Þjóðviljinn - 18.03.1987, Side 8

Þjóðviljinn - 18.03.1987, Side 8
Afmælisveisla Leikfélag Akureyrar sýnir KABARETT eftir Masteroff, Ebb og Kander Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir Dansahöfundur: Kenn Oldfield Leikmynd: Karl Aspelund Þýðing: Óskar Ingimarsson Sem kunnugt er á þessi söng- leikur sér nokkuð flókna tilurðar- sögu sem hófst með því að Christ- opher Isherwood fór til Berlínar 1929 til þess að geta hitt sæta stráka í friði. Hann var þarna í nær fjögur ár, eða þar til nasistar tóku völdin, og gaf seinna út tvær skáldsögur sem byggðu náið á reynslu hans þessi ár og þykja gefa sannferðuga mynd af upp- lausnarástandinu í Þýskalandi þegar leið að valdatöku Hitlers. Löngu seinna var svo samið leikrit kringum persónuna Sally Bowles, þetta leikrit varð reyndar að kvikmynd, og aftur enn síðar komu þrír ameríkanar saman og gerðu söngleik upp úr öllu saman, sem svo aftur varð að frægri kvikmynd. Söngleikurinn Kabarett var sýndur í Þjóðleik- húsinu árið 1973. Kabarett er snjallur og áhrifa- mikill söngleikur sem dregur upp sterka mynd af þeirri siðferðilegu og pólitísku upplausn sem leiddi af sér nasisma og kynþáttahatur. Kit-Kat klúbburinn er ímynd þessarar spillingar, staður þar sem allt fæst fyrir peninga, og sið- ameistari klúbbsins er spillingin holdi klædd. Og leikurinn sýnir SVERRIR HÓLMARSSON um leið hvernig nasisminn grípur smátt og smátt um sig og eitrar líf venjulegs fólks eins og þeirra frk. Kost og gyðingsins Schultz og þeirra Bradshaws og Sally Bow- les. Leikurinn gerist að mestu til skiptis á gistiheimili frk. Kost og á Kit-Kat klúbbnum. Hinar fjöl- mörgu skiptingar þar á milli skapa þann hraða og þá spennu sem einkenna sýninguna. Leik- mynd Karls Aspelunds er einföld og haganleg og snjöll lýsing Ing- vars Björnssonar hjálpar til við að skapa mismunandi andrúms- loft í ólíkum atriðum. Dansat- riðin eru samin og flutt af mikilli list, fyndin og snjöll og gegnir furðu hvað Kit-Kat stelpurnar, sem ekki eru þjálfaðir dansarar, stigu sporin lipurlega. Hér hefur Kenn Oldfield greinilega unnið mikið og gott starf. Þessi þáttur sýningarinnar - „sjó“-þátturinn - er sterkur og kraftmikill og styrkist enn frekar af frammistöðu þeirra Ásu Sva- varsdóttur og Guðjóns Pedersen í hlutverkum Sally Bowles og Sið- ameistarans. Ása er nánast fullkomin í útliti og framgöngu sem persónugervingur þeirrar kvengerðar sem kölluð var „flapper", ímynd hins nýfengna frelsis konunnar til að drekka sig fulla og sofa hjá á við karlmann- inn. Guðjón er hins vegar óeðlið Guðjón Petersen sem siðameistari. og spillingin holdi klædd, kald- rifjaður hundingi fram í fingur- góma, notar skrokk og rödd af listfengi. Veikleikar sýningarinnar lágu í Hrafn Gunnlaugsson skrifar um Skyttur Friðriks Þórs Að hitta í mark Skytturnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, er ein örfárra íslenskra kvikmynda, sem hægt er með sanni að kalla höfundar- verk. Allt frá upphafi heldur hún bæði í leik og mynd, og svo heilsteypt er vinnslan, að þótt stundum sé teflt á tæpasta vað, fer myndin aldrei út af sporinu, heldur fær á sig ennþá persónu- legri sjarma. Fyrir bragðið nýtur maður myndarinnar frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Ég labbaði út með þá hugsun, að hér hefði ég upplifað listaverk: kvik- mynd sem á stflíseraðan hátt segir frá íslenskum raunveruleika, af mikilli næmni og með hvössum gagnrýnum tón, sem er þó fullur af samúð. Áhorfandinn nær sam- bandi við aðalpersónurnar, og skilur þær, hversu grátbrosleg sem atburðarásin verður. Hér er því komin fyrsta íslenska kvik- myndin, í fjölda ára, sem ber skapara sínum ótvírætt vitni. Friðrik Þór Friðriksson hefur með þessari mynd skapað lista- verk, sem á eftir að lifa af margar þeirra íslensku kvikmynda, sem gerðar hafa verið á seinni árum. Friðrik hefur tekist að endur- skapa raunveruleika þessara daga sem við lifum, með því að varpa ljósi á þjóðfélagið allt í ör- lögum tveggja utangarðsmanna. Hann horfir yfir garðinn, er utan hans, sér þannig heildarmyndina, og segir okkur meira um það hvað býr bak við grjótvegginn, en þótt hann stæði þar sjálfur. Stundum minna „Skytturnar“ skemmtilega á leikrit Steinbecks „Mýs og menn“, lýsing á vináttu, sem er eina haldreipi einstaklingsins í grimmum heimi. Og í eftirminnilegasta atriði kvik- myndarinnar, þegar öðrum þeirra félaga er fleygt öfugum út frá fyrrverandi ástkonu sinni, og hefur ekki fengið að gefa henni konfektkassann, sem hann hafði keypt dýrum dómum (og kon- fektkassinn því orðinn verðlaus), þá gefur hann vini sínum kas- sann, og sá úðar ánægður í sig konfektinu, án þess að skilja að hann er í rauninni að éta hjarta vinar síns. Sársaukinn og húmor- inn sem vegast hér á, lyfta mynd- inni í hæðir og einfaldleiki atriðis- ins í heild, hvernig það er byggt upp í mynd og leik, er með því eftirminnilegasta, sem gert hefur verið í íslenskri kvikmynd. Og þó Friðrik búi stundum til fólk, sem jaðrar við að hoppa beint út úr teiknimyndasögu, þá fer hann samt aldrei yfir strikið. Þetta fólk lifir sínu eigin lífi, og áhorfandinn þekkir það sem einstaklinga. Húmorinn verður stundum ærið beiskur og það eru hinar grátbroslegu senur myndarinnar, sem gera hana hvað eftirminni- legasta: raunverulegri en raun- veruleikinn. Það er dásamleg tilfinning, að fara í kvikmyndahús í dag, og sjá íslenska mynd, og ganga út með þá hugsun að maður hafi upplifað eitthvað stórkostlegt, orðið vitni að því að Iistaverk hefur fæðst. Friðrik Þór Friðriksson er einn þeirra fáu manna, sem réttlæta það, að við eyðum fé og orku í það að búa til kvikmyndir. Ég er ekki frá því, að þegar fram líða stundir, og menn fara aftur að velta því fyrir sér, hvað var að gerast í íslenskum kvik- myndum á níunda áratugnum, muni þeir jafnan staldra við þessa mynd, sem einmaling: mynd sem stendur ein og sér sem höfundar- verk, og vitnar um það, að ef Friðrik Þór heldur sínu striki, sé kominn fram á sjónarsviðið heilsteyptur listamaður, innan þessarar erfiðu listgreinar. Nú þurfum við áhorfendur að sýna það, að við kunnum að meta slíkan mann, að við skiljum kall tímans. Ég skora á alla að fara og sjá „Skytturnar". Það er mikil lífsreynsla, og skemmtun í senn. Hrafn Gunnlaugsson Stoffusmekkur áttumál myndlistrarmanna í ára- tugi, og það sýnir bara hvað við sitjum aftarlega á merinni með öll okkar mál, að þeir skuli ekki hafa verið af lagðir fyrir löngu - eins