Þjóðviljinn - 06.03.1987, Side 10
HEIMURINN
8..REMPIA&JE:
Drögin frá Ósló eru stór áfangi í átt-
ina. Fyrirsagnir úr Arbeiderbladet í
Noregi, Svenska Dagbladet, Þjóðvilj-
anum og hinni dönsku Information.
AfiBEIOtRfilAQEI. HRSOAG 3. MABS .198I
fraktat-forskig sna
.j. ____M.
Udsigt til gennembrud for
nordisk atomvábenfri zone
Kjarnorku vopnalaus Norðurlö,
■'v' ^uvupnaia
Samkomulag
• S U/t \>/l »■ /’.'/w. m r
nd
Mens Hoyre fQrtsatt sier
beidet med á gjore Nofds
---------------lísko, m
Nyt forslag. der
erstat.ter en enkelt
trektat med et
fstem af
■ r
A JÍ!i2!fn,mál*nokl>«rí N„rn.
ílurltodum uu„ h.grin.Ak.
_ i sionmali
CKle
r for
i i den
anske
mit.N-riN hi n-iKt nt Kcnncmforc
umlcrNOKclscsarlH'jdct Mtlflo
iH-ntlf mf<l ••ml»fd.NmandN«rup
opklarinK*'' irksnmhed
I)«•! kun lilivf uktufll ut unmo
d«- cmlH-dsinundsKruppcn om
at udurln-jdf udkust til traklal
om dfii unrdiskf utomvAlK'nln
zonc dlcr andcn form f«»r ;if
tuh-r ■•
l)ft nordiskf udcnriKNinim
Ntermedc. soni parlamenturi
kcrnc vil unmode om ut ncd*
sa-tt«- cmlH‘dmun«lsudvHl*;«,l.
fin«l«*r stc«l i slutninKcn uf
marts máncd
Froblemet Ofitersoen
ji tuinnncn «.*; l'SA. mi-n dcr
td-tru-lH-s «>*;sA cn tillu-*;suftu
li* mi-d *:aranticr fru NATC) <»K
\\ ars/.uwapu*;tfn
Island hur Indtil spdlct cn
hri-msi-n<lc rullc. «># isla-ndin-
(jcnc vd nu afvcnti- Ih-sIuI-
nm*'rn pA parlumimturikcr- I
grupiH-ns niodc. for dc tagcr I
endclig stdlin*; til. om dc vil an |
bcfale «l«* nordisk«- ud«*nrÍKsmi- |
mstrc at ni-dsM'tU- pmfieds
mumlsKruppi'n
Vclinformcrcdc kildcr i
dct f«.r mcget sundsynlÍKt. at I
d«-r kun skaln-N <-nÍKh«*d i purla T
mcnturikcrKruppfn Skcr del.
vd dct riflt va-rc ct Kcnncm
lirud i urlH-idcl for on atom- j
Kalevi Sorsaforsætisráðherra Finna.
Allir flokkar þar í landi eru sammála
um svæðisstofnun.
Gro Harlem Brundtland forsætisráð-
herra Noregs. Miðflokkarnir styðja
vinstrimenn í norska svæðismálinu.
Anker Jörgensen formaður þing-
mannanefndarinnar, - hvenær setj-
ast emgættismennirnir niður?
Jón Baldvin Hannibalsson. Útiloka
kratar ísland frá aðild að samningn-
um?
Káre Willoch, einn helsti leiðtogi
norska Hægriflokksins. Vill að Nató
sé við stjórnvölinn.
Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd
Samkomulag á næsla leiti
Traustur meirihluti með samningsdrögum Anker-nefndarinnar á norrœnum þingum nema á íslandi.
Polinmœðigagnvartíslenskritregðuáþrotum. Andstaða Alþýðuflokksins gœti útilokað ísland frá
samningnum
Norræna þingmannanefnd-
in sem oftast er kennd við for-
mann sinn Anker Jörgensen
gekk á mánudaginn frá sam-
komulagsdrögum um tillögur
að kjarnorkuvopnalausu
svæði á Norðurlöndum og telj-
ast líkur á nær einhuga niður-
stöðum frá nefndinni mjög
góðar. Þingmeirihluti virðist
vera fyrir hugmyndum nefnd-
arinnar á öllum norrænum
þjóðþingum nema ef til vill
hinu íslenska.
