Þjóðviljinn - 06.03.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 06.03.1987, Qupperneq 7
Skæruliðar skammt frá Kabúl: Við munum slátra þessum svínum. Afganistan Zahir Shah, fyrrum konungur: Verður kallað á hann í sáttasemjarastarf? Þjóðarsátt miðar hægt Kabúlstjórnin leggur sigfram um aðfjölga bandamönnum sínum. - Hluti skœruherja leggur niður vopn.- Fer helmingur sovéska hersins í haust? - Margt í lausu lofti Nadsjibulla tekur á móti ættarhöfðingjum: Sá sem ekki er á móti okkur er með okkur. Foringjar helstu skæru- herja í Afganistan neita sem fyrr að taka tilboði Kabúl- stjórnarinnar um vopnahlé og þjóðarsátt. En viðleitni leiðtoga Kabúlstjórnarinn- ar, Nadsjibulla, hefur samt borið nokkurn árangur, enda mikil stríðsþreyta í landinu. Jafnvel er um það rætt að útlægur konungur Afgana, Zahir Shah, komi heim og gegni einskonar málamiðlunarhlutverki. í nýlegu viðtali við vestur- þýska vikublaðið Spiegel segir Nadsjibulla að í sáttaskyni hafi um 7000 pólitískir fangar verið látnir lausir, meðal þeirra margir sem höfðu fengið 15-20 ára dóma fyrir þátttöku í vopnaðri baráttu gegn stjórninni. Hann heldur því og fram að um 30 þúsund útlagar, um 60 þúsund fyrrverandi skær- uliðar hafi snúið til Afganistan á síðustu vikum og sæst við stjórn- ina. Kabul New Times segir að um 400 vopnaðir hópar hafi frá áramótum lagt niður vopn, enda þótt talsmenn helstu andspyrnu- hreyfinganna, sem hafa bæki- stöðvar í Pakistan neiti með öllu að semja við „svínin" í Kabúl og Rússa. Alvarleg tilraun Nokkrir tugir þúsunda eru ekki mikill hluti þeirra fjögurra milj- óna flóttamanna sem ieitað hafa til grannlandanna undan ó- friðnum, en heimkoma þeirra segir þó vissa sögu. Erlendum sendimönnum og fréttamönnum í Kabúl ber altént saman um að Nadsjibullah leggi sig mjög fram um að afla fylgis við þjóðarsátt og komi það fram í stóru og smáu. Ungir menn eru ekki lengur þvingaðir til herþjónustu með á- hlaupum lögreglu, útgöngubann í Kabúl hefur verið stytt í fjórar stundir á n óttu, stjórnarherinn reynir fyrir sitt leyti að halda vopnahléið sem boðað var ein- hliða og leggur ekki til atlögu nema skæruliðar sæki fram. í stað byltingarvígorða á húsum og út- varpsræðum kemur landsföður- legur tónn um að eigi skuli út- hella meiru afgönsku blóði, um „sjálfstætt Afganistan utan hern- aðarblakka“ og tilvísanir í friðar- boð íslams um að „komi stríð upp l á milli múslíma þá skuli þeir sætt- ast“. Sáttanefndir Nadsjibullah hefur lagt sig mjög fram um að vinna hylli öldunga ýmissa ættbálka í þessu landi margra þjóða og haft nokk- urt erindi af því erfiði. Komið hefur verið á fót hundruðum sáttanefnda, sem starfa í einstök- um þorpum og hafa guðsmenn jafnt sem félagar í ríkjandi kommúnistaflokki, óháðir menn og fyrrverandi skæruliðar tekið þátt í starfi þeirra. Þessar nefndir vinna að málum eins og uppgjöf saka, leiðréttingum á lögum um skiptingu jarðnæðis og vatns og svo að því að skilað sé aftur eigum þeirra sem heim snúa. Nadsjibullah lætur þess getið í fyrrnefndu viðtali að í stjórn hans séu nú fjórir ráðherrar úr fyrri borgaralegum stjórnum og 36 flokksleysingjar. Said Amanudd- in Amin er varaforsætisráðherra og hefur m.a. tekið að sér hagsmuni einkarekstrarmanna. Hann lætur í ljós við Spiegel þá ósk að Zahir Shah, fyrrum kon- ungur, snúi aftur úr útlegð og „taki þátt í að linna þjáningar síns fólks“. Má vera að hann geti tekið að sér hlutverk forseta - en það embætti er laust síðan Ba- brak Karmal var steypt frá völd- um. Innan 18 mánaða? Þeir sem binda nokkrar vonir við konunginn útlæga telja, að ekki muni af veita að maður sem nokkurrar virðingar nýtur reyni að koma í