og t.d. lúxustollar á hljóð- færum. Þessir tollar hafa meðal annars haft þau áhrif að hér á landi hafa ekki verið fáanlegar bestu tegundir olíulita, þar sem þær urðu svo yfirgengilega dýrar með þessum tollum. Stefnuleysi og fjárskortur Listasafnsins - Nýverið voru stjórnmála- menn spurðir álits á því í sjón- varpinu, hvernig ríkið œtti að standa að listaverkakaupum. Hefur þú ekki haft afskipti af þeim málum? - Jú, ég á sæti í safnráði Lista- safns íslands, sem sér um innkaup til safnsins. Það er skemmst frá því að segja, að þar eru nánast engir fjármunir til innkaupa. Þar vantar ekki bara aukið fé, heldur líka skýrari regl- ur um það hvernig innkaupum skuli hagað. { rauninni er bráðn- auðsynlegt að fá sérstaka fjár- veitingu til þess að bæta fyrir gamlar vanrækslusyndir, til dæm- is til þess að kaupa verk eftir SÚM-kynslóðina frá 7. ára- tugnum. En reglubundin lista- verkakaup eiga þó fyrst og fremst að koma mönnum til góða á með- an þeir eru að skapa verkin, jafn- óðum og þau koma fram. Selma Jónsdóttir hefur haft þá stefnu, að ekkert eigi erindi inn í safnið sem ekki fái staðist dóm komandi kynslóða. Við sjáum af reynslunni að þetta sjónarmið er auðvelt að oftúlka. Hver gat til dæmis séð það fyrir fyrir 15-20 árum að listamenn eins og Sig- urður Guðmundsson og Hreinn Friðfinnsson myndu fá alþjóð- lega viðurkenningu? Síðan gerist hvort tveggja að myndverk hækka í verði og ekki síst, að þau verða ekki fáanleg, þannig að Listasafnið getur ekki boðið upp á marktækt yfirlit yfir þróun ís- lenskrar myndlistar. Sem dæmi um slíka vanrækslu má nefna að safnið á ekkert verk eftir Kristján Guðmundsson. Það var kannski skiljanlegt að almenningur hafi ekki áttað sig á þeim framúrstefn- uhugmyndum sem riktu í SÚM- hópnum á sínum tíma, en það verður að gera þá kröfu til forráðamanna safna, að þeir þurfi að minnsta kosti ekki meira en 5 ár til þess að átta sig á hvað er að gerast. Það er ekki hægt að byggja innkaupastefnu ríkisins á listaverkum á einhverjum stof- usmekk. - Svo að við snúum okkur að öðru, á ekki FÍM sinn eigin sýn- ingarsal? Sýningarsalur FÍM - Jú, félagið notaði eignarhlut sinn í gamla Listamannaskálan- um, sem fyrst gekk til Kjarvalss- taða, til þess að kaupa húsnæði við Laugarnesveg, sem nokkuð var notað til sýninga. Nú hefur þetta húsnæði verið selt, og við höfum keypt nýtt húsnæði að Garðastræti 6, þar sem verður ágætis sýningaraðstaða. Þetta er sýningarsalur, sem verður leigður út til félagsmanna og ann- arra, og verður hann opnaður með pompi og pragt á sumardag- inn fyrsta í næsta mánuði. Ekki er búið að ganga endanlega frá starfsreglum, en við stefnum að því að leigja salinn gegn vægu verði og að sýnendur sjái að öðru leyti um framkvæmd sýninga. Þetta eru um 110-120 ferm. sýn- ingarpláss á jarðhæð og í kj allara, og við teljum að þetta eigi eftir að koma að góðum notum og verða lyftistöng fyrir listalífið í höfuð- borginni. Sýning í Gallerí Borg - Nú ertþú sjálfur að opna sýn- ingu á morgun í gallerí Borg, - hvað verður á þeirri sýningu? - Þetta eru málverk, segir Daði og dregur fram nokkrar myndir sem hann hefur sett upp inni í stofu heima hjá sér. Þetta eru litríkar og „flúraðar" myndir sem bera