Þjóðviljinn - 18.03.1987, Síða 5

Þjóðviljinn - 18.03.1987, Síða 5
LANDHD Miðvikudagur 18. mars 1987 ÞJÖÐVILJfNN - SÍÐA 5 - Refurinn hefur haft yfir- höndina en minkurinn sæ'kir bú mjög á a.m.k. í Vopnafirði. - Eru kannski sumir með loð- dýraræktina sem aðal búgrein? - Hjá flestum var hún hlið- arbúgrein til að byrja með en sýn- ist víða vera að þróast í þá átt að verða aðalbúgreinin. Svo er það a.m.k. í okkar sveit. Tvær fóðurstöðvar - Og hvað er svo að frétta af fóðurstöðvunum? - Fóðurstöðvarnar eru tvær. Önnur er í vopnafirði og þjónar því svæði en hin er á Egilsstöð- um. Fóðurstöðin í Vopnafirði er að meiri hluta til í eigu bænda en að öðru leyti Útgerðarfélagsins og Kaupfélagsins. - Er fóðurkostnaðurinn ekki hár? - Hann hefur ekki reynst okk- ur fjötur um fót í Vopnafirðinum. Af landfræðilegum ástæðum get- ur stöðin þar ekki þjónað nema því héraði og hráefni á ekki að skorta nema dýrunum fjölgi mjög verulega. En höfuð máli skiptir að fóðrið sé gott því það gengur auðvitað ekki að borga hátt verð, fyrir lélegt fóður. Annars vantar meiri rannsóknir á innlenda hrá- efninu því það er annars eðlis en erlent fóður og því ekki hægt að byggja að öllu leyti á erlendum rannsóknum. Skinnaverðið - Hvernig hafa íslensku skinnin staðið sig í samkeppninni við þau erlendu? - Minkaskinnin hafa staðið sig vel. Á síðasta ári voru þau næst bestu skinnin í Evrópu, ef mið er tekið af verðinu, sem fyrir þau fékkst og auðvitað er það mæli- kvarðinn. Skýringin á þessari vel- gengni er m.a. sú, að við erum laus við þá sjúkdóma, sem margir aðrir eiga við að stríða. íslensku skinnin eru einnig mjög stór mið- að við það, sem annarsstaðar ger- ist. Það gengur hinsvegar lakar með refaskinnin. íslensku skinnin, einkum af blárefnum, eru einna verðlægst af refa- skinnum á Norðurlöndunum. Niðurstöðurnar af nýafstöðnum uppboðum vekja þó vonir um að saman sé að draga. Og vaxandi framleiðsla á silfurrefa- og blendingsskinnum (Bluefrost) gefur einnig vonir um hækkandi verð, sbr. uppboðið nú í febrúar. Svo á þarna einnig að geta komið til hjálpar aukin reynsla og þekk- ing, bæði hjá bændunum sjálfum og þeim, sem framleiða fóðrið. Megin hluti íslensku skinnanna er seldur á uppboði hjá sambandi danskra loðdýrabænda og það hefur verið okkur mjög innan handar með öflun hverskonar þekkingar á þessu sviði. Þessi góðu tengsl við Dani eru okkur ákaflega mikilvæg. Fyrir þeirra tilstilli fáum við að selja okkar skinn undir þekktasta gæðamerk- inu SAGA. Kannski er norræn samvinna hvergi betri en á þessu sviði. Eins og nú horfir má ætla að menn leggi meira kapp á minka- rækt en refa. Það er því áhyggju- efni ef ekki fæst að flytja inn kyn- bótadýr. Ef við fáum það ekki og verðum að rækta allt inn á við, er hætt við að stofninn smá þynnist út og þá er voðinn vís. Og það var slys, segir Björn, að yfirdýra- læknir skyldi koma í veg fyrir það s.l. haust að inn fengjust fluttir kynbótaminkar, þótt auðvitað verði að fara að með fyllstu gát, um það er enginn ágreiningur. Verkun skinnanna - Ef við víkjum nú að verkun skinnanna, hvað viljið þið segja um hana? - Til hennar þarf auðvitað vel að vanda. Hún hefur í verulegum mæli farið fram hjá bændunum sjálfum. Og það er þýðingar- Rœtt við Álfhildi Ólafsdóttur og Björn Halldórs- son, minka- bœndur áAkrií Vopnafirði. Álf- hildur er jafn- framt ráðunaut- ur hjá Sambandi loðdýrabœnda mikið að bændur verki sjálfir sín skinn. Verkunin sjálf er út af fyrir sig lærdómsrík og svo það, að fylgjast með ferlinum öllum frá upphafi til enda. Skinnaverkunin er hluti af því námi, sem loðdýra- bændur þurfa að tileinka sér, það er m.a. hið jákvæða við loðdýra- ræktina, að til viðbótar á uppeld- inu á dýrunum og umönnun, kemur svo vinnslustigið, sem hægt er að sjá um heima í sveitun- um. Kostnaður við verkunina er frá 250-290 kr. á refaskinn og um 100 kr. á minkaskinn og þetta er umtalsverð vinna, sem miklu skiptir að geta haldið heima og skapað þannig atvinnu í sveitun- um. Bændur geta sameinast um að koma sér upp aðstöðu til verk- unarinnar og þótt það kosti dá- lítið í byrjun þá kemur slíkt fljót- lega til með að margborga sig. Byggingarnar - Nú, þá erum við kannski komin að byggingunum og því, sem þeim tengist. - Já.