrétta
annarsstaðar á Norðurlöndum.
Hér væri verðlag miðað við að
smæstu apótek bæru sig, og því
gróði í hinum stærri en ytra
greiddu apótek á þéttbýlissvæð-
um jöfnunargjald til apóteka á
smærri stöðum.
Einnig gilti hér stighækkandi
álagning, þannig að mun hag-
kvæmara væri að selja pilluglas
sem kostaði tíu þúsund krónur,
en glas sem kostaði þúsundkall,
þó ódýra lyfið gerði nákvæmlega
sama gagn.
Þá sagði landlæknir að óeðli-
legt væri að í lyfjaverðlagsnefnd
sætu lyfjafræðingar í meirihluta.
Þess má geta að komist nefndin
að sameiginlegri niðurstöðu get-
ur ráðherra ekki um hana vélt.
-sá.
Hópur íslenskra námsmanna mótmælir skerðingu námslána á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gær. Steingrímur Hermannsson myndaði hópinn og bað
námsmennina um að láta sér ekki verða kalt. (mynd: KOl)
íslenskir námsmenn
Mótmælastaða á Ráðhústorgi
Námsmenn afhentu Steingrími mótmœlabréfá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn ígœr.
20% skerðing námslána á valdatíma ríkisstjórnarinnar. Krafist að farið verði að lögum
r
Islenskir námsmenn í Dan-
mörku mótmæltu skerðingu
námslána á Ráðhústorginu í
Kaupmannahöfn í gærdag þegar
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra mætti í ráðhúsið til
hádegisverðar með yfirborgar-
stjóranum í Kaupmannahöfn.
í bréfi sem námsmennirnir af-
hentu Steingrími fyrir utan ráð-
húsið mótmæla þeir fyrir hönd ís-
lenskra námsmanna erlendis
þeirri skerðingu námslána sem
þeir haf^ orðið að þola á valda-
tíma núverandi ríkisstjórnar.
„Við krefjumst þess af yður að
þér í krafti embættis yðar afléttið
tafarlaust skerðingu þessari og
námsmenn fái þau lán sem þeim
ber samkvæmt lögum um náms-
lán og námsstyrki,“ segir m.a. í
bréfinu.
Námslán stúdenta eru nú tæp-
lega 20% lægri en þau ættu að
vera að óbreyttu samkvæmt lög-
unum frá 1982. í dag ættu þau að
vera 26.853 kr. á mánuði en eru
aðeins 21.550 kr. Námslán eru
ekki bundin framfærsluvísitölu í
hinum einstöku löndum og kem-
ur það mörgum námsmönnum
mjög illa.
„Maður finnur verulega fyrir
þessari skerðingu," sagði Hólm-
fríður Einarsdóttir einn íslensku
námsmannanna sem voru á Ráð-
hústorginu í gær. Hún er ein-í
námi og með barn og fær nú í lán á
mánuði um 9000 kr. minna en
fyrir hálfu öðru ári.
Mikill hiti er í námsmönnum
erlendis vegna ástandsins í lána-
málunum og áttu þeir fund um
þessi efni með forsætisráðherra í
Jónshúsi í gærkvöld.
-K. Ól. /Kaupmannahöfn.
Heimurinn
Afganistan, Reagan og Norðurlönd
í fjögurra síðna „Heimi“ í kjarnorkuvopnalausu svæði á
blaðinu í dag er meðal annars Norðurlöndum og skýrt fra Ir-
fjallað um ástandið í Afganistan ansræðuBandaríkjaforsetaifyrr-
þarsem tímamót gætu orðið bráð- akvöld.
lega, sagt frá nýju skrefi í átt að Sjá SÍður 7-10