Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.03.1987, Blaðsíða 15
IÞROTTIR England Brady með West Ham Liam Brady mun leika sinn fyrsta leik með West Ham gegn Norwich á laugardaginn. Allt er nú frágengið með söl- una frá Ascoli. West Ham keypti Liam Brady fyrir 100.000 sterl- ingspund og að sögn forráða- manna West Ham mun hann byrja inná gegn Norwich. -ibe/Reuter Akureyri Glíma Landsflokkaglíman 1987 verð- ur haldin í íþróttaskemmunni á Akureyri um helgina. Keppendur eru 54 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Glímt er í þremur þyngdarflokkum fullorð- inna og fimm aldursflokkum undir tvítugsaldri. Keppni hefst kl. 14. á laugar- daginn. Knattspyrna KS fær Skota Siglfirðingar hafa nú fengið til sín Skota í stað Colin Tacker sem lék með þeim síðasta sumar. Joe Woods heitir sá og er frá Glasgow. Hann hefur leikið með St. Johnstone í 2. deildinni skosku og leikur nú með KS næsta sumar. -ibe Spánn Sanchez vill seðla Mexíkanski landsliðsmaðurinn Hugo Sanchez hefur lýst því yfir að hann vijji fara frá Real Mad- rid. Hann á þó enn eftir 3 ár af samningi sínum. Forráðamenn Real Madrid telja að með þessu vilji hann fá betri samning, en hann er ekki ánægður með kjör sín. Sanchez hefur verið aðal markaskorari Real, skorað 25 mörk á þessu keppnistímabili og ætti því að geta sett pressu á Real Madrid. -ibe/Reuter Tómas Holton skorar hér eina af fjölmörgum körfum sínum. Mynd: E.ÓI. Einar Bollason, þjálfari ÍR, fórnar höndum, ekki ánægöur meö sína menn. Mynd: E.ÓI. KörfuboltilBikar Munurinn of mikill Það var aldrei spurning um hvorum megin sigurinn lenti í leik ÍR og Vals i undanúrslitum Bik- arkeppni KKÍ. Valsmenn sigruðu örugglega 93-67 og má það teljast öruggt að þeir leiki til úrslita. Það er ekki við góðu að búast þegar Valsmenn eiga einn sinn besta leik og ÍR-ingar einn sinn slakasta. Þannig var það í gær og ÍR-ingar áttu aldrei möguleik. Strax í byrjun náðu Valsmenn forustunni. Snemma var munur- inn kominn í tveggja stafa tölu. Mestur munur í fyrri hálfleik var 16 stig, en í hálfleik var staðan 32-46. Fyrri hálfleikur var fjörugur og ÍR-ingar nokkuð inní leiknum, en slæm hittni og fá fráköst komu í veg fyrir að þeir næðu Vals- mönnum. Þá var vörnin langt frá því að vera góð. Hjá Valsmönnum gekk allt upp. Sóknarleikurinn hraður og vörnin sterk. Síðari hálfleikur var nánast endurtekning á þeim fyrri. Vals- Stórsigur Valsmanna gegn IR í undanúrslitum menn mun sterkari, keyrðu upp “ ÍR-i hraðaupphlaupin og lK-ingar, seinir í vörnina, áttu ekkert svar við því. Þó náðu þeir annað slagið ágætis leik, en fráköstin og hittn- in of slök til að þeir næðu að ógna forskoti Valsmanna. Mesturvarð munurinn 30 stig rétt fyrir leiks- lok. ÍR-ingar náðu aðeins að laga stöðuna, en líklega eru þeir úr leik í Bikarkeppninni. Valsmenn áttu mjög góðan leik. Hraðaupphlaupin heppnuð- ust vel, sóknarleikurinn hraður og vörnin sterk. Tómas Holton og Einar Ólafsson áttu mjög góð- an leik í sókninni og Sturla Ör- lygsson var gífurlega sterkur undir körfunni, hirti mikið af frá- köstum. Torfi Magnússon átti góðan leik, batt vörnina saman. ÍR-ingar voru langt frá sínu besta. Hittnin slök og vörnin langt frá því að vera sannfærandi. Karl Guðlaugson og Jón Örn Guðmundsson voru bestu menn í liði ÍR. Þá áttu þeir Bragi Reynis- son og Ragnar Torfason ágæta spretti inná milli. Jóhannes Sveinsson meiddist snemma í fyrri hálfleik og gat ekki leikið með og bitnaði það nokkuð á leik liðsins. Það má teljast öruggt að það verða Valur og Njarðvík sem leika til úrslita. Njarðvíkingar unnu Þórsara stórt á útivelli og eru nánast öruggir í úrslit og þessi munur ætti að vera nægur fyrir Valsmenn. Stig ÍR:Jón Örn