þarhafanústundumorð- ið slæm mistök í fjárfestingu, bæði hvað snertir húsin sjálf, innréttingar þeirra o.fl. og yrði kannski of langt mál að fara mikið út í það. Stundum hafa húsin viljað verða of- og óþar- flega dýr, menn hafa byggt að þarflausu úr of dýru efni og lagt of mikla áherslu á fínheitin. Stundum hafa menn ekki staðsett húsin rétt, verið með þau of langt frá öðrum byggingum - sett fyrir sig lyktina, sem er varla verri en af öðrum skepnum - en fyrir bragðið hefur grunnurinn gjarna orðið dýrari og verri, vatns- leiðslan lengri o.s.frv. Sumir hafa notað plasthúðuð net, álitið þau endingarbetri, sem þó er mjög vafasamt, en þau eru hinsvegar Álfhildur Ólafs- dóttirogBjörn Halldórsson á Akri. Mynd: mest Þegar halla tók undan fæti fyrir hinum hefðbundnu búgreinum, - af ýmsum ástæðum, sem hér skuiu ekki raktar nú, - tóku menn að svipast eftir einhverjum þeim atvinnurekstri, sem að hluta til gæti leyst þær af hólmi. Festu menn þá einkum auga á loðdýra- ræktinni, þótt fleira hafi raunar komið til. Allmörg Ioðdýrabú eru nú rek- in hér og þar um landið. Og þegar bændurnir á Akri í Vopnafirði, þau Álfhildur Ólafsdóttir og Björn Halldórsson, litu hér inn á blaðið, þótti ekki úr vegi að spjalla við þau um þessa tiltölu- lega ungu búgrein og það því fremur, sem Alfhildur er ráðu- nautur hjá Sambandi loðdýra- bænda. Ekki er óeðlilegt að byrjað sé á því, að segja lítilsháttar deili á bændunum á Akri. Björn er Vopnfirðingur en Álfhildur Eyfirðingur. Þau stunduðu búvís- indadeildina á Hvanneyri, með loðdýrarækt sem valgrein, og eru kandidatar þaðan. Að loknu námi á Hvanneyri fluttu þau norður að Hólum í Hjaltadal og kenndu þar við bændaskólann í þrjú ár. Áð því búnu fluttu þau á heimaslóðir Björns í Vopnafirði, enda hafa þau alltaf haft áhuga á að vinna sjálf við búskap. Þar stofnuðu þau til félagsbús á jörð- inni Engihlíð, ásamt foreldrum og bróður Björns. Eru þau eink- um með mjólkurframleiðslu en hafa einnig dálítið af sauðfé, sem fer þó fækkandi. Fyrir tveimur árum bættust minkar við bústofn- inn og fer þeim fjölgandi. í vetur hefur Álfhildur verið á Hvanneyri við framhaldsnám í loðdýrarækt. Er það skipulagt sem fjórða árs nám og fer að hluta til fram í Danmörku. Fram- leiðnisjóður veitti tvo styrki til námsins og hlaut Álfhildur annan þeirra. - Voruþaukannskibrautryðj- endur í loðdýrarækt í Vopna- firði? - Nei, þegar við byrjuðum fyrir tveimur árum voru sex refa- bú fyrir í sveitinni, og um leið og við fengum minkana byrjuðu tvö önnur bú minkarækt. Þá voru ásettar minkalæður 240. Nú eru minkabúin orðin fimm og tala á- settra læðna hefur fimmfaldast, farið úr 240 í um 1900. Eitt þess- ara búa er eingöngu með mink en hin eru blönduð. Nú eru um 750 refalæður í sveitinni og eru það bæði blá- og silfurrefir. - Hvernig hefur fjárhagsaf- koman verið? - Fyrra árið okkar var útkom- an engan veginn nógu góð og stafaðiþað einkum af lélegri frjó- semi. I fyrra var hún hinsvegar mun betri og skinnaverðið þá vel viðunandi. Núna í desember seldum við helminginn af okkar skinnum og fengum mjög gott verð. Aftur á mótin var mun lak- ara verð á blárefaskinnunum en minkaskinnunum, miðað við til- kostnað. Á refaskinnum hafa verðsveiflur verið miklu meiri, enda mikið framboð á blárefa- skinnum í heiminum miðað við eftirspurn og það kemur auðvitað niður á verðinu. Tveir kjarnar - Er loðdýraræktin vaxandi búgrein á Austurlandi? - Já, hún hefur vaxið verulega upp á síðkastið. Búunum hefur fjölgað og þau hafa einnig stækk- að. Það má eiginlega segja að um sé að ræða tvo megin kjarna. Annar er í Vopnafirði en þar er loðdýrabúskapur nú rekinn á 9 býlum. Hinn kjarninn er svo á Héraðinu en þar eru býlin dreifðari. Þau eru á Héraðinu sjálfu, í Jökulsárhlíð og uppi á Jökuldal, og munu alls vera 12. Svo er eitt í Breiðdal og þrjú suður í Geithellnahreppi. - Hvort leggja menn meiri áherslu á minkinn eða refinn?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.