veg fyrir að afganskt samfélag leysist upp í blóðhefnd að sovéskum her förnum. Það eykur möguleika konungs á að gegna einhverju slíku hlutverki að hann átti sjálfur vinsamleg samskipti við hinn volduga so- véska nágranna. Diplómatar í Kabúl búast við því að veruleg hreyfing sé að komast á það að flytja sovéskan her frá landinu. Spiegel hefur það eftir sovéskum stjórnarerindreka að „okkar ungu menn verða farn- ir héðan eftir í mesta lagi 18 mán- uði. Við höfum greitt nógu þung- bært gjald fyrir okkar mistök með um það bil tíu þúsund föllnum." Framvinda þess máls ræðst af því, hvernig „þjóðarsáttinni“ vegnar á næstunni og svo á þeim viðræðum um Afganistan sem nú halda áfram í Genf að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Ýmsir sendimenn Austur-Evrópuríkja í Kabúl telja líklegt að í haust verði stigið stórt skref í þessa átt með heimsendingu 50 þúsund so- véskra hermanna, eða um helm- ings liðsins. Nadsjibullah gerir hvorki að játa eða neita því að slík áform séu uppi. Haft er fyrir satt, að ekki séu allir í flokki hans, Lýðræðislega alþýðuflokknum, jafn hrifnir af því að sovéski herinn sé ef til vill á förum. Margir oddvitar þess flokks óttast hefnd andstæðing- anna þegar hinir sovésku „vern- darar" þeirrar eru á brott. Og ekki að ástæðulausu: Spiegel hef- ur það eftir Mohamed Belal Nair- am, einum helsta foringja and- ófsherjanna, að menn sínir muni aldrei semja við kommúnistana í Kabúl og fari Rússar muni þrjátíu þúsundir vina þeirra í höfuð- staðnum skomir á háls. Stríðið hefur kostað miklar fórnir og tortímingu, þúsundir þorpa eru í rústum, meira en miljón hekturum akurlendis hef- ur verið eytt og eins og þar segir: sviðin jörð er ekki góður jarðveg- ur fyrir sættir. Erfið saga Og andófsforingjarnir í Pakist- an eru ósáttfúsir og liðsmenn þeirra í landinu sjálfu hafa nýlega fengið bandarískar Stingereld- flaugar, sem gera þeim kleift að skjóta niður sovéskar þyrlur fyrirhafnarlítið. Og Afgönum er reyndar margt annað betur gefið - ef sagan er skoðuð - en að lifa í friði. Vald stjórnarinnar, sem sat á hverjum tíma, náði kannski ekki nema til höfuðborgarinnar og nokkurra helstu borga ann- arra, en út um héruð ríktu höfð- ingjar sem ráku stöðugar skærur innbyrðis. Sameiginlegur óvinur - m.ö.o. Sovétmenn - hefur að vísu lagt sitt til að sameina af- ganskar þjóðir og þjóðarbrot. En enn er grunnt á því góða milli margra skæruliðaflokka innbyrð- is og það hefur reynst erfitt fyrir pólitíska foringja þeirra að ná samstöðu um sameiginlegar að- gerðir, um skiptingu þeirrar vopnaaðstoðar sem berst frá Bandaríkjunum og svo margt annað. Satt besi að segja eru ótal mál óleyst í Afganistan þótt sovéski herinn verði á brott. Sambúð- armál þjóða og þjóðarbrota. Eignarhald á landi og vatni, sem byltingarstjórnir liðinna ára hafa skipt upp: á að skila þeim eignum, því forræði til fyrri óð- alsherra? Staða kvenna sem að nokkru hefur batnað undir Ka- búlstjórn, en gæti versnað aftur ef trúarhöfðingjar fá að ráða því sem þeir vilja. Nadsjibullah hefur og ekki gert grein fyrir því með ótvíræðum hætti, hve langt hann er fús til að ganga í sinni „þjóðarsátt“. Hann gefur Spiegel t.a.m. ekki skýr svör um það, hvort sú nýja stjórnarskrá sem nú er til um- ræðu, muni gera ráð fyrir fleri flokkum en hans eigin, Lýðræðis- lega alþýðuflokknum. Annað óvissuatriði er blátt áfram tengt Sovétmönnum: Þótt þeir verði á brott með her sinn er ólíklegt að þeir afsali sér möguleikum til á- hrifa í þessu grannríki - og hvern- ig ætla þeir að tryggja sér þau eftir það sem á undan er gengið? ÁB tók saman Föstudagur 6. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.