Norræn dagblöð tala um „full
fart“ og „gennembrud“, en enn
hika hægriflokkarnir sem ekki
taka þátt í störfum nefndarinnar,
og línurnar skýrast ekki fyrren
eftir fund utanríkisráðherranna í
Reykjavík í lok mánaðar þarsem
tekin verður afstaða til skipunar
embættismannanefndar um mál-
ið.
f samkomulagsdrögunum mun
gert ráð fyrir að samningur um
kjarnorkuvopnalaust svæði nái til
Norðurlanda allra, og skuldbindi
þjóðirnar sig til að framleiða ekki
kjarnorkuvopn, taka ekki á móti
þeim, gera ekki tilraunir með
þau, leyfa þau ekki í löndum sín-
um, búa sig ekki undir að fá slík
vopn, kenna ekki herjum sínum
að beita kjarnorkuvopnum, leyfa
ekki flutning þeirra um Iönd sín
og leyfa ekki mannvirki ætluð
uppsetningu kjarnorkuvopna.
Gert er ráð fyrir að flutningur
kjarnorkuvopna sé bannaður í
landhelgi norrænna ríkja, þó með
þeim undantekningum sem leiða
af alþjóðlegum réttarreglum um
siglingar. Flugvélar hlaðnar
kjarnorkuvopnum verða ekki
leyfðar yfir Norðurlöndum, og
ekki tekið á móti þeim til lending-
ar.
Meginplagg og
nokkrir hliðarsamningar
Drög Anker-nefndarinnar
gera ráð fyrir einum aðalsamn-
ingi milli norrænna ríkisstjórna,
og að auki hliðarsamningum, til
dæmis um Eystrasaltið við Sovét-
menn, Austur-Þjóðverja og Pól-
verja, og um norðvestursvæðið
við Bandaríkjamenn sem hafa
herstöðvar bæði í Keflavík og
Thule á Grænlandi.
Risaveldin yrðu með þeim
hætti og öðrum fengin til trygg-
ingar, og stefnt að ábyrgðarvott-
orði frá bæði Atlantshafs- og
Varsjárbandalagi. Sérsamningar
og alþjóðlegar tryggingar kæmu í
áföngum, eftir að aðalsamning-
urinn hefur verið gerður, - svipað
verklag og viðhaft var við stofnun
svæðanna í Suður-Ameríku og í
Suður-Kyrrahafi og samkvæmt
fyrirmyndum frá Sameinuðu
þjóðunum.
Ennfremur er reiknað með að
samningurinn skapaði Norður-
löndum stöðu til að þrýsta á um
afvopnun á grannsvæðum, og er
þá Kóla-skaginn sérlega í huga
hafður. Að auki yrði samningur
um Norðurlandasvæði mikilvæg-
ur stuðningur við tillögur Palme-
nefndarinnar svokölluðu um
kjarnavopnalaust belti gegnum
Evrópu frá Ítalíu gegnum þýsku
ríkin til Norðurlanda, - hugmynd
sem meðal annars nýtur stuðn-
ings í Austur-Berlín og í höfuð-
stöðvum vesturþýskra krata.
Drögin sem samþykkt voru í
Ósló hafa verið send þeim þing-
flokkum sem aðild eiga, og beðið
um samþykki eða athugasemdir
fyrir 21. apríl, en þá heldur þing-
Frakkland
Barre hefur meðbyr
í nýrri franskri skoðana-
könnun kemur í Ijós að ef
gengið yrði til forsetakosninga
nú og valið stæði á milli Raym-
onds Barre, fyrrverandi for-
sætisráðherra, og Francois
Mitterrand, núverandi forseta,
myndi sá fyrrnefndi fara með
nauman sigur af hólmi.
Fimmtíu og eitt prósent að-
spurðra hugðust ljá Barre at-
kvæði sitt en fjörutíu og níu pró-
sent myndu kjósa Mitterand.
Hinsvegar myndi forsetinn
sigra Jacques Chirac, núverandi
forsætisráðherra, með umtals-
verðum mun.
Áttahundruð og sextíu ein-
staklingar voru spurðir, vítt og
breitt um Frakkland.
-ks.
Raymond Barre nýtur vinsælda
þessa dagana.
mannanefndin fund í Helsinki.