Guðmunds- son 18, Karl Guðlaugsson 16, Ragnar Torfason 11, Bragi Reynisson 10, Árni Gunnarsson 4, Pétur Hólmsteinsson 4, Björn Leósson 2 og Kristinn Jörunds- son 2. Stig Vals:Sturla Örlygsson 19, Tómas Holton 18, Torfi Magnús- son 16, Leifur Gústafsson 13, Einar Ólafsson 9, Björn Zofiga 8, Páll Arnar 7, Bárður Eysteinsson 2 og Svali Björgvinsson 1. -Ibe Grindavík Pílukast íslenska Pílukastfélagið efnir til tvímenningsmeistaramóts í pflukasti í Festi í Grindavík um helgina. Keppt verður laugardag og sunnudag og hefst keppni kl. 13. báða dagana. Körfubolti 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 30. leikvika líQhQOl Everton-Southampton..........................1 111111 Leicester-Charlton...........................1 111111 Luton-Manch.United...........................1 2 1 1 1 1 x Manch.City-Chelsea...........................1 1x2111 Oxford-Liverpool.............................1 2 2 1 2 2 2 Q.P.R.-Nott.Forest...........................x x x x 1 1 1 Blackburn-Stoke..............................2 x x 1 x 1 2 Cr.Palace-Birmingham.........................2 111111 Grimsby-W.B.A................................1 12 2 111 Huddersfield-Sheff.Utd.......................1 x 1 x 1 2 x Millwall-Oldham..............................x x 1 2 x 2 1 Sunderland-Plymouth..........................2 x 1 1 1 1 1 (síðustu viku voru 18 raðir með 12 réttum. Þar af átti einn maður þrjár raðir! Hver röð gaf kr. 37.780. Með 11 rétta voru 278 raðir sem gáfu 1.044 kr., hver röð. Ingólfur bjargaði Framarar voru aðeins hárs- breidd frá sínum fyrsta sigri í úr- valsdeildinni þegar þeir mættu Keflvíkingum í gær. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga 83-81 og sigurkarfan kom á síðustu sek- úndum leiksins. Ingólfur Haraldsson skoraði sigurkörfuna þegar aðeins fimm sekúndur voru til leiksloka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tryggir Keflvíkingum sigur á lokasekúndunum. Hann skoraði einnig sigurstigin gegn Njarðvík nú fyrir skömmu. Framarar voru yfir lengst af í fyrri hálfleik, en Keflvíkingar náðu að jafna undir leikhlé. Leikurinn var mjög jafn í síðari hálfleik, en Framarar þó oftast 2-3 stigum yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Framarar voru yfir 79-78, Keflvíkingar komust yfir 79-80. Framarar komust aftur tveimur stigum yfir en Keflvíkingar jöfnuðu, 81-81. Framarar misstu boltann og Ing- ólfur Haraldsson gerði engin mis- tök. Símon Ólafsson var yfirburða- maður í liði Fram, hitti vel í sókn- inni og náði mörgum fráköstum. Endurkoma hans hefur haft góð áhrif á Framliðið og hann hefur skorað yfir 25 stig í leik að með- altali. Auðunn Elísson átti góðan leik í fyrri hálfleik, allt þartil hann fór útaf með fimm villur. Þá átti Þorvaldur GeirsSon einnig góðan leik. Jón Kr. Gíslason var bestur í liði ÍBK og Gylfi Þorkelsson stóð sig vel í fyrri hálfleik. Þá áttu þeir Guðjón Sk)C—.on og Ingólfur Haraldsson B_ðan leik. Hreinn Þorkelsson lék ekki með vegna veikinda og bitnaði það nokkuð á varnarleik Keflvíkinga. -Ó.St/lbe Hagaskóli 12. mars Fram-ÍBK 81-83 (47-44) 8-4, 10-12, 28-23, 32-30, 44-47, 53- 49,65-60, 69-69, 72-73, 80-79,80-81, 81-81, 81-83 Stig Fram: Símon Ólafsson 32, Þor- valdur Geirsson 17, Ómar Þráinsson 10, Auðunn Elísson 9, Jóhann Bjarna- son 7, Guðbrandur Lárusson 4 og Jón Júlíusson 2. Stig (BK: Jón Kr. Gíslason 16, Sig- urður Ingimundarson 14, Gylfi Þor- kelsson 13, Matti Stefánsson 13, Guð- jón Skúlason 13, Ingólfur Haraldsson 10 og Falur Harðarson 4. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Ómar Scheving - sæmilegir Maður leiksins: Simon Ólafsson, Fram. Föstudagur 13. mars 1987 ÞdÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.