Þjóðviljinn - 13.03.1987, Side 7
Bandaríkin/Nicaragua
Fjáraðstoð við
Contraliða frestað
Pingmenn knýjafram frestun á afhendingu fjörutíu milljóna dala
til Contraliða sem í örvœntingu reyna að náfótfestu í Nicaragua
í fyrradag fór fram atkvæða-
greiðsla í fulltrúadeild banda-
ríkjaþings um það hvort af-
henda ætti Contraliðum, sem
herja á Nicaragua, síðustu
fjörutíu milljónirnar af þeim
hundrað milljónum dala sem
þing og forseti ákváðu í sam-
einingu að veita þeim í fyrra.
Til að hnekkja þeirri ákvörðun
hefði þurft tvo þriðjunga at-
kvæða hið minnsta. Þótt and-
stæðingar fjárstuðningsins hafi
verið í meirihluta, tvöhundruð og
þrjátíu gegn hundrað níutíu og
sex, þá nægir sá meirihluti ein-
vörðungu til þess að afhendingu
fjárins verður slegið á frest í sex
mánuði.
Arturo Cruz þótti sá Contrafor-
ingja sem skást mannorð hefði.
Hann hefur nú sagt skilið við
vopnabræðurna.
Hinsvegar bentu andstæðingar
Contrastuðnings á að niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar væri þýð-
ingarmikil aðvörun til forsetans
um að frekari fjárstuðningur
fengist ekki til handa Contralið-
um á næsta ári. Voru bæði repú-
blikanar og demókratar á einu
máli um að tveir þriðju þing-
manna muni greiða atkvæði gegn
beiðni um hundrað og fimm
milljón dala viðbótarfjárframlag
sem Reagan vill fá til handa þess-
um málaliðum sínum, einkum og
sér í lagi í ljósi þess að Arturo
Cruz, sá Contraforingja sem tal-
inn er hafa skást mannorð, hefur
sagt skilið við vopnabræður sína.
Fréttir berast af því að Contra-
Contraliðar eru bæði fjölmennari og betur búnir en fyrr. Þeir leggja nú ofurkapp
á að ná fótfestu í Nicaragua.
liðar reyni nú í örvæntingu að
vinna landsvæði og ná fótfestu í
Nicaragua. Átök hafa færst í
aukana og eru fyrir því tvær
megin ástæður.
Annarsvegar gætir nú áhrifa
■milljónanna sem Reagan ákvað
með fulltingi bandaríska þingsins
að afhenda þeim í fyrra. Þegar
eru sextíu milljónir dala komnar
á bankareikninga málaliðanna.
Fyrir vikið eru þeir bæði fjöl-
mennari og betur búnir en fyrr.
Hinsvegar er síaukinn þrýst-
ingur frá stjórninni í Washington
á Contraliðana að þeir hristi af
sér slyðruorðið og sýni svart á
hvítu að þeir séu einhvers megn-
ugir. Það er bráðnauðsynlegt
fyrir Reagan og félaga að geta
bent á einhvern ávinning þessara
eftirlætisbarna sinna ef nokkur
einasta von á að vera til þess að
þingmenn ljái máls á áframhald-
andi fjáraustri.
Enn virðist ekkert benda til
þess að Contraliðar hafi erindi
sem erfiði, þeir hafa ekki náð ein-
um einasta smábæ á sitt vald.
-ks.
Víetnamar vilja viöræöur
Hanoi-menn segjast hafa áœtlun um að rœðavið Kína og ASEAN-ríki um pólitíska lausn í Kampútseu
Kamputsea
Eru yfirlýsingar Shevardnadze og Nguyen Co Thach í bjóðinu í Hanoi undanfari
tíðinda í hinni stríðshrjáðu Kampútseu?
