Þjóðviljinn - 13.03.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 13.03.1987, Qupperneq 5
viö bókunum fyrir hönd safnsins. Á bak við þau standa (frá v.): Hjörtur E. Þórarinsson, Jón Helgason í bókasafni Búnaðarfélagsins. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri, afhendir I \--------, — ------------------,----------,----,. ,----—. safninu að gjöf öll sjö bindi af bók sinni, Bóndi er bústólpi. Ingibjörg Hjartardóttir bókavörður, tekur I landbúnaðarráðherra, Ásgeir Bjarnason og Jónas Jónsson. Mynd: Sig. Safnamál LOKSINS FEKK SAFND HÚSVDHÆH Bókasafn Búnaðarfélags íslands í nýjum húsakynnum Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu var nýtt og gott húsnæði fyrir bóka- safn Búnaðarfélags islands tekið í notkun nú fyrir skömmu. Bókavörður er Ingi- björg Hjartardóttir bókasafns- fræðingur frá Tjörn í Svarfað- ardal. Starfar hún við bókasafn Búnaðarféiagsins hálfan dag- inn en að hinu leytinu vinnur hún við bókasafn Veðursto- funnar. Ingibjörg Hjartardóttir kom til starfa hjá Búnaðarfélaginu í jan- úar 1986. Á undan henni annað- ist Óskar Guðjónsson bókavörsl- una. Og líkt og Ingibjörg var hann þar í hálfu starfi en var að öðru leyti bókavörður hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Þjóðviljanum þótti vel við hæfa að spjalla lítillega við Ingi- björgu Hjartardóttur bókavörð i tilefni þessara merku tímamóta í sögu safnsins. Var hún fyrst að því spurð hvenær byrjað hafi ver- ið á því að efna til safnsins. - Þær fyrstu upplýsingar, sem ég hef rekist á í sambandi við stofnun safnsins er að finna í Búnaðarritinu frá árinu 1920, sagði Ingibjörg. Þá virðist vakna hugmyndin um að koma upp slíku safni. Eru rökin fyrir nauð- syn þess einkum talin þau að mikilvægt sé fyrir starfsmenn fé- lagsins að eiga aðgang að hvers konar fræðibókum og ritum um landbúnað en á því sviði var þá ekki um auðugan garð að gresja í Reykjavík. Þessar bækur þurfa helst að vera fyrir hendi á einum stað svo auðvelt sé fyrir starfs- menn félagsins að fá þar hvers konar upplýsingar sem þeir þurfa á að halda hverju sinni. Trúlega hefur sá mikli eldhugi Sigurður Sigurðsson, þáverandi búnaðarmálastjóri, einkum beitt sér fyrir þessu sennilega ásamt þáverandi stjórn Búnaðarfélags- ins. Stríðið setti strik í reikning. - Hvernig gekk svo að koma þessari hugmynd í framkvœmd? - Svo er að sjá sem það hafi gengið nokkuð vel. Safnið mun hafa stækkað nokkuð jafnt og þétt allt fram að síðari heims- styrjöldinni. Það varð sér úti um þær bækur og rit um búnaðarmál sem út komu hér á landi og stóð auk þess í viðskiptasamböndum við hin Norðurlöndin og fékk þaðan mikið af búfræðiritum. Fyrir þessar erlendu bókasend- ingar tók hins vegar á stríðsárun- um og þá óx safnið mun hægar en áður. í sögu Búnaðarfélags íslands sem dr. Þorkell Jóhannesson rit- aði og út kom á aldarafmæli fé- lagsins árið 1937 telur hann að í safninu séu hátt á þriðja þúsund bindi og muni það stærsta og heil- legasta safn bóka um búnað og búfræði sem þá sé til hérlendis. Ég hef nú grun um að þarna sé eitthvað ofmælt, enda er þetta fremur ágiskunartala en að hún sé raunhæf. Fljótt á litið sýnist mér að svona upp undir 2000 bækur séu í safninu fyrir utan smærri rit og skýrslur, en erfitt er hins vegar að henda reiður á þessu ennþá. Lang mestur hluti af þessu eru búfræðibækur og svo byggðasögur sem einstök héruð hafa gefið út, enda er þetta auð- vitað sérfræðibókasafn. Safnið vex nú með ári hverju því reynt er að festa kaup á þeim bókum sem þarna eiga heima. - Fcer safnið sérstaka fjárveit- ingu til starfsemi sinnar? - Nei, svo er nú raunar ekki. Þeir peningar sem renna til safnsins eru hluti af heildarfjár- veitingu til Búnaðarfélagsins hverju sinni. Náð höfn - Nú er til þess að gera stutt síðan bókasafnið flutti íþetta nýja húsnœði hér í Bœndahöllinni. Hvernig var húsakynnum þess háttað áður? - Hér á árum áður var safnið geymt í gamla Búnaðarfélagshús- inu við Lækjargötuna. Þetta er timburhús og eldhætta því eðli- lega mikil. Því var það að um 1950 var safnið flutt úr húsinu, bókunum var pakkað niður í kassa og þeir fengust síðan geymdir í safnahúsinu við Hverf- isgötu. Þetta jafngilti auðvitað því að safnið væri lokað því það var með öllu óaðgengilegt og illgerlegt að finna það sem menn þurftu á að halda hverju sinni. Síðan kom að því að safnið var flutt hingað í Bændahöllina þar sem það hefur reyndar búið við mikil þrengsli þar til nú. Þau vandkvæði hafa m.a. valdið því að ennþá er nokkuð af safninu geymt annars staðar en úr því mun nú rætast. - Töluvert hefur nú þurft að taka hér til hendi áður en hœgt var að flytja safnið hingað inn. Hve- nœr var byrjað að vinna að breytingum á húsnœðinu? - Þær breytingar voru gerðar á s.l. ári og þeim var lokið nú í haust. Þetta húsnæði er á allan hátt hið ágætasta og vel við vöxt, eins og það þarf auðvitað að vera. En þess ber að geta að það er jafnframt fundasalur. - Og hvenær var svo safnið flutt hingað inn? - Ég byrjaði á því í h. ist að taka bækurnarupp og kom.i þeim fyrir hér í hillunum. í því hefur vinna mín hér verið fólgin að mestu til þessa. Svo er ég aðeins byrjuð á að skrá það sem hingað er komið. Til þess nota ég tölvu í stað kortanna. Við þá skráning- araðferð vinnst tvennt: Hún er mun fljótvirkari og auðveldar mönnum auk þess mjög að finna það í safninu sem þá vanhagar um hverju sinni. Og svo er þá aðeins eftir að óska Ingibjörgu Hjartardóttur til hamingju með vinnustaðinn. -mhg Fimmtudagur 12. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.