Þjóðviljinn - 13.03.1987, Side 1

Þjóðviljinn - 13.03.1987, Side 1
Föstudagur 13. mars 1987 60. tölublað 52. árgangur HÍK Lítil hrifning Kennarar í HÍK svöruðu til- boði launamálancfndar ríkisins með gagntilboði í gær. í gærkvöld hittust svo tveir frá hvorum dei- luaðila til að reyna að ná samkomulagi. „Kristján Thorlacius, formað- ur HÍK, sagði við Þjóðviljann í gær, að talsvert bæri á milli enn og að fulltrúar ríkisins hefðu ekki sýnt neina hrifningu þegar þeir sáu tilboðið. „Ekki frekar en við þegar okkur barst tilboð þeirra á miðvikudag.“ Þeir sem sátu fundinn í gær- kvöld voru þeir Kristján Thorlac- ius og Heimir Pálsson fyrir hönd HÍK og Indriði Þorláksson og Sigurður Helgason fyrir hönd ríkisins. Kristján sagði að það tilboð sem kennurum við Verzlunar- skólann hefði borist hefði engin áhrif á þær viðræður sem HIK ætti í, enda væri verið að ræða allt aðra hluti þar, einsog að afnema ákvæði um vinnutíma. -Sáf Eldhúsdagur Engin þjóöarsátt um misrétti Eldhúsdagsumræðum í þing- lok var útvarpað í gær. í umræð- unum töluðu þingmenn til kjós- enda. Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks mikluðu að vanda afrekaskrá ríkisstjórnar- innar. Góðærið var mönnum tamt í munni. Jón Baldvin höfð- aði til kjósenda „hægra megin við miðju“. Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, talaði m.a. um þjóðarsáttina svokölluðu. Hann sagði m.a.: „...það verður aldrei þjóðarsátt um ójöfnuð og misrétti. Það verður heldur engin þjóðarsátt um afstöðu Sjálfstæðisflokks og krata til kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum... Auðvitað er þetta meiri háttar hneyksli. Og það dapurlegasta er að Alþýðuflokkurinn er öfugur og snúinn í þessu máli, eini flokk- ur jafnaðarmanna á Norður- löndum sem það er.“ -Sáf Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Andóf krata og íhalds gæti útilokað ísland Sjálfstœðismenn og alþýðuflokksmenn þœfastgegn íslenskri þátttöku í undirbúningi að svœðisstofnun Anker Jörgensen: Þátttaka íslands ekki skilyrði Ihörðum umræðum á Alþingi í fyrrakvöld og fyrrinótt kom fram að Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur eru andvígir því að ísland taki þátt ■ stofnun kjarn- orkuvopnalauss svæðis á Norður- löndum, öndvert við stefnu Al- þýðubandalags, Kvennalista og Framsóknarflokks og velflestra stjórnmálaflokka á hinum Norðurlöndunum. Á fréttamannafundi í Kaup- mannahöfn í gær, þar sem Anker Jörgensen formaður norrænu þingmannanefndarinnar lagði fram drög að samkomulagi um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd, var ákaft spurt um hvort Jörgensen teldi að til greina kæmi að halda áfram vinnu að stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndunum án þátttöku ís- lands. Svör Ankers voru mjög óljós en hann sagði að í drögum þing- mannanefndarinnar væri gert ráð fyrir því að öll Norðurlönd væru með, en það væri hins vegar ekki skilyrði. Hann útilokaði ekki samkomulag án fslands og sagði að íslendingar yrðu að ráða því sjálfir hvort þeir vildu vera með eða ekki. f umræðunum á Alþingi í fyrra- kvöld gagnrýndi Svavar Gests- son, formaður Alþýðubandalags- ins, mjög afstöðu sjálfstæðis- og alþýðuflokksmanna í þessu máli og sagði að menn væru að gera málið tortryggilegt með því að segja að hér væri um að ræða ein- hliða yfirlýsingu án nokkurs framhalds þar á. „Málin eru ekki óg hafa aldrei verið hugsuð út frá þeirri for- sendu, heldur hafa menn litið á kjarnorkuvopnalaus svæði sem þátt í allsherjar viðleitni til þess að draga úr kjarnorkuvopnum, spennu og ófriðarhættu í heimin- um,“ sagði Svavar. Norræna þingmannanefndin hefur lagt áherslu á að stofnuð verði sérstök embættismanna- nefnd um málið, og þegar utan- ríkisráðherrar Norðurlanda hitt- ast í Reykjavík síðar í mánuðin- um munu Danir og Norðmenn Ieggja til að það verði gert. Matt- hías Á. Mathiesen kom í veg fyrir stofnun slfkrar nefndar á síðasta fundi utanríkisráðherranna og hefur enn ekki upplýst hvort hann hefur breytt þeirri afstöðu sinni. -vd/-m Arkarmálið Heildarumsvif Helga athuguð Könnun á söluskattsskilum vegna innflutnings í tengslum við byggingu HótelArkar. Voru útgjöld vegna hótelsinsfærð á ranga reikninga? Bókhaldi Helga ábótavant Samkvæmt traustum heimild- um Þjóðviljans nær athugun rannsóknadeildar ríkisskatt- stjóra á umsvifum Helga Þórs Jónssonar meðal annars til út- gjalda vegna Hótel Arkar, sem kunna að hafa verið færð á reikninga vegna framkvæmda Vélalcigu Helga. Einnig beinist athugunin að innkaupum og inn- flutningi, sem ekki hefur verið greiddur söluskattur af. Þar á meðal er innflutningur vegna byggingar Hótel Arkar, og jafn- framt á tækjum vegna Véla- leigunnar. Heimildir Þjóðviljans herma, að heildarumsvif Helga Þórs nokkur ár aftur í tímann séu í rannsókn. Hluti þessara umsvifa eru kaup hans á tíunda hluta jarð- arinnar Loftsstaða vestri í Gaulverjabæjarhreppi, sem hann keypti fyrir 800 þúsund krónur. Einnig kaup hans á einbýlishúsi við Heiðmörk í Hveragerði, sem Helgi greiddi fyrir nær 3 miljónir króna. Könnuninni tengjast einnig byggingar Vélaleigunnar á Höfðabakka 1 og Eirhöfða 17, og auk þess fyrirtækið Ryðverk sem hann er aðaleigandi að, og skráður framkvæmdastjóri. Ryð- verk hefur ekki verið í rekstri síð- astliðin tvö ár, en könnunin nær lengra aftur í tímann. í viðtali við Þjóðviljann hefur Helgi staðfest,.að Vélaleigan sé í rannsókn en neitaði alfarið að Hótel Örk væri einnig í könnun. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er bókhaldi fyrirtækja Helga Þórs stórlega ábótavant, auk þess sem útgjöld kunna að hafa verið færð á ranga reikninga. -Ig/ÖS Verðbólgan eykst 23,2% verðbólga síð- ustu þrjá mánuði Samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar hækkaði visitala fram- færslukostnaðar um 1,48% í febrúar, og samsvarar sú hækkun 19,3% ársverðbólgu. Verðbólga síðustu þrjá mánuði svarar til 23,3% á ári. Af hækkuninni í febrúar eru 0,5% vegna matvöru, 0,3% vegna fatnaðar, 0,1% vegna húsnæðis og 0,6% skrifast á „ýmsa vöru- og þjónustuliði“. Frá febrúar í fyrra telst verð- bólga hafa verið 45,4%. Vísitala framfærslukostnaðar er nú 190,55 stig miðað við 100 í febrú- ar ’84. -m

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.