Æðstu menn i Víetnam segja
að stjórnirnar í Hanoi, Vienti-
ane og Phnom Penh ráðgeri
viðræður við Kínverja og
ASEAN-ríkin í Suðaustur-Asíu
um pólitíska lausn á stríðinu í
Kampútseu.
Samkvæmt fréttum Hanoi-
útvarpsins í gær tilkynnti víet-
namski utanríkisráðherrann um
viðræðuvilja stjórnanna í hófi
sem haldið var sovéska utanríkis-
ráðherranum Shevardnadze í
Hanoi í fyrrakvöld. Nguyen Co
Thach sagði stjórnirnar þrjár í
Víetnam, Laos og Kampútseu
reiðubúnar til viðræðna „á
jafnréttisgrundvelli, virðingar
fyrir sjálfræði ríkjanna og landa-
mærum þeirra“.
Utanríkisráðherra Indónesíu,
Mochtar Kusumaatmadja, sagði í
gær að hann hefði ekkert heyrt
um þetta viðræðuboð fyrr, og
neitaði öllum yfirlýsingum þang-
aðtil hann hefði talað við sendi-
herra sinn í Hanoi. Auk Indónes-
íu eru Malasía, Singapore, Fil-
ippseyjar, Brunei og Thailand í
ÁSEÁN-samtökunum.
Shevardnadze fagnaði yfirlýs-
ingum Nguyen Co Thach í hóf-
inu, ogh sagði að endurnýjuð vin-
átta Víetnama og Kínverja gæti
haft úrslitaáhrif á friðsamlega
sambúð í þessum heimshluta.
Víetnamar réðust með her inní
Kampútseu 1979 og steyptu af
stóli ógnarstjórn Pol Pot og
rauðra khmera, sem fyrir sitt leyti
tóku við af bandarískri leppstjórn
árið 1975. Síðan hefur víetnamski
herinn ásamt fámennum stjórn-
arher staðið í styrjöld við samtök
þriggja meginfylkinga skæruliða
þarsem saman fara rauðir khmer-
ar, fylgismenn Síhanúks prins og
sveitir hægrimanna. Kína,
Bandaríkin og fylgiríki þeirra
hafa neitað að viðurkenna stjórn
Heng Samrin í Phnom Penh, -
þannig á stjórn rauðra khmera
enn formlega aðild að Samein-
uðu þjóðunum og krefjast þess
að Víetnamar verði á brott með
140 þúsund manna herlið sitt.
Hernaður Víetnama í Kam-
pútseu hefur orðið til að einangra
ríkið á alþjóðavettvangi og hefur
verið notaður sem afsökun hjá
vestrænum ríkjum fyrir að neita
allri þróunaraðstoð við landið,
sem frá stríðslokum hefur átt við
gríðarlega erfiðleika að etja við
uppbygginguna.
Sovéskur þrýstingur
Kampútseu-mál hafa með
öðru eitrað andrúmsloft á milli
Víetnama og granna þeira í norð-
ri. Kínverjar halda fjölmennu liði
á landamærunum og er stutt frá
síðustu skærum. Talið er að
Peking-stjórnin sé með
þrýstingnum á landamærunum
að neyða Víetnama til að hafa þar
fjölmennan her (nokkuð jafn
fjölmennan og í Kampútseu) og
þyngja þarmeð efnahagsbaggann
í því skyni að knýja Hanoi-
stjórnina til breyttrar stefnu.
Undanfarið hafa sést ýmis
merki þess að Víetnamar séu að
slaka á klónni í Kampútseu-
málinu, og hafa þeir meðal ann-
ars gert sér dælla við Síhanúk
prins en áður var. Þar kemur
tvennt til. Annarsvegar tóku nýir
menn við völdum í Hanoi rétt
fyrir áramót, beita sér fyrir um-
bótum í efnahagslífi og gegn spill-
ingu. Þeir hafa til dæmis haft
nokkur orð um að sovésk aðstoð,
- nú jafnvirði 80 milljarða ís-
lenskra króna árlega - hafi verið
misnotuð í tíð fyrri valdsmanna.