Má búast við að þau verði sam-
þykkt þar óbreytt eða lítt breytt
og hefur þingmannanefndin þá
lokið ætlunarverki sínu.
Hún væntir þess að málið kom-
ist síðan í hendur þeirrar emb-
ættisnefndar sem hægrimenn
hafa hvað eftir annað komið í veg
fyrir að skipuð yrði, síðast Matt-
hías Á. Mathiesen, - og er því
horft til ráðherrafundarins í
Reykjavík eftir þrjár vikur með
nokkrum væntingum. Frá emb-
ættisnefndinni færi málið til ríkis-
stjórnanna sem allar væru undir
þrýstingi frá þjóðþingunum.
Stuðningur miðflokka
.Vinstrimenn á Norðurlöndum
hafa hingaðtil verið mestir hvata-
menn að stofnun kjarnorku-
vopnalauss svæðis, en það sem nú
ræður úrslitum er síaukinn áhugi
og stuðningur miðflokkanna plús
augljós almannavilji.
A afstöðu norrænu hægriflokk-
anna, sem ekki hafa tilnefnt full-
trúa í þingmannanefndina, er tal-
sverður blæbrigðamunur. Hæg-
riflokkurinn í Noregi er einna
harðastur í andstöðu sinni og vill
að allt gerist undir Natómer-
kjum, Sjálfstæðisflokkurinn ís-
lenski viðheldur hinni sérkenni-
legu „norður-evrópsku" línu en
vill fylgjast vel með undirbúningi
öllum, Moderaterna í Svíþjóð
eru taldir munu verða með að
lokum, og íhaldsflokkur Schlut-
ers í Danmörku hefur tekið mjög
varfærna afstöðu til málsins.
Úr þessu munstri sker sig einn
flokkur, Alþýðuflokkurinn ís-
lenski, sem á fulltrúa í nefndinni
en hefur ekki tekið skýra afstöðu
til grunnhugmynda hennar. Nú
er svo komið að það verður Al-
þýðuflokkurinn að gera með ein-
hverjum hætti fyrir Helsinki-
fundinn 21. apríl, ekki síst vegna
þess að búast má við að tillögur
Anker-nefndarinnar verði um-
ræddar í kosningabaráttunni hér-
lendis.
Andstaða Alþýðuflokksins
getur auðvitað ekki ein og útaf
fyrir sig stöðvað þann skrið sem
kominn er á þetta verk á Norður-
löndum. Forystumenn Alþýðufl-
okksins njóta lítils trausts nor-
rænna bræðraflokka í utanríkis-
málum og megna fátt einir og sér.
Öðru máli gegndi hinsvegar ef að
kosningum loknum tækist „Við-
reisnar“-stjórn hans og Sjálfstæð-
isflokks, sem væntanlega hreyfði
sig ekki gegn bandarískum vilja í
utanríkismálum, og tæki illa í til-
lögur um svæðisstofnun.
Útilokar
Alþýðuflokkurinn
íslenska þátttöku?
Sennilegast er þó að slík stjórn
næði ekki að stöðva svæðissamn-
ing á Norðurlöndum í náinni
framtíð. Þolinmæði stjórnmála-
manna á Norðurlöndum gerist æ
takmarkaðri gagnvart kenjum ís-
lendinga í þessum efnum, og
tregða hjá næstu ríkisstjórn í
Reykjavík gæti hæglega leitt til
þess að ísland yrði ekki haft með í
samningnum, sem aftur þýddi að
íslendingum gæti reynst torvelt
að komast inn síðar.
Á Norðurlöndum hefur lengi
verið takmarkaður áhugi á að
hafa ísland með í hugsanlegri
svæðisstofnun, vegna þess að við
það flækjast málin mjög vegna
bandarískra hernaðarhagsmuna
hér á landi, og mundu sumir
mestu áhugamenn á Norður-
löndum um kjarnorkuvopnalaust
svæði gráta það þurrum tárum að
íslendingar sætu að lokum hjá.
Um hugsanlegar afleiðingar
slíkrar hjásetu Islands á norrænt
samstarf og hlutverk íslands í
hernaðarkeðju Nató skal aftur
ekki spáð hér.
-m
10 SÍÐA - ÞJ«!>ÐVILJINN Föstudagur 6. mars 1987