vott um meiri formfestu og natni í vinnubrögðum en fyrri verk hans... - Ég hef fyrst og fremst mótast af áhrifum frá ís- lenskum myndlistarmönnum eins og Kjarval og Svavari Guðna- syni, segir Daði, og þessar mynd- ir sem ég sýni núna eru meira unnar en þær sem ég sýndi síðast. Þetta verða allt verk sem ég hef unnið frá síðustu sýningu 1985. Nýja málverkið, sem svo er kall- að, hefur alls staðar skipst upp í fleiri greinar frá því að það kom fyrst fram fyrir um það bil 5 árum. Ég tel mig ekki vera í hópi expressíónistanna, kannski er þetta frekar einhvers konar ný- mótvæginu gegn þessu, tilfinn- ingasamspili þeirra Kort og Schultz annars vegar og Cliffords og Sallý hins vegar. Hér vantaði talsvert á þá dýpt sem getur megnað að gera sögu þessa fólks verulega átakanlega. Ein ástæða fyrir þessu er auðvitað skyndileg veikindi Þráins Karlssonar sem hafði æft hlutverk Schultz, mjög mikilvægt hlutverk í leiknum. Fremur en að fresta afmælissýn- ingunni hljóp Pétur Einarsson í skarðið með tveggja daga fyrir- vara. Það var af sönnum hetju- skap gert og frammistaða hans stórkostleg miðað við aðstæður - en það segir sig nánast sjálft að hann skorti þá tilfinningalegu innistæðu sem ætla má að Þráinn hafi verið búinn að koma sér upp. Soffía Jakobsdóttir fór fallega með hlutverk frk. Kort en náði ekki að snerta verulega djúpa strengi. Einar Jón Briem kom vel fyrir í hlutverki Cliff Bradshaws en samspil hans og Ásu var stirt og skorti tilfinningahita. En þegar á heildina er litið er hér á ferðinni kraftmikil, fjörug og spennandi sýning sem er vel þess verðug að nota til að halda upp á sjötugsafmæli Leikfélags Akureyrar. Það hefur kostað meiri baráttu og þrautseigju en flesta grunar að tryggja atvinnu- leikhús í sessi á Akureyri og lang- ar mig til að nota tækifærið og óska öllum sem þar hafa lagt hönd á plóginn til hamingju og þakka um leið fyrir þær fjöl- mörgu ánægjustundir sem ég hef átt í Samkomuhúsinu á Akureyri. Sverrir Hólmarsson súrrealismi. Ég lærði í Nýlista- deild MHÍ á sínum tíma, og var svo einn vetur í Hollandi 1983-84, þar sem ég lagði mest stund á litó- grafíu og grafík. Dvölin í Hol- landi hafði fyrst og fremst þá þýð- ingu fyrir mig, að ég gat unnið í heilt ár að myndlist auk þess sem þar eru frábær söfn og sýningar. Hins vegar fannst mér ekki mikið vera að gerast í myndlistinni í Hollandi, og ég er semsagt ekki einn þeirra sem tek hollenska velferðarkerfið í listinni fram yfir það íslenska að öllu leyti. En við eigum þó margt ógert hér, eins og sést best á því að einu höfundar- launin, sem ég man eftir að hafa fengið greidd hér á landi voru frá Rás 2 fyrir einhverja tilraunam- úsík, sem ég lék einhvern tímann inn á hljómplötu. Ég hef hálfa stöðu sem kennari og hefði engar tekjur af myndlistinni ef ekki væri grafíkin, sem almenningur hefur sýnt áhuga á. Ég væri ekki í þessu félagsstússi ef búið væri að koma réttindamálum okkar í við- unandi horf... Við þökkum Daða Guðbjörns- syni fyrir spjallið og óskum hon- um góðs gengis með sýninguna sem verður opnuð í Gallerí Borg á morgun. ólg. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN jMlðvlkudagur 18. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.