Hinsvegar eru Hanoi-menn undir
augljósum þrýstingi frá Gorbat-
sjof og félögum í Moskvu, sem
vilja fá lausn í Kampútseu, meðal
annars til að auðvelda sættir við
Kínverja og til að ryðja burt einni
hindruninni í vegi aukinna sov-
éskra áhrifa í Asíu.
Hingaðtil hefur það beinlínis
staðið í vegi viðræðna að Víet-
namar hafa krafist þess að skæru-
liðar í Kampútseu losi sig við
„Pol-Pot-klíku“ rauðra khmera,
- skæruliðar og stuðningsmenn
þeirra hafa aftur neitað að ræða
við fulltrúa Phnom Penh-stjórnar
og krafist brottflutnings Víet-
namhers. Víetnamar hafa
reyndar lagt fram áætlun um
þann brottflutning, en enn hefur
lítið bólað á framkvæmd.
Yfirlýsing utanríkisráðherrans
í Hanoi bendir til að Víetnamar
ætlist til þess sem forsendu við-
ræðna að mótaðilar viðurkenni
að einhverju leyti Hang Semrin
og hans menn í Phnom Penh.
Benda má á að Shevardnadze
kom til Hanoi frá Kampútseu og
hafði þar lýst fullum stuðningi við
gestgjafa sína. Vestrænir sendi-
menn í Bangkok eru sagðir álíta
að Kínverjar og ASEAN-
stjórnirnar muni aldrei fella sig
við viðræður á þeim forsendum,
og er því vant að sjá afleiðingar af
yfirlýsingunni í Hanoi.
Það hamlar einnig friði í Kam-
pútseu að ekki er víst að Banda-
ríkjastjórn sjái sér neinn hag í að
deilan þar verði leyst. Þrátt fyrir
að bandamenn þeirra í Thailandi
hafi stóran ama af skærunum
fyrir austan má leiða að því rök
að þær komi Bandaríkjastjórn
vel. Kampútsea er eitt helsta
sameiningarmál þeirra og
Peking-stjórnarinnar, og með því
meðal annars tryggja þeir sér
stuðning frá ASEAN-ríkjunum.
Að auki kemur Kampútsea í
veg fyrir þau aukin Sovétáhrif á
þessu svæði sem Gorbatsjof boð-
aði í frægri Vladivostok-ræðu í
júlí í fyrra. Gæti því reynst valt að
treysta á friðarvilja frá Washing-
ton, og er Kampútsea að þessu
leyti hliðstæða Afganistan, þar-
sem Bandaríkjunum er taktískur
hagur að því að Sovétmenn festist
sem lengst.
-m
Ermarsundsgöng
Gröftur hefet í árslok
Hlutafjársöfnun hefst innan skamms beggja
megin sundsins
Félagið Evrógöng, sem
hyggst láta grafa járnbrautar-
göng undir Ermarsund er að-
skilur England og Frakkland,
gerir sér vonir um að hægt
verði að hefja gröft undir lok
þessa árs.
Á mánudag hefst hlutafjár-
söfnun í Frakklandi og forráða-
menn fyrirtækisins vonast til að
næla í eitthundrað milljónir
franka.
Samskonar söfnun verður
hleypt af stokkunum í Bretlandi í
júlí.
Ef áætlanir standast mun einn
og hálfur miljarður franka hafa
verið brúkaður í undirbúningsað-
gerðir í septembermánuði.
Heildarkostnaður af fyrirtækinu
er áætlaður átta miljarðar banda-
rískra dala.
Nokkurrar andstöðu við fram-
kvæmdina hefur gætt á Bretlandi
en skoðanakannanir sýna að sjö-
tíu og fjögur prósent frönsku
þjóðarinnar eru áfram um að
göngin verði grafin.
-ks.
Föstudagur 13. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7